Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRÁGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚL EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSONlíþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Heilbrigð œska Þessa viku hefur staðið yfir kynning á starfsemi Æsku- lýðsráðs Akureyrar. Meðal annars hefur verið opið hús í öllum félagsmið- stöðvum á Akureyri, þar sem foreldrum og öðrum sem áhuga kunna að hafa, hefur verið gefinn kostur á að kynna sér hvað ungling- arnir fyrir stafni í fé- lagsmiðstöðvunum. Kynn- ing sem þessi var fyllilega tímabær. Það vill nefnilega verða svo að hin neikvæða hlið æskulýðsmála sé mun meira áberandi en hin. All- ir þekkja hið óskilgreinda hugtak „unglingavanda- mál“ og sjá fyrir sér ofbeld- ishneigða unglinga undir áhrifum áfengis eða vímu- efna þegar það ber á góma. Það vekur nefnilega mun meiri athygli þegar einhver vandræði koma upp í æskulýðsstarfi en þegar það gengur snurðu- og áfallalaust fyrir sig, sem er auðvitað mun oftar. Æskulýðs- og íþrótta- starf á Akureyri er blóm- legt og reyndar ótrúlega öflugt miðað við fjárveit- ingu til þessara mála frá ríki og sveitarfélögum. Til marks um það má nefna að það kostar jafnmikið að halda úti allri starfsemi æskulýðsráðs á Akureyri í ár og það kostar að reka minnstu félagsmiðstöðina í Reykjavík. Ótrúlegt en satt og ljóst að bæjaryfirvöld mættu að ósekju auka fjár- veitingu til æskulýðsmála á Akureyri til mikilla muna. Það er leitun að fjármun- um sem er betur varið en þeim sem fara til að efla tómstundastarf unglinga. íþrótta- og tómstundafélög vinna ómetanlegt upp- alendastarf, sem í flestum tilfellum er unnið í sjálf- boðavinnu. Óhætt er að fullyrða að þetta starf er ekki metið að verðleikum. Fjárveitingar til þessara mála segja allt sem segja þarf um það. Vegna mikils framboðs heilbrigðrar afþreyingar fyrir unglinga á Akureyri, hafa bæjarbúar ekki þurft að hafa þungar áhyggjur af hinum óskilgreindu ungl- ingavandamálum, enn sem komið er. Vissulega er áfengisneysla meðal akur- eyrskra unglinga ekki óþekkt fyrirbrigði. Fíkni- I efnaneysla meðal þeirra er þó sem betur fer vart til staðar enn sem komið er. Hins vegar er full ástæða fyrir foreldra og alla þá, sem málið varðar, að vera á varðbergi gagnvart þeim vágesti. En staðreyndin er sú að mikill meirihluti ung- menna á Akureyri, sem annars staðar á landinu, er það sem með réttu má nefna heilbrigða æsku. Það eru tiltölulega fáir einstakl- ingar, sem setja svartan blett á hópinn með drykkju- látum og óspektum. Sú mynd sem sumir fjöl- miðlar hafa leitast við að draga upp af æsku þessa lands er einfaldlega röng. Það kom vel í ljós í þeirri kynningu sem staðið hefur yfir í félagsmiðstöðvunum á Akureyri. Að ósekju hefðu þó fleiri foreldrar og forráðamenn barna og unglinga mátt kynna sér það af eigin raun. BB. til umhugsunar „Plastpokabamið“ „Skólabjallan hringir. Klukkan er tólf og síðustu kennslustundinni lokið. Pað eru fjórir tímar síðan barn- ið settist við skólaborðið í fyrsta tíma. Það eru fjórir tímar og tuttugu mínútur síðan það hélt út í dimman morguninn. Það eru fimm tímar síðan rafmagnsvekj- araklukkan vakti það með sveitatónlist að vestan og rámri rödd morgunkynnisins. Mamma hafði komið fram, syfjuleg og með úfið hár og sagt að „ceriosið" væri uppi í skáp og plastpokinn yrði á sínum stað eins og venjulega áður en hún hvarf aftur til myrkurs svefn- herbergisins. Úti var kalt, vetrarsnjór í vændum og barnið barðist móti steytingnum meðan það varaði sig við hvert fótmál. Það eru margir á ferð á morgnana og misjafnlega upplagðir til að gleðjast yfir nýjum degi. Sumir eru að verða of seinir og bölva umferðinni. Á þessum tíma leynast hætturnar litlu barni víða. Stórmarkaðspoki á útidyrahurðinni En nú er skólatíminn liðinn. Vinnudegi níu ára barns lokið. Umferðin er minni og auðveldara að komast heim. Barnið þræðir leiðina til baka. Því liggur ekkert á. Það getur horft í glugga og sparkað litlum steini sem liggur á gangstéttinni. Það rekur ekkert á eftir því. Það bíður enginn heima til að heyra útihurðina opnaða. Þegar barnið kemur heim tekur það stórmarkaðspoka af útidyrahurðinni og sest á nálægan girðingarvegg. Það tekur samloku og tropíkanafernu úr pokanum og borð- ar hádegismatinn sinn á meðan syrtir og nýtt él býr sig undir að ganga yfir. Á eftir leggur það skólatöskuna við útidyrnar og gengur niður götuna. Kannski finnur það einhvern til að leika við. Mamma og pabbi koma aldrei heim fyrr en klukkan sex eða sjö. Þá er hálfur sólar- hringur frá því barnið fór á fætur. Langur vinnudagur á tíunda ári.