Dagur - 30.11.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 - DAGUR - 11
fþrótfir
Karfa:
Þór-Haukar
í kvöld
Þórsarar leika í íþróttahöll-
inni á Akureyri gegn Hauk-
um í Úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í kvöld klukkan
19.30. Báðum liðum hefur
ekki gengið sem skyldi að
undanförnu og eru sjálfsagt
æst í að snúa við spilinu.
„Þessi leikur leggst ágætlega
í mig. Hins vegar er því ekki
að leyna að okkur hefur alltaf
gengið illa með Haukana. Þeir
eru eldfljótir í hraðaupphlaup-
um, með þá Henning Henn-
ingsson og ívar Ásgrímsson í
fararbroddi, og þá verður að
stoppa," sagði Jóhann Sig-
urðsson leikmaður Þórs.
Jón Örn Guðmundsson get-
ur leikið aftur með Þórsliðinu
en hann var í leikbanni í síðasta.
leik gegn Tindastóli. Það má
því búast við Þórsliðinu
grimmu í kvöld því þeir hafa
harma að hefna frá fyrri leik
liðanna í vetur þegar Haukar
unnu stórt.
Úrvalsdeildin
í körfubolta
A-riðill:
IBK
Grindavík
ÍR
Valur
Reynir
10 7 3 969:816 14
11 6 5 899:913 12
11 5 6 812:833 10
11 3 8 834:853 6
10 0 10 695:970 0
B-riðill:
UMFN
KR
Haukar
UMFT
Þór
11 11-0 994: 882 22
10 8-2 744: 678 16
10 5-5 887: 791 10
11 5-6 956: 938 10
11 3-8 898:1017 6
Einbeitingin verður að vera í lagi þegar gefið er upp eins og sést á þessari
mynd af Tómasi Guðjónssyni. Mynd: kl
Borðtennis:
Gott mót hjá Magna
að Hraftiagili
Aldursilokkamót Magna í
borðtennis fór fram í íþrótta-
húsinu að Hrafnagili um síð-
ustu helgi. Þátttakendur voru
tæplega 90 frá fímm félögum.
Sagt var frá mótinu á íþrótta-
síðu á þriðjudaginn en við
munum nú fjalla nánar um
það.
Keppni hófst á Magnamótinu
með keppni í aldursflokkum á
laugardaginn. í flokki 17 ára og
eldri sigraði Tómas Guðjónsson
en Hrefna Halldórsdóttir í
kvennaflokki. En annars varð
röðin í einstökum aldursflokkum
þessi:
Karlar 17 ára og eldri:
1. Tómas Guðjónsson KR
2. Kristján V. Haraldss. Víkingi
3. Hjálmtýr Hafsteinsson KR
Stúlkur 17 ára og eldri:
1. Hrefna Halldórsdóttir Víkingi
Skíði:
Fá Ólafsfirðingar sænskan
skíðaþjálfara í vetur?
- ekkert gekk að fá innlendan þjálfara
Það gengur erfíðjega að ráða
skíðakennara á Ólafsfjörð og
eru nú forráðamenn UÍÓ að
leita hófanna í Svíþjóð með
aðstoð Rajsu Nyberg lands-
liðsþjálfara. „Við reyndum
lengi hér innanlands en feng-
um engan hæfan mann og það
er því þrautalending að reyna
að ráða sænskan skíðaþjálf-
ara,“ sagði Björn Þór Ólafsson
formaður UIÓ í samtali við
Dag.
Ungmennafélagið hefur í haust
Enn sigrar Njarðvík:
Tindastóll sprakk á sprettinum
- fjörugur leikur á Króknum
Njarðvíkingar héldu sigur-
göngu sinni áfram í Úrvals-
deildinni í körfuknattleik, er
þeir heimsóttu Tindastól á
Sauðárkróki á þriðjudags-
kvöldið. Leikurinn var æði
sveiflukenndur en jafnframt
mjög skemmtilegur. Lokatöl-
urnar urðu 82:93.
