Dagur


Dagur - 21.11.1989, Qupperneq 16

Dagur - 21.11.1989, Qupperneq 16
v erðlækkun! Ert þú félagsmaður? Vel búinn til vetraraksturs. Hvað skyldi Ingi Ú. segja við þessu? Mynd: kl Húsavík: Rúmlega 7500 atvinmileysis- dagar fyrstu tíu mánuðina - tæpar 11 milljónir greiddar í bætur UIA og UMSB: Sækja stíft eftir að halda Landsmót 1996 - ákvörðun UMFÍ væntanleg í janúar Horfur eru ekkert sérlega glæsilegar í atvinnumálum á Húsavík og atvinnuástand er fremur slakt eins og er. Það fer að nálgast að 100 manns hafí komið inn á atvinnuleysisskrá, sumir þeirra hafa einhverja íhlaupavinnu en aðrir enga, að sögn Snæs Karlssonar hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Fiskkvóti ársins er að verða búinn, en samt er vinna í Fisk- iðjusamlaginu og líkur á að hún endist fram undir jól. Þeir sem atvinnulausir eru koma úr ýms- um starfsgreinum, margir úr verslun og þjónustu og augljós merki eru um almennan samdrátt. Heldur fleiri konur en karlar eru án vinnu, en atvinnuleysið er þó verulega farið að bitna á körlum líka, þó það hafi mest bitnað á konunum í fyrstu. Að sögn Snæs bendir ýmislegt til þess að ekki sé aðeins um tímabundið atvinnu- leysi að ræða, heldur að ein- hverju leyti atvinnuleysi sem sé komið til að vera, þar til við lend- um aftur í einhverri uppsveiflu, atvinnulega og tekjulega. Trú- lega lagast málin þó eitthvað með nýju kvótatímabili, ef fiskast. Venjulega hafa flestir á atvinnu- leysisskrá fengið vinnu þegar kemur fram í janúar, en Snær sagðist ekki vera viss um að svo yrði að þessu sinni, vegna þeirra breytinga sem virðast vera á skráðu atvinnuleysi. í október í fyrra varð uppihald í fiskvinnslu sem ekki varð á þessu ári, af þessum sökum var töluvert atvinnuleysi í október í fyrra en atvinnuleysi af því tagi var ekki til að dreifa í haust. í október 1988 voru skráðir 807 atvinnuleysisdagar og námu greiddar bætur 1.092 þúsundum, en í okt. ’89 voru atvinnuleysis- dagar 736 og greiddar bætur 1.049 þúsund. Fyrstu tíu mánuði ársins 1988 voru atvinnuleysis- dagar 2099 og greiddar bætur 2.730 þúsund en fyrstu tíu mán- uði þessa árs voru 7576 atvinnu- leysisdagar og greiddar bætur eru 10.905 þúsund. IM Fljótlega eftir áramót mun stjórn Ungmennafélags íslands taka ákvöröun um hvar Lands- mót 1996 verður haldið. Tveir aðilar hafa sótt um að halda landsmót þetta ár, en það eru Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands og Ung- mennasamband Borgarfjarð- ar. Bæði félögin sækja stíft að fá að halda Landsmótið þetta ár og því ríkir mikil spenna um hver endanleg ákvörðun UMFÍ verður. Magnús Stefánsson fram- kvæmdastjóri UÍA sagði í sam- tali við Dag að sambandið hafi sótt um að halda mótið strax um haustið 1988. í haust ritaði stjórn sambandsins bréf til bæjarstjórn- ar Egilsstaða þar sem spurt var hvort hún væri tilbúin að hug- leiða Landsmót á Austurlandi 1996. Fékk UÍA jákvætt svar við því hjá bæjarstjórn og hefur nú óskað eftir sameiginlegum fundi með bæjarstjórn og stjórn UMFÍ þar sem m.a. verður rætt um aðstöðu til landsmótshalds. „Við væntum þess að fundurinn verði haldinn bráðlega því báðir aðilar hafa samþykkt að halda fundinn. Á honum verður fyrst og fremst farið yfir stöðu okkar varðandi aðstöðu en samkvæmt fram- kvæmdaáætlun Egilsstaðabæjar til 1996, komum við til með að standa mjög vel þegar að mótinu kemur,“ sagði Magnús. Varðandi samkeppnisaðilana í Borgarnesi, sem sækja sömuleið- is mjög sterkt að halda þetta mót, tóku þeir t.d. nýjan grasvöll í notkun sl. sumar og eru að byggja upp alla íþróttaaðstöðu. Sem kunnugt er var síðasta landsmót ungmennahreyfingar- innar haldið á Húsavík árið 1988. Næsta mót verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ á næsta ári og þar á eftir að Laugarvatni 1993. VG Húsavík: Piltur hlaut áverka í slagsmálum Sautján ára unglingur fékk töluverða áverka í ryskingum í heimhúsi á Húsavík síðastliðið laugardagskvöld. Lögreglan var kölluð á staðinn og flutti hún piltinn á sjúkrahús en árásaraðilann tók hún í sína vörslu. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni kom til slagsmála milli tveggja pilta í heimahúsi með þeim afleiðingum að annar þeirra fékk skurð á augabrún, glóðar- auga og snert af heilahristingi. Ekki hafði lögreglunni borist kæra vegna þessa atburðar síð- degis í gær. Helgin var annars róleg hjá lögreglu víðast hvar á Norður- landi og eftir því sem varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði gerðist ekkert þar „sem tíðindum sætir“. SS Lífeyrissjóður fyrir Dalvík og Ólafsíjörð: „Fyrsta skrefið að fá laga- breytingu fyrir sjómeraiina“ - segir Þorsteinn Porvaldsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði Sameiginlegur fundur Siglfirðinga og Sauðkrækinga: Mest rætt um skóla- mál og gjaldheimtu FuIItrúar frá bæjarstjórnum Siglufjarðar og Sauöárkróks hittust á fundi í síðustu viku samkvæmt, ósk þeirra fyrr- nefndu. Á fundinum voru rædd samskipti þessara sveit- arfélaga almennt. Mest bar þó á góma skólamál og gjaldheimtumál. Einnig voru atvinnumálin rædd, svo og sam- göngumál og aukin samvinna þéttbýlisstaða á Nl-vestra. Að sögn Björns Sigurbjörnssonar formanns bæjarráðs Sauðárkróks var þessi fundur mjög gagnlegur. Mestur tíminn fór í að ræða skólamál og gjaldheimtuna. Bæjarstjórn Sauðárkróks leitar um þessar mundir eftir sam- stöðu sveitarfélaganna um að taka þátt í uppbyggingu á Bók- námshúsi Fjölbrautaskólans. „Á fundinum kom fram áhugi manna á því að taka gjaldheimtu- málið upp að nýju og leysa það í samvinnu við öll sveitarfélög á Nl-vestra þannig að þessi gjald- heimta geti orðið að veruleika. Það þarf bara að finna einhvern flöt á málinu sem að allir gætu orðið sáttir við, “ sagði Bj örn. kj „Af þessum fundi var ekki ákveðin niðurstaða heldur var þessi fundur fyrst og fremst okkur til fróðleiks. Áfram verður hins vegar unnið að þessum málum,“ segir Þor- steinn Þorvaldsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Olafsfjarðar um fund Péturs H. Blöndals, framkvæmdastjóra Kaupþings, með undirbúningsnefnd um stofnun lífeyrissjóðs fyrir Dal- vík og Ólafsfjörð síðastliðinn föstudag. Þorsteinn segir ljóst að laga- breytingu þurfi til að sjómönnum á þessum stöðum verði heimilt að greiða í þennan lífeyrissjóð í heimahéraði þar sem þeir þurfi nú lögum samkvæmt að greiða til Lífeyrissjóðs sjómanna. Þorsteinn segir að þetta atriði hljóti að skipta verulegu máli hvað varðar stofnun lífeyrissjóðs fyrir þessi byggðarlög enda greiði t.d. sjó- menn í Ólafsfirði um 45 milljónir króna í lífeyrissjóði á þessu ári. „Hjá okkur er það fyrsta skref- ið að fá sjómennina inn og að mörgu leyti er það frumskilyrði Forseti Islands hefur að tillögu landbúnaðarráðherra, skipað Einar Otta Guðmundsson hér- aðsdýralækni á ísafiröi, í embætti héraðsdýralæknis í Skagafjarðarumdæmi. Embætti héraðsdýralæknis í Skagafjarðarumdæmi var auglýst laust til umsóknar þann 11. sept. sl. og rann umsóknarfrestur út hjá okkur að fá þá með enda er meðal þeirra mikill áhugi fyrir stofnun slíks sjóðs,“ segir Þor- steinn. JÓH 15. okt. Tólf dýralæknar sóttu um embættið. Samkvæmt breytingu á lögum um dýralækna nr. 77 1981, sem samþykkt var á Alþingi 26. maí sl., skal hæfnisnefnd skipuð þremur dýralæknum, meta hæfni umsækjenda í stöðu héraðsdýra- læknis. Einar Otti Guðmundsson var efstur í uppröðun nefndar- innar. -KK SkagaQarðarumdæmi: Einar Otti ráðinn héraðsdýralæknir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.