Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 19

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 19
Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR — 19 Síðustu jól í Ástralíu - eyða nú jólum á Akureyri: - segja Pétur Hvemig upplifir íslendingur jól í Ástralíu? Og hvemig upplifir Ástrali jólaundirbúning á ís- landi? Þessar sptrmingar lagði Dagur fyrir Pétur Sigirrsveinsson og Kathy Gadsden en þau ætla að eyða jófunum á Álttrreyri þetta árið. Pétirr er fæddur og uppalinn Akureyring- irr sem bjó í Ástralíu í tæpfega tvö ár en flutti síðastliðinn vetur heim til íslands ásamt unn- ustu sinni Kathy Gadsden. Hún er fædd og uppalinn í Eustón í Ástralíu. í þessu 300 manna þorpi héldu þau síðustu tvenn jól. Pét- rrr lýsir því fyrst hvemig hann upplifði jófin fjarri heimabyggðinni. „Við bjuggum í Melbourne og þurftum því að keyra á bíl til Euston. Eftir vinnu á aðfanga- dag lögðum við af stað og vorum komin á leiðarenda seint um kvöldið. Ferðin var reyndar býsna skrautleg í fyrra því að við vorum á gamalli bíldruslu sem m.a. sauð á, þannig að ferðin sóttist heldur seint. Allt hafðist þetta samt á endanum. Á aðfangadagskvöldið var því ekk- ert gert frekar enda er það kvöld ekki hluti af hátíðinni hjá Áströl- um. Aðfangadagurinn hjá þeim er því að mörgu leyti líkur Þor- láksmessu hjá okkur. Á jóladag er aðal hátíðin. Þá taka menn daginn snemma, opna gjafirnar og þess háttar en hápunkti nær hátíðin um hádeg- ið þegar sest er að svokölluðum „Christmas Dinner". Samkvæmt hefðinni er þetta heit máltíð með öllu tilheyrandi, jafnvel þó að úti sé 40 stiga hiti. Þetta er alltaf steik í ofni, nautakjöt, kalkúnn eða hamborgarhryggur. Eftir- rétturinn er síðan gufubakaður plómubúðingur sem búinn er til með þar til gerðum áhöldum. “ í grillveislu að kvöldi jóladags Jóladagskvöld í Ástralíu er gjörólíkt því sem hér er. Þá safn- ast gjarnan saman ættingjar, grilla í garðinum og fara síðan í leiki á eftir. „Ég held að í lang- flestum tilfellum drekki menn eitthvað með þessu öllu saman, kannski mismikið þó. Menn eru virkilega að skemmta sér, dansa og syngja og þannig var þetta einmitt þar sem ég var. “ - Fannst þér ekki sérkenni- legt að vera í garðveislu á jóla- dagskvöld? „Jú, vissulega var það skrýtið að vera úti fram á nótt á jóla- dagskvöld. En þetta var mjög skemmtilegt. Ég fékk eiginlega með vissum hætti hvít og köld jól fyrra árið sem ég var þarna því unnusta mín og systir hennar hvolfdu yfir mig hveiti og ísmol- um til að minna mig aðeins á hvítu og köldu jólin heima." - Hvað með undirbúninginn fyrir jólin þarna úti? „Þarna er miklu minna til- stand og stress heldur en er hér heima, þetta er ekki eins mikil hátíð,“ svarar Pétur. Kathy bætir við að rétt eins og hér heima snúist undirbúningurinn tals- vert um að gera mikið fyrir börnin. Þau segja að stór við- burður í jólaundirbúningnum sé samkoma þegar fólk kemur sam- an og syngur jólalög við kerta- ljós. „Þetta er samkoma sem hald- in er hvort heldur sem er í stór- um bæjum eða litlum. Fólk kaup- ir kertin af einhverjum sem lætur ágóðann renna til góðgerðar- starfsemi og á einhverjum fyrir- fram ákveðnum stað safnast fólkið saman og syngur jólalög. Þessi samkoma er yfirleitt haldin viku fyrir jól og þá undir berum himni enda er um