Dagur


Dagur - 07.12.1989, Qupperneq 4

Dagur - 07.12.1989, Qupperneq 4
?. - fllíðAÖ — 's^rtfinep.ab ^ luosbiíímftiR 4 - DAGUR - Fimmtudagur 7. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Allt í plati! Þið fáið ekkert núna! Þessa dagana er Norðlendingum smám saman að verða ljóst að þeir hafa verið hafðir að fífli í þeim stóriðjuviðræðum sem staðið hafa yfir. Ljóst er að Eyjafjörður hefur aldrei verið inni í myndinni í samningaviðræðunum við erlendu álforstjórana, þótt því hafi ítrekað verið haldið fram af iðnaðarráðherra og fleirum að Eyjafjörður kæmi sterklega til greina í þessu sam- bandi. Það er fróðlegt að rifja upp nú ummæli Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra, frá fundi um fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir, sem haldinn var á Akureyri 13. september sl. Þar sagði ráðherrann að hann teldi Eyjafjarðarsvæðið koma sterk- lega til greina þegar bygging nýs 200 þúsund tonna álvers væri annars vegar. Hann sagði að Eyjafjörður væri eina svæðið utan suðvesturshorns landsins, sem hefði nægilega stóran vinnumarkað til að taka með góðu móti við jafnviðamiklum iðnrekstri sem álver af slíkri stærðargráðu væri. Á fundinum var iðnaðarráðherra m.a. spurður að því hvort hann hefði ekki áhyggjur af þeirri byggðaröskun sem óhjákvæmilega ætti sér stað, yrði álverið í Straumsvík stækkað ellegar nýtt álver reist á Reykjanesi og virkjanaröð jafnvel breytt í kjölfarið. Þeirri spurningu svaraði iðnaðarráðherra svona: „Auðvitað horfa menn á byggðaþróunarleg áhrif af slíkri fjárfestingu. Ég held að svarið sé að taka stærra skrefið [þ.e. að reisa nýtt álver í Eyjafirði]. Þetta er augljóslega það hag- stæðasta sem við getum gert. Til að ná æskilegu jafnvægi í þróun byggðar í landinu þurfum við að hugsa stærra, ákveða meira og þora að gera það sem gera þarf til að gefa von um betri framtíð, meiri atvinnu og betri kjör á svæði eins og Eyja- firði. Það ríður á að við þorum að taka þá ákvörðun sem dugir til að byggja upp slíkan kjarna annars staðar en á suðvestur- horni landsins. Ég hef alls ekki talið mig koma færandi nein gylíiboð. Þá hefði ég talað allt öðruvísi. Ég hef hér talað um það sem ég tel rétt, að skynsemi og rökhyggja eigi að ráða ferð þegar röð virkjana og framkvæmda er valin. “ Svo virðist sem þessi ágæta ræða iðnaðarráðherra hafi ekki komið beint frá hjartanu. Allavega lýsti sami iðnaðarráðherra því yfir í útvarpinu í fyrradag að því miður fengju Eyfirðingar væntanlega ekki þetta nýja, stóra álver, sem nú er í burðar- liðnum. Þeir fengju kannski næsta álver þar á eftir .. . Og þar með var málið afgreitt! Óhætt er að fullvissa iðnaðarráðherra, svo og aðra ráða- menn þjóðarinnar um það að svona auðveldlega komast þeir ekki frá þessu máli. Þótt iðnaðarráðherra sé í forsvari í stór- iðjumálunum bera ríkisstjóm og Alþingi fulla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Ef sú ákvörðun verður tekin að reisa nýtt álver á Reykjanesi, verður það mesta byggðarösk- unarákvörðun íslandssögunnar. Sú ákvörðun yrði ekki í þágu íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar til lengri tíma er litið, því áframhaldandi og aukin byggðaröskun mun reynast þjóðinni afar dýrkeypt. Ef það er staðreynd að þingmenn, sem hafa umboð kjósenda sunnan heiða, þora ekki að taka ákvörðun um að reisa nýtt álver í Eyjafirði af ótta við að tapa fylgi, eru þeir ekki hæfir til að axla þá ábyrgð sem þeim er falin. Alþingis- menn eiga fyrst og fremst að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild, hagsmunir einstakra kjördæma koma þar á eftir. Það er ómótmælanlega þjóðarhagur að stöðva þá stórfelldu byggðaröskun sem átt hefur sér stað í landinu. Stjómvöld hafa bmgðist þeirri skyldu með framgöngu sinni í yfirstandandi stóriðjuviðræðum. Full ástæða er til að fjalla um þetta mál á Alþingi þegar í stað og fá þannig úr því skorið hvort það sé vilji meirihluta kjörinna þingmanna að marka ný og stórfelld þátta- skil í byggðaþróun landsins. BB. Brynja Óskarsdóttir, félagsráðgjafi, (til