Heimamenn byrjuðu af krafti
og sýndu stórgóðan leik fyrstu
mínúturnar. Varnarleikurinn var
í topplagi og fráköstin voru
undantekningarlaust eign Stól-
anna. Það var helst Teitur
Örlygsson sem hélt Njarðvíking-
um á floti með þriggja stiga körf-
um af hreint ótrúlegu færi.
Þegar líða tók á hálfleikinn
jafnaðist leikurinn nokkuð og
loks náðu gestirnir undirtökun-
um fyrir hlé, en þá var staðan
40:46.
Stólarnir byrjuðu seinni hálf-
leikinn af sama krafti og þann
fyrri og eftir 5 mín. höfðu þeir
skorað 16 stig gegn 6 stigum
Njarðvíkinga og staðan orðin
56:52. En þá tóku Njarðvíkingar
kipp og jöfnuðu leikinn. Liðin
skiptust nú á að hafa frumkvæðið
í leiknum og þegar um fjórar
mínútur voru eftir var staðan
80:81. Þá var komið að þætti
Friðriks Rúnarssonar Njarðvík-
ings. Hann skoraði hverja körf-
una á fætur annarri, meðan ekkert
gekk upp hjá heimamönnum og
skyndilega var staðan orðin 82:93
sem urðu einmitt lokatölur leiks-
ins.
Njarðvíkurliðið er geysisterkt.
Aðall þess er liðsheildin. Þegar
hittnin brást hjá einhverjum leik-
manni tók bara sá næsti við og
skipti engu máli hvort það var
varamaður eða ekki. Samt sást
það í leiknum að þeir eru ekki
ósigrandi, en til þess að sigra þá
verður að halda uppi góðum leik
allar fjörutíu mínúturnar. Teitur
Örlygsson var besti maður Njarð-
víkinga í þessum leik. Patrick
Releford hitti illa framan af en
honum gekk betur þegar líða tók
á leikinn og sýndi þá hvers hann
er megnugur. Þá átti Friðrik
Rúnarsson eftirminnilegar loka-
mínútur.
Tindastólsliðið sýndi á upp-
hafsmínútum hvors hálfleiks
hvers það er megnugt. En ein-
beitingarleysi á lokamínútunum
varð þeim piltum að falli. Það var
engu líkara en að menn ætluðu
að skora fleiri en eina körfu í
hverri sókn. Hefði liðið haldið ró
sinni á þessum afdrifaríku mínút-
um er ekki gott að segja hver úr-
slitin hefðu orðið.
Bestu menn liðsins voru þeir
Sturla og Bo. Einnig átti Valur
ágætan seinni hálfleik. Sturla
sýndi það og sannaði að hann er
einn besti varnarmaður deildar-
innar og átti frábæran leik í vörn-
inni. Bo sýndi líka að hann getur
leikið. góða vörn. Hann hafði
gætur á Releford fyrstu mínút-
urnar og sá til þess að hann skor-
aði ekki mikið af stigum.
Stig Tindastóls: Bo 36, Valur 27,
Sturla 10, Sverrir og Eyjólfur 4 hvor,
Ólafur 2 og Björn 1.
Stig Njarövíkinga: Teitur 30, Releford
26, Friðrik Rúnars 16, Jóhannes Krist-
björns og ísak Tómasson 7 hvor, Kristinn
Einarsson 5 og Friðrik Ragnars 2.
Dómarar voru þeir Árni Freyr
og Sigurður Valgeirsson og höfðu
þeir ekki alveg nógu góð tök á
leiknum. kj
unnið að endurbótum á skíða-
aðstöðunni í Ólafsfirði og verður
m.a. lýsingin í fjallinu stórbætt.
„Við erurn því tilbúin að taka við
snjónum þegar hann kemur,“
sagði Björn Þór.
