Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Ólafsfirðingur með sína fyrstu bók: „Hafði aðalpersónuna nógu skrambi ólíka mér“ - segir Helgi Jónsson, höfundur unglingaskáldsögunnar Skotin! Ólafsfirðingar hafa ekki verið áberandi meðal rit- höfunda á jólabókamarkaði. Frá 1950 hafa einir sjö eða átta Ólafsfirðingar beislað Pegasus og er Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur, kannski þeirra þekktastur. Nú ber svo við að tveir andans menn frá kaupstaðnum undir Múlakollu senda frá sér hugverk fyrir jólin. Þetta eru þeir Gísli Gíslason, sem ásamt fleiri skáldum á ljóð í bókinni Orðmenn, og Helgi Jónsson, sem nýlega gaf út skáldsöguna Skotin! Við gripum Helga glóð- volgan er hann var að kynna bók sína á Akureyri. - Þetta er fyrsta skáldsaga þín, Helgi. Hver eru tildrög hennar? „Eg átti uppkast að henni í fór- um mínum og hef reyndar alltaf haft margar sögur í takinu. Það vildi þannig til að fyrir nokkrum árum var ég með handrit að ann- arri sögu, sem ég lagði mikið í, hjá ónefndu bókaforlagi í Reykja- vík. Handritið var þar í þrjú ár. Ég fékk tvisvar jákvætt svar en loks neitun og þá varð ég svo fúll að ég hætti að hugsa um bækur í langan tíma, þangað til síðastlið- inn vetur. Þá ákvað ég að skrifa einfaldari sögu og gróf upp þetta uppkast. Síðan dundaði ég við að skrifa hana með vinnu um vetur- inn og fram á sumar.“ Ólafsfirðingar vonast til að þekkja persónurnar - Er þetta unglingasaga? „Ég skrifaði hana með því hugarfari að hún væri fyrst og fremst fyrir unglinga. Maður lifir og hrærist í þessum heimi sem kennari. Aðalpersónurnar eru einmitt á gagnfræðaskólaaldri, en það er sá aldurshópur sem ég kenni í Ólafsfirði og ég vona að bókin höfði til þeirra. Reyndar vonast ég líka til að fullorðið fólk hafi gaman af henni.“ - Heldurðu að nemendur þín- ir kannist við sig í bókinni? „Eftir því sem ég hef heyrt þá virðast þeir búast við því að þekkja einhvern, en ætli þau verði ekki fyrir vonbrigðum. Menn horfa gjarnan í kringum sig í heimabyggð höfundar og vilja meina að ákveðnar persónur bókarinnar séu til í raun og veru. Það er eins og fólk vilji ekki viðurkenna að höfundar geti búið til persónur, en þess vegna hafði ég aðalpersónuna nógu, skrambi ólíka mér svo það yrði vonlaust að negla hana á mig.“ - Titill bókarinnar, Skotin! - Saga um vináttu, gefur ákveðna vísbendingu um efnið en hver er söguþráðurinn í stuttu máli? „Bókin fjallar um strák sem heitir Kári. Hann er einfari en hefur mikinn áhuga á bíómynd- um. Kári er haltur og verður fyrir aðkasti frá skólafantinum Skarp- héðni. Hann veit ekki hvað hann á að gera en skyndilega fær hann hugmynd sem ég vona að sé ný aðferð til að bregðast við einelti. Hann ákveður að gera stutta bíómynd í skólanum og býður óvininum að leika aðalhlutverk- ið. Fleiri koma við sögu, t.d. stelpan sem þeir eru báðir hrifnir af. Sagan er spunnin í kringum þessa hugmynd.“ Nýir höfundar fá klapp á öxlina - Nöfn aðalpersónanna benda til tengsla við Njálu, sækir þú kannski hugmyndir til fornsagn- anna? 31 Kossinn Við vorum búin að taka atriðið með draugn- um alræmda (hann kemur mikið við sögu í myndinni) og klukkan var að verða tíu. Það var komið svartamyrkur. Okkur var kalt og því flýttum við okkur heim til Skúla. Þar ætluðum við að taka mikilvægt atriði, þegar Skúli kyssir Sylvíu og þau eru saman í fyrsta skipti. Éitt vissi ég: þetta yrði erfitt atriði og því var ég ein taugahrúga. Það var enn hrollur í Sylvíu þegar við komum inn í hús því úti var kalt, svo ég bar mig stórkallalega, kom aftan að henni, renndi höndum niður með síðum hennar, strauk þær hratt upp eins og til að kitla hana til hita. Það hlýtur að hafa tekist því Sylvía vein- aði. Ég fór að stilla myndavélina til að fela hvað ég skalf mikið og titraði; ég hafði nefnilega snert brjóstin á Sylvíu. Allan tímann sem við vorum þarna að taka kossaatriði Skúla og Sylvíu forðaðist ég að horfa framan í hana. Þetta er einkenni- legt. Hér var