Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. október 1989 - DAGUR - 7 & < # Það verður í mörg horn að líta hjá starfsfólki Skiðastaða á Akureyri meðan á hátíðinni stendur. Skátar á Akureyri hafa tekið að sér að skipuleggja fjallgöngur, leiki og útilegur og er óhætt að fullyrða að þar mun gleðin ráða ríkjum. Auk viðburða sem beint tengj- ast vetraríþróttahátíðinni verður mikið um að vera á Akureyri á sviði lista. Ákveðið er að Tónlist- arskólinn á Akureyri mun leggja sitt af mörkum og vitað er um fleiri aðila sem hyggjast bjóða upp á ýmislegt óvænt hátíðardag- ana. Ekki má gleyma vöru- og sögusýningu sem fyrirhuguð er í íþróttaskemmunni á Akureyri dagana 28. mars - 1. apríl. Þetta verður sölusýning á íþróttabún- aði hverskonar auk fræðandi sögusýningar. Gífurlegur undirbúningur Eins og nærri má geta er að baki mikil vinna við skipulagningu vetrarhátíðar 1989 og mikil vinna er auðvitað eftir. Þröstur Guð- jónsson hefur verið ráðinn í hálft starf sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar og hefur hann þegar hafið störf á skrifstofu vetrar- hátíðarnefndar að Strandgötu 19 b á Akureyri. Auk hans eru í nefndinni Hermann Sigtryggs- son, Óðinn Árnason, Sigurður Aðalsteinsson og Baldvin Þór Grétarsson. Guðrún Frímanns- dóttir verður blaðafulltrúi hátíð- arinnar. Nefndin hefur þegar haldið 18 fundi. Auk yfirnefndar hátíðarinnar eru starfandi fimm nefndir. Fyrsta skal nefna skrúðgöngu- og skreytinganefnd, skipaða Ingólfi Ármannssýni, Magnúsi Ingólfs- syni og Friðriki Adólfssyni. Verksvið þessarar nefndar er að koma með hugmyndir og sjá um skreytingu o.fl. varðandi setn- ingu vetrarhátíðar, verðlauna- afhendingar, lokahóf hátíðarinn- ar o.fl. í skemmti- og dagskrárnefnd eiga sæti Guðmundur Sigur- björnsson, Einar B. Kristjánsson og Sigurgeir Haraldsson. Verk- svið þremenninganna er að koma með hugmyndir og sjá um hátíð- ar- og skemmtidagskrá á vetrar- hátíðinni og leita eftir uppákom- um á menningarsviði, meðan á hátíðinni stendur. Sigurður P. Sigmundsson, Þor- leifur Þór Jónsson, Gísli M. Ólafsson, Tómas Leifsson og Magnús Finnsson eiga sæti í vöru- og sögusýningarnefnd. Þeirra verk er að skipuleggja áðurnefnda sýningu í íþrótta- skemmunni á Akureyri. Myndlist: Ilelgi Vápni sýnir í Vín Helgi Vápni heldur þessa dagana myndlistarsýningu í Vín í Hrafna- giishreppi. Hann sýnir þar 23 verk, snertilist, vatnslita- og olíumyndir og eru öll verkin til sölu. Helgi útskrifaðist frá Handíða- og myndlistarskólan- um í Reykjavík árið 1974 Borgarafundur á Akureyri um: Málefiii bama og unglinga JC Akureyri mun á morgun, laugardag, standa fyrir borgara- fundi í Borgarbíói á Akureyri í tilefni af JC degi sem tileinkaður er byggðarlaginu. Kjörorð dags- ins er „Búum börnum betri framtíð“ og verða málefni barna og unglinga meginefni borgara- fundarins. Framsöguerindi um þetta merka málefni hafa þeir Jón Björnsson, félagsmálafulltrúi Akureyrarbæjar, Trausti Þor- steinsson fræðslustjóri Norður- landsumdæmis eystra, Ólafur Oddsson héraðslæknir og Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrirspurnir en fyrir svörum sitja ásamt framsögumönnum tveir bæjarfulltrúar á Akureyri, Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur og þingmenn úr kjördæminu. Þetta er tilvalið tækifæri til að fræðast urn stöðuna í málefnum barna og unglinga, koma skoðun- um á framfæri og fá svör við brennandi spurningum. Hafralækjarskóli: Tónleikar á sunnudag Hólmfríður S. Benediktsdóttir, sópran og David B. Thompson, píanóleikari halda tónleika í Hafralækjarskóla, Aðaldal, kl. 17 sunnudaginn 29. október. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk sönglög og lög úr söng- leikjum og óperum. Margrét Bóasdóttir, sópran, syngur dúett með Hólmfríði á tónleikunum. IM í vetrarbúðanefnd eiga sæti Margrét Baldvinsdóttir, Jóhannes Kárason og Héðinn Björnsson. í þeirra hlut kemur að sjá um vetrarbúðir sem starfræktar verða dagana 25. niars til 29. mars. Búðirnar verða fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára í skauta-, alpa- og norrænum grein- um. Að lokum skal getið móttöku- nefndar sem í eiga sæti Ingvar Þóroddsson, Kolbeinn Sigur- björnsson og Guðmundur Pét- ursson. Hlutverk þeirra er að annast móttöku og sjá um alla erlenda og innlenda gesti. Enn- frernur að vera þátttakendum inn- an handar varðandi gistingu og ferðir á meðan á vetrarhátíðinni stendur. Leitað til skólanna Framkvæmdanefnd vetraríþrótta- hátíðarinnar hefur ritað bréf til menntamálaráðherra, sem er um leið ráðherra íþróttamála í landinu, þar sem þeirri hugmynd er hreyft að efna til útivistardaga um allt land í tengslum við hátíð- ina. Bréf sama efnis hefur verið sent til forráðamanna skóla á Akureyri. Hugmyndin með þessu er að fólk um allt land taki, eftir því sem það hefur tök á, þátt í vetraríþróttahátíðinni. Lagt er t.d. til að skólarnir skipuleggi úti- vistardaga, sér í lagi seinnipart dags, og gefi nemendum kost á að renna sér á skíðum eða taka nokkrar léttar sveiflur á skautum þar sem því verður við komið. óþh rjp Akureyringar - Nærsveitamenn Guömundur Bjarnason, heilbrigöis- og tryggingamála- ráöherra, veröur til viötals á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 90, nk. laugard. 28. október kl. 10-12. Skrifstofan verður opin frá kl. 9, en sími skrif- stofunnar er 21180. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur veröur haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miövikudaginn 1. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Önnur mál. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason, heilbrigöismála- ráðherra og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður. Fjölmennum. Stjórnin. Endurskinsmerki ggjjff Dökkklæddur vegfarandí sést ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð frá lágljósum bifreiðar. umferðinni. en með endurskinsmerki sést hann i 120 — 130 m. fjarlægð. bláu og mörgu* litu* loiir í fwb*ru U1 bindi ir ieðurhanS*!ar . „omfestingar Gallat>uxur Kakit>uxur peysur og 1 skyrturoí I Loðfóðra< fe Loðfóðra R Stakkar ■ Moóil 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.