Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 4
4 — DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989 » ~/7Y A' Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á liðnu ári. VÁTRYGGINGAI ÉIAG ^rlsr ÍSLANDSHF Svæðisskrifstofa Glerárgötu 24 600 Akureyri, símar 23812 og 24242. * Oskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári K. Jónsson & Co hf., Niðursuðuverksmiðja Akureyri. \ Óskum viðskipta vimrni okkar gleðilegra jóki Þökkum viðskiptin á árínu Sljörnusól Flolt form Bílaval Geislagötu 12 Sunnuhlíð Strandgötu 53 * Sími 25856 Sími 27911 Sími 21705 M ___________ \ n Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum okkar bestu jóía- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. AKUREYRI Skipagötu 12 sími 21464 /) /1 \ Óskum viðskiptavinum okkar gleðUegra jóla og farsældar á komandí árí Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. MATVÖRU MARKAÐURINN Kaupangi □□ES MARKAÐUR Fjölnisgötu 4b „Ég teiknaði mynd fyrir Atla, við sögu seni birtist í jólablaði Dags í fyrra, og þá sagðist ég skyldu teikna fyrir hann þegar hann gæfi út bók. Svo kom hann í vor og hermdi upp á mig loforðið,“ sagði Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal. Dagur heimsótti Hólmfríði rétt eftir að Skjaldborg gaf út bókina Kaup- staðarferð dýranna, bamasögu eftir Atla Vig- íússon á Laxamýri með teikningum eftir Hólmfríði. Nú er einnig komin út önnur bamabók sem Hólmfríður hefur myndskreytt, hún er eftir kunnan Aðaldæling, Jóhönnu Steingrímsdóttur í Ámesi. Þetta er Bóka- forlagsbók, 32 bls. og heitir Maríuhænan. Hún fjallar um Maríúhænu sem berst með jólatré frá Noregi til íslands. Maríuhænan býr í garði, ásamt þresti og hunangsflugu, í sam- félagi smádýra, þar sem ástir og örlög ráðast af valdi hins sterkasta og viðhorfi hins veilc- asta. Hólmfríður hefur ekki mynd- skreytt barnabækur fyrr, en á nú tvær á jólabókamarkaðinum ásamt þingeyskum höfundum. Skyldi myndskreyttum, íslensk- um bókum fyrir yngri börn vera að fjölga á markaðinum? „Ég skoðaði samnorræna sýn- ingu á myndum úr barnabókum á Akureyri i fyrravor. Þar voru myndir eftir Sigrúnu Eldjárn, Brian Pilkinton og breska konu sem teiknað hafði myndir í íslenskar bækur. Það var allt og sumt sem ég man eftir að sýnt væri frá íslandi þarna. Ég held að það séu svona fáir íslendingar sem teikna myndir í og semja texta barnaþóka, af því að for- lögin hafa ekki efni á að gefa þær út. Þeim finnst dýrt að gefa út íslenskar barnabækur, en þýðing á stuttum texta kostar ekki mik- ið og það er ódýrara að endur- útgefa erlendar bækur með lit- myndum. “ Sagan gerist nær okkar ramiveruleika Höfundur bókarinnar, Kaupstað- arferð dýranna, Atli Vigfússon, stundar í vetur nám við sænskan landbúnaðarháskóla. Einum aðila frá hverju Norðurlandanna var boðið til náms við skólann og er Atli fulltrúi íslands í nem- endahópnum. Hólmfríður og Atli hafa verið samkennarar við Hafralækjarskóla í nokkur ár, og Dagur spyr hvort þau hafi áður unnið saman að gerð einhvers konar barnaefnis. „Það er mikið samkomuhald í Hafralækjarskóla og það sleppur eiginlega enginn við að gera eitthvað. Það eru haldin þorra- blót og árshátíðir, og undirbúin skemmtiatriði fyrir hvorutveggja. Bekkirnir sjá allir um skemmti- atriði með kennara sínum og myndmenntakennari getur lent í að þurfa að vinna með öllum bekkjum og kennurum fyrir sömu hátíðina, og þannig höfum við Atli unnið saman. “ Kaupstaðarferð dýranna er fyrsta saga Atla sem gefin er út, en hans hafa þó sést merki á rit- vellinum fyrr. Við Hólmfríður rifj- um upp að hann ritaði um tíma greinar í Dag undir yfirskriftinni Bændur og búfé. Grein um æðarækt eftir hann birtist í Degi fyrir nokkrum árum, og vandað franskt landbúnaðarblað hefur birt grein um kúabúskap, sem Atli skrifaði og tók myndir með. - Segðu mér frá Kaupstaðar- ferð dýranna, fyrir hvaða aldurs- flokk er sagan skrifuð? „Börn á dagheimilisaldri og börn í yngri bekkjum barna- skóla. Þetta er saga um dýr sem fara í föt og skreppa í kaupstað- inn til að versla fyrir jólin. Aðal- persónurnar eru kálfarnir, kýrn- ar tvær, nautið og jólamúsin. Sagan er á. einföldu máli, og ég held að það séu börn á þeim aldri sem allt geta ímyndað sér, sem hafa gaman af þessari sögu.