Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 30. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Málaimðlun, sem leiðir til Qöldagj aldþrots Á ríkisstjórnarfundi í fyrradag voru samþykktar til- lögur Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðarráð- herra, um opinberan stuðning við loðdýraræktina í landinu. Þessar tillögur eru niðurstaða viðræðna ráðherra við forystumenn Alþýðuflokksins, sem lýst höfðu sig ancivíga hugmynd þingmannanefnd- ar um hvernig taka bæri á þessu máli. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar ber það með sér að um málamiðl- un er að ræða. Stuðningurinn sem í tillögunum felst er í raun hvorki fugl né fiskur. í tillögunum er gert ráð fyrir að fela Byggðastofnun að greiða 25 millj- óna króna jöfnunargjald á loðdýrafóður á næsta ári. Loðdýrabændur verða að sækja um að fá jöfnunar- gjaldið greitt og verður það sérstaklega metið hverjir fá og hverjir ekki. Þá var samþykkt að heim- ila landbúnaðarráðherra að leggja fram frumvarp um allt að 280 milljóna króna ríkisábyrgð vegna skuldbreytinga lausaskulda loðdýrabænda. Það segir sig sjálft að þessar aðgerðir duga skammt til að koma atvinnugreininni til bjargar. Ljóst er að lausaskuldir loðdýrabænda nema um 700 milljónum króna nú þegar og 280 milljóna króna skuldbreytingarheimild nægir engan veginn. Sama gildir um jöfnunargjald það sem samþykkt var að greiða á loðdýrafóður. Einar E. Gíslason, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda, hefur sagt að samþykkt ríkisstjórnarinnar sé mikið reiðarslag fyrir loðdýrabændur og hafi í för með sér að um 160 bændur verði að hætta búrekstri og verði jafnvel gj&ldþrota. Það eru um 80% þeirra sem greinina stunda í dag. í Degi í gær var haft eftir Símoni Ellertssyni, framkvæmdastjóra Fóðurstöðvarinnar á Dalvík, að ef ofangreindar tillögur ríkisstjórnar- innar yrðu staðfestar á Alþingi, lægi fyrir að loð- dýrarækt og vinna kringum hana á Dalvík og í Svarf- aðardal legðist niður. „Þau störf sem þar með yrðu lögð niður svara til þess að 200 atvinnubærra manna á Akureyri misstu atvinnuna, “ sagði Símon ennfremur. Ummæli þessara tveggja manna lýsa vel alvöru málsins. Þær vonir sem bundnar voru við björgun- araðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa að veru- legu leyti brugðist. Það er rétt mat hjá fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýrarrækt- enda að gangi stjórnvöld ekki lengra í aðstoð sinni við loðdýraræktina, mun það þýða fjöldagjaldþrot í greininni. Hrun loðdýraræktarinnar yrði gífurlegt áfall fyrir atvinnulíf í sveitum landsins, svo ekki sé minnst á þann mannlega harmleik sem gjaldþrot flestra loðdýrabænda og fjölskyldna þeirra yrði. í ljósi þessa ber Alþingi skylda til að íhuga málið betur og leita nýrra leiða til að koma atvinnugrein- inni til bjargar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar ber það sem fyrr segir með sér að um málamiðlun er að ræða. Því verður ekki trúað að óreyndu að meirihluti sér fyrir því á Alþingi að þorri loðdýrabænda verði hreinlega „gerður upp“. í það stefnir að óbreyttu. BB Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Skattamál á vflligötum Nú fer fram mikil umræða um álagningu virðisaukaskatts sem á að taka gildi um næstu ármót. í þeirri umræðu er tekist á um hvaða form eigi að vera á skattin- um. Hvort leggja eigi á eitt þrep - líklegast 26% - og endurgreiða hann síðan að