Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 17. nóvember 1989 221. tölublað ER EÐLILEGUR HLUTUR Bæjarráð Akureyrar vill viðræður við stjórnvöld um stóriðju við Eyjaflörð: Eyjaflörður verði valkostur númer eitt - óskað eftir viðræðum vegna nýrrar stöðu mála, segir Sigurður J. Sigurðsson Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við Héraðsnefnd Eyjafjarðar og bæjarstjóra á Eyjafjarðarsvæðinu að taka upp viðræður við stjórnvöld vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í umræðu um stóriðju á Islandi þ.e.a.s. að horfið verði frá stækkun á álveri ÍSALS í Straumsvík en þess í stað byggt nýtt sjálfstætt álver á íslandi. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að með hliðsjón af breyttum við- horfum í byggingu stóriðju hér- lendis verði nýju sjálfstæðu álveri valinn staður á Eyjafjarðarsvæð- inu en ekki í Straumsvík. „Við erum með öðrum orðum að segja að menn líti ekki lengur á Straumsvík sem sjálfsagðan stað fyrir sjálfstætt álver. Við segjum að það megi ekki gerast að fyrsti byggingaráfangi nýs álvers fyrir sunnan verði miðaður við þá virkjunarröð sem Landsvirkjun hefur sett upp. Hún verður að okkar mati að taka mið af ein- hverju öðru, því ef 120 þúsund tonna álver verður byggt sem fyrsti áfangi álvers í Straumsvík, þá verður ekkert af hugmyndinni um álver á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá verður að mínum dómi komin upp ný staða sem gerir ekki ráð fyrir stóriðju hér nyrðra fyrr en í fjarlægri framtíð,“ segir Sigurð- ur. Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi átelur bæjaryfirvöld á Akureyri í ályktun fundar þess 15. nóvember sl. fyrir „að hafa ekki komið fram opinberlega, og gert athugasemd við þá virkjun- arröð sem Landsvirkjun kynnti fyrir alþjóð nú fyrir nokkru. Samkvæmt henni á ekkert að gera hér á Norðurlandi, hvað uppbyggingu varðar, sem og ann- ars staðar á landsbyggðinni í næstu framtíð. Öll uppbyggingin miðast við suðvestur-horn ís- lands.“ Forseti bæjarstjórnar vís- ar þessari ályktun Meistarafé- lagsins á bug og segir að bæjar- stjórn Akureyrar í samráði við Héraðsnefnd Eyjafjarðar hafi gert verulegar athugasemdar við uppbyggingu stóriðju í landinu. „Það má öllum vera ljóst að eng- ar virkjunarframkvæmdir eru fyr- irhugaðar á þessu svæði, fyrir utan þá litlu viðbót sem menn hafa stundum verið að gæla við í Laxá,“ segir Sigurður J. Sigurðs- son. óþh Reiðhjólaþing við erfiðar aðstœður! Mynd: KL Verkfall flugvirkja hjá Flugmálastjórn: Blindflugslágmörk hækkuð því aðflug er ekki öruggt lengur Mikið skapast - afleiðingin er veruleg röskun á innanlandsflugi ófrcmdarástand er að innanlandsfluginu vegna verkfalls flugvirkja hjá Flugmálastjórn. Á Akureyri var veruleg röskun á flugi Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í gær, ekki aðeins vegna hríðarkófs heldur ekki síður vegna þess að Akureyr- arflugvöllur hefur ekki verið blindflugsprófaður af flugvél Flugmálastjórnar. Ástæðan fyrir því er verkfall flugvirkj- anna. Blindflugsaðflug á flugvöllum landsins er flugprófað reglulega af flugvél Flugmálastjórnar sem búin er fullkomnum mælitækj- um. Þessu prófi átti að vera lokið á Akureyri í gær en flugvél Flug- málastjórnar er ekki flogið vegna þess að flugvirkjarnir sem halda henni við eru í verkfalli. Þetta hefur bitnað á fleiri stöðum en Akureyri. „Aðflug er ekki lengur ör-' uggt. Flugfélögin hafa brugðist þannig við að hækka töluvert lág- markið til að sýna varfærni undir Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Byggðastoftiun reynir að forða félaginu frá gjaldþroti Óvissa ríkir um hvernig tekst að leysa fjárhagsvanda Utgerðarfélags Norður-Þing- Húsvísk matvæli: Rækjudósir til A-Þýskalands - gengið frá sendingu á birgðum Hiks Hjá Húsvískum