Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR — 7 Þjóðskáldið Einai Benediktsson. kvæmdir bera vitni um. Lítum á glöggt dæmi: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraítsins ör,- að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo haíinn yrði í veldi fallsins skör. - Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hérmætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. (Dettifoss) Þannig snúast lýsingar á ægi- fegurð og krafti fossins upp í hugleiðingar um þá gagnsemi er hafa mætti af honum með raf- orkuframleiðslu. Þetta telst vart einkenni nýrómantíkur, þetta er einkenni Einars Benediktssonar. Fátækt íslendinga gaf honum tilefni til að yrkja. Hann vildi gera sitt til að breyta þessari stöðu mála. Þrátt fyrir draum- sýnir var hann oft raunsær, sér- staklega í upphafi. Hann tók þá upp hanskann fyrir alþýðu manna ef því var að skipta og af þeim sökum vildu alþýðumenn og sósíalistar eiga eitthvað í honum. Kapítalistar og aðrir vildu náttúrlega líka eigna sér þann þátt er að þeim sneri. Einar var þannig eign þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Ýmsir angar þjóðfélagsmála vaxa upp úr ljóðum hans þótt náttúran, fegurð hennar og kraftur, sé hvað mest áberandi. Náttúrumyndir hans snúast ekki bara upp í heimspekilegar vangaveltur heldur líka umræðu um félagsmál. Heimspeki og heilræði Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi fyllir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Áðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einræður Starkaðar) Þetta eru töfrandi heilræði, en síðar leiðist Einar út í vangavelt- ur um lífið og tilveruna, heim- speki og trúarleg viðhorf. Stund- um leitar hann svara í náttúr- unni, fær þó eigi og hellir sér út í óendanleikann. Hann er farinn að glíma við heimspeki ídealis- mans eins og sjá má: -Eilífðin sjálf, hún er alein til. Vor eiginn tími er villa og draumur. (Einræður Starkaðar) Heimsmynd skáldsins einkenn- ist af algyðistrú. ídealisminn átti eftir að ná sterkari tökum á Ein- ari. Á stundum renna saman heimspeki og trú. Margvíslegir straumar renna saman í stórfljót en skiljast yfirleitt aftur í mis- munandi farvegi. Upp úr stendur eilífð, takmarkaleysi og guðdóm- ur. Lífsmynd skáldsins er hring- urinn, hinn órjúfanlegi hringur. Ekki ætla ég að rekja orsakir þess að Einar leiddist út í heim- speki, aðeins að benda á þetta höfundareinkenni. Ég tel að Einar hafi ekki fundið neina algilda lausn í þessum vangaveltum og hann var senni- lega kominn í ógöngur undir það síðasta þegar veruleikinn var orðinn of fjarlægur. Þetta á ekki við um Einræður Starkaðar, held- ur síðar þegar tvíhyggjan hefur tekið völdin. Hvers vegna orti Einar Bene- diktsson svo mikilfengleg ljóð í alla staði? Því má kannski svara á þann veg að stórbrotnum persónleika hans hæfðu ekki ein- föld ljóð eða útjaskað form, held- ur þurfti hann að búa til sitt eigið form og tjá á sinn persónulega hátt þann kraft er í honum bjó. Þess vegna eru ljóð hans engum öðrum lík. Höfundareinkenni og persónu- leiki skáldsins fara saman í þeim ljóðum er lúta að náttúruöflum og þjóðernishyggju. Hugur Ein- ars stefndi hátt dags daglega sem og í kveðskapnum. Hann vildi reka fátæktina úr landi og hann var langt á undan sinni samtíð með hugmyndir um stór- iðju. Brotlending. Vonbrigði. Eftir- sjá. Huggun í náttmyrkri óend- anleikans. Eitthvað á þessa leið hugsuðu margir eða lásu út úr ljóðum Einars þegar þau urðu heimspekileg og