Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
Pétur Bjarnason:
Það þarf að taka djarfar
ákvarðanir í byggðamálum
- Próun í byggðamálum og stefna stjórnmálaflokka
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Þarfar tillögur
Efnahagsnefnd Framsóknarflokksins, sem í
eiga sæti fjórir þingmenn flokksins, hefur
samið og kynnt ítarlegar tillögur í efnahags-,
atvinnu- og byggðamálum. Tillögur nefndar-
innar eru að mörgu leyti í senn róttækar og
athyglisverðar. í efnahagsmálum er m.a. lagt
til að vísitölubindingar, hvaða nafni sem þær
nefnast, verði afnumdar. Einnig að skipan
gengismála veiði breytt á þann veg að gengi
verði aðlagað betur að markaðsaðstæðum en
nú er og taki mið af frjálsum viðskiptum með
gjaldeyri. Þannig verði t.d. frjáls kaup fyrir-
tækja á gjaldeyri heimiluð, ásamt fullkomnu
frelsi til að taka lán erlendis án afskipta ríkis-
ins. Loks leggur efnahagsnefndin til að
hlutabréf njóti sambærilegra kjara skattalega
og önnur sparnaðarform. Allar þessar tillögur
miða að því að treysta rekstrargrundvöll
undirstöðuatvinnuveganna.
Tillögur um aðgerðir í byggðamálum eru
fyrirferðarmiklar í áliti efnahagsnefndarinnar.
Hún leggur þunga áherslu á aðgerðir til að
efla atvinnulíf á landsbyggðinni og setur fram
hugmyndir að róttækum ráðstöfum til að
binda endi á þá byggðaröskun sem átt hefur
sér stað í landinu. í tillögum nefndarinnar er
m.a. lagt til að Byggðastofnun verði efld til
muna með auknum fjárframlögum og ótví-
ræðum rétti til frumkvæðis að áætlanagerð
um eflingu byggðar. Einnig að stjórnsýslu-
miðstöðvum verði þegar komið upp í öllum
kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins og
margvísleg þjónustustarfsemi þess opinbera
flutt frá Reykjavík til stjórnsýslumiðstöðv-
anna. Þá er lagt til að stóriðja í landinu verði
skattlögð til byggðajafnvægis og að raforku-
verð verði það sama til allra dreifiveitna, með
sameiningu Landsvirkjunar og Rafmagns-
veitna ríkisins.
í frétt Dags á fimmtudag, þar sem skýrt var
frá tillögum efnahagsnefndar Framsóknar-
flokksins, benti Stefán Guðmundsson, alþing-
ismaður og formaður nefndarinnar, m.a. á að
fyrirsjáanlegir áframhaldandi búferlaflutn-
ingar til höfuðborgarsvæðisins hefðu ófyrir-
séðar afleiðingar í för með sér fyrir landið í
heild. Því þyrfti að sporna við þessari þróun
án tafar. Undir það geta eflaust allir lands-
menn tekið. En staðreyndin er sú að stefnan
sem stjórnvöld hafa fylgt í efnahags- og
byggðamálum á undanförnum árum er geng-
in sér til húðar. Mótun nýrrar og markvissrar
stefnu þolir enga bið. Tillögur fjórmenning-
anna eru því í senn tímabærar og þarfar. BB.
Viö höfum lengi búið við alvar-
lega þróun í byggðamálum.
Fólksfjöldi á höfuðborgarsvæð-
inu hefur aukist jafnt og þétt, og
hlutfall þess í heildarfólksfjölda
þjóðarinnar hefur aukist langt
umfram það, sem nokkur hefur
reiknað með, og langt umfram
það, sem skynsamlegt getur
talist. Landsbyggðin er nú í meiri
varnarbaráttu en nokkurn tíma
áður, og hafa þó áður komið
tímabil þar sem útlitið var svart.
Þeim, sem eingöngu hlusta á
orð stjórnmálamanna og kynna
sér stefnu stjórnmálaflokka, hlýt-
ur að koma á óvart að málum
landsbyggöarinnar sé svo illa
komið. Stjórnmálaflokkar hafa
allir í orði haft mikinn vilja til að
tryggja eðlilega búsetu í landinu
öllu og vilji er jú allt sem þarf -
eða hvað?
