Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1989 Ferðaskrifstofa Húsavíkur: Ábyrgjast ferðina en ekki veiðina byrjað að selja sérstakar ferðir í rjúpnaveiði Ferðaskrifstofa Húsavíkur býður nú upp á þá nýjung að bjóða skotþyrstum rjúpna- Nýs húsnæðis leitað fyrir Samland „Húsnæðismál Samlands eru ennþá í athugun og skoðun,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, um leit að nýju húsnæði fyrir inn- kaupa- og dreifingarfyrirtækið Samland sem væntanlega flyt- ur senn úr Hafnarstræti 93 og 95. í ágústmánuði síðastliðnum var gengið frá kaupsamningi milli KEA og ríkissjóðs um kaup ríkisins á fimmtu og sjöttu hæð Hafnarstrætis 95 og fimmtu hæð- ar Hafnarstrætis 93 á Akureyri. Magnús Gauti segir að nú séu skoðaðir í fullri alvöru fleiri en einn möguleiki í húsnæðismálum Samlands. „Ég vona að þessi mál skýrist sem allra fyrst. Samkvæmt samningnum verður húsnæðið afhent 1. febrúar en spurningin er hvort við gætum fengið þetta leigt einhvern tíma,“ segir Magnús Gauti. Núverandi húsnæði Samlands er 850 fm. en Magnús Gauti segir að kaupa þurfi stærra húsnæði og jafnframt þurfi húsnæðið að vera heppilegt sem lagerhúsnæði. JÓH veiðimönnum rjúpnaferðir til Mývatnssveitar. Guðlaug Ringstcd hjá ferðaskrifstonni segir að enn sem komið er hafi aðsókn ekki verið mikil en skýring kunni að vera sú að seint hafi verið farið af stað með auglýsingar. „Nei, þetta hefur reyndar verið gert áður en þá var boðið upp á rjúpnaveiði í Öxarfirði. Pessi pakki nú er að mínu mati meira spennandi. Hér er boðið upp á flug Reykjavík-Húsavík-Reykja- vík, gistingu í Hótel Reynihlíð eina nótt, morgunverð á hótel- inu, bílaleigubíl með 100 km. aksturskvóta á dag og veiðileyfi í landi Reykjahlíðar. Þessi pakki kostar 10.725 kr. og hægt er að kaupa aukanótt og aukadag í veiðinni fyrir innan við 2000 kr.,“ segir Guðlaug. Þessum „rjúpnapökkum" hafa veiðimenn þegar sýnt áhuga og segir Guðlaug að með batnadi veiði aukist eftirspurnin. „Jú, við ábyrgjumst ferðina en ekki veið- ina,“ segir Guðlaug. JÓH Yaktmaður í Slippnum Mynd: KL Tillaga sr. Þórhalls Höskuldssonar um hjónaband á kirkjuþingi: Teljiim illa faríð ef lög landsins draga úr fólki að ganga í hjónaband Sr. Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur í Akureyrar- kirkju lagði ásamt Halldóri Finnssyni fram tillögu á 20. kirkjuþingi 1989, um skipun nefndar til að kanna ýmsa þætti er snerta hjónaband og gera tillögur um úrbætur. „Þessi tillaga hefur vakið geysilega mikla athygli og það hafa margir haft samband vegna hennar,“ sagði sr. Þór- hallur í samtali við Dag í gær. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að nefndin fjalli um stöðu fólks í vígðri sambúð, hún HOTEL KEA Slysavarnafélag kvenna á Akureyri í samvinnu við Hótel KEA standa fyrir Austurlensku kvöldi Veislustjóri Hákon Aðalsteinsson. Borðhald hefst kl. 20.00. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Dansleikur Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal töfrar fram austurlenska tóna í bland við eyfirsk alþýðulög, af sinni alkunnu snilld. GóÖa skemmtun. Hótel KEA Boröapantanir í síma 22200 J kanni m.a. fjölda hjónavígslna og hjónaskilnaða á liðnum árum og leiti sérfæðiálits á hugsanlegri fylgni við skattalega aðstöðu, möguleika á lánum til húsnæðis- kaupa og til námslána og rétt á barnabótum og dagvistarrrými fyrir börn. í greinargerð með tillögunni segir að þó mál þetta hafi áður verið til umfjöllunar þyki ástæða til að taka það upp á ný m.a. vegna nýrra skattalaga. „Það hafa verið uppi háværar raddir um að kirkjuþing láti halda áfram vinnu að þessu máli til þess að styrkja hjónabandið. Þannig get- ur kirkjan lagt sitt af mörkum til að bæta þau ytri skilyrði sem fólk býr nú við í hjónabandi og hefur afgerandi áhrif á allt fjölskyldu- líf.