Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 11 bridds Bridgefélag V.-Húnvetninga Hvammstanga: Erlingur og Eggert sigruðu í aðaltvímenningi félagsins Aðaltvímenning Bridgefélags ' Vestur-Húnvetninga á Hvamms- tanga er nýlokið og urðu úrslit þau, að þeir Erlingur Sverris- son og Eggert Ó. Levy sigr- uðu, eftir að Karl Sigurðsson og Kristján Björnsson höfðu leitt allt mótið, sem var spilað á 5 kvöldum. Þeir Karl og Kristján urðu að gera sér annað sætið að góðu, en fimm efstu sveitirnar urðu þessar: stig 1. Erlingur Sverrisson - Eggert Ó Levy 620 2. Karl Sigurðsson - Kristján Björnsson 597 3. Einar Jónsson - Örn Guðjónsson 549 4. Sigurður H. Sigurðsson - Marteinn Reimarsson 539 5. Guðmundur H. Sigurðsson - Bjarni R. Brynjólfsson 538 Sem fyrr sagði var tvímenning- urinn spilaður á 5 spilakvöldum og úrslit einstakra kvölda urðu þessi: 1. kvöld: stig KarlSigurðsson - Kristján Björnsson 109 Hallmundur Guðmundsson - Erlingur Sverrisson 92 2. kvöld: Jóhanna Harðardóttir - Hallmundur Guðmundsson 120 Erlingur Sverrisson - Eggert Ó Levy 116 3. kvöld: Erlingur Sverrisson - Eggert Ó Levy 133 Sigurður H. Sigurðsson - Marteinn Reimarsson 118 4. kvöld: Einar Jónsson - Örn Guðjónsson 123 Karl Sigurðsson - Kristján Björnsson 119 5. kvöld: Erlingur Sverrisson - Eggert Ó Levy 113 Flemming Jessen - Eggert Karlsson 96 Því næst var spiluð sveita- keppni, sem heitir Norðurbær- Suðurbær. Tekið var mið af Hvammsá og voru 3 sveitir í hvoru liði. Leikar fóru þannig að Suðurbær vann sína leiki á öllum borðum og hlaut 66 stig á móti 24 stigum Norðurbæinga. Akureyrarmót Bridgefélags Akureyrar: Konur, rjúfum þögnina! Opinn sími um sifjaspell Við hvetjum ykkur sem hafið orðið fyrir sifja- spellum eða öðru kynferðislegu ofbeldi að láta vita af ykkur og rjúfa þögnina. Sími 25880 fimmtudaginn 7. des. kl. 19-23 og laugardaginn 9. des. kl. 13- 17. Brynja Óskarsdóttir, félagsráögjafi. Valgerður Magnúsdóttir, sálfræöingur. Jóla-bingó á Hótel KEA laugardaginn 9. desember kl. 14.00 Góðir vinnirigar Stjórnendur: Sveinn Kristjánsson og Jón Arnþórsson. Grípið tækifæríð og spilið nokkur bingó um leið og farið er til innkaupa. Framsóknarielag Akureyrar. ... Hvernig líst þér á þessar tillögur: Bayonneskinka kr. 795,- pr. kg Hringskorinn svínabógur kr. 397,- pr. kg Svínahamborgarlæri kr. 530,- pr. kg Lambahamborgarhryggur kr. 530,- pr. kg Auövitad getur þú fengiö fjölmargt annaÖ hjá okkur í matinn yfir hátíÖarnar Líttu inn og sjáðu úrvalið Við bjóöum þér aðeins það besta! Kær kveÖja frá starfsfólki í kjörbúöum KEA og útibúum Tilboð óskast í 2 fólksbifreiðar til lúkningar aðflutningsgjöldum, samanber 111. gr. laga nr. 55/87. Oldsmobile Cierra árg. 1983 og Buick Regal Limited árg. 1981. Bifreiðarnar eru til sýnis í Almennu toll- vörugeymslunni. Tilboðum sé komið til tollafgreiðslunnar Hafnarstræti 107, 600 Akureyri fyrir 29. desember nk. Tilboð munu opnuð þann dag kl. 14.00. Asktlitii i er léíiui iii að taka hvaða buöi sem er eöa hafna öllum. Tollstjórinn á Akureyrl. 5. desember 1989. Hermann og félagar enn efstir eftir 14 umferðir Nú er lokið 14 umferðum af 18 í Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar, sveitakeppni. Her- mann Tómasson og félagar sitja sem fyrr í efsta sætinu, þrátt fyrir tap gegn sveit Stefáns Vilhjálmssonar í ann- arri umferðinni á þriðjudags- kvöld, 8-22 og jafntefli gegn sveit Grettis Frímannssonar. Sveit Dags heldur enn öðru sætinu. Eftir frekar laka útkomu í síðustu tveimur umferðum, er munurinn á sveit Dags og sveit Grettis Frímannssonar aðeins 1 stig. Aðeins eru 4 umferðir eftir og röð efstu sveita er þessi: stig 1. Hermann Tómasson 275 2. Dagur 250 3. Grettir Frímannsson 249 4. Gunnar Berg 234 5. Stefán Vilhjálmsson 228 6. Örn Einarsson 226 7. Tengiliðir 166 Næstu 2 umferðir verða spilað- ar í Félagsborg n.k. þriðjudag kl. 19.30. Bikarkeppni Norðurlands er nú í gangi og er lokið leikjum úr 1. umferð. Sveit Stefáns Bene- diktssonar úr Fljótum sigraði sveit UMSE með litlum mun, sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði sigraði sveit Tengi- liða á Akureyri talsvert stórt og sveit Gylfa Pálssonar UMSE sigr- aði sveit Stefáns Vilhjálmssonar með nokkrum mun. Önnur umferð er þegar hafin og skal leikjum í þeirri umferð lokið fyrir 1. janúar. -FF/KK Endurskinsmerki |reqaHa Dökkklæddur vegfarandi sést ekki fyrr en í 20—30 m. fjarlægö frá lágljósum bifreiðar, oryggi umferðinni. en meó endurskinsmerki sést hann í 120 —130 m. fjarlægð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.