Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 18
18 — DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR, GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Lausnarseðill myndgátu Lausn: Nafn: Ileimilisfang: Sími: Utanáskrifíin er: Dagur — (jólakrossgáta) • Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri Skllaírestur er til 16. janúar 1990 Mál málanna Konan - gamansamar lýsingar menntskælings Pað er í góðu lagi að slá á létta strengi á aðventunni. Með þetta í huga gróf ég upp átta eða níu ára gamla ritgerð sem ég skrifaði í menntaskóla. Nemendur áttu að íjalla um sjálfvalið efni undir yíirskriftinni: Mál mál- anna. Iig kaus að íjalla um konuna og birtist þessi gamla ritgerð hér í þeirri von að ein- hveijir hafi gaman af. Hvort skoðanir höíund- ar hafa breyst síðan þetta var ritað skal ósagt „Menn verða að skilja það að þeir geta ekki spilað á tilíinningastrengi konunnar á sama hátt og gítarleikari i graðhestarokkhljómsveit sargar strengi sína, “ segir m.a. í þessari ritsmíð. látið. Mál málanna „ Tinnusvartir tærír lokkar, tennur bjartar glitra. Augun skarta yndisþokka, ást í hjarta titrar. Þetta er lýsing á þeirri kynngi- mögnuðu veru er kvenmaður nefnist. Því er nefnilega þannig farið að konan er mál málanna í dag, eins og hún hefur reyndar verið í allar aldir. Konan er mikill leyndardómur og yfir henni er alltaf einhver huliðsblæja, öfugt við karlmann- inn sem stendur algjörlega berskjaldaður. Konan er ofin úr fíngerðum tilfinningaþráðum, hefur viðkvæma sál og blæðandi hjarta, undurmjúkan líkama og er svo umkomulaus og hjálpar- vana að um ungbarn gæti verið að ræða. Þetta er þó eigi algild lýsing og til eru ýmsar undantekning- ar. En yfir höfuð hefur konan fengið þann vitnisburð að hún sé veiklunduð og get ég rökstutt það í einu vetfangi. í miðjum aldingarðinum Eden stóð tré, hvers ávexti guð hafði fyrirmun- að Adam og Evu að snæða. Það tók höggorminn samt ekki lang- an tíma að tæla Evu til þess að borða ávöxt áðurnefnds trés og er það fyrsta dæmi þess hve kon- unni gengur illa að láta tályrði sem vind um eyru þjóta. Frá upphafi mannkynsins ætla ég að hverfa til Aþeninga. Mér er það mjög minnisstætt að aþenskar konur sáust eiginlega aldrei á götum úti. Þær urðu að hírast inni dagana langa og sinna börnum og húsverkum. Þær voru algerlega undirokaðar af eiginmönnum sínum, en þess er vert að geta að hjónabönd á þeim tímum voru hagsýnis- hjónabönd en byggðust ekki á tilfinningaiegum tengslum. í dag, 2000 árum síðar, þegar hjónabönd byggjast flest á gagnkvæmri ást og virðingu, ber enn á þessari undirokun. Nú, það er kannski ekki nema eðli- legt þar sem staða konunnar hefur verið á heimilinu allar göt- ur frá upphafinu. Þær hafa ávallt þurft að dansa eftir höfði manns- ins og hreinlega verið stéttlægri heldur en maðurinn. Við og við hafa þó einstaka kvenskörungar risið upp á móti þessu skipulagi en slíka skörunga þekkjum við dável úr íslendingasögunum. Á undanförnum árum hefur barátta kvennanna harðnaði til muna hér á landi og hleypt hefur verið af stokkunum öflugum kvenréttindahreyfingum og jafn- réttisnefndum. Dagblöðin hafa birt æpandi fyrirsagnir um mis- rótti kynjanna og háværir bar- áttufundir hafa verið haldnir vítt og breitt. Og svei mér þá ef þetta brambolt hefur ekki borið einhvern árangur. Dofralegt fólkið er að vakna til lífsins og ég veit ekki betur en búið sé að kjósa KONU sem þjóðhöfðingja landsins. Konurnar hafa æ meira látið að sér kveða í atvinnulífinu og vilja nú ekki einungis standa okkur karlmönnunum jafnfætis heldur heimta líka tímabundin forrétt- indi. Ef slík þróun fær fram að ganga mun það hafa hinar ægi- legustu afleiðingar