Nú vil ég taka fram, áður en
lengra er haldið, að mér þykir
talsvert vænt um höfuðborgina
okkar, enda er ég fæddur þar og
uppalinn. Ég vil gjarnan að við
eigum stóran höfuðstað, sem er
megnugur til þess að takast á við
stór verkefni á sviði inenningar-
mála, verklegra framkvæmda og
annað, sem nútíma þjóðfélag
þarf á að halda. Ég tel það einnig
af hinu góða að það fólk, sem vill
búa í stórri borg fái til þess tæki-
færi. Hins vegar finnst mér óþol-
andi að þjóðfélagið okkar sé
skipulagt á þann hátt að þeir,
sem vilja vinna önnur störf en við
frumframleiðslu, eigi nánast ekki
annan kost en að „flytja suður“.
Ríkið er stærsti vinnuveitandi
landsins og stjórnmálamenn
ákveða hvar vinna á þess vegum
er staðsett. Það er því eitthvað
sem ekki stemmir, þegar fjöldi
fólks er þvingaður til að flytja til
Reykjavíkur þrátt fyrir hástemmd-
ar yfirlýsingar stjórnmálaflokka
um jafnvægi í byggð landsins.
Astæðan liggur hins vegar í aug-
um uppi. Stefna stjórnmála-
flokka á borði er allt önnur en
stefna þeirra í orði. Það er opin-
ber stefna í byggðamálum að
styrkja og efla byggð í Reykja-
vík. Það eru vissulega hafðir uppi
tilburðir til annars, t.d. með
starfsemi Byggðastofnunar, sem
ég ber mikla virðingu fyrir, en
það breytir ekki hinni raunveru-
legu stefnu.
Tími djarfra ákvarðanna
Útlitið hefur oft verið svart í
þessum efnuin, og sögur hafa
gengið um að sumstaðar hafi ekki
þótt taka því að skipta um brotn-
ar rúður áður en flutt væri suður.
Landsbyggðin hefur þó hjarað
hingað til. Síðasti bjargvættur
landsbyggðarinnar var „skuttog-
aravæðingin1' upp úr 1970, sem
tafði ögn fyrir þeirri óheillaþróun
í byggðamálum sem hér hefur
verið tekin til umfjöllunar. Nú
eru hins vegar aðrir tímar. Við
getum ekki lengur sótt meiri afla
í sjóinn eins og þá. Við þurfum
að rétta hlut landsbyggðarinnar á
annan hátt. Það er því kominn
tími til djarfra ákvarðana í
byggðamálum.
Langtímamarkmið í
byggðamálum
Það hefur verið brugðist seint við
og tíminn, sem er til stefnu, er
orðinn takmarkaður. Aðgerðir í
byggðamálum þurfa samt að taka
mið af langtímamarkmiðum. Ég
tel að það eigi að ákveða hlut-
verk hvers landshluta eða svæðis
í opinberri stjórnsýslu. Starfsemi
ríkisins yrði, eftir því sem við
ætti, beint á viðkomandi svæði.
Ég get ímyndað mér.,t.d. að
skynsamlegt væri að stefna að því
að miðstöð stjórnunar, rann-
sókna og fræðslu í landbúnaði
yrði í Borgarfirði (Hvanneyri/
Borgarfirði), tilsvarandi yrði
miðstöð rafmagnsmála á suður-
landi (Selfossi/Hellu), miðstöð
skógræktar og ferðamála á aust-
urlandi (Egilsstöðum), ísafjörður
yrði miðstöð veiðieftirlits og
landhelgisgæslu og Akureyri og
Eyjafjörður miðstöð rannsókna,
fræðslu og stjórnunar í sjávar-
útvegi. Stofnanir ríkisins á hverju
sviði mundu setja á stofn öflug
útibú á „sínuin stað“ og þeirri
aukningu, sem yrði á starfsemi
stofnunarinnar, yrði beint til við-
komandi útibús. Á 10 til 20 árum
yrðu höfuðstöðvar og meginstarf-
semi þeirra ríkisstofnanna, sem
ákveðið yrði að flytja með þess-
um hætti, fluttar á sinn stað.
Slíkri þróun þyrfti ekki að fylgja
röskun á því starfi, sem stofnan-
irnar vinna, og komast ætti að
mestu hjá persónulegum erfið-
leikum starfsmanna, sem í flest-
um tilfellum gætu haldið áfram
vinnu á sínum vinnustað, eða
mundu amk. fá rúman umþóttun-
artíma.
