Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 3
fréttir Föstudagur 27. október 1989 - DAGUR - 3 r- Á þriðja þúsund eintök seld af Kántrí 5: „Þetta er stórkostlegt" - Hallbjörn Ómarsson líklega sendur í aðgerð til Bandaríkjanna „Þetta er stórkostlegt. Viðtök- ur landsmanna hafa farið fram úr björtustu vonum og vil ég hér með þakka þær,“ segir kántrísöngvarinn landskunni frá Skagaströnd, Hallbjörn Hjartarson. Nýjasta plata hans, Kántrí 5, hefur selst grimmt og segir Hallbjörn að búið sé að selja á þriðja þús- und eintök af henni. „Ég hafði fyrirfram reiknað með að selja um tvö þúsund ein- tök af plötunni. Sennilega eru nokkuð margir þættir þess vald- andi að Kántrí 5 hefur selst svo vel. Þó tel ég víst að tilefni plöt- unnar hafa haft sitt að segja,“ segir Hallbjörn. Þar vísar hann til þess að hann hyggst nýta ágóða af sölu Kántrí 5 til að senda dótt- urson sinn, Hallbjörn Ómarsson, erlendis í aðgerð til að freista þess að hann endurheimti heyrn- ina. Hallbjörn segir líklegt að heyrnaraðgerð sem gerð var á eldri manni í Ástralíu nýverið gangi ekki fyrir dótturson sinn. „Hins vegar verður drengurinn að öllum líkindum sendur í aðgerð til Bandaríkjanna þegar þar að kemur,“ segir Hallbjörn. Hann tók fram að fjölmargir hafi komið að máli við sig þar sem hann hafi kynnt Kántrí 5 og látið fé af hendi rakna til að hjálpa Hallbirni Ómarssyni. „Einnig hefur fólk sent pen- inga til mín í pósti og ég vil nota þetta tækifæri til að biðja fólk að láta nöfn sín og heimilisföng koma fram. Ég mun halda lista yfir alla gefendur og afhenda dóttursyni mínum hann með gjafafé þegar þar að kemur,“ sagði Hallbjörn. Hallbjörn segist hafa farið víða um land og kynnt plötuna og hann sé bókaður til 12. desem- ber. „Af sölu plötunnar að dæma hefur hlustendahópurinn stækkað. Margir þeirra sem keypt hafa Kántrí 5, en eiga ekki fyrri plötur mínar, hafa hringt í mig og beðið um hinar fjórar plöturnar." óþh , Átaksverkefni í atvinnumálum á Siglufirði: Ahersla á markaðssetningu vara og þjónustufyrirtækja „Það er engin svartsýni í mönnum. Ég held að menn geri sér fulla grein fyrir því að nú er að duga eða drepast. Menn verða að taka atvinnu- málin föstum tökum. Greini- legt er að forsvarsmenn fyrir- tækja eru fúsir til meira sam- starfs en verið hefur,“ segir Björn Valdimarsson, uinsjón- armaður tveggja ára átaks- verkefnis í atvinnumálum á Siglufirði, sem hleypt var af stokkunum seinnipart sumars. í síðustu viku átti Björn fund með bæjarstjórn Siglufjarðar og um 30 stjórnendum fyrirtækja á Siglufirði um stöðu atvinnumál- anna í bænum og hvað framund- an væri. Björn segir að greinilega hafi komið fram á fundinum að þrátt fyrir vissa erfiðleika í atvinnulífinu á Siglufirði að undanförnu væru menn bjartsýn- ir á að með sameiginilegu átaki væri hægt að snúa vörn í sókn. „Menn vilja auka samvinnu sín í milli. Nýlokið er sameiginlegu verkefni hér á Siglufirði í skipa- iðnaði. Við erum að skoða mögu- leika á samvinnu milli Egilssíldar og Þormóðs Ramma varðandi pökkun á saltfiski í neytenda- umbúðir. Þá er ennfremur verið að athuga samvinnu milli Egils- síldar og annars fyrirtækis á staðnum um pökkun,“ sagði