Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 - DAGUR - 3
fréttir
Samrunafyrirtæki Álafoss og Hildu í Bandaríkjunum:
Bæði fyrirtæki standa sterkara að vígi
- segir Jón Heiðar Guðmundsson, annar tveggja framkvæmdastjóra
„Starfsemi skrifstofunnar ytra
•verður breytt þannig að hún
verður í framtíðinni sölu- og
markaðsskrifstofa fyrir móð-
urfyrirtækið hér heima. Öll
vöruþróun, sem hefur til þessa
verið stunduð ytra, verður
færð hingað heim. Við reynum
að reka skrifstofuna með lág-
marks kostnaði og ná fram
þeim sparnaði sem mögulegur
er,“ segir Jón Heiðar Guð-
Sambandsstjórnarfundi ASÍ
lauk í fyrrakvöld. í ályktun
fundarins um atvinnumál Iýsir
sambandið áhyggjum sínum
yfír alvarlegum horfum í at-
vinnumálum og gerir kröfu til
þess að stjórnvöld beiti öllum
tiltækum ráðum til að treysta
atvinnu í landinu.
„Þegar fiskafli dregst saman
skiptir miklu að aflinn nýtist sem
best til verðmætasköpunar fyrir
þjóðarbúið og til að tryggja vinnu
vítt og breitt um landsbyggðina.
Nauðsynlegt er að efla framtak
og frumkvæði í atvinnulífinu
öllu. Nýta ber alla möguleika til
nýsköpunar í þeim fyrirtækjum
sem fyrir eru og með því að koma
nýjum fyrirtækjum á laggirnar.
Alla hagkvæma atvinnumögu-
leika verður að nýta hvort sem
þeir bjóðast í smáum fyrirtækjum
eða stórum," segir í ályktuninni.
Sambandsstjórn ASI bendir á
að stjórnvöld verði að hafa öflugt
frumkvæði að hagræðingu og
nýbreytni í atvinnulífinu, stýra
fjárfesingu á réttar brautir, auka
Um síðustu helgi hélt Félag
íslenskra kjötiðnaðarmanna
námskeið fyrir kjötiðnaðar-
menn á Akureyri. Vilhjálmur
Gíslason, kjötiðnaðarmaður
og matvælatæknir, var leið-
beinandi á námskeiðinu sem
Ákveðið er að fé bændanna
Hjalta Jósefssonar, Urðarbaki
í Þverárhreppi, og Hauks
Magnússonar, Brekku í
Sveinsstaðahreppi, verði skor-
ið niður nk. laugardag. Eins og
Dagur hefur skýrt frá sættu
þeir Hjalti og Haukur sig ekki
við fyrirliggjandi bótasamning
landbúnaðarráðuneytis og
Sauðfjárveikivarna vegna riðu-
niðurskurðar og óskuðu þess í
stað eftir að ráðuneytið tæki
féð eignarnámi.
mundsson, sem hefur verið
ráðinn annar tveggja fram-
kvæmdastjóra samrunafyrir-
tækis Hildu og Álafoss í
Bandaríkjunum.
Jón Heiðar segir að sem fyrr
leggi nýja sölu- og markaðsfyrir-
tækið áherslu að selja íslenskar
vörur sem framleiddar séu hér
heima, bæði peysur og teppi.
„Við munum leggja mikið upp úr
að komast í góð viðskiptasam-
rannsóknastarf og markaðssókn.
„Sambandsstjórn ASÍ leggur
þunga áherslu á að stjórnvöld búi
atvinnulífinu eðlilegar starfsað-
stæður og skiptir þar mestu að nú
þegar verði gripið til róttækra
aðgerða til að aflétta því vaxta-
okri sem nú þjakar jafnt fyrirtæki
sem einstaklinga. Tryggja verður
stöðugt verðlag og lækkun vaxta,
„Það er að mínu mati kominn
tími til að þingmenn fari að
taka í hnakkadrambið á sér og
hugsi um hafnamálin eins og
viti bornum mönnum sæmir.
haldið var í Laxdalshúsi á laug-
ardag og sunnudag.
