Dagur


Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 3

Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 3 -I fréttir Bílar og mengunarvarnir: Hreinsibúnaður kostar um 50 þúsund krónur stjórnvöld verða að ákveða hvort bíleigendur greiði kostnaðinn Hollustuvernd ríkisins hefur gert athugasemdir við nokkur atriði í áliti nefndar sem fjall- aði um blýlaust bensín. Nefnd- in lagði m.a. til að á íslandi yrðu settar reglur um útblástur bifreiða í samræmi við ECE reglur og hún taldi að þau mörk sem er að finna í meng- unarvarnareglugerð væru of ströng. í tilkynningu frá Holl- Húsavík: • / i Framhaldsskólanum - sótt um Qárveitingu vegna byggingar Menntamálaráðherra hefur verið sent bréf þar sem sótt er um fjárveitingu til bygginga- framkvæmda á fjárlögum árs- ins 1990, til handa Framhalds- skólanum á Húsavík. Mark- miðið er að nýbyggingin verði tilbúin til notkunar fyrir haust- önn 1991 og er byggingakostn- aður, miðaður við það, áætlað- ur kr. 42 milljónir á næsta ári. Mikil vandræði eru að skapast vegna þrengsla í Framhalds- skólanum á Húsavík, en nemendum þar fjölgar örar en von var á við stofnun skólans vor- ið 1987. Gert var samkomulag við Menntamálaráðuneytið 27. maí 1988 um byggingu skóla- húsnæðis vegna fyrirsjáanlegra þrengsla í Framhaldsskólanum sem fékk inni í húsnæði Gagn- fræðaskólans. Þar stunda einnig nám nemendur7., 8. og9. bekkj- ar grunnskóla, sem ekki er rými fyrir í Barnaskólanum. Þegar hefur þurft að útvega kennslu- rými fyrir framhaldsskóladeildir úti í bæ. Umræður um húsnæðisvanda skólans, og fyrirhugaða breyt- ingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, urðu á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. þriðjudag. IM ustuvernd er hins vegar bent á að í janúar sl. hafi félagsmála- ráðherra skrifað undir sam- norræna umhverfisáætlun þar sem kveðið var á um að Norðurlöndin tækju upp bandarísku viðmiðunarmörkin fyrir útblástur bifreiða. Nefndin lýsti m.a. yfir undrun á því að í mengunarvarnareglu- gerð skuli fjallað um mengun frá vélknúnum ökutækjum og sett mengunarmörk, þar sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fjalli skv. lögum um sérkröfur er tengjast ökutækjum. Hollustu- vernd hefur þetta að segja um málið: „Mengun frá bifreiðum er fyrst og fremst umhverfismál. Það er því eðlilegt að það ráðuneyti sem með mengunarvarnir fer sjái um þennan þátt og hvergi eðlilegra að mengunarmörk birtist en ein- mitt í mengunarvarnareglugerð. 1 okkar nágrannalöndum er þessi þáttur í höndum umhverfismála- ráðuneyta. Það væri mjög óeðlilegt ef frá Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu kæmu mörk um leyfilegan útblástur bifreiða og einungis til þess fallið að auka enn á glund- roða í umhverfismálum sem þó er ærinn fyrir.