Dagur


Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 6

Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1989 Fjölmenni á Akureyrardögum í Knnglumri Helgarferðir, skíðaferðir, leikhúsferðir, skemmtiferðir, ráðstefnur, árshátíðir og fleira. Þessum ferðum til Akureyrar hafa gestir Kringlunnar í Reykjavík getað kynnst frá því á fimmtudag á svokölluðum „Akureyrar-ferðadögum.“ Yfir tuttugu fyrirtæki á Akur- eyri tengd ferðaiðnaði hafa kynnt starfsemi sína og þjón- ustu og lýkur Akureyrardög- um I dag, laugardag. Það var samgöngumálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sem opnaði kynninguna með ávarpi sínu. Fjöldi gesta var staddur í Kringlunni seinnipartinn sl. fimmtudag og gat á margt að líta. Ingimar Eydal lék létt lög á píanóið eins og honum einum er lagið og einnig leit Skúli rafvirki við. Skúli tók lagið með Ingimari og fór síðan í að dreifa kynning- arbæklingum. Sjallinn kynnti vetrardagskrá sína og tók Jón Sigurðsson lagið ásamt Trausta syni sínum og Hjördísi Geirs. Einnig litu félagar úr Leikfélagi Akureyrar við í Kringlunni. Meðal þeirra sem voru að dreifa bæklingum og merkjum var Sigfús Jónsson bæjarstjóri Akureyrar. Hvað hafði hann að segja um Akureyrardaga í Kringlunni? „Hér er verið að kynna bæinn og fyrst og fremst að vekja athygli Reykvíkinga á Akureyri sem ferðamannabæ og ýmsu því sem bærinn hefur uppá að bjóða. Með þessari kynningu væntum við fleiri ferðamanna og þar með fleiri starfa og meiri tekna af ferðamannaþjónustu.“ Þeir sem leið hafa átt í Kringl- una síðustu tvo daga og kynnt sér Akureyrardagana hafa getað tek- ið þátt í ferðagetraun. í vinning er helgarferð fyrir tvo til Akur- eyrar. Dregið verður í getraun- inni 7. desember nk. Að lokum skal getið þeirra aðila sem standa að Akureyrar- dögum. Þeir eru, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Akureyrarbær, Ferða- skrifstofan Útsýn/Úrval, Hlíð- arfjall, Bílaleiga Akureyrar, Bílaleigan Örn, Norðurleið, Sér- leyfisbílar Akureyrar, Hótel KEA, Hótel Norðurland, Hótel Stefanía, Bautinn og Smiðjan, Bautabúrið, Biti hf., Bláhvamm- ur hf., Sjallinn, Uppinn, Strikið og Leikfélag Akureyrar. -bjb Köku- og munabasar verður í Freyvangi, sunnudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Kaffisala. Kvenfélagið Aldan-Voröld. Foreldrafélag G.A. Áhugasamir foreldrar unglinga í Gagnfræða- skóla Akureyrar boða til endurvakningar for- eldrafélags við skólann, mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í sal skólans. Foreldrar. Hinn árlegi hjóna- og paradansleikur verður í Árskógi Iaugardaginn 25. nóv. Samkoman hefst kl. 22.00 með kaffi. Ærskógsströndungar og gamlir Ströndungar velkomnir. Takið með ykkur gesti og góða skapið. Nefndin. bœkur Skúli rafvirki leit viö í Kringlunni og eyrar. KUGGUR M0SI 0G MÆÐGURNAR Kuggur, Mosi og mæðgurnar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Kuggur, Mosi og fOKlA6SB Sandkorn tímans - ný skáldsaga Sidney Sheldon Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri skáldsagan Sandkorn tímans, eft- ir Sidney Sheldon. Sandkorn tímans segir frá fjór- um nunnum sem skyndilega neyðast til að flýja verndað umhverfi klaustursins í misk- unnarlausan heim sem þær höfðu yfirgefið. Án fyrirvara eru þessar fjórar konur orðnar peð í grimmilegri baráttu hreyfingar Baska og spánska hersins. „Þetta er ógleymanleg atburð- arrás þar sem ástir og spenna binda lesandann við lesturinn frá upphafi til enda,“ segir m.a. í frétt frá útgáfunni. kepptist við að segja viðstöddum hvað