Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 15
G8GI Tadmsasb f, J -nrgfibrjtí-soJ — HIJOAQ — 1- X Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR — 15 Ég kom oft á heimili þeirra bræðra í Reykjavík. Baldur Auð- unsson, bróðir Sæmundar, var með okkur á Gulltoppi, en hina bræður hans tvo, Halldór og Gunnar, þekkti ég einnig. Togaramennirnir kynntust mikið þegar þeir voru í fríum, þeir héldu oftast hópinn. Við fórum með togaranum Baldri frá Reykjavík til að sækja Kaldbak, og lentum í vonsku- veðri allan tímann. Ferðinni var heitið til Fleetwood. Mér er það minnisstætt að fjórar stúlkur voru með í ferðinni, og ég öfund- aði þær ekki að lenda í þessu. Ég man sérstaklega eftir einni, Ingi- gerði Karlsdóttur flugfreyju, sem varð fræg seinna. Viið fórum beint upp í járn- brautarlest þegar við komum í land og fórum til Hull. Þar var Kaldbakur í dokk. Mér leist strax vel á skipið. Mann svimaði þegar maður leit í lestarnar, en "þær voru óvenju- lega stórar. Kaldbakur var helm- ingi stærri en togarar á borð við Gulltopp. Ég man vel eftir áhöfninni sem sótti Kaldbak. Það voru þessir menn: Sæmundur Auðunsson, skipstjóri, Þorsteinn Auðunsson hróðir Sæmundar, 1. stýrimaður, Jónas Þorsteinsson 2. stýrimað- ur, Henry Olsen 1. vélstjóri, Bergur Sveinsson 2. vélstjóri, Jón Aspar loftskeytamaður, Freidar Johansen, norskur mat- sveinn, Halldór Jónsson, báts- maður, hásetarnir Gísli Einars- son, Haraldur Eyvindsson og Jón Halldórsson, og tveir kynd- arar, Einar Guðmundsson og Þorsteinn Halldórsson. Jóhann Guðmundsson, 3. vélstjóri, kom um borð í Reykjavík en þar voru sett upp lifrarbræðslutæki. Til Akureyrar komum við 17. maí 1947. Gamli Kaldbakur var hörku- skip og okkur sem höfðum van- ist eldri og minni skipum voru þetta mikil umskipti. Það eru engar ýkjur að ný öld rann upp með nýsköpunartogurunum. Á Kaldbak var ég til 1950, að við fórum út að sækja Harðbak. Sæmundur Auðunsson tók þá við Harðbak. Frá þeirri ferð er mér minnisstætt þegar við fórum með gamla Svalbak til Grimsby." Yið gerðum skjóta túra fyrir Norðurlandi - Hvernig fiskirí var stundað á togurum Ú.A. á þessum árum? „Þá var aðallega fiskað á England. Við gerðum skjóta túra fyrir Norðurlandi og vorum ekki FiTsti skipstjóri Akureyringa Sæmundur Auðunsson fædd- ist 4. október 1917 að Minni- Vatnsleysu í Gullbringusýslu. Hann lauk hinu meira fiski- mannsprófi frá Stýrimanna- skóla íslands árið 1940. Sæmundur var á togurum frá árinu 1933. Stýrimaður og skipstjóri í afleysingum á ýmsum skipum til ársins 1947, að hann gerðist skip- stjóri á Kaldbak EA 1, fyrsta togara Ú.A. Síðar var hann skipstjóri á Harðbak EA. Árið 1956 lét hann af störf- um hjá félaginu og gerðist framkvæmdastjóri Fylkis í Reykjavík, síðar fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en frá 1970 til dánardags 30. sept. 1977 var hann skipstjóri á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni. Þeir sem kynntust Sæmundi Auðunssyni þau ár sem hann var skipstjóri á togurum Ú.A. eru á einu máli um að hann hafi verið sérstaklega farsæll í starfi og hafi jafnframt mark- að djúp spor í þróun félagsins meðan það var ungt og í mótun. nema átta til níu daga í túrnum. Seinna var farið að sigla á Þýska- land. Þá fannst enginn þorskur en við vorum í karfa, sem var haushöggvinn með sveðjum um borð, settur í körfur og sturtað síðan í lestina. Það var voðaleg vinna og ekkert upp úr henni að hafa, því kaupið okkar byggðist aðallega upp á lifrarpeningun- um, en engin lifur var í karfan- sig þó ekki í beina hættu, en vissulega er alltaf hættulegt að vera á sjó