vinstri) og Yalgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur, hafa haft veg og vanda af þessu átaki og þær sitja við símann í kvöld og á laugardag. Símanúmerið er 96-25880. Mynd: kl Átak til aðstoðar þolendum siflaspella á Akureyri og nágrenni: Símatími í kvöld og laugardag fyrsta skref til að ijúfa þögnina í kvöld, fimmtudag, frá kl. 19- 23 og nk. laugardag 9. desem- ber kl. 13-17 gefst konum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi kostur á að hringja í síma 96-25880 og greina frá sinni reynslu. Með öll samtöl verður farið sem algjört trún- aðarmál og á það er lögð áhersla að ekki sé nauðsynlegt að gefa upp nöfn viðkomandi þolenda sifjaspella. Það eru Valgerður Magnúsdóttir, sál- fræðingur, og Brynja Oskars- dóttir, félagsráðgjafi, starfs- menn Félagsmálastofnunar Akureyrar, sem sitja við sím- ann og ræða þessi mál við hlut- aðeigandi. I framhaldi af símatímum verður boðið upp á svokallaða sjálfshjálparhópa fyrir konur sem orðið hafa fyr- ir sifjaspellum. Undirbúningur að þessu átaki hefur staðið yfir að undanförnu og hafa þær Valgerður og Brynja haft veg og vanda af því. Þær hafa í sinni vinnu tekið mið af starfi Vinnuhóps um sifjaspell sem starfað hefur um hríð í Reykjavík og einnig hafa þær horft til reynslu af slíku starfi erlendis. Að sögn Valgerðar og Brynju renna þær að nokkru leyti blint í sjóinn með hversu algeng sifjaspell eru á Akureyri og í ná- grannabyggðum en ekkert bendir til að það sé óalgengara en til dæmis í Reykjavík. Þörf fyrir slíka þjónustu er því talin ótví- ræð og konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eru hvattar til að hringja í áðurgreint síma- númer og segja frá sinni reynslu. Á það er lögð rík áhersla að fyrsta skrefið sé að rjúfa þögnina. Að sögn Valgerðar Magnús- dóttur er sjálfshjálparhópur einn af úrræðum sem þær hyggjast bjóða sínum skjólstæðingum. „Hvort hann getur orðið að veru- leika veltur á því hvort nógu margar konur treysta sér til að vinna í hópi. Hópur af fullorðn- um konum er einn möguleikinn, hópur ungra stúlkna er annar möguleikinn og þriðji möguleik- inn er hópur mæðra þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er rétt að fram komi að við höfum útvegað okkur hentugt húsnæði fyrir slíkt hópstarf.“ Að sögn Valgerðar er það vissulega staðreynd að kynferðis- legt ofbeldi gagnvart drengjum er til staðar, en þó ekki í sama mæli og gagnvart stúlkum. Hún tekur fram að síminn sé opinn fyrir bæði kyn en sjálfshjálparhópar miðist einungis við konur. „Við erum ekki að tala um sifjaspell og annað kynferðislegt ofbeldi í þröngri merkingu, held- ur kynferðislegt samband milli barns og einhvers nákomins full- orðins sem það hefur haft trúnað- arsamband við. Allt kynferðis- legt ofbeldi er til þess að full- nægja einhverjum hvötum full- orðna aðilans og algjört virðing- arleysi við barnið og tilfinningar þess,“ segir Valgerður. Samkvæmt tölfræðinni er talið að á milli 10 og 20 prósent fólks hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi. Tjón sem fólk verður fyrir vegna þessa er mjög mismunandi og varir oft- ast ævilangt. Einkenni sifjaspella birtast í ýmsu. Nefna má sjálfsfyrirlitn- ingu, lítinn skilning á eigin þörfum, skort á sjálfstrausti, kyn- ferðisleg vandamál og þunglyndi. Þá má nefna að fólk sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi glatar trausti á öðru fólki og missir um leið fótfestu og öryggi í lífinu. Þær Valgerður og Brynja nefna að margt geti unnist með hópstarfi fyrir þolendur sifja- spella. í fyrsta lagi að læra að mynda tengsl við annað fólk og endurheimta traust á sjálfum sér og öðrum. Þá er mikilvægt að hjálpa þolendum að átta sig á til- finningum sínum, niðurbældri reiði, og gera þeim ljóst að kyn- ferðislegt ofbeldi er ekki þeim að kenna, heldur fullorðna aðilan- um. Valgerður lætur þess getið að ákveðið sé að gefa þolendum sifjaspella kost á að hringja í áðurgreint símanúmer alla virka daga í næstu viku frá kl. 13 til 14. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.