Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 12
Suimudaginn 29. október Fjölskylduborð Bautans Borð hlaðið allskyns krásum, heitum og köldum. Verð kr. 1.200,- Maki og börn 11-13 ára kr. 600,- börn yngri en 11 ára kr. 300,- Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Leitar eftir fyrirgreiðslu hjá sjóðum og Byggðastofiiun Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga, sem gerir út togarann Stakfell ÞH, hefur leitað til Byggðastofnunar, Hlutafjár- og Atvinnutryggingasjóðs með fyrirgreiðslu. Forsvarsmenn ÚNÞ voru á dögunum í við- ræðum við fulltrúa þessara sjóða og segir Sigurður Frið- riksson, framkvæmdastjóri ÚNÞ, að ekki sé á þessu stigi hægt að spá fyrir um til hvers þær lciða. „Við eigum vissulega í erfið- Vöruhús KEA endurskipulagt - öllum starfsmönnum sagt upp störfum Fyrir dyrum stendur endur- skipulagning á Vöruhúsi KEA á Akureyri og hefur öllum starfsmönnum þess verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi frá og með 1. nóvember. Starfshópur hefur unnið að undanförnu að end- urskipulagningu á rekstri Vöruhússins en samkvæmt upplýsingum Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélagsstjóra, er markmiðið með endur- skipulagningunni að gera Vöruhúsið betur í stakk búið til að mæta harðnandi sam- keppni og samdrætti í kaup- mætti. Samkvæmt tillögum sem lagð- ar hafa verið fram er gert ráð fyr- ir breyttri stjórn á Vöruhúsinu og er liður í því ráðning nýs vöru- hússtjóra. Auk þess er gert ráð fyrir breyttu vöruframboði og endurskipulagningu á flestum þáttum í starfseminni. Næstu vikur verður unnið við frekari útfærslu á tillögum starfs- hópsins. Stefnt er að því að gera starfsmönnum grein fyrir framtíð Vöruhúss KEA fyrir lok næsta mánaðar og hverja unnt verður að endurráða. Stefnt er að fækk- un starfsmanna sem talin er vera ein af forsendunt fyrir hagræð- ingu í rekstri Vöruhússins. Starfsmannahald KEA mun aðstoða þá sem ekki hljóta endurráðningu við atvinnuleit. JÓH leikunt og erurn að reyna að vinna okkur út úr þeim með öll- um mögulegum ráðum. Við vilj- um reka okkar mál þar sem við eigunt að reka þau en ekki í fjöl- miðlum. Umræða fjölmiðla hefur nær undantekningarlaust aukið á vanda þeirra fyrirtækja sem eiga í erfiðleikum," segir Sigurður. Hann segir það rangt að ÚNÞ sé komið í þrot. „t>að er hins veg- ar rétt að við eigum í erfiðleikum með rekstrarfjármuni og skamm1 tímaskuldir eru of háar. En þrátt fyrir það á þetta fyrirtæki eins og mörg önnur viðreisnarvon ef rétt er á málum lialdið. Pað er auðvit- að rnikið í húfi að vel takist til með að koma rekstri fyrirtækisins á réttan kjöl og að því er unnið hörðum höndum bæði hér heima og hjá aðilum í Reykjavík. Ég held að ég geti óhikað sagt að þeir rnenn sem við ræddum við syðra hafi 99% tekið vel í okkar málaleitan. Því er ég bjartsýnn á að viðunandi lausn finnist,“ segir Sigurður Friðriksson. óþh Ghmusamband Islunds hefur í vikunni kynnt glímu í grunnskólum á Akur- eyri. Að lokinni kynningunni fór fram glímukeppni sem í tóku þátt bæði istelpur og strákar. Stúlkurnar gáfu ekkert eftir og hér sjást þær Hildur Gylfadóttir og Áshildur Valtýsdóttir glíma. Mynd: kl Stefnir í gott ár hjá þurrkverksmiðjunni Laugafiski hf.: „Fyrirtækið er stóriðja miðað við íbúatölu í Reykdælahreppi“ - segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri „Þessi rekstur hefur gengið vel á þessu rúma ári sem liðið er síðan Laugafiskur var stofnað. Það sem af er þessu ári lofar mjög góðu, við höfum verkað hér um 2200 tonn blautum hausum síðan um áramót og við reiknum með að brúttó- veltan í ár verði um 50 milljón- ir króna,“ segir Lúðvík Haralds- son, framkvæmdastjóri þurrk- verksmiðjunnar Laugafisks hf. á Laugum í Reykjadal. Eigendur Laugafisks eru Fisk- iðjusamlag Húsavíkur, Útgerðar- félag Akureyringa, Kaldbakur á Grenivík, Byggðasjóður og Reykdælahreppur. Laugafiskur var stofnað eftir gjaldþrot Stokk- fisks hf. en í millitíðinni