Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1989 Þriðja vetraríþróttahátíð Í.S.Í. haldin á Akureyri 23. mars til 1. apríl 1990: Stanslaus íþróttaveisla í tíu daga Það er ekki að efa að mikið verður um dýrðir á Akureyri dagana 23. mars til 1. apríl árið 1990. Pá daga verður haldin þriðja vetraríþróttahátíð íþróttasambands Islands, en áður hafa slíkar hátíðar verið haldnar árin 1970 og 1980. Búist er við fjölda gesta á hátíðarsvæðið, bæði innlendra og erlendra, og verður auk hinna ýmsu íþróttaviðburða menningar- og listalíf með blóma á Akureyri meðan á hátíðinni stendur. Langt er síðan undirbúningur vetraríþróttahátíðar hófst og þessa dagana er hún að fá á sig mynd. Gengið hefur verið frá grófum ramma að dagskrá hátíð- arinnar og samkvæmt lionum má ætla að hún verði glæsileg og ættu sem flestir, ungir sem aldnir, að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin verður sett föstudag- inn 23. mars á Akureyri og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram til 1. apríl. Hér verður getið í stuttu máli um dagskrá hátíðar- innar eins og hún liggur nú fyrir. Mikið vatn mun þó renna til sjáv- ar áður en dagskráin verður fín- pússuð. Alþjóðlegt mót í Hlíðarfjalli og Böggvisstaðafjalli Fyrst skal nefna alpagreinarnar, sem telja verður vinsælastar af vetraríþróttum hér á landi. Þar mæta flestir þátttakendur til leiks en ennþá er óvíst hversu margir. Keppendur verða ekki aðeins íslenskir, við fáum einnig að líta harðsnúna erlenda skíðagarpa. Aðstaðan í Hlíðarfjalli, þar sem miðstöð alpagreinanna verður, er rómuð. Á sl. vetri var haldið alþjóðlegt mót í Fjallinu og fóru keppendur lofsamlegum orðum um aðstöðuna og kváðust geta með góðri samvisku mælt með keppni þar. Aðstaðan hefur batnað ár frá ári undanfarin ár og næsta vetur verður hún enn bætt með nýrri barnalyftu. Á vetrarhátíðinni verður ungl- ingamót í alpagréinum, alþjóð- legt mót í flokki karla og kvenna í svigi og stórsyigi, sýningar ýmisskonar, sem ekki hefur verið endanlega gengið frá, skíða- trimm á svigskíðum o.fl., o.fl. Alþjóðlega skíðamótið í svigi og stórsvigi verður haldið bæði í Hlfðarfjalli og Böggvisstaðafjalli, ofan Dalvíkur. Um er að ræða Svokallað 40 stiga FIS mót, sem þýðir að einungis sterkir skíða- menn hafa rétt til þátttöku. Auk okkar besta skíðafólks er búist við nokkrum erlendum þátttakend- úm, skíðamönnum sem eru ívið Sterkari en okkar sterkustu menn og tveim til þrem þekktum nöfn- um úr heimi svigíþróttarinnar. Framkyæmdánefnd vetraríþrótta- hátíðarinnar ér nteð mörg járn í eldinum með erlenda „topp- menriý en of snemrrit er að upp- lýsa um þær þreifingar, Keppendur í stðrsvigi veröa ræstir á Dalvík og Ákureyri fimmtudagirin 29. mars, karlarnir á Dalvík, konurnar á Akureyri. Daginn eftir fara konurnar til Dalvíkur og keppa þar í stór- svigi. Karlar keppa hins yegar þann dag í svigi á Akureyri. Laugardaginn 31. mars fer fram svigkeppni karla á Dalvík og svig kvenna á Akureyri. Keppninni lýkur sunnudaginn 1. apríl með svigi kvenna og stórsvigi karla í Hlíðarfjalli. Stökk og „skíðakross“ Norrænum greinum skíðaíþrótta, göngu og stökki, verður að von- um gert hátt undir höfði. Prátt fyrir að vinsældir stökksins hafi dvínað verður að sögn aöstand- enda hátíðarinnar allt gert til að hafa keppni í því eins veglega og unnt ér. Áð öllum líkindum verð- ur keppt bæöi í unglinga og full- orðinsllokki í sfökkinu. Ekki er á þessu stigi ráðgert að fá hingað erlenda skíðastökkvara. í skíðagöngunni verður mikið um að vera. Garigan nýtur æ meiri vinsælda hér á landi, bæði sem keppnis- og almennings- íþrótt. Boðið verður því upp á svokallað göngutrintm og sér- staka dagskrá fyrir börnin. Pá verður unglingamót í skíðagöngu og kepþt veröur í svokölluðu „skíðakrossi". Þetta er vinsæl grein erlendis en hér á landi hef- ur einungis einu sinni verið keppt í henni, á bikarmóti á ísafirði sl. vetur. Um er að