Dagur - 07.12.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 7. desember 1989
fréttir
Virðisaukinn að fá á sig endanlega mynd:
Frumvarp um breytingu á virðis-
aukaskattslögum lagt fram
- 10 reglugerðir um virðisaukaskatt komnar út
Fjármálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp um
breytingu á virðisaukaskatts-
lögunum frá maí 1988. Breyt-
ingarnar varða skatthlutfallið
og áhrif þess á matvælaverð og
hins vegar rýmri undanþágur,
einkum á mennta- og menn-
ingarsviði. Alls hafa tíu reglu-
gerðir verið gefnar út við lögin
um virðisaukaskatt og nú fyrir
helgina eru væntanlegar tvær
reglugerðir til viðbótar, þær
síðustu áður en lögin taka gildi
um áramót.
Skatthlutfallið verður 24,5%
en nokkrar helstu tegundir
innlendra matvæla munu bera
ígildi 14% skatts með sérstakri
endurgreiðslu sem fest verði í
virðisaukaskattslögunum. Ýmis
menningarstarfsemi er skattskyld
samkvæmt gildandi lögum en
samkvæmt frumvarpinu verða
ýmsar undanþágur, t.d. að
leikhús og tónleikastarfsemi
verði undanþegin skatti, svo og
útgáfa tímarita, dagblaða og hér-
aðsfréttablaða. Bókaútgáfa mun
einnig falla undir þessa undan-
þágugrein frá 16. nóvember
'1990.
Húsbyggjendum verður endur-
greiddur virðisaukaskattur og í
frumvarpinu er gert ráð fyrir
undanþágu til hitunar íbúðar-
húsnæðis. Ökukennsla fellur
einnig undir undanþáguákvæðið
og undanþágugrein vegna íþrótta
hefur verið rýmkuð frá því sem
er í lögunum.
Sem fyrr segir hafa alls 10
reglugerðir við lögin um virðis-
aukaskattslögin litið dagsins ljós.
Pær eru: reglugerð um uppgjör,
uppgjörstímabil og skil fisk-
vinnslufyrirtækja, reglugerð um
virðisaukaskatt af eigin þjónustu
og úttekt til eigin nota innan
óskattskyldra fyrirtækja og stofn-
ana, reglugerð um greiðslu virð-
isaukaskatts af skattskyldri starf-
semi sveitarfélaga og annarra
opinberra aðila, reglugerð um
undanþágu á virðisaukaskatti
Tölvufræðslan Akureyri hf.
og Framhaldsskólinn á Húsa-
vík munu hafa samvinnu um
skrifstofutækninám, sem fyrir-
hugað er að hefjist í annarri
viku jan. nk. Hér er um hag-
nýta og fjölþætta starfsmennt-
un að ræða sem kennd hefur
verið í öllurn fjórðungum og
hafa um 1200 manns lokið
slíku námi, frá því að kennsla
hófst 1986, að sögn Egils Arn-
ars Amarssonar hjá Tölvu-
fræðslunni.
Egill Örn telur að hér sé um að
ræða fyrsta skrefið til aukins sam-
starfs Húsvíkinga og Akureyinga
á þessu sviði, og þegar fram í
Ákveðið hefur verið að hækka
vexti húsnæðislána um eitt
prósentustig þannig að lán sem
báru 3,5% vexti munu bera
4,5% vexti og lán sem báru 1%
vexti bera nú 2% vexti.
Vextir eins flokks lána munu
vegna góðgerðarstarfsemi, reglu-
gerð um endurgreiðslu virðis-
aukaskatts til erlendra ferða-
manna, reglugerð um bókhald og
tekjuskráningu virðisaukaskatt-
skyldra aðila, reglugerð um
sæki geti fleiri möguleikar á sam-
vinnu komið til. Sagði Egill Örn,
í samtali við Dag, að það væri
ekki spurning að samstarfið kæmi
sér vel fyrir bæjarfélagið á Húsa-
vík, hvað varðaði kostnað við
námsgagnagerð og að koma upp
búnaði vegna þessa náms.
Þetta er í fyrsta sinn sem skrif-
stofutækni verður kennd á Húsa-
vík, kennarar frá Húsavík og
Akureyri, auk fólks úr atvinnulíf-
inu á Húsavík, munu annast
kennsluna. Námsefnið skiptist í
þrjá hluta: verklegt nám á tölvu,
bóklegt viðskiptanám og tungu-
málanám. Heildarnámstími mun
nema 256 klst., auk þess sem
ekki hækka nú, en það eru vextir
greiðsluerfiðleikalána. Þau lán
munu áfram sem áður bera 3,5%
vexti.
Vaxtahækkun þessi tók gildi í
gær, 6. desember og gildir um öll
lán sem koma til útborgunar frá
og með þeim tíma. VG
framtal og skil á virðisaukaskatti,
reglugerð um frádrátt innskatts,
reglugerð um sjóðvélar og reglu-
gerð um endurgreiðslu virðis-
aukaskatts til sendimanna
erlendra ríkja. JÓH
nemendum er gefinn kostur á 80
vinnustundum við tölvu utan
kennslustunda.
Alls er kennt í 15 fögum og
lýkur níu þeirra með prófi. Að
námi loknu kallast þátttakendur
skrifstofutæknar.
Við tölvunámið er tekið á öll-
um þáttum daglegrar ritvinnslu,
tölvunotkun, gerð áætlana og
útreikninga á tölvu, vistun gagna,
flokkun og geymslu í tölvutæku
formi, gagnagrunni og auk þess
verður kynnig, á tölvufjarskipt-
um.
