Dagur


Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 9

Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 9
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Borðhald af hefjast í Bláa lóninu. Ef myndin er mjög ógreinileg, verður að kenna gufumekkinum um en ekki Ijós- myndaranum. Helgarupplyfting í höfuðborginm Fyrir stuttu brá Dagur sér með hópi kátra Norðlendinga til höfuðborgarinnar í létta helg- arupplyftingu. Ferðin sem um ræðir var svokallaður „helg- arpakki“ sem er markaðssettur undir nafninu „Helgarupplyft- ing í höfuðborginni“. Það eru Flugleiðir í samstarfi við Hótel Loftleiðir, Hótel Esju, Hótel Island og Bláa Lónið sem standa að „pakkanum“. „Et, drekk ok ver glaðr“ Flogið var suður á föstudegi og um kvöldið brá hópurinn sér á fyrsta lið dagskrárinnar, sérstakt víkingakvöld á skemmtistaðnum Hollywood. Skemmtidagskráin ber heitið „Et, drekk ok ver glaðr“. Hann var þéttur á velli, útsmoginn og röggsamur víkinga- höfðinginn sem stjórnaði skemmtidagskránni með hjálp ambátta og vinnuhjúa þetta föstudagskvöld í Hollywood. Kvöldið leið hratt við mat og drykk og leiki, þar sem allir voru þátttakendur og höfðu hina mestu skemmtun af. Ekki skemmdi fyrir að nokkrir fjall- hressir Vestmannaeyingar höfðu brugðið sér í „Hollý“ þetta kvöld og tóku þeir virkan þátt í gleð- inni. Bláa lónið Næst á dagskránni var að fara suður með ströndinni eins og leið lá til að baða sig í hinu víð- og allt að heimsfræga Bláa lóni þeirra Suðurnesjamanna. í þá ferð var lagt á laugardeginum. Nú er það svo að jafnvel hin besta skemmt- un getur af sér á stundum erfiðan ntorgundag. En hvernig sem heilsan er, þá er hrein nautn að svamla um í Bláa lóninu. Hópn- um var borinn hádegisverður í Lóninu og var matast við all- óvenjulegar aðstæður. Endur- nærðir héldu menn aftur til Reykjavíkur, tilbúnir í ný ævin- týri. Rokk og ról Um kvöldið var sfðan haldið á Hótel ísland til að fylgjast með söngleik sem nefnist „Rokk- ópera“. Söngleikur þessi er byggður á frægustu söngleikjum allra tíma. Öhætt er að segja að Hótel ísland býður gestum sínum upp á öndvegismat og þjónustu. í kjölfarið fylgdi Rokkóperan, sem reyndist stórgóð sýning. Það vill brenna við að slíkar skemmtanir séu of langar og spennufall verði meðal gesta. Slíku er ekki til að dreifa með þessa sýningu. Rósa Ingólfsdóttir, húsmæðraskelfir og stórþula, var líflegur kynnir og brá sér í ólíklegustu gervi meðan á sýningunni stóð. Daginn eftir hélt hópurinn norður yfir heiðar á ný, eftir ánægjulega upplyftingu í höfuð- borginni. HB. Eitt af mörgum gervum Rósu Ingólfsdóttur í sýningunni. Magnús Ólafsson, vígalegur ásýndum, stjórnar einni fjölmargra keppna sem fram fóru í Hollywood á víkingakvöldinu. Margir dansarar koma fram í Rokkóperunni á Hótel íslandi. Heilræði Sjómenn! Meðferö gúmbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mistök og van- þekking á meðferð þeirra valdið fjör- tjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð og notkun gúm- björgunarbáta. HOLLUSTA I HVERJUM ROPA i* ir ip vwwi/rf/A *5iC*rmýc>m jaro<rrberjum Mé& hnetum on kammtllutn Með'kM . iSS- ? Miólkursamla Sauðárkróki-Sími 95-35200

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.