Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 7. desember 1989 Opinskátt viðtal við mann sem sat í fangelsi: „Maður gekk í saurnum og hlandinu af sjálfum sér og öðrum föngunf - segir Óli G. Jóhannsson, sem sat í fangelsi á Skólavörðustíg og Kvíabryggju Fangelsi. Svar þjóðfélagsins við afbrotum. Á bak við rimlana eiga fangarnir að hugsa sinn gang og koma út betri menn. Því miður virðist þetta kerfi ekki ganga upp, nema í einstaka tilfellum. En hvernig er lífið í fangelsi? Örugg- lega gjörólíkt því sem menn halda. Ekki langar mig til að kynnast því af eigin raun en með viðtali við mann sem setið hefur í fangelsi má fá mynd af tilveru afbrotamanns í betrunarvist. Sú mynd er svört, sótsvört. Þessi maður heitir Óli G. Jóhannsson, þekktur myndlistarmaður á Akureyri. Hann vann á póst- húsinu á Akureyri og var sekur fundinn um fjárdrátt. Hann hefur tekið út sína refsingu. Óli G. féllst á að svipta hulunni af lífi fangans. Lesendur eru beðnir að hafa í huga að hér á eftir er verið að lýsa íslenskum fangelsum, ekki illræmdum fangabúðum í fjarlægum löndum. Ég hitti Óla aö máli í síðustu viku, daginn eftir að hann varð frjáls maður á ný. Hann var að undirbúa málverkasýningu í Gamla Lundi, sýningu sem var fjárhagslegur lífróður fyrir hann, svo ekki sé minnst á félagslega þáttinn. Auðvitað vissu allir Akureyringar og reyndar alþjóð af því þegar Oli var dæmdur. Fjölmiðlarnir og slúðrið sáu til þess og það kom meira að segja fyrir að fjölmiðlar fengu vitneskju um framgang málsins á undan Óla sjálfum. Hann er þreytulegur eftir sex mánaða innilokun. Pað hlýtur að vera erfitt að koma út í þjóð- félagið aftur þrátt fyrir alla til- hlökkunina, erfitt að koma til Akureyrar, sjá fólk stinga saman nefjum og pískra. En við skulum skoða aðdragandann að fangavist Óla G. Jóhannssonar og síðan velta fyrir okkur lífinu innan veggja. Fangar lokkaðir til samvinnu með iygum „Það er engin launung að ég braut af mér sem opinber starfs- maður, eins og allir vita. Niður- staðan úr þessu máli er sú að ég kem út eignalaus maður með 12 mánaða réttardóm á bakinu." - Sættir þú þig við þetta í upp- hafi? „Ég hef alla tíð gert það. Ég braut af mér og átti skilið að fá þá refsingu sem kerfið bauð upp á. Hins vegar upplifði ég það í lög- reglurannsókn og kerfinu að fangar eru beittir lygum og ég er ennþá sannfærðari um þessa starfshætti eftir að hafa kynnst mönnum sem hafa fengið dóma. Játningar eru pressaðar af mönn- um og þeir eru lokkaðir til sam- vinnu með lygum. Mér var tjáð það strax af rannsóknaraðilum og Íögfræðingi mínum að ef ég rnyndi verða samstarfsfús þá yrði sú viðleitni metin til Iækkunar á dómi. Þetta er bara bragð sem þeir nota á menn sem eru lítil- sigldir í afbrotum því þegar upp er staðið er ekkert tillit tekið til hegðunar manns meðan á rann- sókn stendur.“ - Þú fékkst þungan dóm í hér- aði. „Já, ég fékk 16 mánaða fang- elsisdóm hér heima í héraði þrátt fyrir að ég hefði greitt til baka obbann af þeim peningum sem fóru á vergang. Það er líka dálít- ið sérstakt við þetta mál að sá sem rannsakar það dæmir mig síðan. Þetta er hliðstætt máli Jóns Kristinssonar að þessu leyti þótt það hafi verið smámál miðað við afbrotamál. Ég vil geta þess að ég hef ekk- ert nema gott um rannsóknarlög- regluna á Akureyri að segja. Þetta eru drengir hinir bestu.“ Marklaust embættisbréf - Málið fer síðan fyrir Hæstarétt og dómurinn er mildaður. „Hæstaréttardómurinn var 12 mánuðir og alþjóð vissi það nokkrum dögum á undan mér.