það væri nú gaman að koma til Akur- Mynd: -bjb mæðgurnar eftir Sigrúnu Eld- járn. Þetta er þriðja bókin sem Sigrún semur um snáðann Kugg, en bókina prýða rúmlega 40 lit- myndir eftir höfundinn. Barna- bækur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóð- arinnar og árið 1987 hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavík- urborgar. „Kuggur á sér góða vini sem jafnan eru í för með honum,“ segir í kynningu Forlagsins. „Það eru þær Málfríður og mamma hennar, kostulegar kerlingar sem ekki kalla allt ömmu sína þegar taka þarf til hendinni, að ógleymdum Mosa - glaðlyndu og hrekkjóttu kríli sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. í þessum nýju sögum bregða þau sér á skauta og vinda sér í kökubakst- ur með óvæntum afleiðingum. Dag nokkurn er svo friðurinn á Þjóðminjasafninu rofinn þegar þau birtast þar í heimsókn og ekki tekur betra við þegar þau hefja tónlistariðkanir sínar í mið- borg Reykjavíkur ..." Kuggur, Mosi og mæðgurnar er 32 bls. Óvænt heimsókn - fyrsta bók Barnabókaútgáfunnar Óvænt heimsókn nefnist ný frum- samin barnabók sem Barnabóka- útgáfan gefur út. Höfundur texta er Ámi Ámason en Anna Cynthia Leplar höfundur mynda. Sagan greinir frá því hvernig hallarbúar í Skuggabjörgum hrökkva upp við það að Hugi kóngssonur hefur horfið á dular- fullan hátt. Frá örófi alda hafa þeir búið um sig innan múra hall- arinnar í þeim tilgangi að verjast hugsanlegum óvinum. Sagan fjallar um leitina að Huga og hvað gerist þegar brotist er úr einangruninni, en umfram allt er þetta saga Huga og hvernig gerð- ir hans verða til þess að koma ráðamönnum ríkisins í samband við annað fólk. í bókinni kemur margt forvitnilegt fólk við sögu og í henni er mikill orðaforði og þörf umhugsunarefni sem eiga erindi til flestra. Vandaðar lit- myndir prýða hverja opnu bókar- innar. Óvænt heimsókn er fyrsta bók- in sem Barnabókaútgáfan í Reykjavík gefur út. Bókin er 64 síður í þægilegu broti. Ráðgátan á Klukknahvoli Iðunn hefur gefið út bókina Ráð- gátan á Klukknahvoli sem er þriðja bókin í hinum spennandi flokki Ráðgátubóka eftir Enid Blyton, hinn sívinsæla barna- og unglingabókahöfund sem um áratuga skeið hefur skemmt börnum um allan heim með skrif- um sínum. Krakkarnir Reynir, Dóra og Snúður eru send til dvalar í litlum bæ sem heitir Klukknaþorp. Brátt slæst flökkustrákurinn Bjarni í hópinn ásamt apanum Míröndu. En Bjarna vantar þak yfir höfuðið svo hann ákveður að gista á Klukknahvoli, gömlu ætt- arsetri sem nú stendur mannlaust til sýnis fyrir almenning. Ekki líður á Iöngu þar til skrýtnir atburðir eiga sér þar stað. Klukk- urnar í tuminum hringja án þess að nokkur hafi hreyft við þeim, undarleg hljóð berast frá gömlum, lokuðum leynigöngum og einhverjir ruddalegir náungar eru á stjái í nágrenninu. Eitthvað dularfullt og ógnvekjandi er á seyði og krakkarnir eru staðráðn- ir í að grafast fyrir um leyndar- málið. Við bláa I v°Sa á II m Við bláa voga - ný bók eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur V7ð bláa voga nefnist ný skáld- saga Ingibjargar Sigurðardóttur, sem Bókaforlag Odds Björnsson- ar á Akureyri hefur sent frá sér. Ingibjörg Sigurðardóttir er án efa ein af vinsælustu skáldkonum landsins. Nú fá aðdáendur henn- ar enn eina spennandi ástarsögu frá hennar hendi. Bókin fjallar um fórnfýsi, heitar ástir og vonir og þrár ungu elskendanna Ásrún- ar ljósmóður og Frosta kennara. Prentun og bókband annaðist Prentverk Odds Björnssonar hf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.