hálfu á nokkrar algengar matvörur eða hann verði strax í upphafi í tveim þrepum. Nú síðast hafa Alþýðuflokks- menn ályktað sem svo að stofn- anir samstarfsflokkanna hafi lagst gegn því samkomulagi sem gert var við stjórnarskiptin í haust, sem byggðist á einu þrepi og endurgreiðslum. Þetta er rangt, miðstjórn Framsóknar- flokksins hefur ályktað að staðið skyldi við samkomulagið, en um leið, við nánari skoðun, komist að raun um að lægri skattlagning á matvæli verði aldrei varin öðru- vísi en með tveggja þrepa skatti og skattinum breytt í það korf fyrir árslok 1990. Við álagningu söluskatts á öll matvæli fyrir tveimur árum var því lofað að hann ætti ekki að hækka matarverð, hann væri ein- ungis lagður á til þess að tryggja öruggari innheimtu og yrði endurgreiddur á helstu matvæli. í gögnum frá hagdeild fjár- málaráðuneytisins kemur hins vegar fram að ef endurgreiðslum á virðisaukaskatti, sem eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár, ,yrði jafnað út á öll matvæii þýddi það í raun að lægra þrep yrði 23% á móti 26% í almennu þrepi. Þetta sýnir svart á hvítu hver þróunin hefur verið síðustu tvö árin. Jafnframt sýnir þetta að eina raunhæfa leiðin til þess að verja matvörur fyrir því að þró- unin verði í þá átt að þær beri all- ar með tímanum virðisaukaskatt af fullum þunga er að þar verði tvö þrep á lokastigi. Þessar upplýsingar draga einn- ig fram svo ekki verður um villst þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Skattlagningin hefur verið að færast frá aðflutn- ingsgjöldum á vörum, sem marg- ar hverjar verða að teljast til lúx- usvarnings, og á almennar neysluvörur. Þessa þróun verður að stöðva. Fyrsta aðgerð í þá átt ætti að vera sú að nú við afgreiðslu á breyt- ingum á lögum um virðisauka- skatt verði samið um að fyrir lok næsta árs verði komið á lægra þrepi sem næði til innlendrar búvöru, grænmetis og fisks. í framhaldi af því verði leitað leiða til þess að færa skattlagninguna enn frekar af matvöru, sem vegur þyngst í útgjöldum þeirra sem minnst mega sín, og til þeirra sem meiru hafa úr að spila. Það er mikil hundalógik hjá krötum að halda því fram að við sem viljum tvö þrep á virðisauka- skattinn höldum því fram að það tryggi meiri lækkun matarverðs en endurgreislur, á þeim tíma þegar skatturinn verður lagður á. Því hefur enginn haldið fram. Tvö þrep eru hins vegar eins og hér hefur verið sýnt fram á með því að vísa í reynsluna af sölu- skattinum, eina leiðin til þess að draga trygga varnarlínu gegn því að skatturinn leggist á skömmum tíma með fullum þunga á allan mat. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur cr þingmaöur fyrir Framsóknar- flokkinn í Noröurlandskjördæmi eystra. Móðir og barn: Ný hjálparsamtök opna Ivrstu íbúö sína Hjálparsamtökin Móðir og barn hafa nýlega hafið starfsemi sína. Tilgangur samtakanna er að vinna á félagslegan hátt að vel- ferð barnshafandi kvenna, ein- stæðra mæðra og barna þeirra, fyrst og fremst með húsnæðisað- stoð. Samtökin starfa sem sjálfs- eignarstofnun samkvæmt skipu- lagsskrá, sem staðfest hefur verið af forseta íslands og með stjórn- arráðsbréfi. í stjórn Móður og barns eiga sæti sex manns, þrjár konur og þrír karlar. Undirbúningsstarf vegna stofn- unar þessarar hefur staðið yfir alllengi; hefur m.a. verið rætt við aðila í húsnæðis- og félagsmála- kerfinu, opinbera aðila og félaga- samtök, auk þess sem leitað hef- ur