matvælum hf. verið að ganga frá eldri er birgðum, rúmlega 70 þúsund dósum af niðurlagðri rækju, sem sendar verða á markað í. Austur-Þýskalandi í byrjun desember. Beðið er eftir að gengið verði frá sölusamningi við Frakka, áður en meira verður framleitt af niðurlagðri rækju, að sögn Bjarna Þórs Einarssonar, stjórnarformanns Húsvískra matvæla. „Við erum að reyna að semja við útgerðaraðila um að safna lif- ur á komandi vertíð, og það gengur bara vel. Loksins eru menn almennt að átta sig á að þorsklifur er verðmæti sem mik- ið skynsamlegra er að koma með að landi, heldur en að henda í sjóinn, þó að það sé þægilegra,“ sagði Bjarni Þór, en fyrirhugað er að hefja niðurlagningu á lifur hjá fyrirtækinu eftir áramótin. Verið er að ganga frá upp- gjörsmálum Hiks og hafa menn sett sér það takmark að ljúka þeim fyrir áramót. IM eyinga, en málefni þess eru til nákvæmrar skoðunar í stjóm- kerflnu. Ágúst Guðröðarson bóndi á Sauðanesi, stjórnar- formaður fyrirtækisins, segir að lítið sé að frétta af gangi mála að svo stöddu, menn séu að leita leiða út úr þeim fjár- hagsvanda sem að steðjar. Lítgerðarfélagið skuldar hundruð milljóna króna, og er aðaleign þess, frystitogarinn Stakfell, mikið veðsett. Greiðslu- stöðvunin rennur út í lok janúar- mánaðar. „Við erum að vinna í málinu og leitum leiða til fjár- hagslegrar endurskipulagningar, eins og menn gera í greiðslu- stöðvun, annað er ekki að frétta,“ sagði Ágúst, aðspurður um vandann. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, var spurður um stöðu fyrirtækisins. Hann sagði að Ríkisábyrgðasjóður væri með 1. veðrétt í Stakfellinu, en menn hefðu ekki séð sér fært að hrófla við því á neinn hátt, t.d. með því að breyta hluta af kröfunni í víkj- andi lán eða afskrifa. „Málin voru rædd á síðasta fundi Byggðastofnunar, og var Guðmundi Malmquist fram- kvæmdastjóra þá falið að finna leiðir til að forða félaginu frá gjaldþroti. Ég hef talið að lögin um Hlutafjársjóð leyfi að sjóður- inn komi inn í dæmið ef stjórn sjóðsins vill taka það til meðferð- ar. Að vísu er sá hængur á að fjármálaráðuneytið telur sig ekki hafa möguleika á að taka hlut- deildarskírteini eða gera aðrar ráðstafanir nema með leyfi Alþingis. Það verður að finnast ráð til að forða Útgerðarfélaginu frá gjald- þroti, því slíkt myndi leggja byggðarlagið í rúst,“ segir Stefán, og benti á að allt benti til að Kaupfélag Langnesinga stæði ekki af sér gjaldþrot Útgerðarfé- lags Norður Þingeyinga. EHB þessum nýju kringumstæðum. Á Akureyri hefur blindflugslág- markið verið hækkað um helm- ing og þetta er m.a. ástæðan fyrir því að ekkert hefur verið flogið síðan snemma í morgun," sagði Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, í samtali við Dag í gær. Hann sagði að varaflugvellirnir á Sauðárkróki og Húsavík væru ónothæfir af sömu ástæðu. í skammdeginu og ótryggu veðri er því mikil hætta á verulegri röskun á flugsamgöngum meðan flugvél Flugmálastjórnar getur ekki kannað blindflugsaðflugið og gefið grænt ljós á það. Flugleiðir náðu einni ferð til Akureyrar í gærmorgun og Flugfélag Norðurlands flaug til Kópaskers og Raufarhafnar. Eft- ir það lágu flugsamgöngur niðri. SS Húsavík: Bflvelta við bæinn Umferðaróhapp varð á vegin- um skammt sunnan við Húsa- vík um kl. 10 í gærmorgun er bifreið ók út af og valt. Öku- maður slapp án meiðsla en töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni. Bifreiðin var af gerðinni Lada Samara og var ekið í suðurátt. Leiðindafæri var á veginum, um 10 cm þykkur, rennandi blautur snjór, eða krap. Bifreiðin lenti vestur af veginum, milli Saltvíkur og Kaldbaks, og valt. Ökumaður var einn í bílnum og slapp án meiðsla, en bíllinn skemmdist töluvert mikið. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.