Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 - DAGUR - 7 Aðalsöguhetja Helga beitir nýstárlegri aðferð til að bregðast við einelti. Hann býður skólafantinum hlutverk í kvikmynd. Myndir: SS Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður Við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknartímabundin lektorsstaða í sjúkraþjálfunarfræðum. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna til þriggja ára og til greina gæti komið að skipta stöðunni í tvær hálf- ar lektorsstöður. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísinda- störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember nk. Við Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað: íslenskukennara vantar frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. desember nk. „Þegar ég kenndi á Hvamms- tanga las ég eiginlega ekkert ann- að en fornsögur. Mig langaði til að gera nútímasögu um krakka eftir ákveðnu minni úr forn- sögunum en það gekk ekki upp. Þessi nöfn eru hins vegar eftir- stöðvarnar af þessari hugmynd." Helgi kenndi á Hvammstanga að loknu enskunámi í Háskólan- um en flutti síðan á heimaslóðir og er þetta annar veturinn sem hann kennir við Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Skáldsaga Helga er gefin út í nafni Stuðlaprents í Ólafsfirði en hann dreifir henni sjálfur. Til dæmis fékk hann nemendur í 9. bekk Síðuskóla til að selja hana á Akureyri. Kormákur Bragason teiknaði kápu bókarinnar. En skyldi Helgi vera farinn að kvíða væntanlegri gagnrýni? „Ég veit að viðbrögðin verða með ýmsum hætti. Þetta er mín fyrsta bók og það er vaninn að klappa nýjum höfundum á öxlina og segja að þetta verði betra næst. En ég verð að taka mark á öllu sem sagt er um bókina. Meg- inástæðan fyrir því að ég er ekki mjög kvíðinn er sú að ég fékk mann til að lesa bókina vandlega yfir. Sá heitir Þórir Jónsson, sem ég tel með gáfaðri mönnum hér á landi. Fyrst hann skammaði mig ekki þá get ég prísað mig nokkuð sælan. Eg verð samt að búa mig undir margs konar viðbrögð, sér- staklega frá unglingunum sjálfum,“ sagði Helgi Jónsson, tilbúinn til baráttu á jólabóka- markaðinum. Popptíðindi: Nýjar íslenskar hljómplötur Fyrir jólin streyma íslenskar híjómplötur á markaðinn og hafa landsmenn fengið að heyra ýmis sýnishorn í útvarp- inu undanfarna daga. Ný lög með íslenskum hljómsveitum skera sig úr síbyljunni og gróskan eykst í tónlistarlíflnu. Steinar hf. kynntu fyrir skömmu átta íslenskar hljóm- plötur sem við ætlum að skoða nánar. Fyrst má nefna þrjár plötur sem komu út 2. nóvember. Hljómsveitin Ný dönsk er með sína fyrstu plötu og var upptöku- stjórn í höndum Bítlavinanna Jóns Ólafssonar og Rafns Jóns- sonar. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jr. Friðbjörnsson, Valdimar Br. Bragason, Ólafur Hólm Einars- son og Einar Sigurðsson. Ekki vill það batna er titill nýju plötunnar með Ríó. Öll lög plötunnar eru eftir Gunnar Þórð- arson og textarnir eftir hirðskáld- ið Jónas Friðrik. Lög af þessari plötu hafa heyrst mikið að und- anförnu. Varla er hægt að kalla Ríó tríó lengur því meðlimir hljómsveitarinnar eru fimm; Helgi Pétursson, Ágúst Atlason, Ólafur Þórðarson, Gunnar Þórð- arson og Magnús Einarsson. Örvar Kristjánsson kom einnig með nýja plötu á markaðinn 2. nóvember og nefnist hún Frjálsir fuglar. Örvar þenur nikkuna og raular með í lögum úr ýmsum áttum. Sólóplata Eiríks Haukssonar, þungarokkara, leit loks dagsins ljós 9. nóvember en mig minnir að von hafi verð á þessari plötu fyrir síðustu jól, ef ekki fyrr. Gripurinn nefnist Skot í myrkri. Platan með Sálinni hans Jóns míns heitir Hvar er draumurinn? Titillagið er þegar orðið vinsælt en útgáfudagur plötunnar var 16. nóvember. Hljómsveitina skipa þeir Stefán Hilmarsson, Guð- mundur Jónsson, Friðrik Sturlu- son, Jens Hansson og Magnús Stefánsson. Sama dag kom út plata með hljómsveitinni Todmobile. Þetta er ný og efnileg hljómsveit og er titill plötunnar Betra en nokkuð annað. Samnefnt lag hefur vakið athygli, enda stórvel sungið af Andreu Gylfadóttur. Auk henn- ar skipa þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Eyþór Arnalds hljómsveitina Todmobile. Loks má nefna tvær plötur sem Steinar gefa út 23. nóvember. Þar er annars vegar um að ræða plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir áheyrendur. Lög og textar eru eftir Valgeir og hann sér um undirleik og upptökustjórn ásamt Eyþóri Gunnarssyni. Hin platan er með Bítlavinafélaginu, þeim Stefáni Hjörleifssyni, Rafni Jóns- syni, Haraldi Þorsteinssyni, Éyjólfi Kristjánssyni og Jóni Ólafssyni. Meðal textahöfunda er Akureyringurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson. SS Við ætlum að birta stuttan kafla úr bókinni Skotin! með góðfúslegu leyfi höfundar. SS afsláttur til félagsmanna KEA 16. nóvember til 9. desember Félagsmenn KEA fá sérstakan 10% afslátt af staðgreiddri vöruúttekt í öllum deildum Vöruhúss KEA, Raflagnadeild og Byggingavörudeild af verkfærum, gólfefnum og öllum málningarvörum og í Véladeild af bifreiðavörum og varahlutum. Á stærri rafmagnstækjum, húsgögn- um og gólfteppum miðast 10% afsláttur við af- borgunarverð. Þessi kjör gilda í sömu vöruflokkum í öllum verslunum KEA utan Akureyrar. Munið að fram- vísa félagsmannakortum og athugið að afsláttur gildir ekki ef notuð eru greiðslukort. Síðast en ekki síst! Þið getið notfært ykkur afsláttinn eins oft og mikið og ykkur lystir! Okkar markmid: Stöðugt bctra KEA!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.