Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 17. nóvember 1989 Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla Verslunin _ ÞORPIB ^ Móasíðu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendinj«arþiónusta. Sauðfjárbændur!!! Ákveðið hefur verið að leggja niður ullarmat Álafoss á Akureyri frá og með 1. janúar 1990. Pess í stað verður sett upp ullarmóttaka, þar sem ull af Eyjafjarðarsvæðinu verður safnað saman. Ullin verður síðan send jafnóðum í þvottastöðina í Hveragerði, og verður hún metin þar. ✓ Alafoss hf., Akureyri. Kæru bæjarbúar! Enn leitum vlð til ykkar um stuðning. Tökum nú á móti vel með förnum fatnaði. Móttaka fatnaðarins verður í anddyri Glerárkirkju dagana 20.-24. nóvember milli kl. 16 og 19. Fatnaðurinn verður til sýnis og afhendingar ykkur að kostnaðarlausu föstudaginn 24. nóvember og laugar- daginn 25. nóvember milli kl. 16 og 22 báða dagana í anddyri Glerárkirkju. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. AEG Hausttilboð Opið laugardaga kl. 9-12. RAFHLÖÐU- VÉLAR Byggingavömr Lónsbakka Sími 96-21400 Innréttingar Brúnáss hf. á Egilsstöðum: Fyrstar til að hljóta viður- kenningu Iðntæknistofnunar - með svokallaðri vöruvottun Brúnás hf. á Egilsstöðum hef- ur á árunum 1988-89 unnið að þróun innréttingaframleiðslu sinnar í nánu samstarfi við Iðn- tæknistofnun íslands. Fyrir- tækið hefur hlotið viðurkenn- ingu Iðntæknistofnunar með svokallaðri vöruvottun, fyrst íslenskra innréttingafyrir- tækja. Einnig hafa húsgagna- hönnuðirnir Guðrún M. Ólafs- dóttir og Oddgeir Þórðarson lagt vöruþróuninni lið með Húsmóðir á Akureyri, leit við á ritstjórn Dags á dögun- um og hafði meðferðis niður- sneitt franskbrauð sem hún hafði keypt fyrr um daginn. Við skoð- un á brauðinu kom í ljós að sneiðarnar var ekki hægt að nýta nema að % hluta því afgangurinn var loft. „Ég hef kvartað yfir þessu áður svo þetta er greinilega ekkert einsdæmi og því skil ég ekki af hverju fólk lætur ekki í sér heyra en lætur bjóða sér þetta. I dag ætlaði ég að fara að smyrja brauð fyrir heimilisfólkið mitt en ég get ekki notað brauð- ið. Þetta brauð er frá Brauðgerð Kristjáns Jónssonar, en ég kaupi alltaf af þeim því mér finnst þeir vera með bestu brauðin. Svo er ég fædd og uppalin á Eyrinni og hef alist upp við brauðin frá honum, en ég veit ekki nema ég gefist upp eftir þetta,“ sagði húsmóðirin. „Það er alls ekki hægt að tala um góða nýtingu þegar maður fær brauðin svona. Nú er farið að þrengja svo að fólki að það er ekki hægt að þegja yfir þessu. Síðast þegar ég kvartaði var mér boðið að koma með brauðið og fá nýtt í staðinn. Ég bý í útjaðri bæjarins svo það hefði kostað mig annað eins að fara þangað á bíl. Við erum látin borga fullt verð fyrir þetta, ef ég hefði ekki haft nóg fyrir brauðinu í búðinni, hefði ég ekki fengið það. Það er hönnun og efnisvali. Ávöxtur samstarfsins var til kynningar í verslunar- og sýningarhúsnæði Brúnáss í Reykjavík sl. mið- vikudag að viðstöddum mörg- urn góðum gestum. Verslunarstjóri Brúnáss, Þor- leifur Magnússon, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána. Ávörp fluttu Þorleifur Jónsson, formaður Landssambands iðnað- armanna, Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra, og Sveinn Jónsson, orðið svo erfitt að lifa að mér finnst þetta ekkert sniðugt.