Dagur - 25.11.1989, Page 19
bœkur
í jaðri bæjarins
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út bókina / jaðrí bæjaríns eftir
Jónas Þorbjarnarson. Petta er
fyrsta ljóðabók hans en áður hafa
birst eftir hann ljóð í tímaritum.
Á liðnu ári hlaut Jónas einnig
fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni
Morgunblaðsins.
„Svo glæsilegt byrjandaverk
sem þetta ljóðasafn sætir vissu-
lega tíðindum í íslenskum bók-
menntaheimi," segir í kynningu
Forlagsins. „Þó að augum sé
beint að jarðneskum veruleika,
þá er sá veruleiki hér þéttar ofinn
jarðneskum þáttum en við eigum
að venjast. Hér er eins og land,
sjór og himinn renni eðlilega
saman við hugsun skáldsins og
ljóðmálið er svo lífrænt og
þokkafullt að lesandinn fær strax
aðgang að ljóðunum án þess að
vera krafinn um skilning. Hann
gengur inn í ljóðheim höfundar,
hlustar þar og horfir í kringum
sig - á mann og náttúru. Þetta er
í senn fágaður og íhugull skáld-
skapur.“
I jaðrí bæjaríns er 48 bls.
Guðrún Ragnarsdóttir hannaði
kápu.
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér ævintýrið Feiti strákurínn
eftir Sól Hrafnsdóttur. Söguna
hefur hún sjálf myndskreytt. Sól
stundar nú nám í 2. bekk Mela-
skólans en söguna samdi hún í
fyrra þegar hún var 7 ára og er
þetta ein af mörgum sögum sem
hún hefur samið og myndskreytt,
sér og vinum sínum til skemmt-
unar. Svo mikið er víst að Sól
mun vera yngsti rithöfundur á ís-
landi sem sendir frá sér bók á
þessu ári.
Eins og heiti sögunnar ber með
sér, segir hún frá stórum og feit-
um strák sem átti litla mömmu og
lítinn pabba. Strákurin var sí-
svangur og alltaf þurfti mamma
hans að vera að búa til mat. Á
meðan mamma hans var að búa
til matinn, varð strákurinn alltaf
svengri og svengri - alveg þangað
til hann varð svo svangur að
hann . . . Nei, nú segjum við
ekki meira, en svo mikið er víst
að Feiti strákurinn er ekkert
venjulegt ævintýri.
Feiti strákurinn er 12 bls.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
hannaði útlit bókarinnar.
Draumur þínn
rætist tvisvar
Út er komin hjá Örlaginu í
Reykjavík skáldsagan Draumur
þinn rætist tvisvar eftir Kjartan
Árnason. Þetta er fyrsta skáld-
saga höfundar en jafnframt hans
þriðja bók. Hann hefur áður sent
frá sér smásögur og ljóð.
Bókin skiptist í fjóra hluta sem
hver lýsir ákveðnu skeiði í lífi
aðalpersónunnar. Á bókarkápu
segir: „Draumur þinn rætist
tvisvar er skáldsaga um glaðværð
lífsins og hina óumflýjanlegu
skugga, þroskasaga þar sem sér-
staka athygli vekur nærfærin lýs-
ing á sambandi drengs við ömmu
sína. Aðalpersóna sögunnar er
þátttakandi í leik lífsins uns
henni er varnað þess. Sársaukinn
flæðir inn og hið kyrra yfirborð
sögunnar, kunnuglegt umhverfi,
fær allt í einu annan lit.
Sagan er sögð af hógværð,
raunsæi einkennir hana, en aldrei
fjarri er grunur um aðra og dýpri
merkingu hversdagslífsins líkt og
örn fljúgi yfir og varpi skugga á
veröld sem í fljótu bragði virðist
áhyggjulaus.
Látlaus frásagnarstíll höfundar
er trúverðugur og leynir einatt á
sér. Undir lok sögunnar opnast
lesandanum ný sýn og hann er
reynslunni ríkari.“
Draumur þinn rætist tvisvar er
133 blaðsíður að stærð.
Vilhjálmur Hjálmarsson
K onráðs
föðurbróðir minn
Æviminningar
Hefmanns Vilhjálmssonar
Frændi
Konráðs
- föðurbróðir minn
Út er komin bókin Frændi
Konráðs, föðurbróðir minn. í
henni segir Vilhjálmur Hjálmars-
son fyrrverandi ráðherra ævisögu
Hermanns Vilhjálmssonar frá
Mjóafirði, föðurbróður síns.
