Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 1
Stéttarsamband bænda átelur ríkisstjórn vegna loðdýrasamþykktar: Hlutur landbúnaðarráðherra í þessu máJi er hörmulegur - segir Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins „Þessi niðurstaða er botninn á því sem menn höfðu áttu von á. Landbúnaðarráðherra hefur látið hrekja sig úr einu í annað. Hans hlutur í þessu máli er alveg hörmulegur,“ segir Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, um stuðningsaðgerðir sem ríkisstjómin hefur sam- þykkt við loðdýraræktina. Hákon segir vinnubrögðin í þessu máli mjög svo gagnrýn- isverð. Hann segir ámælisvert að með málið hafi verið verslað milli Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins. „Við teljum að þingið hefði átt að fjalla um til- lögur þingmannanefndarinnar og þannig hefðu þær fengið lýð- Fyrstu fregnir af loðnuleit Hafrannsóknar- stofnunar segja útlitið dökkt: „Trúi ekki að þetta komi frá fiskifræðingum“ - segir Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd „Ég trúi ekki að þetta komi frá fiskifræðingum. Hingað hafa margir hringt í dag og lýst furðu sinni á þessari frétt. Enda finnst mér lítil fræði þó þeir hafi verið búnir að vera 5 vikur á sjó að hægt sé að segja að stofninn sé hraninn eða ekki. Ég trúi þessu ekki og held mig áfram við að kraftur fer í veið- arnar um helgina þrátt fyrir all- ar svartar eða gráar skýrslur,“ sagði Ástráður Ingvarsson starfsmaður loðnunefndar í gær. ness og sömuleiðis landaði Þórð- ur Jónasson EA 450 tonnum síðla dags í gær. JÓH ræðislega umfjöllun," segir Hákon. í yfirlýsingu frá Stéttarsam- bandi bænda í gær segir að aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi samþykkt um stuðning við loð- dýraræktina séu með öllu ófull- nægjandi og hreinlega ákvörðun um að leggja hana niður. Á það er bent að hrun loðdýraræktar- innar sé ekki einasta mikið áfall fyrir landbúnaðinn heldur fyrir atvinnulíf landsmanna í heild og veruleg hætta sé á að það eigi eft- ir að draga kjarkinn úr þeim sem reyni að fitja upp á nýjungum í atvinnulífinu. „Stéttarsambandið minnir enn fremur á að hundruð fjölskyldna í landinu munu verða fyrir gífur- legu fjárhagslegu og félagslegu áfalli vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar og krefst þess að þessu fólki verði með ein- hverjum hætti komið til aðstoð- ar,“ segir orðrétt í lok yfirlýsing- ar Stéttarsambands bænda. óþh Guðað á lærdómsglugga. Mynd: KL Guðmundur G. Pórarinsson, alþingismaður, sem sæti á í ráðgjafarnefnd um orkufrekan iðnað: EyjaQörður er besti kosturinn fynr 185 þús. tonna álbræðslu tel ekki heppilegt að byggja sjálfstæða álbræðslu í Straumsvík Mikill fjöldi fólks hafði sam- band við loðnunefnd í gær í kjöl- far fréttar RÚV um mjög lítinn árangur af loðnuleitarleiðöngrum rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar. 'Astráður segir að almennt hafi fólk verið mjög slegið yfir tíðindunum en margir efast um sannleiksgildið. í fyrrinótt var veiðin lítil enda fór veður versnandi á loðnumið- unum. Nokkrir bátar fóru inn í gær með frá 150-800 tonna afla. Þórshamar tilkynnti fullfermi og landaði á Þórshöfn. Súlan fór með 640 tonn í fyrrinótt til Krossa- Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi; Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti og Frjálslyndir hægri menn, lögðu í gær á Alþingi fram vantrauststillögu á ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Farið er fram á þingrof og nýjar kosningar. Sameinað þing kemur því sam- an í kvöld vegna afgreiðslu málsins. