Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 - DAGUR - 5 Gunnar segir sölu á barna- og unglingabókum hafa minnkað mikið, Bókaforlag Odds Björnssonar: Erum nokkuð formfastir í útgáfunni „Það eru engin jól án bóka,“ eru slagorð bókaútgefenda en nú er kominn sá tími ársins þegar á markaðinn streyma tugir, ef ekki hundruð nýrra bóka af öllum stærðum og gerðum. Á Akureyri er starf- andi Bókaforlag Odds Björns- sonar en á þeirra vegum eru nú gefnar út sjö nýjar bækur. Fyrst ber að nefna Ættbók og sögu íslenska hestsins 5. bindi eftir Gunnar Bjarnason, ástar- og spennusöguna Sandkorn tímans eftir Sidney Sheldon, Bláa voga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur sem nú er ein vinsælasta skáld- kona landsins. Þá gefur forlagið Mígrensamtökin gefa út bók: Mígrenbyltingin - meðferð án lyfla Mígrensamtökin hafa gefið út bókina „Mígrenbyltingin - meðferð án lyfja“. Höfundur bókarinnar, breski læknirinn dr. John Mansfield, gengur út frá því að mígren sé í 80-95% tilfella fæðuofnæmi. Þessi vistfræðilega nálgun við sjúkdóminn, sem oft- ast hefur verið afgreiddur sem móðursýki, er algjör bylting. Höfundi verður tíðrætt um sveppasýkingu í þörmum (candida albicans) og þau áhrif sem rétt mataræði hefur á heilsufar fólks, ekki síst mígrensjúklinga. Til- gangurinn með útgáfu bókarinn- ar er að hjálpa sjúklingum við að skilja sjúkdóminn og læra að umgangast hann þannig að hann valdi minni skaða en áður. Árni Benediktsson þýddi bók- ina. Hún fæst í bóksölum, heilsu- verslunum og á skrifstofu Mígren- samtakanna að Borgartúni 27 (í bakhúsi). Skrifstofan er opin frá 13-15 á þriðjudögum og síminn er 623620. segir Gunnar Þórsson út Grallaraspóar og gott fólk eftir Guðjón Sveinsson. Hér er á ferð- ini sex smásögur um lífið í sveit- inni og þau ævintýri sem börn á aldrinum 10-14 ára upplifa þar. Ný saga um Depil hefur nú litið dagsins ljós og heitir hún Litla systir Depils og rammíslensk ævintýrabók sem heitir Maríu- hænan, gestur í garðinum eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Að lokum gefur Bókaforlag Odds Björnssonar út ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson sem hann nefnir Einmæli. Er þetta níunda ljóðabók Braga. Að sögn Gunnars Þórssonar hjá Bókaforlagi Odds Björnsson- ar eru hér á ferðinni álíka margar bækur frá forlaginu og venjulega. Hann segir bókina alltaf jafn vin- sæla jólagjöf þó hún hafi þurft að keppa við myndbandavæðinguna og aðra afþreyingu undanfarin ár. „Það er alveg ljóst að áður en þessir fjölmiðlar komu til sög- unnar var selt mun meira af bók- um en nú er gert. Aðspurður um hvort gefnar væru út öðruvísi bækur fyrir vikið sagði hann svo ekki vera. „Við höfum verið nokkuð formfastir í þessari útgáfu okkar og þegar ekki eru gefnar út fleiri bækur en þetta eru ekki miklar sveiflur í útgáf- unni.“ Bókaforlagið gefur árlega út bækur eftir þekkta rithöfunda eins og Sidney Sheldon og Ingi- björgu Sigurðardóttur, en Gunn- ar segir að nú séu þeir eiginlega alveg hættir að gefa út barna- og unglingabækur. „Salan hefur minnkað svo mikið og það er eins og fólki finnist sjálfsagt að greiða minna fyrir þessar bækur en aðr- ar þó það kosti jafn mikið að gefa þær út og hinar.“ Akureyringar - Nágrannar Höfum opnað salatbar, ávaxta- og grænmetistorg Gæði og glæsileiki í fyrinúmi Verið velkomin HAGKAUP Akureyri SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sólborg óskar eftir einstaklingsíbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi fyrir sjúkraþjálfara heimilisins. Upplýsingar í síma 21755 frá kl. 09.00-16.00 og í síma 25928 eftir kl. 16.00. Laufabrauð * Laufabrauð Erum farin að taka niður pantanir í kjörbúðum KEA og Brauðgerð KEA, í okkar vinsæla laufabrauð. Verslið þar sem úrvalið er mest M.H. Lyngdal, Hafnarstræti, sími 23399 Sunnuhlíð, sími 26399. saiíyo vörukynning Föstudag kl. 14.00-19.00 Laugardag kl. 10.00-14.00 Japönsk hágæðavara á góðu verði 14" - 20" - 25" og 33" sjónvörp, venjuleg, stafræn og Svhs, Hi-Fí stereo, myndbönd, örbylgjuofnar, ferðatæki, bíltæki o.fl. o.fl. AKURVÍK ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.