“ Sr. Þórhallur tók dæmi um par utan af landi með eitt barn þar sem karlinn ætlaði sér í háskóla- nám í Reykjavík. í fljótu bragði virðist varhugavert fyrir þau að ganga í hjúskap því til að fyrir- greiðsluleiðin verði sem greiðust fyrir þau borgar sig fyrir móður- ina að flytja lögheimili sitt og opna sér þannig leið að dagvistar- rými. Hann ætti ekki að flytja lögheimili sitt þar sem hann þarf þessi ekki, en best er fyrir hann að „leigja“ hjá sambýliskonu sinni. Með þessu opnast líka leið að tvöföldum barnalífeyri þar sem móðirin væri nú einstætt for- eldri. „í öðru lagi borgaði sig alls ekki fyrir þau að ganga í hjóna- band því það kynni að skerða rétt þeirra til námslána því tekjur þess sem vinnur skerðir láns- möguleika hins ef um hjúskap er að ræða, svo það virðist ýmislegt í gildandi reglum sem dregur úr fólki að ganga í vígða sambúð með þeim hugsanlegu afleiðing- um að það sé óöruggara félags- form sem barnið býr við. Ef svo er, að lög og reglur þessa lands hvetji fólk til að fresta eða sleppa því að ganga í vígða sambúð, teljum við ákaflega illa farið. Þar er ekki aðeins vegið að hjóna- bandinu sem kristinni stofnun heldur bókstaflega verið að grafa undan einum hornsteini okkar þjóðfélags sem er heimilið. Því traustara og betur sem búið er að fólki í vígðri sambúð kemur meiri stuðningur við fjölskyldu- lífið og heimilið sem við teljum svo mikils virði. Með þessu frum- varpi erum við síður en svo að vega að einstæðum foreldrum, heldur viljum við af öllum mætti bæta réttarstöðu fólks í vígðri sambúð og vinna að því að lög og aðrar réttarreglur verði frekar hvetjandi fyrir fólk að ganga í hjónaband en letjandi, eins og við höfum grun um að sé núna.“ Aðspurður sagði sr. Þórhallur að þeir gerðu sér vonir urn að nú verði tekin upp þau vinnubrögð hjá stjórnvöldum að málum sem þessu verði fylgt eftir til fram- kvæmda. VG Saga Húsavíkur: Útgáfa annars bindis dregst Ljóð standa nú á þeim síðum er geyma áttu framhaldið af Sögu Húsavíkur. Ekki munu sambærilegar auðar síður vera fáanlegar í bráð, svo útséð er með að annað bindi af Sögu Húsavíkur verði jólabókin í ár. Fyrir nokkrum árum kom út 1. bindi af Sögu Húsavíkur, var þá reiknað með að alls yrðu bindin tvö, hið síðara yrði gefið út nokkrum mánuðum síðar og var keyptur pappír ágætur sem nægja átti í bæði bindin. Vinnsla efnis í síðara bindi sögunnar hefur tafist af ýmsum orsökum. Fyrir nokkr- um missirum tók Sr. Björn H. Jónsson við ritsjórn verksins, og á síðasta fundi sögunefndar upp- lýsti hann að efni í handriti væri þegar orðið það mikið að vöxtum að því yrði að skipta í tvö bindi. Á fundinum var samþykkt að hefja setningu á 2. bindi af Sögu Húsavíkur hjá Tröð hf. og var stefnt að því að bókin kæmi út í nóvemberlok, og yrði þar með jólabók Húsvíkinga í ár. Þegar grípa átti pappírinn góða, úr geymslu í Reykjavík, kom í ljós að hann hafði þá þegar verið nýttur til að prenta á ljóða- bók. Pappír þeirrar gerðar er ljóð komin á pappírinn hæfa þykir sögunni liggur ekki á lager á landinu, og mun útgáfa bókarinnar því dragast um þó nokkra mánuði. IM Hrafnagil: Nýtt Qjróttahús vígt á morgun A morgun verður vígt nýtt íþróttahús við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Vígsluathöfnin hefst kl. 13.30 og að lokinni dagskrá í íþróttahúsinu verða kafflveitingar í Hrafnagils- skóla. íþróttahúsið hefur verið í byggingu síðustu árin. Fjórir hreppar byggðu húsið, þ.e. Ongulsstaðahreppur, Hrafnagils- hreppur, Saurbæjarhreppur og Svalbarðsstrandarhreppur, en nemendur á grunnskólastigi í þessum hreppum munu fá kennslu í nýja húsinu. Utan skólatíma verður húsið leigt og hefur verið mikil eftir- spurn eftir tímum í húsinu. Samt sem áður eru enn lausir helgar- tímar. Öllum íbúum í hreppunum fjórum er boðið til vígslunnar og auk þess þingmönnum kjör- dæmisins. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.