tók Fiskiðjusamlag Húsavíkur rekst- urinn á leigu. Húseignirnar keypti Laugafiskur hf. af Byggða- sjóði sem þær hafði eignast eftir uppboð á Stokkfiski. Nokkur fyrirtæki eru nú starfandi í hausa- þurrkun hér á landi en Laugafisk- ur er þeirra stærst. Starfsmenn við Blönduvirkjun höfnuðu nýjum kjarasamningi: „Mönnum þótti leiðrétting á töxtum hreinlega ekki nog“ - segir Valdimar Guðmannsson, formaður Verkalýðsfélags A-Húnavatnssýslu Starfsmenn á virkjunarsvæði Blönduvirkjunar felldu nýgerðan samning milli Lands- virkjunar, Yinnuveitenda- og Verktakasambandsins annars vegar og hins vegar verkalýðs- félaganna í Húnavatnssýslum og á Suðurlandi, ASÍ, VMSÍ og Landssambands rafiðnað- armanna. Stjórn- og trúnaðar- mannaráð verkalýðsfélags A- Húnavatnssýslu fundaði um atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi en formaður félagsins lagði til fyrir fundinn að niðurstaða at- kvæðagreiðslu starfsmanna yrði staðfest og samningurinn því felldur. Allir starfsmenn á virkjunar- svæði Blöndu greiða til Verka- lýðsfélag A-Húnavatnssýslu, óháð því í hvaða verkalýðsfélagi þeir eru. Niðurstaða talningar- innar var á þann veg að 76 voru á móti, 48 samþykktu samninginn en 3 skiluðu auðu. Strangt til tek- ið hafa aðeins atkvæðisrétt um samninginn þeir starfsmenn sem eru í þeitn verkalýðsfélögum sem aðild eiga að samningnum en ákveðið var að allir starfsmenn við Blönduvirkjun fengju að greiða atkvæði. „Það var ekkert eitt atriði sem menn voru óánægðir með. Samn- ingurinn er flókinn en í honum náðist leiðrétting þannig að mun- ur væri á taxta í byggð og taxta við virkjanir. Þessi munur var hér áður og á að verða en starfs- mönnum þótti þessi leiðrétting hreinlega ekki nægilega mikil. Sumir eru auk heldur hræddir við tveggja ára samning,“ sagði Valdimar Guðmannsson, for- maður Verkalýðsfélags A-Húna- vatnssýslu. Starfsmenn við Blönduvirkjun eru stærsti hópur þeirra er nýja samninginn varðar og jafnframt þeir fyrstu sem um hann greiða Fimm rúöur voru brotnar í suðurhlið Iþróttahallarinnar á Akureyri í fyrrinótt. Lögregl- unni var tilkynnt um skemmd- irnar í gærmorgun en ekki hef- ur tekist að hafa hendur í hári skemmdarvarganna enn. í gær var ekið á kyrrstæðan bíl á Akureyri. Atvikið átti sér stað í atkvæði. Nú fer í hönd helgarfrí á heiðinni en á mánudag verður fundur með Verkalýðsfélagi A-Hún. og trúnaðarmönnum starfsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um næsta skref. Draupnisgötu milli kl. 15 og 15.30 en um er að ræða bíl af gerðinni Audi sem ber skráningarnúmerið A-505 og er svartur að lit. Vinstri framhurð bifreiðarinnar var dælduð. Sá er skemmdunum olli hefur ekki gefið sig fram og biður rannsóknarlögreglan hugsanlega sjónarvotta að gefa sig fram. JÓH/EHB „Öll okkar framleiðsla fer á Nígeríumarkað. Við framleiðunt fyrsta flokks vöru og höfunt unn- ið okkur sess á markaðnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þessi vara okkar er mjög jöfn að gæðum,“ segir Lúðvík. „Þetta fyrirtæki er stóriðja miðað við íbúatölu í Reykdæla- hreppi. Við teljum okkur vera að komast á beinu brautina og fáum við 2-3 góð ár í viðbót þá erurn við á grænni grein." Lúðvík segir að Laugafiskur skili 13-15 ársstörfum. Mestir toppar koma í vinnsluna síðari hluta vetrar og yfir sumarmánuð- ina. Hráefni til vinnslunnar kem- ur fyrst og fremst frá eignaraðil- unum. Þurrkaðir hausar eru sendir á markað í Nígeríu viku- lega og í flestum tilfellum skipað út á Húsavík. „Maður er auðvitað alltaf hræddur um að lægð komi í markaðinn í Nígeríu, líkt og gerðist hér fyrr á árunt. Hér á landi er verið að framleiða meira af þessari vöru en selst og að auki erum við að keppa við Norð- menn á þessum markaði. En á meðan markaðurinn er opinn þá selur Laugafiskur, við yrðum þeir síðustu sem yrðu að hætta og þeir fyrstu sem kæmust inn aftur. Það er ljóst.“ JÓH JÓH Akureyri: Rúðubrot og ákeyrsla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.