í aftakaveðrum. Ég var bæði á gamla og nýja Svalbak, fór til Færeyja að sækja hann 1974 með Halldóri. Breyt- ingin sem menn upplifðu þá var ekki minni en viðbrigðin sem ég minntist á áðan, frá Gulltoppi yfir í síðutogarann Kaldbak. Þetta er svo mikill munur að erf- itt er að lýsa þessu. “ um. Við vorum því hálf óánægðir með þetta sjómennirnir. Eitt af því sem mér er minnis- stætt frá árunum eftir 1950 var gúanófiskiríið fyrir Krossanes. Það var heilmikið ævintýri, en það sem þá gerðist þætti ekki gott í dag, smáþorskinum mokað upp í bræðslu. En við vorum nú aðallega á karfa. “ - Hver var helsti munurinn á Kaldbak og eldri togurunum? „Hann var gríðarlegur. Ég get sagt sem dæmi að þegar við vor- um á Gulltoppi úti á Hala í vond- um veðrum átti hann það til að leggjast á hliðina. Sérstakt lag þurfti og varð að skella skipinu undan til að það rétti sig. Þetta þurfti ekki á Kaldbak, hann var mikið sjóskip. Á Gulltoppi var fyrirkomulagið þannig að lanternur voru á brú- arvængnum, en þær varð að færa upp á brúna því þegar hann lagði sig skarpt áttu þær til að fara. Aðbúnaður fyrir mannskapinn var enginn á skipum eins og Gulltoppi. Þar var ein vaskafata í lúkarnum, og mennirnir urðu all- ir að þvo sér og raka upp úr sama vatninu. Svona var það nú í þá daga. “ I togaraverkfallinu, sem kallað var stóra togaraverkfallið, rétt fyrir 1970, hætti ég um tíma hjá Ú.A. Þá fór ég m.a. á síld tvö sumur, en eftir tvö ár kom ég aft- ur til félagsins, þá á Svalbak til Halldórs Hallgrímssonar, skip- stjóra. Svalbakur var ekki síðra sjóskip en hinir togarar Ú.A. og Dóri var alveg sérstaklega lag- inn að halda honum við í vond- um veðrum. Það kom oft fyrir að togað væri í vondum veðrum. Menn lögðu Þeir voru í áhöín Kaldhaks EA 1 þegar togarinn kom til hæjarins 17. maí 1947. Frá vinstri: Gísli Einarsson bátsmaður, Einar Guðmundsson kyndari, Jónas Þorsteinsson 2. stýrimaður, Jón E. Aspar loftskeytamaður. Mynd: EHB Kveldúlístogarinn Gulltoppur RE. Myndin er frá þeim tíma þegar Gísli Einarsson var háseti á togaranum. Menn kvörtuðu ckki, þeir þekktu ekki annað - Varst þú alltaf bátsmaður á togurunum? „ Já, ég tók fyrst við því starfi á gamla Kaldbak, síðari hluta árs 1948. Nafni minn, Gísli Þórðar- son, var bátsmaður á Kaldbak á undan mér. Bátsmaður var ég alla tíð síðan. Það var ólíkt að vinna á skut- togaranum Svalbaki frá því sem gerðist um borð í síðutogaran- um. Þetta var allt annað líf, að geta gert að í skjóli undir dekk- inu. Áður stóð maður í stormum og stórsjó og sá kannski ekki út úr augum fyrir byl, í hörkugaddi með freðinn fiskinn í höndunum. En menn voru ekki vanir að kvarta yfir neinum smámunum, þeir þekktu ekki annað. Svo var ekki minni bylting í aðbúnaði fyrir mannskapinn, sérstakir klefar í staðinn fyrir lúkarinn. En þrátt fyrir allt þetta voru gömlu togararnir býsna seigir, og við fiskuðum í alveg jafn vondum veðrum á þeim. En menn urðu mikið minna varir við sjóinn á nýrri skipunum, þeir eru alltaf niðri nema rétt þegar verið var að taka inn trollið." Maður vissi að þessi tími myndi koma - En svo fórst þú í land. „Já, ég fór í land eftir 40 ára sjómennsku. Þá tók ég við verk- stjórastarfi í fiskmóttökunni hjá Ú.A. og starfaði þar í átta ár. Undanfarin tvö ár hef ég átt við kvilla að stríða, er slæmur í fót- unum, liðirnir voru slitnir og eyddir. Mér finnst iðjuleysið allt annað en skemmtilegt, það er mér framandi að hafa ekkert fyr- ir stafni nema eitthvert dund. Ég kveið alltaf fyrir því að fara í land. Maður vissi að sá tími myndi koma, en fyrir mann sem hefur aldrei unnið í landi er