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins héldu uppi miklum fyrirspurnum utan dagskrár á Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður og einn nefnd- armanna í ráðgjafarnefnd um orkufrekan iðnað, telur að ef ákvörðun verði tekin um bygg- ingu sjálfstæðrar 185 þúsund tonna álbræðslu eigi að stað- setja hana utan suðvestur- hornsins. Hann segir þá ekki nema tvo staði koma til greina, Eyjafjörð eða Grundartanga. „Það er auðvitað hlutverk þingmanna að horfa á hagsmuni þjóðarinnar í heild og mér virðist þingi í gær, og kröfðust svara viö því hvernig umboð utanríkisráð- herra hefði til könnunarviðvið- ræðna við EFTA og Evrópu- bandalagið, en ráðherrann held- ur utan í dag. Kröfðust þeir þess að utanríkismáladeild þingsins kæmi saman til fundar vegna málsins. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði í gær að stjórnarandstaðan væri að reyna að slá sjálfa sig til riddara með þessum tillöguflutningi. „Þetta að ef ákveðið verður að byggja sjálfstætt álver sem verður ekki í neinni samvinnu við ÍSAL þá tel ég ákaflega freistandi að færa þau atvinnutækifæri út um land. í því sambandi tel ég að Eyjafjarðar- svæðið komi helst til greina. Ef við gerum ráð fyrir að í slíku álveri vinni á bilinu 7-800 manns er ljóst að í næsta nágrenni þarf að vera 10-15 þúsund manna bær eða sveitarfélag. Ég tel því að beri að ræða við hugsanlega aðila að sjálfstæðu álveri um að stað- kemur til af því að afgreiðsla sumra mála hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið. En það er enginn brestur í stjórnar- samstarfinu, menn hafa lagt sig fram um að finna leiðir til sam- komulags og ég óttast ekki að það sé langt undan. Þetta upphlaup stjórnarand- stöðunnar er í beinu framhaldi af því hvernig hún er búin að láta í allt haust, þingmenn hennar hafa reynt að skapa ágreining og blása setja það utan Straumsvíkur- svæðisins," segir Guðmundur. Hann sagði að staðsetning sjálfstæðrar álbræðslu utan suð- vesturhornsins hafi verið rædd lítillega við forsvarsmenn hol- lenska fyrirtækis Hoogoven Aluminium en hugmyndin hafi ekki borið á góma í viðræðum við sænska aðilann Graangers. „Fyrstu viðbrögð Holllending- anna voru þau að þeir hefðu mið- að allar sínar áætlanir við Straumsvík. Hins vegar má segja upp mál sem enginn grundvallar- ágreiningur er um. Stjórnarandstaðan, aðallega Sjálstæðisflokkurinn, hefur lagt fram óraunhæfar tillögur um lægri skattekjur ríkisins án þess að vilja benda á neinar leiðir til niðurskurðar á móti. Hugmyndir þeirra varðandi EFTA og EB viðræðurnar eru einnig óraun- hæfar, því utanríkisráðherra hef- ur unnið í samræmi við vilja allra stjórnarflokkanna,“ segir Guð- mundur Bjarnason. EHB að staðsetning álbræðslu skipti þá ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er stofnkostnaðurinn. “ Á þessari stundu liggur ekki fyrir ákvörðun um byggingu sjálf- stæðrar álbræðslu hér á landi. Að öllum líkindum skýrast málin á fundi forráðamanna tveggja áðurgreindra fyrirtækja með forsvarsmönnum Alusuisse í Zurich í byrjun desember. Guð- mundur segir að tónninn í sænsku og hollensku aðilunum sé ótvírætt sá að þeir hafi fullan hug á byggingu sjálfstæðrar álbræðslu hér á landi. Hins vegar sé spurn- ing hvað Alusuisse-menn geri. „Tveir aðilar hafa ekki fjárhags- legt bolmagn til þess að ráðast í byggingu 185 þúsund tonna álbræðslu. Ef Álusuisse fellst ekki á að fara í sjálfstætt álver þarf að fá einn eða tvo aðila með Hollendingunum og Svíunum því hér er um að ræða 40-50 millj- arða fjárfestingu. Lauslegar við- ræður hafa verið við aðra aðila að undanförnu og það er ekki úti- lokað að innan tíðar liggi fyrir samþykki nokkurra þeirra að taka þátt í fjármögnun sjálfstæðr- ar álbræðslu ef Alusuisse vill ekki taka þátt í henni. Ef hins vegar Alusuisse ákveður að vera með eru yfirgnæfandi líkur á að nýtt álver verði staðsett í Straums- vík,“ segir Guðmundur G. Þór- arinsson. óþh Vantrauststillaga flutt á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar: Engíim brestur í stjómarsamstarfinu - segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.