Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 17.11.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 17. nóvember 1989 \I myndasögur dogs 1 4 dogskrá fjölmiðla ÁRLAND ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR ’ Pú hlýtur að geta svaraö spurningunni Phil... Hvað heitir bessi náunqi? # Helgarpakkar Höfuðborgarbúar kalla þessar vikurnar til lands- lýðsins og spyrja hvort hann þurfi ekki að lyfta sér aðeins upp, fljúga til Reykja- vikur, gista á hóteli, sulla í Bláa lóninu, góna á skemmti- dagskrá á einhverjum skemmtistað borgarinnar, éta, versla, drekka, vera glaður og eyðslusamur, eina helgina í skammdeg- inu. Þó nokkuð mun vera um að landslýðurinn nýti sér tilboðið, skelli sér á helgarpakka og smelli sér í bæinn. # í verslunar- ferð Fólk hefur tíðum lagst í ferðalög til að auka víðsýni sína, sjá hvað er bak við fjallið, kynnast háttum, sið- um og menningu annarra þjóða og athuga hvort eitthvað megi af þeim læra. Víst er um það að lands- byggðarlýðurinn getur margs orðið vísari í höfuð- borginni, i það minnsta ef hann étur og drekkur ekki yfir sig og tekst að halda augunum sæmilega opnum. Landsbyggðamaður skrapp i bæinn um daginn og kom að sjálfsögðu við í Kringl- unni. Hann hafði vanist þvi að fólk þyrfti svona við og við að skreppa í kaupstaðar- ferðir eða verslunarferðir, til að sinna ýmsum erindum, draga björg í bú og sýna sig og sjá aðra, svona i leiðinni. í Kringlunni sýndist honum að höfuðborgarbúar væru að mestu hættir öllu nema því síðasttalda, það er að sýna sig og sjá aðra. Ara- grúi fólks ráfaði þarna um meðal fjöida verslana, en varla var að sjá að nokkur maður hefði keypt nokkurn hlut, nema hvað einn og einn kom út úr matvöru- verslun Hagkaups með brýnustu nauðsynjar í poka. En kannski eru búðirnar í Kringlunni allar með heim- sendingarþjónustu og ekki þyki lengur við hæfi að druslast um með varning í verslunarferðum. Sjónvarpið Föstudagur 17. nóvember 18.00 Gosi. 18.25 Antilópan snýr aftur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (30). 19.25 Austurbæingar. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Nætursigling. (Nattsejlere.) Þriðji þáttur. 21.25 Peter Strohm. 22.05 Kona hermannsins. (Johnny Bull.) Bandarísk sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk: Jason Robards, Colleen Dewhurst, Peter MacNicol og Suzanna Hamilton. Bandariskur hermaður kemur heim frá Bretlandi ásamt breskri brúði sinni. Bind- ur hún miklar vonir við vistaskiptin en aðstæður vestan hafs reynast aðrar en hún bjóst við. 23.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 17. nóvember 15.25 Nótt óttans. (Night of the Grizzly.) Búgarðseigandi nokkur og köna hans eiga undir högg að sækja í heimabyggð sinni. Aðalhlutverk: Glint Walker, Martha Hyer og Keenan Wynn. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. 18.15 Sumo-glíma. 18.40 Heiti potturinn. 19.19 19.19. 20.30 Geimálfurinn. (Alf.) 21.05 Sokkabönd í stíl. 21.35 Þau hæfustu lifa. (The World of Survival.) Annar hluti af sex. 22.05 Hljómsveitariddarar.# (Knights And Emeralds.) Rómantísk unglingamynd sem segir frá samkeppni tveggja hljómsveita þar sem önnur er skipuð hvítum mönnum en hin lituðum. Þegar liðsmaður úr annarri hljómsveitinni brýtur allar hefðir og verð- ur ástfanginn af stúlku úr hljómsveit mót- herja sinna er úr vöndu að ráða. Aðalhlutverk: Christopher Wild, Beverley Hill og Warren Mitchell. 23.40 Bobby Deerfield.# Kappaksturshetja fellir hug til stúlku af ríkum ættum en hún er með alvarlegan sjúkdóm. Aðalhlutverk: A1 Pacino, Marthe Keller, Romolo Valli og Anny Duperey. 01.40 Blóðug sviðsetning. (Theatre of Blood.) Meistari hrollvekjunnar, Vincent Price, er hér í hlutverki Shakespeare-leikara sem hyggur á hefndir eftir að hafa ekki hlotið viðurkenningu fyrir túlkun sína. Aðalhlutverk: Vincent Price, Diana Rigg og Ian Hendry. Stranglega bönnuð börnum. 03.15 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 17. nóvembur 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Ámason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Pottaglamur gestakokksins. Maja Greta Briem frá Svíþjóð eldar. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. Umsjón: Firmbogi Hermannsson. (Frá ísafirði). 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kikt út um kýraugað. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit - Tilkynningar. 12.15 Dagiegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir - Tiikynningar - Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Á sjötta degi. Umsjón:Óli Örn Andreasen. 13.30 Miðdegissagan: „Turninn útá heimsenda" eftir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson les þýðingu sina (4). 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúfiingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Gloppótt ritskoðun á verkum Henry Miller. Umsjón: Glsli Þór Gunnarsson. 15.45 Pottaglamur gestakokksins. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist - Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir - Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litlibamatíminn: „Loksins kom litli bróðir" eftir Guðjón Sveinsson. Höfundur les (10). 20.15 Hljómplöturabb. 21.00 Kvöldvaka. a. Sagnaþulur og skáld. Baldur Pálmason talar um Benedikt Gislason frá Hofteigi og les ferðaþátt og ljóð eftir hann. Einnig flutt viðtal við Benedikt úr safni Útvarpsins. b. Jóhann Helgason, Kristinn Sig- mundsson og Halla Margrét syngja lög eftir Jóhann Helgason. c. Ein úr hópnum. Smásaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestbakka. Arnhildur Jónsdóttir les. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir - Orð kvöldsins - Dagskrá morgundagins. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 17. nóvember 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit - Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lisa Páisdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spumingin. Spumingakeppni vinnustaða, stjómandi og dómari Flosi Eiriksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stjómmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Biitt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Á djasstónleikum. 21.30 Fræðsluvarp: Enska. Fjórði þáttur enskukennslunnar „í góðu lagi" á vegum Málaskólans Mímis. (Endurtekið frá þriðjudagskvöldi). 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- gönpum. 5.01 Afram ísland. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Blágresið blíða. 7.00 Úr smiðjunni. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 17. nóvember 8.10-8.30 SvsBðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 17. nóvember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson með fréttatengdan morgunþátt, mannleg viðtöl og fróðleik í bland við morguntón- listina. 09.00 Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri í sparifötunumn. Vinir og vandamenn á sínum stað kl. 9.30, gull- korn og fróðleiksmolar, heimilishornið fyrir hádegi og góð tónlist. 12.00 Valdís Gunnarsdóttir í rólegheitunum í hádeginu, síðan er púls- inn tekinn á þjóðfélaginu. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson á skokkskónum. Góð tónlist umfram allt. Ýmislegt skemmtilegt alltaf að gerast hjá Dadda. Viðtöl og það helsta sem kemur uppá á degi hverjum. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson hitar upp fyrir helgina. Opinn sími 611111. 22.00 Föstudagsnæturvakt Bylgjunnar. 02.00 Dagskrárlok. Fróttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Föstudagur 17. nóvember 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast í menningu og listum um helgina á Akureyri. Stjómendur em Pálmi Guðmundsson og Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.