Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 2
fréttir íþróttahöllin á Akureyri: Vel heppnuð viðgerð á þakinu 2 - DAGUR - Föstudagur 17. nóvember 1989 - gólfefni sett á hliðarsal í byijun desember Viðgerðin sem gerð var á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri í haust virðist lofa góðu. Þakið lak um árabil í miklum rigning- um og leysingum, en ekkert hefur orðið vart við leka eftir Búnaðarbanki íslands: Sólon ráðinn bankastjóri Sólon R. Sigurðsson aðstoðar- bankastjóri hefur verið ráðinn bankastjóri Búnaðarbanka íslands í stað Stefáns Hilmars- sonar sem lætur af störfum 1. janúar n.k. Sólon var ráðinn með 5 samhljóða atkvæðum bankaráðsmanna. Sólon R. Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 1. mars 1942. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík í þrjú og hálft ár en hvarf þá frá námi. Sólon hóf störf hjá Landsbanka íslands árið 1961, starfaði þar til ársins 1983 og gegndi m.a. starfi deildarstjóra bankans og útibússtjóra Lands- bankans á Snæfellsnesi. Hann starfaði hjá Scandinavian Bank í London 1972-73 og dvaldi við nám hjá Westminster Bank og Manufacturers Hanover Trust í London árið 1973. Sólon var ráðinn aðstoðarbankastjóri við Búnaðarbankann 1. febrúar 1983 og jafnframt forstöðumaður erlendra viðskipta bankans. Eiginkona Sólons er Jóna V. Árnadóttir, starfsmaður Útvegs- banka íslands hf. og eiga þau 3 börn. DAGUR Sauðárkróki S 95-35960 Norðlenskt dagblað að viðgerð lauk. í síðasta mán- uði var gert við þak á útskots- byggingu vestan til á Höllinni, og heppnaðist sú viðgerð einnig ágætlega. Ágúst Berg, arkitekt og deild- arstjóri byggingadeildar Akur- eyrarbæjar, segir að verið sé að vinna við eldvarnar- eða öryggis- hurðir frá áhorfendapöllunum og víðar. í byrjun desember verður lagt gólfefni á hliðarsalinn vestan við aðalsal hússins, en þar hafa tímaverðir o.fl. haft aðstöðu. í upphafi átti að vera sena þarna, en nú hefur verið ákveðið að nota gólfplássið fyrir auka- eða æfingasal. Gólfefnið sjálft er fljótandi, grænt á lit, og er það sett ofan á gúmmíundirlag. Sérstökum hvata er blandað saman við gólf- efnið sem gerir að verkum að það storknar á skömmum tíma, en efnisfilman sjálf er aðeins 2 til 3 millimetrar á þykkt. Með þessari aðferð fæst níðsterkur og slitþol- inn gólfdúkur. Þakið yfir hliðarsalnum lak við ákveðnar aðstæður, en eftir að tókst að komast fyrir lekann skapaðist forsenda fyrir því að taka hliðarsalinn í notkun. Göt voru komin á þakdúkinn og hann rifnað við niðurföll, en viðgerð tókst með ágætum, eins og áður sagði. EHB Hugimi seliu* ljósaperur og jóladagatöl á morgun Lionsklúbburinn Huginn á Akureyri stendur fyrir sölu ljósapera (6 í pakka) og jóladagatala á morgun, laugardag. Lionsmenn hefja söluna kl. 10 í fyrramálið og áætla að ljúka henni fyrir kvöldið. Klúbb- félagar eru 40 og njóta þeir aðstoðar félaga úr Lionsklúbbi Akureyrar við söluna. Sem fyrr rennur ágóði af sölunni til líknarmála. Hluta af ágóðanum verður varið til uppbyggingar á Botni í Eyjafirði, en þar er starfrækt sumardvöl þroskaheftra barna. Þá munu lionsmenn leggja sitt af mörkum við fjármögnun lokafrágangs sundlaugar við Sólborg á Akureyri. Að öllum líkindum rennur hluti ágóðans til tækja- kaupa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Á undanförnum árum hefur Huginn lagt fram fé til kaupa á tækjum við FSA og Heilsugæslustöðina á Akureyri. Á meðfylgjandi mynd eru Hugins-menn að pakka ljósaperum og leggja lokahönd á undirbúning sölunnar á morgun. 34. kjördæmisþing KFNE: Úrslit kosninga í stjóm kjördæmissambandsins og til miðstjómar Framsóknarflokksins A kjördæmisþingi framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem haldið var á Akureyri á Iaugardag, fóru fram kosningar í stjórn kjör- dæmissambandsins og til mið- stjórnar flokksins. Úrslit kosninganna eru þessi: Stjórn K.F.N.E. skipa þau Kolbrún Þormóðsdóttir Akur- eyri, Eysteinn Sigurðsson Kópa- skeri, Sigurgeir Aðalgeirsson Húsavík, Hákon Hákonarson Akureyri, formaður, Þorsteinn Sigurðsson Akureyri, Ari Teits- son S.