Goðdalakirkja:
„Fallegasta kirkja á íslandi“
- Greinargerð Björns Egilssonar, flutt á Héraðsfundi
á Hólum í Hjaltadal 15. október sl.
Goðdalakirkja var reist á
grundinni fyrir austan kirkju-
garðinn árið 1886.
Þessi kirkja fauk og brotnaði í
spón á milli jóla og nýárs 1903.
Hún var endurreist á sama grunni
1904 og var vígð þá skömmu fyrir
áramót. Goðdalakirkja hefur
ekki fokið síðan 1903.
Yfirsmiður kirkjunnar var Þor-
steinn Sigurðsson snikkari á
Sauðárkróki. Hann smíðaði
margar kirkjur og önnur hús í
Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl-
um. Þorsteinn var af Hrólfsætt í
Skagafirði og fluttist til Ameríku
1907.
Goðdalakirkja á góða gripi.
Fyrst nefni ég altarisklæði, með
ártali 1763. Það er talið mikið
listaverk og er nú í viðgerð fyrir
sunnan. Enginn veit nú hver hef-
ur saumað þetta ágæta klæði, en
það er mín tilgáta að prestskona í
Goðdölum hafi saumað það.
Jón Sveinsson var prestur í
Goðdölum frá 1758 til 1793.
Kona séra Jóns var Steinunn
Ólafsdóttir, stúdents og lögréttu-
manns í Héraðsdal. Hún gæti
hafa saumað klæðið.
Fögur altaristafla er í Goðdala-
kirkju. Það er kvöldmáltíðar-
mynd. Þegar endurbætur voru
gerðar á kirkjunni 1959 var taflan
tekin niður. Á bakhlið hennar er
skráð: Þessa altarisbrík lét
Sigurður Jónsson gera í Kaup-
mannahöfn 1837.
Sigurður Jónsson var prestur í
Goðdölum frá 1822 til 1883.
Kvöldmáltíðarmyndin er eftirlík-
ing af heimsfrægu málverki eftir
Leonardö Da Vinci.
Þriðja kirkjugripinn vil ég
nefna. Það er Ijósahjálmur sem
Elínborg Lárusdóttir gaf kirkj-
unni á síðustu árum sínum. Hún
var fædd í Goðdalasókn og ólst
þar upp að nokkru.
Ég held að segja megi, að
Goðdalakirkju hafi verið haldið
vel við. Listmálari frá Akureyri
málaði hana að innan 1959 og sú
málning hefur haldist vel. Á
þessu ári var lokið við að mála
kirkjuna að utan að nýju.
Um fjárhag kirkjunnar veit ég
ekki vel, en held þó að hún geti
talist bjargálna.
Kirkjugarðurinn í Goðdölum
er vel varinn og vel hirtur. Hann
er undarlega stór, þar sem ekki
er fleira fólk.
Skýringin gæti verið sú, að á
fyrri tíð, var samkomulag manna
í sókninni stundum bágborið í
lifanda lífi, svo það varð að hafa
bil á milli þeirra þegar þeir voru
dauðir. Ef kirkjugarður í Goð-
dölum væri afmarkaður nú, þyrfti
hann ekki að vera eins stór, því
nú er Goðdalasókn sannkallað
friðarríki. Fólkið í sókninni
skiptir því á milli sín að slá og
hirða garðinn. Á tilteknum bæj-
um sér fólkið um garðinn á þessu
ári og svo á öðrum bæjum á
næsta ári.
Nýlega var keyptur sláttukóng-
ur, til að slá kirkjugarðinn, sem
kostaði 40 þúsund krónur. Kóng-
ur þessi er einhverskonar gaur
með batterí á endanum. Það er
svo létt að láta kónginn slá og
hann slær svo vel að allir eru
hrifnir af.
Goðdalakirkja er fallegasta
kirkja á öllu íslandi. Þegar ég
segi þetta mun einhver segja,
að hverjum þyki sinn fugl fagur.
Séra Árni Þórarinsson sagði
frá því, að í sóknum hans vestur
á Snæfellsnesi væru konur sem
fullyrtu að þeirra börn væru betri
en öll önnur börn. Þetta kallaði
séra Árni Mæðrasýki.
Björn Egilsson.