“ 1 áliti nefndarinnar kemur einnig fram að kostnaðarsamt verði að ná þeim mörkum sem mengunarvarnareglugerð kveður á um frá og með árinu 1992 og ennfremur að gera þurfi breyt- ingar á bílvélum ef ná eigi mörk- um sem taka gildi frá næstu ára- mótum. Hollustuvernd segir að til að ná þeim mörkum sem eiga að gilda frá og með árinu 1992 þurfi bifreiðar að vera búnar sérstök- um hreinsi iúnaði, sem hefur í för með sér kostnað upp á um 50 þúsund krónur. „Það hlýtur að vera ákvörðun stjórnvalda hvort þessi kostnaður leggst á bíleigendur eða hvort þau taka, með lækkun á aðflutningsgjöld- um, þátt í þeim kostnaði. Útblástursmörkum fyrir kolmón- oxíð og kolvetni, sem taka gildi um næstu áramót, er hægt að ná fyrir flestar bílvélar með vélastill- ingu. Hugsanlegt er að hluti fólksbíla standist ekki þau mörk sem sett eru fyrir köfnunarefnis- oxíð. Þau mörk verða þá endur- skoðuð,“ segir í fréttatilkynningu frá Ólafi Péturssyni, forstöðu- manni mengunarvarna. SS Sauðárkróksbæ var færð að gjöf á fimmtudaginn var þessi forláta fallbyssa sem Jón Nikodemusson lauk við að smíða árið 1967. Er hún smíðuð úr kopar, en pallurinn undir hana er gerður úr viði. Það var ekkja Jóns, Anna Friðriksdóttir, sem afhenti gjöfina. Byssan er til sýnis á bæjarskrifstofunum. Póstur og sími: Flakkarinn fluttur frá Dalvík til Blönduóss - mun þjóna um 800 símnotendum á Blönduósi og í nærsveitum í fyrrinótt var unnið að því að flytja Flakkarann, stafrænu símstöð Pósts og síma, frá Dal- vík til Blönduóss. Flakkarinn hefur síðustu 11 mánuði verið starfræktur á Dalvík en eins og komið hefur fram í Degi hefur þar nú verið tekin í notkun ný stafræn símstöð. Flakkarinn verður tengdur á Blönduósi í janúar og mun þjóna þar í kringum 800 símanotend- um, á Blönduósi, í Áshreppi, Sveinsstaðahreppi, Torfulækjar- hreppi, Svínavatnshreppi, Ból- staðarhlíðarhreppi og Engihlíð- arhreppi. Símnotendur á þessu svæði munu jafnframt yerða tengdir inn á ljósleiðarasamband- ið frá sama tíma. Á meðan Flakkarinn verður í notkun á Blönduósi, verður unn- ið að því að rífa gamla símakerf- ið út úr húsi Pósts og síma á staðnum og koma þar fyrir nýrri stafrænni stöð. Flakkarinn sem er með 1024 númer, hefur verið notaður víða. Hann var fyrst notaður á Sauðár- króki en var síðan fluttur til Húsavíkur, þaðan til Egilsstaða, loks til Dalvíkur og nú í nótt til Blönduóss eins og fyrr sagði. -KK Fjórar stúlkur á Skagaströnd: Söftiuðu 73 þúsundum til styrktar Hallbirni Frey Fjórar stúlkur úr grunnskólan- um á Skagaströnd gengu á dögunum í hús á Skagaströnd og söfnuðu 73 þúsund krónum sem þær síðan afhentu kántrí- söngvaranum Hallbirní Hjartar- syni til styrktar barnabarni hans, Hallbirni Frey Ómars- í bridds i Bikarkeppni Norðurlands í bridds: Dregið um hvaða s veitir leika saman syni. Eins og fram hefur komið hyggst Hallbjörn eldri afhenda nafna sínum ágóða af sölu plötunnar, Kántrí 5, til kostn- aðarsamrar heyrnaraðgerðar erlendis. Þá hefur Thorvaldsenfélagið í Reykjavík látið 50 þúsund krón- ur af hendi rakna til Hallbjarnar yngri og Kvenfélagið Eining á Skagaströnd hefur gefið 20 þús- und krónur í söfnunina. Þá hef- ur fjöldi einstaklinga gefið minni upphæðir til styrktar Hallbirni Frey. í samtali við Dag í fyrradag sagði Hallbjörn Hjartarson að hann vildi koma á framfæri kær- um þökkum til allra sem sýndu hug sinn til drengsins með þess- um hætti. Kántrí 5 hefur gengið mjög vel og segir Hallbjörn að nú sé búið að selja á fjórða þúsund eintök af plötunni. Hann segist gæla við þá hugmynd að platan fari eitthvað yfir 4000 eintök en salan til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar og þakka öllum þeim sem hafa keypt plötuna,“ segir Hallbjörn. óþh NAN og Kaupmannafélag Akureyrar: Gangast fyrir fimdi með kaupmönnum Dregið hcfur verið um það á skrifstofu BSÍ, hvaða sveitir spila saman í fyrstu umferð Bikarkeppni Norðurlands í bridds. Alls taka 19 sveitir þátt í keppninni en 13 sveitir sitja yfír í 1. umferð. 