Björn. Þá sagði Björn að verið væri að skoða ntöguleika á stofnun þriggja lítilla þjónustufyrirtækja á Siglufirði, en of snemmt væri að spá fyrir um niðurstöður þeirrar athugunar. „Þarna er um að ræða þjónustu sem hefur vantað í bæinn. Björn sagðist leggja á það mikla áherslu að ekki yrðu stofn- uð fyrirtæki nema því aðeins að aðstandendur þeirra gætu fjár- magnað stofnkostnað að veru- legu leyti. Óæskilegt væri að taka dýrt lánsfé til uppbyggingar nýrra fyrirtækja, reynslan sýndi að mikill fjármagnskostnaður setti fyrirtæki í stórum stíl á hausinn. Otur EA-162, 58 tonna stál- skip frá Dalvík, fer í breytingar hjá Slippstöðinni á Akureyri um miðjan nóvembermánuð. Ætlunin er að skipta um stýris- hús á skipinu og endurnýja káetur. Að sögn Gunnlaugs J. Gunn- laugssonar hjá útgerð Oturs var skipið lengt árið 1986 og þá einnig breytt rafkerfi. Þá hafi hins vegar ekki verið ráðist í „Meginmarkmiðið með þessu verkefni er að styrkja fyrirtæki sem eru í rekstri á Siglufirði. Við munum leggja á það ríka áherslu að markaðssetja vöru og þjón- ustu fyrirtækja á Siglufirði á innanlandsmarkaði. Markaður- inn er stöðugt að breytast og fyrirtækin þurfa að sama skapi stöðugt að minna á sig.“ Átaksverkefni í atvinnumálum á Siglufirði hófst síðsumars og er áætlað að það verði í tvö ár, Að því standa Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, Vinnuveit- endafélag Siglufjarðar, fyrirtæki á Siglufirði og þá hafa opinberir aðilar gefið vilyrði fyrir fjárhags- legri þátttöku í verkefninu. óþh breytingu á stýrishúsi en nú sé kominn tími til að endurnýja enda stýrishúsið upprunalegt. Oturinn var byggður árið 1970 á Seyðisfirði. Gunnlaugur segir að verkið hafi verið boðið út og tilboði Slippstöðvarinn tekið, ekki síst þar sem hagstæðara væri að geta fylgst með verkinu. Verklok eru áætluð 20. janúar og fer Oturinn þá á net. JÓH Dalvík: Oturiim í lagfæringar Hallbjörn Hjartarson. Skíðasvæði Austfirðinga: Vonandi tilbúið í vetur Framkvæmdir við nýtt skíða- svæði Austfirðinga á Fjarðar- heiði ganga ágætlega. Bæjar- stjórn Egilsstaða hefur átt í viðræðum við íþróttafélagið á staðnum um samstarf við upp- setningu á skíðalyftu en fljót- lega verður farið að grafa fyrir undirstöðum. Sigurður Símonarson bæjar- stjóri á Egilsstöðum segir að lyft- an sjálf sé væntanleg um mánaða- mótin nóvember-desember svo vonandi geti íbúar rennt sér á skíðunt í brekkunum í vetur. Það sé þó háði veðri og öðrum aðstæðum þegar að uppsetningu kemur. VG Tíl sölu! Eigum til sölu Skoda 120 L og 130 L, árgerðir ’85-’88. Vel nreð farnir bílar. ★ Góöir greiðsluskilmálar. Skálufcll sf. Draupnisgötu 4, sími 96-22255, Akureyrí. ___________________________________/ Við bjóðum íslenskar úrvalsvörur Bómullar- og ullarpeysur frá Árblik. Angora nærföt frá Fínull. Póstsendum. Leikfangamarkaburinn Hafnarstræti 96 • Akureyri Sími 27744 r ' . .........................* Húsgagnasýning T V/örubæ laugardag og sunnudag Verðum á staðnum með okkár vörur Komið og kynnist því nýjasta T rúmum og dýnum. Opið laugardagfrá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Ingyar og synir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.