“ Birgir Snorrason bakarameist- ari hjá Brauðgerð Kristjáns, sagði að sér þætti þetta mjög leitt, en því miður væri þetta nokkuð sem alltaf kæmi upp öðru hverju hjá öllum sem stunda bakaraiðn. „Það myndast loft- bóla inni í deiginu þegar því er rúllað upp og það er vonlaust fyr- ir okkur að sjá að eitthvað sé að. Brauðið lítur eðlilega út þegar það hefur verið bakað og í skurði er heldur ekkert hægt að sjá, því „Ég vil koma á framfæri kvörtun. Þannig er mál með vexti að ég bý á Eyrinni skammt frá opnu svæði sem er væntanlega hugsað sem útivistarsvæði fyrir börn. Hins vegar hafa hundaeigendur lagt þetta svæði undir sig og koma gjarnan þangað með hunda sína til að láta þá gera stykki sín. Það er aðeins einn eldri heiðursmað- ur sem kemur með plastpoka með sér og þrífur upp eftir hund- inn sinn og reyndar er einn yngri maður sem gerir það stundum. Hinir láta hundana gera stykki sín og fara síðan í burtu. Þeir eru framkvæmdastjóri Brúnáss hf. Að ávarpi sínu loknu bauð Sveinn gestum að þiggja veiting- ar, sem voru „Drekadjús" og snittupinnar, og skoða sig um í sýningarbásunum þar sem á gat að líta hinar snotrustu bað- og eldhúsinnréttingar. Brúnás hf. er stofnað á Egils- stöðum árið 1958 og er í dag meðal elstu byggingafyrirtækja landsins. Trésmiðja hefur verið rekin allt frá 1962 en 1984 var hafin bygging á nýju verkstæðis- húsi á Egilsstöðum. Fest voru kaup á framleiðsluréttum og helstu vélum verksmiðjunnar Haga á Akureyri sem hafði fram- leitt innréttingar um 20 ára skeið. Framleiðsla innréttinga hófst á árinu 1986, fyrst undir nafni Haga og síðar IB. Trésmiðja Brúnáss er sérhæfð verksmiðja til framleiðslu á innréttingum og hefur því verið ákveðið að nefna framleiðsluna eftir fyrirtækinu; Brúnás Innréttingar. í Trésmiðju Brúnáss starfa að jafnaði 12 manns auk sölumanns og stjórnenda á skrifstofu fyrir- tækisins. í Reykjavík hefur Brúnás starfrækt Innréttingabúð- ina í Ármúla 17 A frá árinu 1986, fyrst í samstarfi við fleiri aðila. Eins og sjá má nær gatið yfir um % hluta sneiðanna. Mynd: kl þar er allt vélvætt. Vitaskuld vild- um við að við gætum komið í veg fyrir að þessi brauð fari í umferð en af ofangreindum ástæðum, getum við það því miður ekki. Ég get ekki annað en beðið konuna velvirðingar á þessu. Hún getur fengið tjónið bætt í næstu verslun okkar eins og aðrir sem verða fyrir þessu.“ jafnvel búnir að venja hunda sína á það að hlaupa út á þetta svæði og láta frá sér saur. Ég hef séð þá æða yfir garðinn minn. Þegar engin börn eru á Iðavelli gera þeir stundum stykkin þar. Ég er ekkert á móti hundum, það eru eigendurnir sem bera ábyrgðina. Það er langt frá því að vera geðs- legt að sjá börnin leika sér innan um ósómann og ég vil hvetja hundaeigendur til að sjá að sér og þrífa upp eftir hundana eða venja þá á afskekktari staði.“ Húsmóðir á Eyrinni 1111 Eldhúsinnréttingar Brúnáss hf. eru hinar vönduðustu. -í lesendohomið f Enn af holóttu franskbrauði: Hefði ekki fengið brauðið ef ég heíði ekki haft nóg fyrir því - segir óánægð húsmóðir Ilundaskítur á leiksvæði bama i i < í í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.