Að sögn Kjartans Bragasonar,
kjötiðnaðarmanns hjá Kjötiðn-
aðarstöð KEA, var námskeiðið
vel sótt og afar gagnlegt. Lögð
var áhersla á gerlafræði svo og
Ákvörðun um eignarnám stóð
lengi vel í ráðuneytismönnum en
þeir hafa nú ákveðið að taka ósk
bændanna til greina og í gær var
Hjalta Jósefssyni tilkynnt að fénu
yrði lógað nk. laugardag kl. 9.
Fyrir hönd landbúnaðarráðu-
neytis og Sauðfjárveikivarna
mun Steingrímur bóndi Ingvars-
son á Litlu-Giljá í Sveinsstaða-
hreppi framkvæma niðurskurð-
inn. Væntanlega verður tekin
fjöldagröf í landi Litlu-Giljár og
allt fé frá Urðarbaki og Brekku
grafið þar. óþh
bönd og halda utan um þau sam-
bönd sem við höfðum áður aflað
okkur. Þetta munum við gera
með því að þjónusta vel viðskipta-
vini okkar. Þá er ákveðið að við
munum leggja mikla áherslu á
sérverslanir. Á undanförnum
árum hefur sjónum einkum verið
beint að stórum verslunum, en
m.a. vegna þess að þeirra við-
skipti hafa gengið illa viljum við
beina viðskiptum til sérversl-
ana,“ segir Jón Heiðar.
samhliða því sem eigið fé fyrir-
tækjanna er aukið til þess að
styrkja þau í samkeppninni við
erlenda keppinauta. Lífeyris-
sjóður og verkalýðsfélög geta
verið virkir aðilar í hlutafjár-
kaupum og tekið þannig þátt í
uppbyggingu atvinnulífsins sam-
hliða því að auka atvinnulýð-
ræði.“ JÓH
Það sem fyrir liggur í fjárlaga-
frumvarpinu til hafnarfram-
kvæmda á öllu landinu er ekki
einu sinni andvirði eins skut-
togara. Það er út í hött að
lista yfir leyfileg aukaefni. Einnig
var lögð rík áhersla á hreinlæti
við matvælavinnslu.
„Þetta var í aðra röndina sýni-
kennsla. Það var sett vel inn í
hausinn á kjötiðnaðarmönnum á
Akureyri hvað mætti og hvað
mætti ekki. Hreinlæti er heldur
aldrei of oft brýnt fyrir mönnum
sem vinna með matvæli. Það var
mjög gott að leiðbeinandinn
skyldi vera kjötiðnaðarmaður,
hann þekkir viðhorf okkar og
vinnubrögð og veit hvaða atriði
þarf að taka fyrir,“ sagði
Kjartan.
Hann sagði að kjötiðnaðar-
menn yrðu ávallt að vera með allt
á hreinu. Listi yfir leyfileg auka-
efni í matvælum tekur t.a.m.
stöðugum breytingum. Á nám-
skeiðinu voru kjötiðnaðarmenn
frá öllum kjötvinnslum á Akur-
eyri og einnig nemar í faginu.
„Við erum mjög ánægðir með
framtak Félags íslenskra kjötiðn-
aðarmanna. Það verður framhald
á þessu námskeiðahaldi, t.d.
verður farið í uppstillingu í kjöt-
borðum í janúar og Vilhjálmur
mun koma reglulega til okkar í
framtíðinni með nýjustu tíðindi,"
sagði Kjartan. SS I
Jón Heiðar segir að tilgangur-
inn með sameiningu dreifi- og
sölukerfa Hildu og Álafoss út í
Bandaríkjunum sé að nýta sem
best styrk beggja fyrirtækja.
„Okkar styrkleiki er fólginn í
fjölbreytni vara en styrkleiki
Hildu er fjöldi verslana ytra.
Með því að steypa þessu saman
ættu fyrirtækin að standa að öllu
leyti sterkara að vígi,“ segir Jón
Heiðar.
Eins og fram hefur komið voru
fyrirtækin formlega sameinuð
þann 1. október sl. að því undan-
skildu að sölukerfi fyrirtækjanna
voru ekki sett undir sama
hattinn. Formlegur samruni
þeirra er ákveðinn 1. september
á næsta ári.
