Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 30. nóvember 1989 ÁRLAND myndosögur dogs ANDRÉS ÖND HERSIR # Á kvennafari Það var fyrir nokkrum árum að bóndasonur frá Norður- landi brá sér til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar heilan vetur. Um vorið skilaði hann sér helm í sveitina á ný og fór að vinna með vega- vinnuflokknum. Pilturinn hafði alla tíð þótt hálf heim- óttarlegur og ekki mun hann hafa átt kærustu á hverjum fingri í sinni sveit. Vega- vinnumenn reyndu í fyrstu að stríða stráksa en hann haggaðist Iftt við glósur þeirra. Einn daginn voru þeir búnir að koma sér saman um að skemmta sér sér vel á kostnað piltsins og í byrjun kaffitímans um morguninn spurði elnn þeirra: „Heyrðu, hvernig var þarna úti í Kaup- mannahöfn, varstu ekki alltaf á kvennafari?“ „Nei,“ sagði pilturinn með hægð, hugsaði sig um eins og hann væri að reyna að rlfja eitthvað upp og bætti síðan við: „Það fór nú ekki mikið fyrir þvi, eiginlega var það ekki nema á kvöldin og um helgar.“ Strákur fékk alveg frið fyrir stríðni vinnu- félaganna það sem eftir lifði sumars. # Lítið barn Vel fullorðlnn maður var hinn besti kunningi ungra hjóna. Þetta var ósköp venjuiegt fólk, í raun alveg ágætisfólk, og þau eignuðust barn. ósköp venjulegt barn að lengd og þyngd, og í raun alveg ágætfsbarn. Gamla manninum fannst fjölgunin f fjölskyldunni hið besta mál og var hann mjög spenntur að kynnast hinum nýja fjöl- skyldumeðlim. Því var hann ekkert að bíða eftir að sæng- urkonan kæmi heim með barnið heldur dreif sig og heimsótti mæðginin á sjúkra- húsið. Eftir heimsóknina þótti karlinn hálfdaufur og farið var að spyrja hvernig honum hefði litist á barnið. „Það er lítið,“ sagði sá gamlf og vildi ekki hafa neitt fleiri orð þar um. Mun karli eigin- lega ekki hafa þótt taka því fyrir vinafólk sitt að vera að eignast svona Iftið afkvæmi. dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Fimmtudagur 30. nóvember 17.00 Fræðsluvarp. 1. Ritun - 5. þáttur. - Heimildir og frágangur. (12 mín.) 2. Þitt er valið - 2. þáttur. - Þáttur um lífshætti unglinga. (16 mín.) 3. Umræðan. - Umræðuþáttur um lífsvenjur ungs fólks. 17.50 Stundin okkar. 18.25 Sögur uxans. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? 19.20 Benny HUl. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fuglar landsins. 6. þáttur - Toppskarfur. 20.50 Hin rámu regindjúp. Annar þáttur. 21.15 Magni Mús. 21.30 Samherjar. (Jake and the Fat Man.) 22.20 íþróttasyrpa. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Svanir á sviðinu. (Svaner í studiet.) Fylgst með upptökum á sjónvarpsupp- færslu London Festival Ballet á dönsum Nataliu Makarovu við tónlist Tsjaikov- skijs, Svanavatnið. 23.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 30. nóvember 15.30 Með afa. 17.00 Santa Barbara. 17.45 Benji. 18.05 Dægradvöl. (ABC’s World Sportsman.) 19.19 19.19. 20.30 Áfangar. Kirkjan á Stóra-Núpi. 20.50 Sersveitin. (Mission: Impossible.) 21.45 Kynin kljást. 22.20 Sadat. Seinni hluti. 00.00 Hákarlaströndin. (Shark's Paradise.) Þrjú ungmenni taka að sér að rannsaka dularfullt og óhugnanlegt fjárkúgunar- mál þar sem haft er í hótunum um að senda mannætuhákarla til strandar þar sem seglbrettaíþrótt er stunduð af miklu kappi. 01.35 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 30. nóvember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Erna Guðmundsdóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Neytendapunktar. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.10 Evrópufréttir. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Upp á kant. 13.30 Miðdegissagan: „Turninn útá heimsenda" eftir William Iieinesen. Þorgeir Þorgeirsson les þýðingu sína (13). 14.00 Fréttir. 14.03 Snjóalög. Snorri Guðvarðarson blandar. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Harðjaxlinn" eft- ir Andrés Indriðason. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi eftir Ludwig van Beethoven. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn: „Rekstrarferðin“, eftir Líneyju Jóhannsdóttur. Sigríður Eyþórsdóttir lýkur lestrinum (3). 20.15 Píanótónlist. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. 21.30 Ljóðaþáttur. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Bókaþing - Lesið úr nýjum bókum. 23.10 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás2 Fimmtudagur 30. nóvember 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Spaugstofan. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. Spaugstofan kl. 10.55. Þarfa- þing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að geirast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaút varp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarmeinhornið: Óðurinn til gremjunnar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Útvarp unga fólksins: Garpar, goð og valkyrjur. 21.30 Fræðsluvarp: „Lyt og lær“. Sjöundi þáttur dönskukennslu á vegum Bréfaskólans. 22.07 Rokksmiðjan. Sigurður Sverrisson. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Marvin Gaye og tónlist hans. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göncjum. 5.01 Á djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 30. nóvember 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 30. nóvember 07.00 Haraldur Kristjánsson og Sigur- steinn Másson. Fréttatengdur morgunþáttur, veður, færð og samgöngur á landi og láði. Slegið á þráðinn, jólabækumar teknar til umfjöllunar, kíkt í blöðin. 09.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Kjötmiðstöðvardagurinn. 15.00 Bjami Ólafur Guðmundsson og allt það helsta úr tónlistarlífinu. Kvöldfréttir frá kl. 18-18.15. 19.00 Snjólfur Teitsson í kvöldmatnum. 20.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Bíókvöld á Bylgjunni. Fjallað um kvik- mynd vikunnar og kíkt í kvikmyndahúsin. 24.00 Á næturrölti með Freyraóði T. Sigurðssyni. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 30. nóvember 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjórnandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.