Formaðurinn segist ekki skilja
hve erfiðlega gangi að fá skíða-
þjálfara því efniviðurinn sé fyrir
hendi á staðnum, en skíðakrakk-
ar frá Ólafsfirði stóðu sig mjög
vel á mótum í fyrra og er langt
síðan Ólafsfjörður hefur átt jafn
marga efnilega skíðamenn. Þar
að auki sé góð íbúð í boði fyrir
þjálfarann í Ólafsfirði. „Ástæðan
hlýtur að vera sú að það sé hörguli
á nrenntuðum skíðakennurum
hér á landi og er það umhugsun-
arefni fyrir forsvarsmenn skíða-
mála á Islandi," sagði Björn Þór
Ólafsson formaður UÍÓ.
2. Hrafnhildur Sigurðard. Víkingi
3. Anna Bára Bergvinsd. Magna
4. Svava Guðjónsdóttir Magna
Piltar 15-17 ára
1. Stefán Gunnarsson Magna
2. Axel Eyfjörð Magna
3. Sævar Helgason Þór
4. Gísli Oddgeirsson Magna
Stúlkur 15-17 ára:
1. Guðrún Pétursdóttir Magna
2. Hólmfríður Björnsd. Magna
3. Guðrún Guðmundsd. Víkingi
Sveinar 13-15 ára:
1. Ársæll Aðalsteinsson Víkingi
2. Benedikt Benediktsson UMSE
3. Steinn Símonarson Magna
4. Guðmundur Halldórss. Magna
Meyjar 13-15 ára:
1. Áðalbjörg Björgvinsd. Vfkingi
2. Elín Þorsteinsdóttir Magna
3. Ingibjörg Árnadóttir Víkingi
Piltar 13 ára og yngri:
1. Sigurður Jónsson Víkingi
2. Ólafur Eggertsson Víkingi
3. Samúel Georgsson Víkingi
4. Ægir Jóhannsson Magna
Telpur 13 ára og yngri:
1. Eva Jósteinsdóttir Víkingi
2. Berglind Bergvinsd. Magna
3. Margrét Hermannsd. Magna
4. Hjördís Skírnisdóttir Magna
Á sunnudag var síðan keppt í
punktamóti í meistara- og 1.
flokki karla. Þar sigraði Tómas
Guðjónsson eftir hörkuviðureign
við félaga sinn í KR, Hjálmtý
Hafsteinsson, 21:20, 19:21 og
21:18. Albrecht Ehmann úr
Stjörnunni lenti í 3. sæti.
í meistara- og 1. flokki kvenna
sigraði Aðalbjörg Björgvinsdótt-
ir úr Víkingi. Ingibjörg Árna-
dóttir Víkingi lenti í öðru sæti og
Hólmfríður Björnsdóttir Magna
lenti í þriðja sæti.
í 2. flokki karla var Stefán
Gunnarsson Magna öruggur sig-
urvegari. í öðru sæti lenti Arnþór
Gunnarsson Stjörnunni og Sig-
urður Jónsson Víkingi lenti í
þriðja sæti.
Sturla Örlygsson
með UMFT.
átti góðan leik
Opnunartími
í desember
Laugard. 02. desember kl. 9-16.
Laugard. 09. desember kl. 9-18.
Mánud. 11. desember kl. 9-21.
Þriðjud. 12. desember kl. 9-21.
Miðvikud. 13. desember kl. 9-21.
Fimmtud. 14. desember kl. 9-21.
Föstud. 15. desember kl. 9-21.
Laugard. 16. desember kl. 9-21.
Fimmtud. 21. desember kl. 9-21.
Föstud. 22. desember kl. 9-21.
Laugard. 23. desember kl. 9-23.
Lokað verður 27. desember v/frís hjá starfsfólki.
Opnum aftur 28. desember kl. 9
HAGKAUP
Akureyri