Aðspurður um kostnað þátt-
takenda sagði Egill Örn að í sept-
ember í haust hefði slíkt nám á
Akureyri kostað 119 þúsund
krónur, og það yrði ekki hærra
verð á Húsavík. Vonandi yrði um
lægri tölu að ræða þar sem leitað
hefði verið til atvinnurekenda og
stéttarfélaga í bænum um
stuðning.
Á mánudaginn var haldinn
kynningarfundur í Framhalds-
skólanum og næsta mánudag
verður haldinn annar kynningar-
fundur á sama stað og hefst hann
kl. 20.00. IM
Vextir húsnæðislána hækka
Skrifstofutækninám eftir
áramót á Húsavík
- Samstarf Tölvufræðslunnar á Akureyri og
Framhaldsskólans á Húsavík
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð:
Einstaklmgur í sorg sækist
ekki eftir mcöaunikun
- segir sr. Pétur Þórarinsson stjórnarmaður í nýstofnuðum
samtökum á Norðurlandi eystra
Samtök um sorg og sorgarvið-
brögð voru formlega stofnuð á
Akureyri í gær. Undirbúning-
ur fyrir stofnun samtakanna
hefur staðið um nokkurn tíma,
en samtökin eru fyrir fólk í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Um 60 manns sóttu fundinn í
gær en stofnfélagar eru alls um
70 talsins. Formaður samtak-
anna var einróma kjörin Ólöf
Ananíasdóttir.
Með Ólöfu starfa sex einstakl-
ingar í stjórn. Þau eru Kristín
Halldórsdóttir, Ólöf Halblaub,
Ásgeir Bragason, Sigmundur Sig-
fússon, Pétur Þórarinsson og
Jóhanna Ragnarsdóttir.
Sr. Pétur Þórarinsson stjórnar-
maður sagði að enginn vafi léki á
því að mikil þörf væri fyrir sam-
tök sem þessi á Norðurlandi.
„Þörfin er greinilega mun meiri
en kemur fram í fjölda fundar-
gesta því mjög margir hafa haft
samband við okkur sem vorum í
undirbúningsnefndinni og spurt
út í þessi samtök. Fólk áttar sig
ekki á því að þessi samtök eru
öllum opin,“ sagði Pétur. Hann
tók það skýrt fram að samtökin
væru ekki aðeins fyrir þá sem orð-
ið hafa fyrir því að ástvinir látast.
Þau eru líka hugsuð fyrir þá sem
orðið hafa fyrir annars konar
sorg sem t.d. gæti tengst miklu
raski á fjölskylduhögum í tengsl-
um við skilnaði. Það skiptir ekki
máli hver orsök sorgarinnar er.
í lögum félagsins sem byggja á
lögum samtaka sem starfað hafa í
Reykjavík sl. 2 ár í sama tilgangi
segir, að samtökin séu öllum
opin. Markmið þeirra er að
styðja við bakið á syrgjendum og
þeim sem fjalla um eða vinna að
málefnum syrgjenda. Þar má t.d.
nefna aðstandendur, starfsstéttir
eins og presta, heilbrigðisstéttir,
sálfræðinga, félagsráðgjafa og
allt áhugasamt fólk sem t.d. vill
hjálpa vinum sínum og kunningj-
um. Sr. Sigfinnur Þorleifsson
sjúkrahúsprestur, sem mikið hef-
ur starfað með samtökunum í
Reykjavík, hefur verið undirbún-
ingsnefndinni á Akureyri innan
handar með upplýsingar og leið-
beiningar. Þá hafa margir félagar
á Norðurlandi verið félagar í
samtökunum fyrir sunnan og
byggja á sinni reynslu.
Samtökin um sorg og sorgar-
viðbrögð í Reykavík hyggjast á
næstunni senda fólk á sínum veg-
um á námskeið erlendis og von-
ast félagar á Akureyri til þess að
geta tekið þátt í þessu með þeim.
Þá er í undirbúningi útgáfa á
fræðsluefni varðandi sorg og
umgengni við syrgjendur.
Sr. Pétur segir samtökin ekki
síður fyrir þá sem umgangast
syrgjendur því það þarf að læra
að umgangast syrgjendur.
Aðspurður um hvernig umgang-
ast eigi syrgjendur sagði hann,
„eins og annað fólk. Gallinn er
nefnilega sá að þetta hefur ekki
verið gert. Það hefur verið farið í
kringum hlutina og málefnið
fjarlægst. Jafnvel er reynt að sýna
samúð og óþarfa hjálpsemi í stað
þess að ganga beint að einstakl-
ingnum. Einstaklingur í sorg
sækist ekki eftir meðaumkun eða
að verkin séu unnin fyrir hann.
Hann vill frekar stuðning og kær-
leika, en fólk á því miður erfit
með að vera eðlilegt í garð syrgj-
enda.“
Samtökin á Akureyri hafa
fengið inni í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju og stefna að því
að hafa opið hús u.þ.b. tvisvar til
fjórum sinnum í mánuði þar sem
félagar koma saman og spjalla
yfir kaffibolla. Einu sinni í mán-
uði er ætlunin að hafa fræðslu-
fundi þar sem fólk með þekkingu
kemur og ræðir málin. Félagið
mun reyna eftir megni að senda
félaga til þeirra sem verða fyrir
áföllum, eða vitað er að hafa ein-
angrast í sorg sinni. VG
Strásykur
133,- pr. 2 kg.
Juvel hveiti
68,- 2 kg pk.
Bragakaffi
jólablanda
93,- 250 grömm.
I jola-
matinn
á jólaverði
Léttreykt svínakjöt og
léttreyktir lambahryggir.
Lamba hangikjöt m/beini
og lambakjöt úrbeinaö.
Opið virka daga
frá kl. 13-18.30.
Munið!
Opið laugard. 9. des-
ember frá kl. 10-18.