Margir Reykvíkingar þekktu
Hermann undir nafninu Hemmi,
oft með viðurnefni er dregið var
af því að hann togaðist stundum
á við stráka um krónu eða túkall
og hirti þær myntir úr götu ef þeir
hentu.
í inngangskafla bókarinnar,
Lesandinn leiddur að efninu, seg-
ir höfundur:
„Það er best að segja hverja
sögu eins og hún gengur. Og það
var einmitt það sem Hermann
langaði til að gera. Að segja, eða
öllu heldur skrifa, ævisögu sína
allt frá bernsku og draga ekkert
undan, taka allt með, allar kúnst-
irnar líka, sagði hann einhverju
sinni. Og af þeim átti hann ærið
því hann var engum manni líkur
fremur en Kári forðum."
Vilhjálmi fannst föðurbróðir
sinn eiga hjá sér viðvik; að hon-
um bæri að safna saman og raða
minningabrotunum - og tengja
eftir mætti.
Bókin er 195 blaðsíður að
stærð. Útgefandi er Æskan.
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 19
helgorkrossgátan /j
9 S„ r ■SJ1' O Fðrfnn Risö b<jnpd Tveir h esiar fijrir ragnl KvÓl Skoriur Mavtn Til - biójCL
r ^ i Pressah Viíur- nefrxi l
Ve rílurt 'a f\hure<jri 2.
o Kona VeUliny- ataui Opirí þrep Frysia
sk ti i n Shafur Frjáls komrrta
FiaU J a Sudu landi H.
í eyjinu Madur [Úbl-frlí) Klifrar
Sja ef i i r 5. Poía Greinir
Simniir 7. þó-fi Hlfcó - ftntih Fátak- Legt Utan
Uoqq 3.V Fljói Félaq þtáóur Flýti -r* a Plrtar
Bruól SpiL \ 1 Y
Upphr. Sctmt ■ ► Drara Kallaó Ot.
Baug Lo. Y Hlupu Ala
Skiiug Tré dr-erf t
Járn \/ Ktrvnsl' u hók & r*a i A T Kí .
fiulinn Siuíd -T- - > Kcmas t Tala
Drepi Ðýrtó 10. >
Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum.
Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér
að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri,
merktan: „Helgarkrossgáta nr. 102.“
Árni Friðjónsson, Ásvegi 24, 600 Akureyri, hlaut verðlaunin
fyrir helgarkrossgátu nr. 99. Lausnarorðið var Sápulöður.
Verðlaunin, skáldsagan „Valdaklíkan“, verða send vinnings-
hafa.
Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin „Franc-
is Drake - landkönnuður, sæfari og sjóræningi", eftir Neville
Williams. í kynningu á bókarkápu segir m.a.: „Sir Francis
Drake var einn stórbrotnasti athafnamaður allra tíma. Flann
er fulltrúi og tákn Englands á síðari helmingi 16. aldar eigi
síður en drottningin sem hann þjónaði. Hann var mikill
sægarpur og leiðtogi sem jöfnum höndum var knúinn sterkri
trúarhvöt og girnd eftir ránsfeng . . .“
Útgefandi er Örn og Örlygur.
£ 17 M/Mit "7 fail*. 1
s £ 5 S U fl
¥ Sior M I k I L e r!
w ''fl k r G L I T j
n i Urg., •rtfáJ fzf p L L 1 V M i
fl u S T a V V i r I i
w>*« Tait s ? fl e k f) r £J9 Hov, r I T 1
Skr.t s 'p e O k “wú* e r p o
kait, fí & L t) t> I A B
lT PcHa M A L S koi.r \J n M T H.iti A
rt,a- latui M e R s A V o s k
Umkl ð V L M fí bJ aJ St.,.
Upfkr o L H e V t> u R N r R
lu„ s k A £ V r o I e. y
Urnia T fí 'u T fí 5 T u u fí þ)
Htidi ft f & X p T 'e A 'D IL,
Helgarkrossgátan nr. 102
Lausnarorðið er ................
Nafn .......
Heimiiisfang
Póstnúmer og staður