Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1989 fþróttir i Handknattleikur: Tilbúnir í slaginn - segir Þorleifur Ananíasson um KA-liðið Augu flestra íþróttáhuga- manna beinast að leik KA og FH í 1. deildinni í handknatt- leik en sá leikur fer fram í Iþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn kl. 16.30. Þor- leifur Ananíasson liðsstjóri KA-Iiðsins er nokkuð bjart- sýnn fyrir leikinn og segir að KA-liðið sé tilbúið í slaginn. „Við byrjuðum mjög ilía gegn Stjörnunni en þetta hefur verið upp á við síðan. Nú er bara að fara að vinna leiki,“ segir Þorleif- ur. FH-ingar verða án stórskytt- unnar Héðins Gilssonar, en hann er í leikbanni í þessum leik. Þor- leifur segir að þó að það veiki * 1 Blak HöUiruii - í 2. og 3. flokki Það verður mikið um að vera í Iþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þar verður fyrsta fjöl- liðamót vetrarins í 2. og 3. flokki í blaki. Keppt verður í bæði karla og kvennaflokki og taka 27 lið frá 9 félögum þátt í þessu fjölliðamóti. Keppnin hefst á laugardags- morguninn og verður framhaldið allan laugardaginn. Hlé verður gert á keppninni á meðan KA og FH keppa í 1. deildinni í hand- knattleik en síðan verður blak- mótinu framhaldið. Einnig er keppt allan sunnudaginn. Frá Norðurlandi taka þátt lið frá KA, Völsungi og Laugum. Þar að auki eru lið frá UBK, Þrótti N., Þrótti R., Fram, Stjörnunni og HK. KA sendir kvenna og karlalið í bæði 2. og 3. flokki. Frá Laugum koma kvenna- og karlalið í 2. flokki og Völsungar senda kvénnalið í 2. og 3. flokki. Vert er hvetja fólk til að mæta í Höll- ina til þess að sjá -þessa ungu blakara reyna með sér. FH-liðið óneitanlega að Héðinn sé ekki með, þá komi alltaf mað- ur í manns stað og á margan hátt sé það ekki betra að hann sé fjar- verandi. „KA-liðinu hefur oftast gengið vel að stöðva stóru nöfnin hjá andstæðingunum, en síðan höfum við verið að vanmeta minni spámennina sem hafa þá refsað okkur með því að blómstra í leikjum gegn KA. Það verður því að taka á móti öllum þeirra leikmönnum með jafn mikilli virðingu," segir Þorleifur. Allir leikmenn KA eru heilir fyrir þennan mikilvæga leik gegn FH. Liðið hefur æft vel þennan tíma sem hlé hefur verið á íslandsmótinu vegna ferðar lands- liðsins til Sviss. KA gekk vel gegn FH í fyrra og vann þá í hörkuleik í Hafnarfirði í fyrri umferð. Á heimavelli var KA komið með unninn leik en tapaði honum nið- ur á stuttum tíma f síðari hálf- leik. Á þessu sést að búast má við hörkuleik í Höllinni á morgun. Grænlendingur Anas Hellman er ekki enn kominn til landsins en KA-menn áttu von á honum um síðustu mánaðamót. Þorleif- ur kveðst ekki vita hvað orðið hafi um Anas en hann fór á köf- unarnámskeið í Danmörku eftir að hann dvaldi hér á landi í haust. „Hann hefur e.t.v. farið á kajak frá Danmörku og þá ætti hann að koma um þessi mánaða- mót,“ bætir Þorleifur Ananías- son liðsstjóri KA-Iiðsins við kankvís á svip. Heil umferð fer fram í 1. deild- inni um helgina. Stjarnan og Vík- ingur mætast í Garðabæ, IR og ÍBV keppa í Seljaskóla og Grótta og Valur keppa á Seltjarnarnesi. Á sunnudag keppa síðan KR og HK í Laugardalshöll. Pétur Bjarnason og félagar ■ KA-liðinu mæta FH á laugardag kl. 16.30. Jaftit í Þýskalandi - hjá 21 árs liðinu U-21 árs landslið íslendinga og V-Þjóðverja í knattspyrnu gerðu jafntefli 1:1 í V-Þýska- landi á miðvikudagskvöldið. Það var Fylkismaðurinn Bald- ur Bjarnason sem gerði mark íslands í fyrri hálfleik en Þjóð- verjarnir jöfnuðu í síðari hálf- leik. íslendingar lentu í öðru sæti í riðlinum en V-Þjóðverj- ar fara í úrslitakeppnina. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu því V-Þjóðverj- arnir eru allir atvinnumenn í sinni grein. Þess má geta að einu stigin sem þeir töpuðu voru í leikjunum gegn íslendingum en jafnt var einnig í fyrri leik lið- íslendingar súpa nú seyðið af því að hafa tapað klaufalega fyrir Finnum í Finnlandi síðastliðið haust en eftir þann leik var Youri Sedov settur af sem þjálfari liðsins. En annað sætið í riðlinum er glæsilegur árangur sem við get- um verið stoltir af. Það liggur því ljóst fyrir að íslendingar þurfa engu að kvíða í framtíðinni á knattspyrnusviðinu því strákarnir hafa sýnt það að þeir geta staðið í bestu liðum Evrópu. Enn tapar MA - nú fyrir Húsvíkingum 6:4 Það gengur hvorki né rekur hjá MA í framhaldsskólamót- inu í knattspyrnu. A þriðju- daginn töpuðu þeir fyrir VMA 4:3 og á miðvikudaginn töpuðu þeir fyrir Framhaldsskólanum Enska knattspyrnan: Tottenham og Arsenal áfram í Deildarbikamum á Húsavík 6:4. Húsvíkingarnir byrjuðu leik- inn á Akureyri af miklum krafti og létu ekki snjófölina á vellinum hafa áhrif á sig. MA-ingarnir virt- ust dasaðir eftir erfiðan leik dag- inn áður gegn VMA og í leikhléi var staðan orðin 3:0 fyrir Húsvík- ingana. í síðari hálfleik var leikurinn jafnari en munurinn var of mikill fyrir MA og lokatölur urðu því 6:4 fyrir Húsavík. Framhaldsskólann á Ásmundur Arnarson var áber- andi í leiknum og skoraði 4 mörk fyrir Húsvíkinga. Þeir Þórir Örn Gunnarsson og Þór Stefánsson settu síðan sitt markið hvor. Fyr- ir MA skoraði Rafn Ingi Rafns- son tvívegis og þeir Guðlaugur Birgisson og Sveinn Sverrisson eitt mark hvor. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 íþróttir helgariimar Handknattlcikur Föstudagur: 2. deild ka... Þór-UMFN i íþrótta- höllinni kl. 20.00 3. deild ka... Völsungur-Grótta-h á Húsavík kl. 20.00 Laugardagur: 1. deild ka... KA-FH í íþróttahöllinni kl. 16.30 Blak jslandsmót í 2. og 3. flokki í íþrótta' höllinni, laugar- og sunnudag. Karfa Sunnudagur: Úr.valsdeild... UMFG-UMFT í Grindavfk kl. 16.00 Úr.valsdeild... Reynir-Þór í Sand- gerði kl. 20.00 Arsenal er komið áfram í 4. umferð deildarbikarsins í Englandi eftir að hafa lagt Liverpool að velli 1:0 með marki Alan Smith. Tottenham er á mikilli siglingu þessa dag- ana og jarðaði Man. Utd. á útivelli 3:0. Gary Winston Lineker, Vinny Samways og Nayim settu mörk Tottenham- Iiðsins. Terry Fenwick miðvörður Tottenhamliðsins fótbrotnaði í leiknum og e.t.v vill kemst Guðni Bergsson þá inn í liðið að nýju. í gær var síðan dregið í 4. umferð- ina og þar mætir Tottenham Tranmere úr 4. deild en Arsenal fær 2. deildarlið Oldham sem mótherja: Oldham-Arsenal Tranmere-Tottenham Man. City-Coventry Nott. Forest/C. Pal-Everton Derby-WBA A. ViIla/W.Ham-Middlesbrough- Wimbledon Exeter-Sunderland/ Bournemouth Swindon/Bolton-Southampton Rúnar skorar á Gylfa Þórhallsson Liverpool-maðurinn Rúnar Berg Aðalbjörnsson lagði Utd.- manninn Víking Traustason að velli í síðustu viku. Reyndar munaði ekki nema einum á þeim félögum en það dugði til þess að Rúnar hélt áfram í keppninni. Rúnar er enn við sama heygarðshornið og hefur skorað á ann- an Utd.-mann, Gylfa Þórhallsson. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Rúnar en hann hefur nú lagt tvo rauöa „djöfla'1 að velli. Gylfi er nú hins vegar hvergi banginn og segist örugglega geta veitt Rúnari verðuga keppni. En lítum á spá þeirra félaga: Handknattleikur/2. deild: Ekkert vanmat - segir Árni Stefánsson þjálfari Eórs Þór keppir við Njarðvík í 2. deildinni í handknattleik í jþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 20.00. Njarðvíkingar eru neðstir í deildinni og hafa ekki enn hlotið stig en Þórsar- ar eru með 5 stig og eru í 4. sæti í deildinni. „Þrátt fyrir að þeir séu neðstir megum við alls ekki vanmeta þá,“ sagði Árni Stefánsson þjálf- ari Þórsaranna. „Úrslitin í deild- inni hafa sýnt að flest lið geta náð upp góðum Ieik gegn betri liðum þannig að ekki er hægt að bóka sigur gegn neinu liði,“ bætti hann við. Rúnar: Gylfi: Arsenal-Derby 1 Aston Villa-C.Palace 1 Charlton-Coventry x Chelsea-Man.City 1 Man.Utd.-Southampton x Millwall-Luton 1 Norwich-Everton 1 Nott.For.-QPR 1 Sheff.Wed.-Wimbledon 2 Bradford-Leeds x Middlesbro-WBA 1 Watford-Sheff.Utd. 1 Arsenal-Derby 1 Aston Villa-C.Palace 1 Charlton-Coventry x Chelsea-Man.City 1 Man.Utd.-Southampton 1 Millwall-Luton 1 Norwich-Everton x Nott.For.-QPR 1 Sheff.Wed.-Wimbledon 1 Bradford-Leeds 2 Middlesbro-WBA 2 Watford-Sheff.Utd. x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.