“ - Nú? „Já, ég fékk að vita af þessum dómi í gegnum útvarpsfréttir þegar ég var að sigla inn Eyja- fjörðinn á Kaldbak, þar sem ég var búinn að vera háseti í tvö og hálft ár. Það var einkum tvennt sem bjargaði mér á þessum tíma. Fjölskyldan og vinir studdu vel við bakið á mér og svo sökkti ég mér í vinnu. Togaramennskan var björgunarbátur fyrir mig sál- arlega. Síðan líður að því að ég á að fara að taka út dóminn. Ég hafði nýtt mér allan þann frest sem mögulegt var að fá til að undir- búa mig peningalega og andlega fyrir 12 mánaða fangelsisdvöl. Þjóðfélagið hjálpar manni ekki og ég þurfti að taka 900 þúsund króna lífeyrissjóðslán áður en ég fór í fangelsið og svipaða sögu get ég sagt af mörgum refsiföng- um sem ég hef kynnst. í febrúar á þessu ári fékk ég bréf frá Fangelsismálastofnun, undirritað af forstöðumanni stofnunarinnar, þar sem ég var boðaður í fangelsið á Akureyri 1. júní. Ég fór í land hálfum mán- uði áður en ég átti að mæta í fangelsið til að geta verið með fjölskyldu minni og undirbúið mig. Ég hringdi í lögregluna á Akureyri til að spyrja hvenær dags þeir vildu helst taka á móti mér en þá könnuðust þeir ekkert við mig. Þá höfðu orðið einhverj- ar breytingar sem mér hafði ekki verið sagt frá. Ég hringdi í for- stöðumann Fangelsismálastofn- unar og hann sagði að ég ætti aö mæta á Skólavörðustíginn. Embættisbréfið frá æðsta manni stofnunarinnar hélt ekki þegar á hólminn var komið.“ Þurfti að kaupa flugfar í fangelsið - Hver urðu viðbrögð þín? „Ég hugsaði með mér: Fyrst þetta bréf heldur ekki hvað held- ur þá í þessu kerfi? Ég byrjaði á því að afla mér upplýsinga og komst fljótlega að því að fangels- ið á Skólavörðustígnum er hreint helvíti. I gegnum vini og kunn- ingja reyndi ég að koma málum þannig fyrir að ég yrði þar sem styst. Ég sæki það fast að komast á Kvíabryggju því það var lífs- spursmál fyrir mig að komast á stað þar sem ég gæti rnálað. Lista- gyðjan varð að bjarga mér. Ég fékk þau svör frá forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að ef ég gerði mér það að góðu að vera á Skólavörðustígnum í mánuð þá fengi ég að fara á Kvíabryggju. Eðlilega þá treysti ég ekki svör- um þessa manns og hringdi í ráðuneytisstjórann í dómsmála- ráðuneytinu og bað hann að skoða þetta mál. Eins hringdi ég í prestinn í Grundarfirði og liað hann að fylgjast með því hvort ég skilaði mér innan mánaðar á Kvíabryggju svo ég myndi ekki týnast í kerfinu. Astæðan fyrir því að Fangelsis- málastofnun vill fá fanga af landsbyggðinni inn á Skólavörðu- stíg er sú að þeir vilja flokka fólkið í sundur þar með sálfræðingum, félagsfræðingum og afbrotasér- fræðingum. Þetta var ástæðan sem mér var gefin. Nú, ég hélt að ég ætti að gefa mig fram við lög- regluna í mínu lögsagnarumdæmi og hún myndi síðan senda mig suður en það reyndist ekki rétt. Ég þurfti að kaupa mér flugfar til að komast í fangelsið! Maöur þarf sjálfur að bera kostnað af ferð og gistingu til að komast í fangelsi. Þegar ég var kominn suður hringdi ég á Skólavörðu- stíginn og spurði hvenær þeir vildu taka við mér. Þá var mér sagt að koma rétt fyrir miðnætti því þá myndi ég græða einn dag á því. Og ég kom í tukthúsið rétt fyrir miðnætti 1. júní.“ „Eins og apar í dýragarði“ - Reyndist Skólavörðustígúrinn vera það helvíti sem þú hafðir frétt af? „Já, það er óhætt að fullyrða það. Ég var settur inn í lítinn og loftlausan klefa. Þar voru tveir menn fyrir. í klefanum var citt borð, þrjú flet, þrír stólar og tveir klæðaskápar. Það litla sem maður fær að hafa með sér kemst ekki fyrir, enda ekki gert ráð fyr- ir nema tveimur mönnum í klefa. Ég var þarna méð menntaskóla- kennara og eiturlyfjaneytanda, vænstu mönnum að spjalla við. Maður var ósköp lítill í þessum félagsskap, en það kom í ljós að afbrotamennirnir sjálfir eru einu