“ - Fannst þér gaman að vinna að þessu verkefni? „Já, mér fannst það gaman, fannst að vísu svolítið erfitt að manngera dýr og teikna þau í fötum. í mörgum barnabókum er þetta gert að óþörfu, en í þessari bók er tekið fram að þau fari í jólafötin. Sagan mun grundvöll- uð á þeim hugmyndum sem Atli átti sér sem barn, um hvað dýrin myndu gera á nóttunni þegar enginn sæi til. Mér finnst það gefa sögunni aukið gildi í hve íslensku umhverfi hún gerist. Margar erlendar barnasögur, sem við lesum, gerast innan um blóm í skógi og í glaðasólskini. En þessi saga gerist um hávetur á íslandi, í snjó og brjáluðu veðri, og því mun nær okkar raunveruleika. “ „Bara atómljóð og vitleysa,“ segja bömin í haust var maður nokkur beðinn að geta upp á hvaða Aðaldæling- ur væri að gefa út bók. Hann nefndi strax Jóhönnu í Árnesi, Pétur Steingrímsson í Nesi, Hálfdán Sigurðsson á Hjarðar- bóli og Valtý Guðmundsson á Sandi. Sá sem spurði átti við bók Atla, þó að Laxamýri tilheyri Reykjahverfi. Að fengnu þessu svari fór hann að íhuga og ræða um fjölda skálda í Aðaldal og við spyrjum Hólmfríði hvort hér sé enn skáld á öðrum hverjum bæ. „Ég veit það ekki, það er orðið svo lítið haft á lofti þó menn geri ferskeytlur og rímaðan kveðskap í dag, og mér þykir mjög ólíklegt að Aðaldælingar séu mikið að dunda sér við órímaðan I kveðskap. Forlögin vilja ekki gefa rímaðan kveðskap út, nema höfundarnir borgi útgáfuna sjálfir, og ég veit um marga sem hafa orðið að borga allar sínar bækur sjálfir. Forlagið var að gefa út bók eftir Sigfús, bróður minn. Hann yrkir órímað, og er heppinn, því ég veit að það eru mjög fáir af þeim sem fá forlögin til að gefa út fyrir sig. Þetta er vegna þess að ljóðabækur selj- ast illa. Það eru ábyggilega margir á íslandi sem enn gera ijóð, vísur og kvæði. Hérna er hugsunar- hátturinn örugglega þannig ennþá að rímað sé betra en órím- að og ég heyri þetta á krökkun- um. Það er ekki fyrr en þeir eru búnir að vera í skólanum í nokkur ár og lesa ljóð, að þeir fara að hafa gaman af órímuðu. Fyrir- fram segja þeir að þetta séu bara atómljóð og vitleysa." Blómlegt menningar- og félagslíf Hólmfríður var spurð um menningar- og félagslíf í Aðaldal og við verjum smástund til að tína til það sem okkur dettur helst í hug. í sveitinni búa um 350 manns sem sannarlega virð- ast ekki láta sitt eftir liggja hvað menninguna og félagslífið varðar. Fyrir nokkrum dögum kom út bók um Hring Jóhannes- son, listmálara frá Haga. Barna- bækurnar tvær sem Hólmfríður myndskreytti eru komnar út. Tveir kirkjukórar eru starfandi í sveitinni. Þar býr söngkonan Margrét Bóasdóttir, sem nýlega hélt m.a. tónleika í Þýskalandi. Hreimur, einn virkasti karlakór landsins hefur á að skipa mörg- um Aðaldælingum, þó einnig sé sóttur liðsauki í aðrar sveitir. Hreimur hefur haldið tónleika, m.a. í útlöndum og í Skaga- firði. Lissie, Kór Kvenfélags- sambands Suður-Þingeyinga á marga kórfélaga í Aðaldal, og mun kórinn stefna á söngferð til Þýskalands. Lionsklúbburinn Náttfari starfar í Aðaldal og Reykjadal. í Aðaldal eru tvö kvenfélög, auk þess sem konur úr sveitinni starfa með ITC Flugu og Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis. Vitað er um fjölda hagyrðinga í sveit- inni og Hafralækjarskóli er heilmikið menningarsetur. Sig- mar Ólafsson, skólastjóri, hefur tónlistina í hávegum og þar starfa bresk hjón, Juliet og Robert Faulkner við tónlistar- kennslu. Fyrir skömmu var gefin út snælda með söng og hljóð- færaleik nemenda og má þar m.a. finna frumsamin lög eftir þá. Gígja Þórarinsdóttir, hús- móðir í Hraunbæ stundar mynd- listarnám í Reykjavík á veturna. Krókur og hinir jólahrútarnir draga híl Rauðs risahola úr snjóskaíli. Myndskreyting Hólmíríðar við sögu Atla Vigfússonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.