í för með sér því að kvenskössin myndu aldrei sleppa þessum forréttindum. Fyrir tilstuðlan þeirra færi þjóð- félagið á háusinn áður en við næðum að depla auga. Blessaðar konurnar verða að viðurkenna það að þær eru ekki undir það búnar, hvorki andlega né líkam- lega, að axla þá ógnarbyrði sem því fylgir að stjórna þjóðfélagi voru. Þær geta heldur ekki yfir- gefið eldhúsið í einni svipan og farið að grafa skurði af djöful- móð. Vissulega er í lagi að leyfa konunum að kynnast erfiðis- vinnu smám saman en tugir ára verða að líða með viðeigandi þróun áður en þær verða fullfær- ar til þess að vinna á við karl- menn og hætti ég nú að fjalla um þessa hlið málsins þar sem þetta liggur svo augljóst fyrir. „Konan er slanga." Þessari setningu hef ég alloft heyrt fleygt fram og víst er það stað- reynd að konan getur verið óhemju lævís og undirförul. En af eigin reynslu finnst mér lýs- ingin, sem ég setti fram hér í byrjun, eiga betur við því það er mun oftar karlmaðurinn sem leikur konuna grátt heldur en öfugt. Menn verða að skilja það að þeir geta ekki spilað á tilfinn- ingastrengi konunnar á sama hátt og gítarleikari í graðhesta- rokkhljómsveit sargar strengi sína. Hér þarf undurþýð tök og nærgætni ef ekki á illa að fara. Ef konan hefur verið særð svöðu- sári getur hún orðið sjálfri sér eða öðrum að fjörtjóni. Oft bælir hún þjakaðar tilfinningar og sjúklega afbrýðisemi innra með sér í langan tíma en hvellspring- ur svo líkt og um eldgos sé að ræða. Hefnd konunnar getur orð- ið ægileg, en Ólöf frá Hlöðum segir m.a. svo í ljóði sínu „Aftur- gengin ást: Sé konu heíndin hræðileg, þið hljótið að skilja það, að raun sé óumræðileg, sem ruddi henni aí stað. Þið ættuð að heyra urg í þjöl, sem yddir konuheínd. Þið ættuð að takast á við kvöl, sem ást í fyrstu er neínd. Tilfinningar konunnar hafa alltaf verið flókið mál og við- kvæmt þannig að ég ætla nú að snúa mér að ytra borðinu. Fagurskapaður kvenlíkami er mikið. augnayndi enda byggja ýmis tímarit afkomu sína gagn- gert á 'ljósmyndun slíkra dásemda. Af og til fáum við að njóta þessa í dagblöðum okkar; m.a. hefur hið ágæta blað „Vísir" tekið upp á því að birta einu sinni í viku á forsíðu mynd af fáklæddri stúlku undir heitinu „Sumarstúlka vikunnar." Þetta er lofsvert framtak. Ég get líka fullyrt það að fagur fáklæddur kvenmaður er mun vinsælli vor- boði heldur en blessuð lóan. Það er víst best að hamra járn- ið meðan það er heitt og held ég því áfram. Fegurðarsamkeppnir vekja óspart athygli, bíómyndir með nöktu kvenfólki sömuleiðis, svo og tímarit sem innihalda myndir af fáklæddum tvinna- hrundum. Karlmenn flykkjast skyndilega í sund á sumrin til þess að kóka á lystisemdir kvenlíkamanna og menn eru gónandi um allar götur í sama tilgangi. Það er eins og tilveran öll byggist á þessum athöfnum. En nú vilja konurnar kollvarpa þessu öllu í jafnréttishugsjónum sínum. Þær vilja umturna eðlis- hvöt mannsins, frumhvöt hans, þannig að þær ráðast bersýni- lega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvernig til tekst verður framtíðin að skera úr um, en hitt er svo annað mál að þeim mun aldrei takast að steingelda innri þarfir mannsins né hafa varanleg áhrif á viðhorf hans. Það væri jafnvel eftir þeim að heimta bann á kveðskap um konur og ástir, en þá held ég að viðfangsefni skáldanna yrðu fremur af skornum skammti. Læt ég nú staðar numið í þess- um hugleiðingum mínum, en ég vil að lokum geta þess að ekki var ætlunin að brjóta konuna til mergjar enda er það langsóttur möguleiki. Ég vildi aðeins hjala ofurlítið um það mál málanna sem stendur mér næst hjarta í dag, KONUNA. “ SS (’81)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.