Jón Heiðar er þessa dagana að
setja sig inn í nýja starfið í
Bandaríkjunum en eins og kunn-
ugt er var hann áður yfir vefdeild
Álafoss hf. á Akureyri. Hann
segir að starfið leggist vel í sig, þó
vissulega séu ákveðnir erfiðleikar
í ullariðnaðinum. Hins vegar
megi menn ekki gleyma því að
erfiðleikar í þessari atvinnugrein
séu ekki bundnir við ísland, erf-
iðleikarnir blasi allsstaðar við í
ullariðnaðinum í hinum vestræna
heimi. óþh
höfnuni sé ekki gert kleift að
byggja sig upp á skynsamlegan
hátt,“ segir Bjarni Kr. Gríms-
son, bæjarstjóri í Ólafsfírði.
Ólafsfirðingar, eins og margir
fleiri landsbyggðarmenn, líta
vonaraugum til Austurvallar í
Reykjavík með fjárveitingu til
nauðsynlegra framkvæmda við
höfnina. Á fundi með fjárveit-
inganefnd Alþingis óskuðu full-
trúar Ólafsfjarðarbæjar eftir 52,3
milljón króna framlagi til hafnar-
innar á árinu 1990. Fyrir liggja
líkantilraunir Hafnamálastofnun-
ar á Ólafsfjarðarhöfn og er tekið
mið af henni í beiðni um fjárveit-
ingu. „Með þessari fjárveitingu
teljum við okkur fá viðunandi
höfn. í framhaldi líkantilraun-
anna leggjum við áherslu á gerð
varnargarðs í framhaldi af svo-
kölluðum vesturgarði sem varnar
kviku inn í vesturhöfnina. Þessi
aðgerð auk úrbóta á innsiglingu
inn í vesturhöfnina er áætlað að
kosti 15-20 milljónir. Þá erum við
að tala um styrkingu á norður-
garði. Fremsta kerið á honum er
orðið heldur ótraust og nauðsyn-
legt er að verja það. Einnig má
geta hugmynda um smábáta-
krana og flotbryggju svipaða
þeirri sem er komin á Dalvík,“
segir Bjarni. óþh
DAGUR
Sauðárkróki
S 95-35960
Norðlcnskt dagblað
ACO
Húðhirða
Tilfinning
og skynsemi
Nú er verið að kynna nýja húð-
hirðulínu í apótekunum - ACO
Húðhirðu. Tvennt er mikil-
vægt við val á húðhirðuvörum:
Pær þurfa að vera þægilegar í
notkun og þær mega ekki valda
húðertingum eða ofnæmi. I>eg-
ar þú kaupir ACO húðhirðu-
vörurnar færðu góðar vörur
sem eru gerðar úr bestu fáan-
legum hráefnum.
ACO RoU On, áhrifaríkur en samt
mildur svitalyktareyðir.
Minnkar svitaútstreymi og
vinnurgegn óþœgilegri svita-
lykt. Inniheldur ekkert húðert-
andi spritt.
50 ml
ACO Mild Tvál er sérstaklega
mild sápa.
Bœðifyrir almennan líkams-
þvott og hreinsun viðkvæmrar
húðar.
250 ml
TILBOÐ: ÞEGAR PÚ KAUP-
IR ACO HÚÐHIRÐUVÖRU
AÐ EIGIN VALI, FÆRÐU
ACO MILDTVÁL125 ML í
KAUPBÆTI. TILBOÐIÐ
STENDUR Á MEÐAN
BIRGÐIRENDAST.
ACO
Húðhirða
Aðeins í apótekinu!
.... FYBIRTAK hf-.simi 91-3 20.70 .
Sambandsstjórn ASÍ ályktar um atvinnumál:
„Tryggja verður stöðugt
verðlag og lækkun vaxta“
Kjötiðnaðarmenn á námskeiði:
Gerlafræði og aukaeftialisti
- hvað má og hvað má ekki?
^ Riðudeilan í Húnaþingi:
Ákveðið að lóga
fénu nk. laugardag
Ólafsfirðingar vonast eftir ijárveitingu
til hafnarinnar árið 1990:
Þingmenn taki í
hnakkadrambið á sér
- segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði