Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. nóvember 1989 - DAGUR - 5 -I fréttir Akureyri: Gæðastjómunar- félag stofnað Ákveðið hefur verið að stofna „gæðastjórnunarfélag“ á Norðurlandi, og verður stofn- fundurinn haldinn á Akureyri á laugardag. Á fundinum verð- ur Gæðastjómunarfélag íslands kynnt, fjallað um gæðastjórn- unarmál fyrirtækja og upp- byggingu slíkrar stjórnunar. Fundurinn verður settur í Alþýðuhúsinu kl. 14.00. Á dagskrá eru erindi, m.a. kynna Halldór Jónsson og Gunnar H. Guðmundsson Gæðastjórnunar- félag íslands og Víglundur Þor- steinsson ræðir um reynsluna af gæðastjórnun hjá BM Vallá í Reykjavík. Eftir flutning fram- söguerinda verða umræður og fyrirspurnum svarað. Bréf hafa verið send til mörg hundruð fyrirtækja vegna fundar- ins. Ætlunin er að félagið sem stofnað verður á Akureyri verði í mjög nánum tengslum við Gæða- stjórnunarfélag lslands, og hugs- anlega deild í því félagi. í lögum Gæðastjórnunarfélags íslands segir svo í 3. grein, að til- gangur félagsins sé að efla skiln- ing á gildi gæðastjórnunar, efla virkni og samvinnu fagmanna, stjórnenda og almennra starfs- manna, og að standa fyrir nám- skeiðum, hópferðum og umræðu- hópum. Markmiðið með gæðastjórnun í fyrirtækjum er m.a. að stuðla að betri markaðsstöðu, framleiðni og afkomu íslenskrar atvinnu- starfsemi, auk þess sem félagið beitir sér fyrir útbreiðslu og kynnningu á þeim starfsaðferð- um sem hér um ræðir. Allir áhugamenn um gæða- stjórnun eru velkomnir á fundinn. EHB Hilmar Ragnarsson, yfirverkfræðingur, Alexander Páisson, umdæmisverk- fræðingur, Brandur Hermannsson, yfirtæknifræðingur, Bergur Halldórsson, yfirverkfræðingur, Ársæli Magnússon, umdæmisstjóri, og Gísli J. Eyland, stöðvarstjóri, kynntu stafrænu símstöðina hjá Pósti og síma á Akureyri í gær. Mynd: KL Póstur og sími afhjúpaði nýjungar í gær: Stafrænar símstöðvar á Akureyri og Dalvík - bætt þjónusta og möguleikar á sérþjónustu í gær tók Póstur og sími í notk- un tvær nýjar stafrænar sím- stöðvar á Ákureyri og Dalvík. Stöðin á Akureyri mun annast sjálfvirka langlínuumferð á 96- svæðinu og er auk þess móður- stöð fyrir útstöðvar í Eyjafirði. Jafnframt var tekin í notkun fyrsta útstöðin, sem er á Dalvík, og annast hún Dalvík, Svarfaðardal, Árskógshrepp og Hrísey. Símnotendur á Dalvíkursvæð- inu hafa reyndar notið þjónustu stafræna símakerfisins í nær 11 mánuði með tengingu við Flakk- arann, sem er flytjanleg símstöð. Matvörumarkaðurinn á meðal fyrstu verslana til að taka upp IBM 4684 sölukerfið: Kerfið skapar meira öryggi - minnkar einnig vinnuálag verslunarfólks Fjölmargar matvöru- og sér- vöruverslanir, eins og Mat- vörumarkaðurinn á Akureyri, Nóatún í Reykjavík og Kópa- vogi, Grund í Grundarfirði, Vöruval á ísafirði, Plúsmark- aðirnir í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík hafa fest kaup á IBM 4684 sölukerfum og fleiri verslanir fylgja í kjölfarið. Sölukerfið sem hér um ræðir er öflugt afgreiðslutæki sem felur í Menn voru önnum kafnir við undirbúning opnunar Plús-markaðarins þegar Kristján Logason, Ijósmyndari Dags, leit þar við í vikunni. Matvörumarkaðurinn færir út kvíarnar: Opnar Plús-markað kl. 13 í dag Ný matvöruverslun, Plús-mark- aður, opnar kl. 13 í dag að Fjölnisgötu 4b á Akureyri og stendur Matvörumarkaðurinn Kaupangi að honum. Plús- markaður leggur áherslu á lágt vöruverð og vörutegundir verða að sama skapi færri, á bilinu 7- 800, en í Matvörumarkaðnum. „Ég legg áherslu á að hafa þarna á boðstólum sem mest af vörum framleiddum á Akureyri. Það veitir ekkert af því að halda utan um fyrirtæki í bænum og leitast þannig við að styrkja þau,“ segir Hrafn Hrafnsson, framkvæmdastjóri Matvöru- markaðarins. Hrafn segist ekki fara út í rekstur Plús-markaðar nema því aðeins að hann hafi trú á að rúm sé fyrir hann á matvörumarkaðn- um á Akureyri. Hann segist reikna fastlega með að hluti verslunar í Matvörumarkaðnum í Kaupangi færist út í hinn nýja Plús-markað. „Pessi verslun er ekki endilega hugsuð sem hverf-| isverslun fyrir dagleg innkaup fólks í nágrenni hennar. Ég lít svo á að fólk geri sér ferð í versl- un sem þessa til að gera stórinn- kaup.“ Matvörumarkaðurinn hefur fest kaup á húsi númer 4b við Fjölnisgötu. Hrafn segir að kaup á húsinu hafi verið hagstæð og leiguhúsnæði hefði verið dýrari kostur. Starfsmenn verða þrír í Plús- markaðnum og þannig er unnt halda þjónustu- og birgðakostn- aði í lágmarki. Hann verður opinn alla virka daga frá kl. 13 til 18.30 og á laugardögum frá 10- 14. óþh sér margvíslega hagræðingu í verslunarrekstri, skapar meira öryggi og minnkar vinnuálag verslunarfólks. Kerfið inniheldur til að mynda öll reikningsvið- skipti viðkomandi verslunar, hef- ur að geyma aðgengilegt yfirlit um sölu vara og birgðir auk þess sem viðskiptavinurinn fær ná- kvæman strimil með heiti og verði alls þess sem keypt er. Ljóst er að með notkun kerfisins verður afgreiðslutími miðað við hvern viðskiptavin mun skemmri en verið hefur til þessa. Verslanir sem greint er frá hér að ofan munu taka strikamerkja- lesara í notkun með IBM 4684 sölukerfinu. Strikamerkin, sem eru nú á velflestum vörum skapa öryggi og meiri hraða. Með tölvuálestri geta bæði viðskipta- vinurinn og verslunareigandinn verið þess fullvissir að ekki sé um rangan innslátt að ræða. Sölukerfið byggir á strika- merkingum og því verða allar vörur viðkomandi verslunar að vera strikamerktar. Verslanir þurfa sjálfar að strikamerkja þær vörur sem ekki eru það en það hefur færst mjög í vöxt að íslenskir framleiðendur strika- merki sínar vörur. IBM 4684 sölukerfið gerir greiðslukortaviðskipti bæði þægi- leg og einföld. Fyrirferðalítill kortalesari les kortanúmerið af segulrönd kortsins, skráir við- skiptin á reikning kreditkortafyr- irtækisins og síðan prentast út kreditkortaseðill með öllum upp- lýsingum og viðskiptavinurinn kvittar til staðfestingar. Með þessu sparast mikill tími og tryggt er að allar upplýsingar séu réttar. Þess má svo geta að kortalesarinn hafnar vákortum. Sú nýbreytni mun verða með tilkomu IBM 4684 sölukerfisins, að öll skráning er beintengd við íslensk bókhaldsforrit, þannig að sjálfvirkur flutningur er í fjár- hags-, birgða- og viðskiptamanna- bókhaldi fyrirtækjanna. Tilgangur Pósts og síma með fær- anlegri símstöð er fyrst og fremst sá að losa húsnæði eldri stöðva fyrir nýjar og komast þannig hjá viðbótarbyggingum. Flakkarinn verður nú fluttur til Blönduóss og tengdur þar í byrjun næsta árs. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni að nýju stafrænu símstöðvunum kom fram að með tengingu móðurstöðvar á Akur- eyri opnast ný símaþjónusta fyrir þá notendur sem bætast við og tengjast stafrænu símstöðinni. Hér er um sérþjónustu að ræða sem Póstur og sími hefur auglýst í notendahandbók, svo sem sím- talsflutningur, viðmælandi geymdur, þriggja manna tal og margt fleira. Fyrir símnotendur á Akureyri og 96-svæðinu sem eru tengdir eldri gerð símstöðva mun tenging móðurstöðvarinnar leiða til hrað- ari afgreiðslu og minni álags- vandræða. Um 25% símnotenda verða tengdir stafræna símakerf- inu á þessum tímamótum í umdæmi III, sem nær yfir Norðurlandskjördæmi eystra og vestra. SS Hlifum börnum viö tóbaksreyk! LANDLÆKNIR HOTEL KEA Laugardagskvöldið 18. nóvember Hljómsveitin KVARTETT leikur fyrir dansi ★ GLÆSILEGUR MATSEÐILL Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti Sunnudagsveisla á Súlnabergi Spergilsúpa, moðsteikt nautainnralæri og/eða bayonneskinka. Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar sjálfur og endar þetta á glæsilegu desserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 890.00. Frítt fyrir börn 0-6 ára Vi gjald fyrir börn 6-12 ára. Ath! Veislan er bæði í hádegi og um kvöld. ll Hótel KEA Borðapantanir i sima 22200 J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.