1. umferð skal lokið fyrir 15. desember en Keppni á Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar er nú rúmlega hálfnuð en lokið er 10 umferðum af 18. Spiluð er tvö- föld umferð hvert spilakvöld, alls 16 leikir. Hermann Tómasson og félagar halda enn efsta sætinu en Dags- menn tóku góðan kipp á síðasta spilakvöldi og eru nú í 2. sæti. Ánnars er röð efstu sveita þessi: eftirtaldar sveitir hefja leikinn. 1. Stefán Vilhjálmsson Akur- eyri-Gylfi Pálsson Eyjafirði. 2. Tengiliðir Akureyri-Asgrímur Sigurbjörnsson Siglufirði. 3. Þorsteinn Friðriksson Eyja- firði-Stefán Beneditksson Fljótum. siig 1. Hermann Tómasson 206 2. Dagur 184 3. Grettir Frímannsson 181 4. Gunnar Berg 169 5. -6. Stefán Vilhjálmsson 157 5.-6. Örn Einarsson 157 7. Ormarr Snæbjörnsson 120 Næstu tvær umferðir verða spilaðar í Félagsborg næstkom- andi þriðjudag, 28. nóv. kl. 19.30. -KK/FF 1 aðra umferð drógust saman eftirtaldar sveitir. 1. Björn Friðriksson Blönduósi- Kristján Guðjónsson Akur- eyri. 2. Hermann Tómasson Akur- eyri-Þosteinn F./Stefán B. úr 1. umferð. 3. Ingibergur Guðmundsson Skagaströnd-Stefán V./Gylfi P. úr 1. umferð. 4. Dagur Akureyri-Guðlaugur Bessason Húsavík. 5. Gunnar Berg Akureyri-Örn Einarsson Akureyri. 6. Guðmundur H. Sigurðsson Hvammstanga-Ormarr Snæ- björnsson Akureyri. 7. Tengiliðir A/Ásgrímur S. úr 1. umferð-Grettir Frímanns- son Akureyri. 8. Jóhann Pálsson Akureyri-Jón Berndsen Sauðárkróki. Annarri umferð skal vera lokið fyrir 1. janúar. Spilaðir verða 40 spila leikir, 10 spil í 4 iotum og á fyrrnefnda sveitin heimaleik. -KK/FF í dag, laugardaginn 25. nóv., munu Neytendafélag Akureyrar og nágrennis og Kaupmannafélag Akureyrar gangast fyrir fundi með kaupmönnum og þeim sem reka ýmsa þjónustu fyrir neyt- endur. Tilgangur fundarins er að kynna fyrir þessum aðilum ýmis lög og reglur sem við koma atvinnugreininni. Starf okkar að neytendamálum í gegnum tíðina hefur gert okkur æ ljósara hve brýnt er að koma á fræðslu fyrir marga þá sem stunda verslun og ýmsa þjónustu. Með þessum fundi hyggjumst við bæta þar örlítið úr. Fyrirlesarar á fundinum verða þeir Jóhannes Gunnarsson starfs- maður hjá Verðlagsstofnun og formaður Neytendasamtakanna og Jón Magnússon lögmaður. Þeir munu gera grein fyrir lögum og reglum sem gilda almennt í verslun. Á fundinum verður einnig fjallað um það hvort ekki sé ástæða til þess að NAN og verslunarmenn (þjónustuaðilar) stofni með sér samstarfsnefnd með svipuðu sniði og Kaup- mannasamtök íslands og Neyt- endasamtökin hafa stofnað með sér. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis og Kaupmannafélag Akureyrar skora á alla þá sem hafa fengið bréf okkar að fjöl- menna á fundinn. Eins eru allir þeir sem telja sig hafa hag af því að mæta velkomnir. Akureyrarmót Bridgefélags Akureyrar: Sveit Hermanns heldur enn efsta sætinu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.