sálfræðingarnir sem leggja manni lífsreglurnar í þessu kerfi. Fangarnir eru lokaðir inni í klefanum fyrir miðnætti og fram til morguns. Þeir fá að rúlla eftir tveimur göngum sem eru einu samverustaðirnir. Það er allt kjaftfullt í fangelsinu. Menn fá að fara út í fangeisisgarðinn tvisvar á sólarhring, hálftíma í senn. Margir eru feimnir við að fara út í garðinn því yfir honum gnæfa bankahús og íbúðabyggingar og fólk getur séð hverjir eru þarna. Fangar eiga ekki að vera sýning- argripir en í fangelsisgarðinum eru þeir eins og apar í dýragarði og þessi fangelsisgeiri er allur einn dýragarður. „Gekk í saurnum og hlandinu“ Og Óli heldur áfram: „Ég beið eftir því sem yfirmað- urinn hafði boðað, þ.e. að láta flokka mig niður. Á fimmta degi var ég kallaður í læknisskoðun. Slíkar skoðanir þekki ég mæta vel, t.d. frá því ég lærði flug, og bjóst við að hún yrði ströng og nákvæm. Nei, aðalmálið var að spyrja hvort ég væri samkyn- hneigður, hvort ég hefði verið með vændiskonu eða fengið blóð. Það var AlDS-fárið sem skipti öllu, að öðru leyti var læknisskoðunin kák. Þetta er alvarlegur hlutur. Það er verið að henda alls konar mönnum í svartholið; eiturlyfja- neytendum, mönnum sem eru á götunni, illa förnum mönnum og það gefur auga leið að fjölskyldu- feður kæra sig ekki um að smitast af sjúkdómum í þessu samfélagi. Hreinlætisaðstaða er líka fyrir neðan allar hellur. Fljótlega þurfti ég að biðja lækninn um pensilín því ég fékk bólgur og gröft í þær. Ég vissi ekki hvað þetta var en fangarnir bentu mér á að þetta væru flóabit. Þegar maður kveikir Ijós á nóttunni eru veggirnir oft á hreyfingu því það er svo mikið af silfurskottum þarna. Það eru tvö klósett fyrir alla fangana. Skólpleiðslurnar eru utanáliggjandi úti í fangelsisgarð- inum. I júní pressaðist bæði hland og saur út um samsetningar á rörinu og lak út í garðinn. Mað- ur gekk í saurnum og hlandinu af sjálfum sér og öðrum föngum. Við þurftum að taka skóna sem við notuðum úti í drullunni inn í klefa til okkar því það var engin aðstaða til að geyma þá annars staðar.“ Atvinnuleysi í vinnufangelsi - Hvernig léstu tímann líða á þessum óyndislega stað? „Það var um lítið annað að ræða en lestur og sjónvarpsgláp. Sjónvarpið er á fangelsisgangin- um, sem er loftlaus og lokaður. Þangað fara menn með stólana sína. Stór hluti fanganna getur drukkið í sig svefnlyf og sljóvg- andi lyf. Það er það sem er léttast að fá. Fangaverðirnir voru óvenju almennilegir við mig og má líta á þá sem sólargeisla í þessu svart- holi. Eftir átta daga var mér tilkynnt að ég ætti að fara á Kvíabryggju, sem var mun fyrr en til stóð, þannig að undirþúningur minn í kerfinu hefur skilað sér. En lítum á eitt: Ég var kominn suður til að hitta sérfræðinga Fangelsismála- stofnunar, þeir áttu að flokka mig. En ég sá aldrei sálfræðing, aldrei félagsfræðing og hvað þá afbrotafræðing. Til hvers þurfti ég þá að fara suður?" - Þá tekur Kvíabryggjan við. Hvað geturðu sagt mér um dvöl- ina þar? „Éorstöðumaðurinn þar er Þetta er alvarlegur hlutur. Það er verið að henda alls konar mönnum í svartholið; eiturlyfjaneytendum, mönnum sem eru á götunni, illa förnum mönnum og það gefur auga leið að fjölskyldufeður kæra sig ekki um að smitast af sjúkdóm- um í þessu samfélagi. Hreinlætis- aðstaða er líka fyrir neðan allar hellur. Fljótlega þurfti ég að biðja lækninn um pensilín því ég fékk bólgur og gröft í þær. Eg vissi ekki hvað þetta var en fangarnir bentu mér á að þetta væru flóabit. Þegar maður kveikir Ijós á nóttunni eru veggirnir oft á hreyfingu því það er svo mikið af silfurskottum þarna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.