þetta ekki auðveld ákvörðun. En þetta kom með tímanum, og eftir nokkra mánuði hefði maður ekki viljað breyta til aftur. - Sérðu eftir að hafa stundað sjómennsku mestalla ævina? „Nei, ég held ekki. Samt hef ég sagt að ég hefði átt að fara fyrr í land. Sjómaðurinn verður að standa sína vakt, í hvaða veðri sem er og á hvaða árstíma sem er. Oft var maður úti á hafi, fjarri ættingjum og vinum, þegar aðrir glöddust með fjölskyldum sínum, t.d. á jólunum. En samt langaði mig mest í land á sumrin, þegar veður var gott. Þetta er öðruvísi um hávetur- inn. “ 1 Nýfundnalands- veðrinu 1959 - Lentir þú aldrei í lífshættu á togurunum? „Nei, ekki get ég sagt það, hef verið blessunarlega laus við að slasast eða meiðast. En maður hefur svo sem komist í snertingu við vond veður, ísingu og ágjöf. Ég lenti t.d. í Nýfundnalands- veðrinu í febrúar 1959 þegar togarinn Júlí GK 21 fórst. Það var áreiðanlega fyrsti túr Áka Stefánssonar sem skipstjóra, en Áki var 1. stýrimaður þegar þetta gerðist. Vilhelm Þorsteins- son var fastaskipstjóri. Við vorum nýbyrjaðir að fiska á miðunum við Nýfundnaland, og vorum ekki búnir að vera að nema í sex tíma þegar við vorum komnir með hundrað tonn. Þá brast hann á. Við urðum að höggva ís stans- laust í tvo sólarhringa, búnir að höggva alla ljóskastara af brúnni og draga úr öllum gilsum. Gils- arnir voru orðnir eins sverir og símastaurar. Skipið var orðið mjög topp- þungt af ísingu og mennirnir máttu hafa sig alla við til að ekki færi illa. Við rétt náðum að fá okkur kaffisopa milli þess sem við fórum út að berja ís, og svona gekk þetta í rúma tvo sólar- hringa án þess að mannskapur- inn gæti sofið eða hvílst. En við sluppum. Eftir að við höfðum náð öllum gilsum niður og fótreipunum af hvalbaknum var verkið miklu léttara. Þegar veðrið lægði var lensað beinustu leið heim, ekki þýddi að halda áfram með skipið svona til reika.“ Porskurinn er eldá að hverfa - en hann þarf eitthvað að éta Talið berst nú að fiskveiðistefnu stjórnvalda, kvótamálum og fiskistofnum. „Ég hef alltaf hald- ið því fram að þorskurinn sé ekki að hverfa, en þessi erfiðu ár hafa alltaf komið. Þegar ég byrjaði 1939 var engin þorskvertíð, eng- inn þorskur fannst. Þá var Gull- toppur sendur af ríkinu út á Grænlandshaf til að leita eftir þorski, en við fundum engan. Menn eru allt of hræddir við að verið sé að drepa allt í sjónum með veiðunum einum, þvi hita- stig sjávarins skiptir líka miklu máli. Þjóðverjar, Englendingar og allra þjóða kvikindi eru búnir að vera með fleiri hundruð togara áratugum saman við landið og moka fiskinum upp. Nú eru hér engir nema íslend- ingar að veiðum, og það ætti því að vera í lagi fyrir okkur að taka eitthvað af þessu. En tæknin er orðin meiri. Þeg- ar ég byrjaði var ekkert nema einn neistamælir í brúnni, önnur tæki voru ekki til fiskileitar. Nú er ekki hægt að snúa sér við fyrir tækjum sem geta teiknað upp slóðina eins og hún leggur sig. Þegar menn fóru að sækja svona mikið í loðnuna sagði ég strax að þetta myndi hafa áhrif á þorskveiðarnar seinna. Eitthvað þarf þorskurinn að éta. Akureyri hefur aldrei áður ver- ið eins mikill útgerðarbær og í dag. Þegar ég var að flytja frá Reykjavík sagði þekktur skip- stjóri við mig: „Hvað ert þú að gera til Akureyrar? Það verður aldrei hægt að gera togara út þar.“ Þetta hefur verið afsannað fyr- ir löngu, eins og allir vita. En sjórinn er eins og hvert annað happdrætti, góð og mögur ár skiptast á. Fiskurinn fer ekki eft- ir neinum settum reglum og ekki verður allt um hann á bókina lært.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.