verið til fyrirtækja og einstakl- inga um fjárstuðning. Samtökin hafa látið gera merki fyrir Móður og barn, og hefur María Mar- geirsdóttir hannað það. Mynd af merkinu fylgir hér með. Það er markmið samtakanna, þegar til lengri tíma er litið, að koma á fót mæðraheimili í eigin húsnæði, enda er þörfin fyrir slíkt heimili augljós og knýjandi. Skv. könnunum er ótryggt húsnæði og há leigugjöld stærsta vandamál einstæðra foreldra. Á síðustu áratugum hefur einstæðum mæðrum fjölgað mjög, og þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að bæta úr kjörum þeirra er sívax- andi sá hópur, sem á í húsnæðis- erfiðleikum, ekki síst nú á tímum samdráttar og minnkandi at- vinnu. í byrjun hefur verið ákveðið, að starfsemi Móður og barns verði í leiguhúsnæði, og koma þá bæði einstaklingsíbúðir og sam- býli til greina. Fyrsta íbúðin var tekin á leigu um síðustu mánaða- mót, og hefur fyrsti skjólstæðing- ur samtakanna fengið það hús- næði. Unnið verður að því á næstunni að fá fleiri íbúðir á leigu á sanngjörnum kjörum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboða- vinnu. Það er trú þeirra, sem að þess- ari stofnun standa, að unnt sé að aðstoða fjölmargar ungar mæð- ur, sem eiga í húsnæðiserfiðleik- um eða horfa fram á erfiða tíma við að framfleyta sér og börnum sínurn. Með starfi Móður og barns verður skjólstæðingum tryggður öruggur samastaður og unnið gegn því, að hinar smæstu og viðkvæmustu fjölskylduein- ingar tvístrist. Stofnunin mun greiða niður að verulegu leyti leigu á íbúðum og liðsinna við- komandi mæðrum á margvísleg- an hátt, m.a. með ráðgjöf og aðstoð varðandi atvinnumál, félagsleg réttindi o.fl. Stjórn Móður og barns mun á næstunni leita til almennings og stjórnvalda um stuðning við þetta málefni. Áheit og gjafir til stofn- unarinnar eru skattfrjáls. Aðalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar og nágrennis hefst kl. 17.30 í kvöld: Fræðsluftmdur á vegum félagsins og Háskólans haldinn að loknum aðaiftmdi Aðalfundur Hjarta- og æða- verndarfélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn í Háskólanum á Akureyri v/ Þingvallarstræti, í dag fímmtu- daginn 30. nóvember og hefst kl. 17.30 í stofu 16. Á fundin- um fara fram venjuleg aðal- fundarstörf og lagabreytingar og vill stjórn félagsins hvetja alla félaga til þess að mæta vel og tímanlega. Að loknum aðalfundi verður haldinn fræðslufundur á vegum félagsins og Háskólans á Akur- eyri og er fundarefnið; næringar- kvillar í velferðarsamfélagi. Dr. Inga Þórsdóttir flytur erindi en að því loknu verða umræður og fyrirspurnir. Fræðslufundurinn sem hefst kl. 20 í stofu 24, er öll- um opinn og vill stjórn félagsins hvetja almenning til þess að mæta á hann. Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis hefur haldið fræðslufundi á Dalvík og í Ólafsfirði á þessu ári, þar sem fjallað var um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Aðal baráttumál félagsins er að koma á fót endurhæfingu fyrir hjartasjúklinga en félagið hefur á undanförnum árum gefið tæki á lyfjadeild FSA, nú síðast full- komna trampmyllu, sem er þrek- prófunartæki. Hjarta- og æða- sjúkdómar verða mörgum að aldurtila og vill stjórn félagsins því sinna fyrirbyggjandi þáttum í baráttunni gegn þessum sjúk- dómum. Formaður Hjarta- og æða- verndarfélags Akureyrar og ná- grennis er Gunnlaugur Jóhanns- son. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.