Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 17. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Útfararstjórar atviimulífsins í nýjasta tölublaði tímaritsins Frjálsrar verslunar er m.a. að finna athyglisverða grein um „atvinnuveg" sem stendur með miklum blóma um þessar mundir, þ.e. starf skiptaráðenda eða bústjóra þrotabúa. Greinin ber yfir- skriftina „Útfararstjórar atvinnulífsins" og er það nafn með rentu. í greininni er kastljósinu beint að þeim siða- og lagareglum sem ríkja þegar gjaldþrot og búskipti eru annars vegar. Af lestri greinarinnar er ljóst að gildandi reglur um þau mál eru í senn óljósar og umdeilanlegar og þegar á heildina er litið hvílir mikil leynd yfir flestu því sem viðkemur þessum ört vaxandi „atvinnuvegi" á íslandi. Tekjur skiptaráðenda geta í fyrsta lagi orðið með ólíkindum háar og ekki í nokkru samræmi við það sem tíðkast á vinnumarkaðinum almennt. í annan stað vekur athygli að ísland er eitt fárra landa í heiminum þar sem skiptastjórar fá greitt í hlutfalli við eignir búsins, óháð því vinnuframlagi sem þeir inna af hendi! í grein Frjálsrar verslunar er tekið dæmi af skipta- stjórum í þrotabúi Hafskips hf. Þeir þrír lögfræðingar sem hafa gegnt því starfi þáðu samtals 33 milljónir króna í „þóknun" á 42ja mánaða tímabili. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir það um 50 milljónum króna. Með öðrum orðum hefur hver þeirra verið með um 400 þús- und krónur í „þóknun" á mánuði að meðaltali, vegna vinnunnar við Hafskipsmálið, sem þó var einungis hlutastarf! Þar fyrir utan voru þessir lögmenn með almennar lögfræðiskrifstofur í fullum rekstri og þar með fjölda viðskiptamanna og einnig nokkur búskipti til við- bótar, m.a. nokkur af stærri gerðinni. Höfundur greinar- innar treystir sér ekki til að reikna út mánaðartekjur þessara manna en segir: „Hér er um ótrúlegar upphæðir að ræða. Enginn véfengir hæfni þessara manna til að annast flókið verkefni. En getur það samrýmst nútíma- siðferði að við opinber skipti gjaldþrotabús séu lög- mönnum í hlutastarfi tryggðar fimmfaldar tekjur kennara, svo dæmi sé tekið? Hvaða rök liggja á bak við slík launakjör Þessum spurningum er ekki svarað í umræddri grein en ljóst er að almenningur hefði fullan hug á fá svör við þeim. í lok greinar Frjálsrar verslunar er bent á að fyrirtæki og einstaklingar, að ógleymdu ríki og sveitarfélögum, tapi milljörðum króna á ári hverju vegna gjaldþrota. Drjúgur hluti kostnaðar sem af gjaldþrotum hljótist, sé vegna hárrar þóknunar til lögmanna. Því megi spyrja hvers vegna stjórnvöld hafi ekki sett strangari reglur varðandi þessi mál. Sú spurning er löngu tímabær. Það er full ástæða fyrir yfirmenn dómsmála í landinu að kanna þær starfsreglur sem liggja til grundvallar slíkum ofurtekjum. Kaup og kjör skiptaráðenda í Hafskipsmál- inu eru ekkert einsdæmi meðal skiptaráðenda, þótt þau séu e.t.v. í hærri kantinum. Kjör skiptaráðenda þrotabúa eru þvert á móti nýjasta dæmið um það siðleysi sem hef- ur verið að ryðja sér til rúms í íslensku athafnalífi hin síðari ár. Stjómvöldum ber skylda til að láta málið til sín taka og setja skýrar og afdráttarlausar reglur um laun „útfararstjóranna". Þau verða að vera í einhverjum tengslum við raunveruleikann, Það er þau ekki eins og málum er nú háttað. BB. Mynd: KL Skálafell kynnir Skoda Favorit Bílasýning verður á vegum Skálafells sf. í Draupnisgötu 4 á Akureyri, laugardaginn 18. nóvember. Sýnd verður árgerð 1990 af Skoda Favorit, bíl sem hefur hlotið miklar vinsældir, jafnt nérlendis sem víða um Evrópu. Á Norðurlöndunum er það samdóma álit bílagagnrýn- enda að með Skoda Favorit hafi verið tekið stórt skref fram á við í tæknilegu tilliti. Bíllinn þykir bæði ódýr og góður, lipur í akstri innanbæjar jafnt sem utan. Nýlega sagði í dönsku bílablaði: „Skoda Favorit var hannaður með notagildi og sparaksturseig- inleika í huga. Þetta tvennt hefur tekist að sameina í litlum bíl, sem er samt enginn smábíll.