stelpan sem ég var bálskotinn í en þorði ekki að horfa framan í hana. Það sem gerði ástandið enn verra var að mér sýndist Sylvía vera að reyna að ná augn- sambandi við mig. Og til að kóróna vit- leysuna þá gat ég ekki betur séð en að Skúli sjálfur væri skotinn í kærustunni minni og því hæstánægður með hlutverk sitt. Þau settust við eldhúsborðið með skóla- bók fyrir framan sig. Sylvía átti að reyna að lesa dönsku og Skúli að hjálpa henni en hann starir allan tímann á munninn á henni. Þá sagði Skúli: „Heldur þú að ég geti set- ið við hliðina á Sylvíu og starað á munninn án þess að kyssa hana? Þú hlýtur að vera vanvittig!“ „Þú verður að reyna,“ sagði ég. Og hann reyndi, blessaður. Sylvía las og „Af hverju kyssirðu hana ekki, Skúli?“ Skúli mændi auðmjúklega framan í mig. „Því hún er svo brjálæðislega sæt,“ sagði bjáninn. Sylvía horfði á Skúla einkennilega. Þá ákvað ég að nota tækifærið, tækifæri sem gæfist örugglega aldrei aftur á lífsleið- inni. Ég sagði: „Horfðu í myndavélina, Skúli, og sjáðu hvernig á að gera þetta." Ég settist hjá Sylvíu. „Jeg var gáet . . .“ byrjaði hún. Skúli horfði á okkur - ég starði á renn- blautar varir hennar hreyfast meðan hún las - freistingin að horfa dreyminn inn í mynda- vélina og lyfta augabrúnunum græðgislega eins og Belushi í Animal House var óhugn- anleg en ég stóðst hana - þess í stað færðist hausinn á mér ögn nær andliti Sylvíu sem gat ekki hætt að lesa - hún var allt í einu orðin fljúgandi fær í dönsku - og að lokum missti ég fésið á mér fram fyrir mig og titr- andi varir mínar lentu á vörum Sylvíu - vá! en mjúkur munnur, þvílíkar varir, maður gæti sokkið! - og ég fann ekki betur en að varir hennar klesstust við mínar og eitthvað sleipt uppi í henni var að troða sér Ieið upp í mig - það runnu grýlukerti niður úr nefinu á mér, tærnar dofnuðu og hnén og lærin og allt þar fyrir ofan fór á fleygiferð og trylltist. Það var engin leið að hætta - þetta var of gott til að vera satt, ég að kyssa Sylvíu, hún að kyssa mig - og það var ekki fyrr en Skúli hastaði á okkur með þessum orðum: „Er það ekki ég sem á að leika þetta?“ að ég komst aftur til jarðar og sleit mig frá vörun- um heitu og blautu. Ég forðaðist að horfa inn í augu Sylvíu, samt langaði mig óstjórnlega . . . „Svona förum við að, Skúli," sagði ég og færði mig aftur fyrir myndavélina. Skúli settist og þá loks gátum við byrjað að taka atriðið. Skúli starði. Allt gekk vel. Sylvía las dönsk- una en munnurinn á henni var svo sleipur að ég gleymdi mér og láðist að hreyfa mynda- vélina í rétta átt. Við byrjuðum aftur. Sylvía las: „Jeg var gáet . . .“ og Skúli starði agndofa lengi lengi. Þetta var bara byrjunin. Skúli átti að nálgast Sylvíu meir og meir; hann var ekki þarna til að kenna skólasystur sinni dönsku, heldur til að reyna við hana. Við fluttum okkur inn í herbergi Skúla. Strax og við komum þar inn réðst Skúli á eina myndina sem hékk á veggnum og krumpaði hana saman, eldrauður í framan. Sylvía stökk á Skúla og vildi fá að sjá myndina. Skúli harðneitaði því og barðist á móti. Þau veltust um í sófanum en ég stökk fram í dyragætt og beið spenntur. Að lokum öskraði Skúli. Sylvía kleip hann svo í punginn að hann missti allan mátt, myndin samankrumpaða datt á gólfið og Sylvía tók hana upp og skoðaði. „Skúli þó!“ sagði Sylvía hneyksluð en samt í vingjarnlegum tón. „Ertu svona illa haldinn?“ „Má ég sjá?“ spurði ég og steig nær. „Nei,“ sagði Sylvía og vöðlaði myndinni saman. „Þetta er leyndarmálið okkar Skúla. Auk þess er myndin stranglega bönnuð inn- an sextán.“ Skúli var enn blóðrauður í framan. Sylvía klappaði honum á kinnina og sagði að hún hefði bara verið að grínast. „Jæja þá, nú er að byrja á alvörunni,“ til- kynnti ég. Þau tylltu sér á rúmið. Sömu stellingar. Sylvía að lesa, Skúli starandi. Hann átti að falla fram og kyssa hana meðan hún las - en Skúli hreyfðist ekki. Hvað var eiginlega að honum?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.