Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Almanak Þroska- hjálpar komið út Zontakonur selja hurðakransa í dag munu konur í Zontaklúbbnum Pórunn hyrna hefja sölu á hurðakrönsum í göngugötunni á Akureyri. Hér er um að ræða kransa til að hengja á hurðir um jólin og hafa konurnar unnið kransana sjálfar. Krans- arnir verða seldir í göngugötunni í dag, á morgun föstudag og á laugardag. bœkur Sprek úr flöru Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina Sprek úr fjöru eftir Jón Kr. Guðmundsson á Skálds- stöðum. Sprek úr fjöru er fyrsta bók höfundar, sem um langt skeið hefur stundað fræðistörf varð- andi ættfræði og þjóðlegan fróð- leik, jafnfram landbúnaðarstörf- um. í .þessari bók eru ellefu frá- söguþættir um margslungin örlög genginna kynslóða einkum úr byggðum Breiðafjarðar innan- verðum. Bókin er 96 blaðsíður að stærð. Sumarið fyrir inyrkur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Sumarið fyrir myrkur eftir Doris Lessing. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Sagan segir frá Kate Brown sem er hálffimmtug læknisfrú og fjögurra barna móðir. í tvo ára- tugi hefur hún dyggilega sinnt hlutverki móður og eiginkonu, en þá rennur upp sumar sem býð- ur upp á annars konar ábyrgð og óvænt ævintýri. Kate segir skilið við gamalgróið hlutverk, gömlu fötin sín og frúargreiðsluna og leggur af stað í leit að frelsi. En hvar er frelsið að finna? I kynningu Forlagsins segir m.a.: „Sumarið fyrir myrkur hlaut frábæra dóma gagnrýnenda þegar hún kom fyrst út, árið 1973. Doris Lessing á stóran les- endahóp meðal Islendinga og með sanni má segja að Sumarið fyrir myrkur sameini marga bestu kosti skáldkonunnar." Sumarið fyrir myrkur er 275 bls. og er gefin út bæði í bandi og sem kilja. Ragnheiður Kristjáns- dóttir hannaði kápu. Syngjum dátt og dönsum sem um jól Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Syngjum dátt og dönsum sem um jól, eftir Maya Angelou. Maya Angelou er fædd árið 1928 í St. Louis, Missouri. Eftir skilnað foreldra sinna fór hún og bróðir hennar sem hún dáði umfram alla aðra í fóstur til ömmu þeirra, eiganda sveita- verslunar sem var miðdepill lífs- ins í svertingjahverfinu í Stamps, Arkansas. Átta ára gamalli var Mayu nauðgað af sambýlismanni móður hennar, og næstu fimm árin var hún mállaus. Þegar þau systkinin voru komin á tánings- aldurinn fluttust þau til móður sinnar í Kaliforníu og inn í veröld sem var skörp og eftirminnileg andstæða tilverunnar í Stamps. Þegar Maya var sextán ára og hafði nýlokið grunnskólanámi eignaðist hún son sinn, Guy. Næstu árin var hún frammi- stöðustúlka, söngvari, leikkona, dansmær, baráttukona fyrir mál- stað svertingja, ritstjóri og móðir. Hún hefur eins og hún sjálf segir, „lifað rússíbana- lífi . . .“ KRISTfN STÐNSDÓTTtR ♦* Stjörnur og strákapör - eftir Kristínu Steinsdóttur Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Stjörnur og strákapör eft- ir Kristínu Steinsdóttur. Bókin er sjálfstætt framhald bókanna Franskbrauð með sultu og Fallin spýta, en fyrir þá fyrrnefndu fékk Kristín Steinsdóttir íslensku barnabókaverðlaunin 1987. I Stjörnum og strákapörum fylgjumst við með ævintýrum Lillu og Kötu og vina þeirra í Reykjavík. Sagan iðar af lífi og gleði en undir yfirborðinu býr þó alvara lífsins. Áfi Lillu er kominn til Reykjavíkur til að leita sér lækninga og áhyggjurnar láta á sér kræla. En Lilla leitar eigin leiða til að hjálpa afa sínum. Kristín Steinsdóttir, rithöfund- ur, býr á Akranesi og kennir þar við Fjölbrautarskólann. Hún hlaut viðurkenningu í sagna- keppni móðurmálskennara 1983 og ásamt systur sinni Iðunni hlaut hún 1. verðlaun í leikritasam- keppni Ríkisútvarpsins 1986. Út er komið listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 1990. Almanakið er unnið í samvinnu við félaga í íslenskri grafík, eins og fimm undanfarin ár, og prýða það þrettán grafíkmyndir eftir íslenska listamenn, ein fyrir hvern mánuð, auk forsíðumynd- ar. Allar eru þær litprentaðar, nema tvær sem eru svarthvítar. Listamennirnir eru: Sigrún Eldjárn, Kristjana Samper, Edda , Jónsdóttir, Ingunn Eydal, Daði Viðtalstímar bæjarfulitrúa í kvöld fimmtudaginn 30. nóvember 1989 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviðarson og Heimir Ingi- marsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður ieyfa. Síminn er 21000. Guðbjörnsson, Jón Reykdal, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Þórður Hall, Eyþór Stefánsson, Richard Valtingojer, Ingiberg Magnússon, Jónína Lára Einars- dóttir og Jenný Guðmundsdóttir. Eins og nafnið bendir til er almanakið jafnframt happ- drættismiði sem er í gildi allt árið og eru vinningar dregnir út mán- aðarlega. í vinning eru að þessu sinni þrír bílar af gerðinni Mazda 323, 1300, 16v LX og 9 Sony myndbandsupptökutæki, samtals að verðmæti kr. 3 milljónir. Þroskahjálp hefur þann hátt- inn á að gefa ekki út fleiri alman- ök en ætla má að seljist. Sl. fjög- ur ár hefur upplagið nær selst upp og er ekki annars að vænta en að svo verði einnig nú. Því eru sára- litlar líkur á að vinningar komi á óseld almanök. Landssamtökin Þroskahjálp hafa nú starfað í 13 ár, en þau voru stofnuð 1976 í því skyni að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra sem ekki geta barist fyrir hags- munum sínum sjálfir. Eru nú í samtökunum 26 aðildarfélög um land allt, bæði foreldra- og styrktarfélög og fagfélög þeirra sem hafa sérhæft sig í kennslu og þjálfun fatlaðra. Almanakshappdrættið er meg- in fjáröflunarleið Þroskahjálpar og vænta samtökin þess að fólk taki vel á móti sölumönnum þeirra sem ganga munu í hús um land allt næstu vikurnar. Landssamtökin Þroskahjálp. Hinn árlegi köku- og munabasar verður í Laugaborg, laugardaginn 2. des. kl. 15.00. Hefst á kaffisölu. Kökur og munir seldir kl. 15.30. Kvenfélagið Iðunn. Viðskiptavinir athugið! Vöruafgreiðsla okkar á Akureyrarflugvelli verður opin laugardaginn 2. des. frá kl. 09-14. Laugardaginn 9. des. frá kl. 09-16. Laugardaginn 16. des. frá kl. 09-20.30. Laugardaginn 23. des. frá kl. 09-21.30. FLUGLEIDIR fS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.