“ Þessi frásögn er hvorki trúleg né sannfærandi. Hún er þó engin hugarsmíð. Það færist enn í vöxt að börn verði að ganga sjálfala eftir skóla á daginn. Oft hafa þau lykil og geta farið inn. Vonandi er óalgengara að þau þurfi að vera úti fram á kvöld eða treysta á að vinur eða ná- granni leyfí þeim að koma inn til sín. Þó eru þekkt dæmi um slíkt úr skólum í Reykjavík. í því sambandi er ekki óeðlilegt að spyrja af hverju slíkt þurfi að vera. Af hvaða orsökum eru lítil börn án umönnunar og jafnvel húsaskjóls langa daga? Ólíkar vinnuforsendur Það fyrsta sem hugurinn staldrar við er sú mikla vinna sem fólk verður að leggja á sig hér á landi. Þessi vinna á sér tvær og nokkuð ólíkar forsendur. Annars vegar er um fólk að ræða sem býr við léleg launakjör og verður að leggja á sig langan vinnudag til þess eins að geta framfleytt sér og sínum. Þarna er um að ræða fólk sem fæst við ýmis láglaunastörf, ekki síst einstæða foreldra sem ekki eiga í mörg hús að venda með hjálp eða gæslu fyrir börn sín. Hins vegar er fólk sem hefur góðar tekj- ur en kýs að leggja allt í sölurnar fyrir vinnuna. Þar kemur tvennt til. Það siglir upp eftir framabrautinni og til þess að ná vonuðu takmarki verða störf og félagsleg umsvif að ganga fyrir öllu öðru. Það siglir einnig að vönduðu sérhönnuðu heimili þar sem merkin skipta stundum méira máli en notagildi og gæði. Slíkt kostar fjármuni og ef hin dýru merki og sérhönnun innréttinga og húsgagna eiga að halda sínum stíl verður að stilla allri umgengni í hóf og ekki síst þeirri sem hættir til að hreyfa hlut úr stað, klína bletti á vegg eða gleyma að fara úr útiskónum frammi á mottu í önn dagsins. Félagsleg mismunun Stundum hefur því verið haldið fram að íslensk löggjöf vinni gegn giftingum vegna þess að ógiftir og „einbú- andi“ foreldrar eiga rétt á meiri félagslegri aðstoð og ekki síst í formi dagheimila og barnagæslu. Nokkuð er til í því og hefur kirkjuþing nú fjallað um þau mál og talið að úrbóta sé þörf. Einstæðir foreldrar hafa vissu- lega þörf fyrir meiri þjónustu á sviði dagvistana og við slíkar aðstæður er alltaf hætta á misnotkun. Úr þessu mætti bæta með því að giftir foreldrar ættu einnig kost á dagvistun barna. Það kostar fjármuni og í því sam- bandi mætti hugsa sér að hjón greiddu hærri dagvistun- argjöld en einstæðir foreldrar til þess að unnt væri að gefa þeim kost á slíkri þjónustu. Tveir vinnandi aðilar ættu að vera betur í stakk búnir til að afla tekna fyrir dagvistunarkostnaði en einn. Þótt segja megi að félags- leg mismunun felist í þessu er hún ekki meiri en nú er við lýði. Er vinna allt sem þarf? Fyrir þann sem lítið hefur og ekki á möguleika til að 0 eftir Þórð Ingimarsson. auka við það að ráði verður vinnuálagið nauðsyn. Það má segja að hugtakið „vinna er allt sem þarf“ geti átt við hann. Fyrir hinn, sem leggur allt í sölurnar til að komast á það sem hann heldur að sé toppur lífsins, hvort sem hann er í starfi, félagsmálum eða híbýlahætti verður vinnan ekki einungis allt sem þarf. Hún verður það sem allt snýst um og annað gleymist eða verður vanhirðu að bráð. í nútíma heimilislífi, hvernig svo sem fjölskyldan er samsett, verður vinnuálagið að haldast í hendur við aðrar þarfir og þá er umönnun barna ekkert undanskilin. Ef litið er á málin frá því sjónarhorni er vinnan ekki allt sem þarf. Það þarf vinnu en það þarf einnig fleira að koma til. Af sömu rót „Plastpokabarnið“ kemur síður frá heimili einstæðu móðurinnar. Það kemur einnig síður frá heimili lág- launaforeldra sem eiga erfitt með að vinna fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Það kemur frá heimili þar sem illa gengur að láta enda ná saman vegna þess að svo miklar kröfur eru gerðar til metorða og híbýla. Það kemur frá heimili þar sem ekki má falla blettur á tískuhúsgögnin. „Plastpokabarnið“ er afkvæmi þeirrar kynslóðar sem hefur sett þjóðina í vanda með æði til kaupa og fjárfest- inga. „Plastpokabarnið" kemur frá heimili þar sem for- eldrarnir prédika háa vexti en fjárfesta svo með kaup- leigusamningum og gleyma að þau eru sjálf orðin fórn- arlömb eigin hugsjóna. Á meðan foreldrarnir vinna sig áfram til betri starfa, meiri athygli og hærri launa; á meðan þau vinna til að reyna að borga af kaupleigu- samningunum og halda dýrum híbýlum og heimilisbún- aði, labbar barnið um bæinn eftir skólatíma og borðar nestið sitt úr plastpoka á útitröppum í hvaða veðri sem er. Það er því til umhugsunar hvert stefnir þegar foreldr- ar úthýsa börnum sínum til að berjast fyrir því sem þau telja frama. Þegar þeir berjast fremur fyrir dýrum og óhagkvæmum heimilum, sem eiga að líta út eins og sýn- ingarbásar, en þægilegum mannabústöðum. Er eitthvað til ráða gegn slíku? Hér er ekki vegið að sjálfsögðum dugnaði, heldur er vegið að ómanneskjulegri græðgi sem er að verða nokkur einkenni á íslendingum og endurspeglast svo um munar í efnahagsmálum þjóðar- innar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.