“ Sýning- in verður opin frá kl. 13-17. Afmæli Akureyrarkirkju í dag 17. nóvember eru liðin 49 ár frá vígslu Akureyrarkirkju. Afmælisins verður minnst næst- komandi sunnudag. Um morgun- inn verður barnasamkoma í kirkjunni og kapellunni. Þær stundir hafa verið ánægjulegar og margir, bæði börn og fullorðnir, tekið þátt í þeim. Klukkan 14 verður hátíðarguðsþjónusta með fjölbreyttri tónlist. Kór Akureyr- arkirkju syngur undir stjórn org- anistans, Björns Steinars Sól- bergssonar, Norman Denis leikur á trompet og Waclaw Lazarz á flautu. Kórinn mun m.a. syngja nýja útsetningu Jóns Hlöðvers Áskelssonar á sálminum Skapar- inn stjarna. Þess er vænst að mörg sóknarbörn leggi leið sína í helgidóminn á þessum kirkjudegi og sýni með því þakklæti sitt. Eftir messu mun Kvenfélag Akureyrarkirkju verða með kaffisölu og basar að Hótel KEA. Veitingar þeirra hafa ætíð verið rómaðar og margir fallegir Dröfn Friðfinnsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gamla Lundi á Akureyri á laugardaginn kl. 14. Á sýningunni eru í kring- um 20 grafíkverk, tré- og dúkrist- ur, sem Dröfn hefur unnið á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Drafnar en hún hefur einnig tek- ið þátt í samsýningum. Dröfn stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskól- ann í Reykjavík á árinu 1962. Árið 1982 hóf hún nám við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk því árið 1986. Árin 1987 til 1988 var hún við nám í Lahti í Finnlandi og síðan þá hefur hún unnið að listsköpun á vinnustofu sinni. og gagnlegir munir verið á boð- stólum. Fólk er hvatt til þess að líta við hjá konunum og veita þeim styrk í starfinu fyrir kirkj- una okkar kæru. Mikil er sú blessun, sem sókn- arfólk hefir sótt til kirkjunnar jafnt í gleði og sorg. Þakklæti sitt hefir það sýnt á ýmsan hátt. Kirkjuhúsið hefir verið fegrað og búið hinum bestu munum. Lóðin umhverfis kirkjuna vekur aðdá- Kirkjukór Grundarkirkju í Eyja- firði stendur fyrir fjölskyldu- skemmtun til styrktar orgelsjóði Sýningin í Gamla Lundi er opin frá kl. 14-22 um helgar og kl. 16-21 virka daga. Sýningunni lýkur mánudaginn 27. nóvember. Hið árlega Herrakvöld KA verð- ur haldið laugardaginn 18. nóvember í KA-heimilinu við Dalbraut. Að venju verður þar margt til skemmtunar sem ekki má tíunda hér. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum verða skemmtiatriðin af betra taginu; ræðumaður kvölds- ins er þekktur fyrir annað en að vera orðvar en hann er Jóhannes un, safnaðarheimilið er nú svo vel á veg komið, að hluti þess verður tekinn í notkun á þessum tímamótum. En mest er um það vert, að tryggir kirkjuvinir sæki kirkju sína á helgum stundum og myndi lifandi söfnuð, sem lofar Guð og þakkar honum gæsku hans. Megi það verða afmælis- gjöf til Akureyrarkirkju að hún eignist sem flesta slíka. Sóknarprestarnir. kirkjunnar næstkomandi sunnu- dag. Skemmtunin hefst kl. 14 í Laugaborg. Á skemmtuninni verður fjöl- breytt dagskrá, m.a. söngur kórsins, spurningakeppni, bingó og flutningur gamanmáls. Loks verða kaffiveitingar á boðstólum og í lok skemmtunarinnar er ætl- unin að hljómsveit leiki fyrir dansi og gestir taki snúning þrátt fyrir að á sunnudegi sé. Orgelsjóði kirkjunnar barst á dögunum höfðingleg gjöf þegar Jón Hallgrímsson fyrrverandi bóndi í Reykhúsum, og núver- andi vistmaður á Kristnesi, færði sjóðnum kr. 100 þúsund að gjöf. Sigurjónsson ritstjóri á Húsavík. Miðasala hefur verið í gangi í vikunni en þó munu einhverjir miðar vera eftir svo þeir sem ekki hafa tilkynnt sig geta haft sam- band við KA-heimilið og fest kaup á miða. Skemmtunin hefst kl. 19.30 með fordrykk en því næst tekur við borðhald. Að því loknu dagskrá, sem ekki má gera opinbera, a.m.k. ekki konum! Myndlist: Dröfii Friðfinnsdóttir sýnir í Gamla Lundi Kirkjukór Grundarkirkju: Fjölskylduskemmtun tíí styrktar orgelsjóði Herrakvöld KA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.