fjarlæg. Krist- inn E. Andrésson fann skýringu á þessari þróun. Hann segir að kapítalisminn hafi brugðist Ein- ari. Áhrif kapítalismans voru þessi, að mati Kristins: „Hann brá upp fyrir honum heillandi sýn, en hvert leiddi hún skáldið: félagslega út úr þjóðlíf- inu, heimspekilega út í ógöngur, í listinni burt frá lífinu, persónu- lega út í sárustu þjáningar og vonsvik." (KEA: Einar Benedikts- son sjötugur, bls. 56-57, Um íslenskar bókmenntir I, Mál og menning 1976). Formleg einkenni Að lokum ætla ég að benda les- endum á nokkur formleg ein- kenni ljóða Einars Benediktsson- ar. Bragarhættir þeir sem hann notar eru að mestu heimasmíð- aðir, búnir til af honum sjálfum. Kvæði hans eru því auðþekkjan- leg og persónuleg. Ljóðlínur eru yfirleitt langar og margar í hverju erindi. Ljóðin eru fast skorðuð og með þungri og nokk- uð reglubundinni hrynjandi. Þrí- liðir eru jafnvel algengari en tví- liðir, en röðunin misjöfn. Enda- rím er ákaflega fjölbreytt að upp- byggingu. í kvæðinu Spánarvín eru t.d. engar tvær vísur eins að rími og þó eru þær tólf. Einnig er merkilegt að allar ljóðlínur kvæðisins, 96 talsins, enda á stýfðum lið (Þið hafið vonandi fylgst með bragfræðiþáttum Árna Björnssonar). Lítum næst á myndmál og orðaforða. Ljóð Einars eru gífur- legt myndasafn, úr náttúrunni, öðru umhverfi og atburðum víðs vegar um heim. Hann notar beinar myndir, líkingar, mynd- hverfingar og persónugervingu. Hér má sjá listrænt dæmi: Eins og skuggahöttur siður hangi hvolfs af brún, er vestrið mökkvum kafið. Himinn grúfir lágt. Með lognsins gangi læðist þokuvofan yfir hafið. Dul á svip og dimmleit faldinn hneigir dóttirlofts og vatns og arma teygir. Reiða ogbyrðingröku vefur fangi- (Sæþoka) Fyrir utan stórbrotið myndmál teflir Einar fram andstæðum í mörgum kvæðum. í náttúru- kveðskap má nefna andstæðu- pörin kyrrð vs. ofsi, smæð vs. stærð og í öðrum kvæðum t.d. frelsi vs. ánauð, von vs. uppgjöf og líf vs. dauði. Að lokum er óvitlaust að líta á notkun einstakra orða og orðfæri yfirleitt. Það tengist líka einu helsta formlega einkenni kvæð- anna. Margir kannast við þá umsögn að Einar sé skáld eign- arfallsins og er það vel skiljanleg afstaða. Sjáið bara dæmið úr Dettifossi hér á undan. Þar notar Einar t.d. „kraftsins ör“, „hraps- ins hæðum", „fallsins skör“, „jökuls klæðum" og „dauðans örk“. Nafnorð í eignarfalli eru einkennandi fyrir hann. Stíll Einars er magnþrunginn, orðaforðinn gífurlegur, en áber- andi eru nafnorð og eignarfalls- samsetningar. Þegar það á við eru orðin kröftug og hljómmikil og falla vel að efninu. Hann not- ar bæði algeng og sjaldgæf orð og fellir þau listilega inn í bygg- inguna. Áberandi eru klasar með r- og s-, enda kröftugir samhljóð- ar. Finnið hvernig r-in auka mátt ljóðlínanna: -Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm. Það hrökkva af augunum neista él. Riðulhnn þyrpist með arm við arm. Það urgar í jöxlum við bitul og mél. (Fákar) Það væri hægt að halda lengi áfram að tala um Einar Bene- diktsson en þetta verða þó loka- orðin í þessum aðventuhugleið- ingum mínum um einkenni þjóð- skáldsins frá Elliðavatni. SS Æ~r m Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. u \ BUNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ AKUREYRI OG AFGREIÐSLAN VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ J Öskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu ISPAN HR U \ Norðurgötu 55, sími 22333 og 22688.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.