ræða tvo kepp- éndur sem eru ræstir saman í tveim aðliggjandi brautum. Hringurinn scm keppendum er gert að ganga er stuttur en á vegi þeirra verða fjölmargar þrautir, hæðir og hólar og hinar ýmsustu iorfærur. Hér er um að mjög skemmtilega grein að ræða, að sögn kunnugra. Landskeppni í skíðagöngu Aðstaða til skíöagöngu í Hlíðar- fjalli hefur verið stórlega bætt á undanförnun árum og í sumar var gert fokhelt hús fyrir tíma- töku í skíðagöngu og snyrtingar. Þá er í húsinu aðstaða fyrir fjöl- miðla og salur fyrir áhorfendur ef veðurguðirir hleypa skyndilega í sig illsku. Efnt verður til landskeppni í skíðagöngu milli íslendinga, Dana og Englendinga. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, sem sæti á framkvæmdanefnd vetarar- íþróttahátíðarinnar, var tekin ákvörðun um að bjóða hingað landsliöum í svipuðum styrk- leikaflokki og íslendingar. Hann sagði að menn gerðu sér vonir um að með þvt móti gæti keppnin orðið spennandi og um leið meira lifandi fyrir áhorfendur. Keppendur frá þessum þrem þjóðum taka væntanlega þátt í alþjóðlegri keppni í 15 km göngu, sem fram fer 30. mars. Auk þeirrá er gert ráð fyrir að fleiri erlendir keppendur bætist í hópinn. pyrirspurnir um keppn- ina hafa börist frá austurrískum og finnskum göngumönnum. Húllumhæ á skautasvellinu Þá víkur sögunni að svæöi Skautafélags Akureyrar. Þar verður ýmislegt áhugaýert á boðstólum, íshokkíkeppni, list- dans á skautum. sýningar. skautatrimm og fleiri uppákom- ur. í tengslum við hátíðina verða starfræktar sérstakar æfingabúöir þar sem skautaáhugamönnum ajls staðar að af landinu gefst kostur á að kynnast leyndardóm- um skautaíþróttarinnar. Skautaíþróttin hefur lengi ver- iö í nokkurri lægð hér á laridi. Með nýjú og glæsilegu svæði SkautafélagS Akureyrar hefur faerst líf í skautaíþróttina á Akur- eyri en höfuðborgarbúar stunda ekki skautana af sama þrótti og á árum áður. Þetta stendur von- andi til bóta þegar vélfryst skautasvell verður tekið þar í notkun innan skamms. Aðstaða Skautafélags Akur- eyrar hefur verið bætt verulega Hvoð er oð gerost Grenivík: Syning Amar Inga og dagskrá heimamanna - vísir að listahátíð um helgina Mikið verður um að vera á Greni- vík um helgina þegar nokkurs konar listahátíð verður haldin í grunnskólanum. Myndlistarmað- urinn Örn Ingi setur upp mál- verkasýningu sem verður opin kl. 16-19 á laugardaginn og 14-19 á sunnudaginn, en heimamenn koma til móts við Örn Inga með eigin framlagi. Dagskráin er í stórum dráttum þannig að málverkasýningin verður opin kl. 16-19 á laugar- daginn, en þar sýnir Örn Ingi pastelmyndir, olíumálverk og teikningar. Fjórðungur mynd- anna kemur úr umhverfi Greni- víkur og nágrennis. Flestar myndanna eru nýjar, sumar glænýjar. Myndlistarmaðurinn fór til Grenivíkur í haust og festi haustliti náttúrunnar á striga og fá heimamenn nú að sjá afrakst- urinn. Á sunnudaginn verður sýning- in opnuð kl. 14 en um kaffileytið breytist salurinn í kaffihús. Heimamenn bjóða upp á bók- menntakynningu og er þar um að ræða kynningu á átta rithöfundum og skáldum sem eiga uppruna að rekja til Höfðahverfis. Þá verða málræktarverkefni unglinga kynnt, Leðuriðjan Tera verður með sýningu á framléiðslu sinni og boðið verður upp á lifandi tónlist. „Þetta eru litríkar myndir. Eg fór úteftir á rauðgulum haustdegi og mótífin eru mjög skemmtileg þarna, t.d. Kaldbakur og Fnjósk- árósar," sagði Örn Ingi um verk sín. Hann bætti því við að það væri tilvalið fyrir Akureyringa að skreppa í ökuferð um helgina áður en veturinn tæki völdin og lfta inn á þessa listahátíð. SS Vélfrysta skautasvellið á Akureyri: Verdur opnað á laugardag Vélfrysta skautasvæðið á Krók- eyri verður opnað laugardaginn 28. október kl. 20.30. Frá þeim tíma verður opið fyrir almenning öll kvöld, nema þriðjudagskvöld frá kl. 20.30-22.30. Einnig verður Hríseyjarprestakall/Dalvíkurprestakall: l undir um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld og á morgun munu verða fundir í Hríseyjarprestakalli og Dalvíkurprestakalli um sorg og sorgarviðbrögð. Gestur fund- anna verður séra Sigfinnur Þor- leifsson prestur á Borgarspítalan- um og formaður samtakanna sorg og sorgarviðbrögð. Mun hann tala um þarfir syrgjenda fyrir og eftir lát ástvinar og einnig um þarfir dauðvona fólks. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Efni fundanna snertir alla menn og er þarft umræðuefni, því hvetjum við alla til að nota þetta tækifæri og koma og taka þátt í þeim. Fundirnir verða sem hér segir: Föstudagskvöld kl. 21.00 í Árskógsskóla, laugardag kl. 13.30 í Grunnskóla Hríseyjar og laugardag kl. 17.00 í Dalvíkur- skóla. Sóknarprcstarnir. opið fyrir almenning á laugardög- um og sunnudögum milli kl. 14.00 og 16.00. Þá geta skólar, félög og hópar fengið leigða tíma eftir nánara samkomulagi. Boðið verður uppá námskeið og æfingar í skautaíþróttum, má þar nefna grunnnámskeið eða byrjendanámskeið, þar sem þátt- takendur fá leiðbeiningar um undirstöðuatriði skautaíþróttar- innar, einnig æfingar í íshokkí og listhlaupi allir aldurshópar. Námskeið og æfingar eru öll- um opin, en félagar í Skautafé- laginu fá afslátt af þátttökugjaldi. Markmið félagsins er að fá sem flesta á öllum aldri til þátttöku í hollri og skemmtilegri íþrótt, en skautaferðir sameina útiveru og hreyfingu í skammdeginu, þegar fólk þarf mest á slíku að halda. Upplýsingar um breytingar og ástand svellsins fást í símsvara í síma 27740. Tímapantanir utan opnunartíma í síma 27297. frá fyrra ári. Komið hefur verið upp hluta af áhorfendapalli og gengið hefur verið frá landi kringum skautasvæðið. Mesta athygli varðandi skauta- íþróttina mun án efa vekja koma sovésks listdanspars. Sovésk íþróttamálayfirvöld hafa sam- þykkt hingaðkomu frægra list- dansara og er vissa fyrir því að um verður að ræða verðlaunapar, kannski ekki það allra besta í Sovétríkjunum en að minnsta kosti fólk í fremstu röð. Þetta par ‘mun að öllum líkindum sýna listir sínar tvisvar eða þrisvar á svæði Skautafélags Akureyrar. Sýning í Skemmunni og „Tyrolaferðir“ Ákveðið er að hestamenn leggi sitt af mörkum til að gera hátíð- ina sem veglegasta. Forsvars- menn hennar hafa sett sig í sam- band við forráðamenn íþrótta- deildar Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri og á þeim bæ er nú verið að skipuleggja ýmsar uppákomur. Má þar nefna hest- reiðar á ís, sýningar á hestum, og kynnisferðir á hestum um bæinn. Til greina kemur að bjóða bæjar- búum upp á sleðaferð á götum bæjarins eins og tíðum er gert í útlandinu, t.d. í Tyrol í Austur- ríki. Þá hafa vélsleðamenn sam- þykkt að taka þátt í gleðinni og sjá Landssamtök vélsleðamanna um skipulagningu fyrirhugaðrar vélsleðakeppni, vélsleðasýningar og ýmissa óvæntra uppákoma á vélsleðum. Leitað hefur verið til íþrótta- sambands fatlaðra og er ráðgert að fatlaðir sýni margbreytilegar vetraríþróttir fatlaðra á ís, gönguskíðum, svigskíðum, þot- um o.fl. II ráð ITC á íslandi: Heldur ráðs- fundí Bolungarvík II ráð ITC á íslandi heldur 21. ráðsfund sinn laugardaginn 28. október n.k. í Bolungarvík. Mik- ið verður um fræðslu á fundinum og m.a. mun Soffía Vagnsdóttir tónlistarkennari flytja fræðslu um tónlist. Kristjana Milla Thorsteinsson þingskapaleiðari II. ráðs mun verða með fræðslu um störf dóm- ara á ræðukeppnum. Forseti II. ráðs er Alexía Gísladóttir. í öðru ráði ITC eru deildir frá Reykjavík, Akureyri, Mývatni, Bolungarvík, Hafnarfirði og Garðabæ. Stefna ITC er að þroska frjálsar og opinskáar umræður án fordóma um nokk- urt málefni, hvort sem er stjórn- málalegs, félagslegs, hagfræði- legs, kynþáttlegs eða trúarlegs eðlis. Það skal vakin athygli á því á tíma málræktarátaks, að kjörorð samtakanna er: Sýnum hug okk- ar til móðurmálsins með því að rækta málfarið og styrkja tungu- takið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.