-Þing., Valdimar Bragason Dalvík. Varamenn stjórnar: Guðlaug Trassar færa ekki bifreiðar til skoðunar: Of mfldð um óskoðaðar bifreiðar - segir Matthías Einarsson, varðstjóri Akureyrarlögreglu „Það er því miður allt of mikið um óskoðaðar bifreiðar á göt- unum,“ sagði Matthías Einars- son, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, þegar hann var spurður um fjölda óskoðaðra bifreiða á Akureyri. Matthías kvað lögregluna hafa verið ötula við að klippa af óskoðuðum bifreiðum í bænum. Hann sagði að í mörgum tilfell- um væri um að ræða bifreiðaeig- endur sem trössuðu það ár eftir ár að færa bifreiðar á réttum tíma til aðalskoðunar. Þá væri einnig til í dæminu að eigendur óskoð- aðra bifreiða bæru því við að þeir héldu að frestur til að færa þær til skoðunar væri ekki útrunninn. „Fyrst í stað var veittur fjögurra mánaða frestur eftir skoðunar- mánuð til að færa bílinn til skoðunar. Fresturinn var styttur í þrjá mánuði og síðar í tvo mán- uði. Þessar breytingar voru ekki nægilega vel kynntar og hafa þvi farið fram hjá mörgum,“ segir Matthías. Hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. fengust þær upplýsingar að um síðustu mánaðamót hafi um 500 bifreiðar á Akureyri og nágrenni verið óskoðaðar, sem átti sam- kvæmt skráningarnúmeri að vera búið að færa til skoðunar. Síð- ustu daga hafa nokkuð margir slóðar fært bíla sína til aðal- skoðunar en ljóst er að mikill fjöldi bíla með A-númeri er enn óskoðaður. óþh Björnsdóttir Dalvík, Hulda Finn- laugdsdóttir Mývatnssveit, Egill H. Bragason Akureyri, Sigfríður Þorsteinsdóttir Akureyri. Kosning í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, eldri menn: Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir Akureyri, Ari Teitsson S.- Þing., Jóhannes Geir Sigurgeirsson varaþingmað- ur, Hákon Hákonarson Akur- eyri, Bjarni Aðalgeirsson Húsa- vík. Varamenn í miðstjórn: Þórar- inn E. Sveinsson Akureyri, Egill Olgeirsson Húsavík, Valdimar Bragason Dalvík, Svavar Ottesen Akureyri, Guðlaug Björnsdóttir Dalvík. Kosning í miðstjórn, yngri menn: Bragi V. Bergmann Ákur- eyri, Eysteinn Sigurðsson Kópa- Leikfélag Kópaskers: Samantekt úr bókmennta- verkum Páls Árdal vel tekið Áhugaleikfélögin víðs vegar um land eru nú sem óðast að heQa vetrarstarfið. Leikfélag Kópaskers hóf sína vetrardag- skrá síðastliðinn sunnudag þegar sýnd var samantekt úr bókmenntaverkum Páls J. Árdals. Guðmundur Bjömsson, stjórn- armaður í Leikfélagi Kópaskers, segir að verkið hafi verið fullæft á síðasta vetri en sökum veðurs hafi aldrei orðið af sýningu á því. Þráðurinn hafi því verið tekinn upp í haust. „Þetta var mjög vel sótt sýning og tókst í alla staði framar vonum,“ sagði Guðmund- ur. Hann segir að stefnan hafi ver- ið sett á stærri uppfærslu eftir áramótin og fyrir jól muni liggja fyrir hvaða verk verði fyrir val- inu. „Við erum fyrst og fremst með í huga góða afþreyingu fyrir fóik enda veitir ekki af, Guðmundur. skeri, Snorri Finnlaugsson Dalvík. Til vara: Sigfús Karlsson Akureyri, Unnur Pétursdóttir S.- Þing., Gunnlaugur Aðalbjörns- son N.-Þing. Húsavík: Norðurvík byggir Brekku- hvamm Eftir hádegi í gær var byrjað að grafa fyrir Brekkuhvammi, húsi með fjórum búseturéttar- íbúðum fyrir aldraða að Skála- brekku 19 á Húsavík. Samið var við Norðurvík hf. um bygg- ingu hússins. Norðurvík átti næstlægsta tilboðið, nam það 86,67% af kostnaðaráætlum miðað við húsið fokhelt, frá- gengið að utan ásamt frágeng- inni lóð. Sá aðili sem átti lægsta tilboðið í húsið, óskaði eftir að falla frá því. Dvalarheimili aldraðra sf. stendur fyrir byggingu hússins og er þetta þriðji áfangi byggingar búseturéttaríbúða við Hvamm. Þar hafa þegar verið byggðar 11 íbúðir í tveimur áföngum og voru fjórar þeirra teknar í notkun í haust. Á sama tíma er Dvalarheimili aldraðra sf. að byggja þjónustu- hús með fjórum íbúðum á Rauf- arhöfn. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.