þetta leyti mitt sumar í Ástralíu. “ Sigursveinsson og Kathy Gadsden Jólin upphaf sumarfrísins Hjá mörgum íslendingum er sterk hefð fyrir jólamatnum og þá sérstaklega laufabrauðinu. Ekki er neitt í líkingu við laufa- brauðið góða á áströlskum jóla- borðum en hins vegar eru bakaðar ríkulegar ávaxtakökur fyrir jólin sem þykja jafn sjálf- sagðar þar eins og laufabrauðið hér heima. Pétur og Kathy eru spurð hvernig annar í jólum líði þar í landi. „Þessi dagur er fyrst og fremst afslöppunardagur, kannski að mörgu leyti líkur þessum degi hér heima. En eitt verðum við þó að hafa í huga þegar verið er að tala um jólin í Ástralíu og það er að hjá mörgum er jólahátíðin fyrsti hlutinn af sumarfríinu. Hjá skólabörnunum byrjar sumarfrí- ið í síðustu vikunni fyrir jól og stendur allt fram í fyrstu vikuna í febrúar, “ segja þau. Pétur hugsar sig eilítið um þegar hann er spurður hvers hann hafi saknað frá jólunum heima á Akureyri. „ Jú, sennilega saknaði ég mest þessarar hátíð- arstemmningar sem hér er. Hér heima eru jólin meiri hátíð, jólin „Nei, nú væri betra að vera kominn heim í steikina til mömmu."! Ferðin frá Melbourne tilEuston á aðfangadag í fyrra var nokkuð skrautleg því oftsinnis sauð á bílnum. Pétur brá því á það ráð að biðja hinn algóða himneska föður um aðstoð svo ná mætti jólahaldinu í tæka tið. Kathy Gadsden og Pétur Sigursveinsson njóta jólanna á Akureyri þetta árið. Þau segja meiri hátíðar- stemmningu í kringum jólin á íslandi heldur en í Astralíu sem kunni að eiga sér skýringar íþví aðhérá landi ber jólin upp á miðjan vetur og svartasta skammdegið en í Ástralíu eru jólin um mitt sumar. Mynd: kga sjálf eru meiri trúarhátíð hjá okk- ur heldur en Áströlum. Það kem'- ur greinilega fram. Þeir halda ýmsar trúarsamkomur um jólin en ekki líkt því eins mikið og hér heima. Kannski spilar mikið inn í þetta að hér eru jólin hátíð ljóss- ins í svartasta skammdeginu en þar ber jólin upp á mitt sumar. “ - Fannst þér jólin minna hátíð- leg við þessar aðstæður? „Já, það má segja. Mér fannst auðvitað dálítið skringilegt að vera við þessar aðstæður á há- punkti jólahátíðarinnar. Maður er ekki alveg vanur því að vera í stuttbuxum og bol á jóladags- kvöld, “ bætir hann við og hlær. Illakka mest til laufa- brauðsgerðarinnar Pétur og Kathy eru sammála um að það yrði þeim mikil vonbrigði ef ekki verða hvít jól á Akureyri í ár. En hvernig kemur henni þessi jólaundirbúningur hér fyrir sjónir. Hvers væntir hún? „Ég vænti þess fyrst og fremst að fá snjó,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram. „Edda, móðir Péturs, hefur sagt mér mikið frá þessu jólahaldi í fjölskyldunni svo að ég veit nokkuð á hverju ég á von. Það sem ég hlakka þó mest til að gera er að búa til laufabrauðið enda höfum við ekkert því líkt í Ástralíu. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með þessum jólaundirbúningi hér, þ.e.a.s. því sem ég hef þeg- ar séð af honum. Þetta er allt öðruvísi en heima á þessum árstíma. Ég hlakka líka mjög til þess að fá örðuvísi mat á jólun- um en ég er vön og þar að auki er það spennandi fyrir mig að upplifa hápunkt jólahátíðarinnar að kvöldi þess 24. í staðinn fyrir 25. Ég er nefnilega vön því að vera ennþá á leiðinni heim til mín á þessum tíma," segir hún um aðfangadagskvöldið. Kathy segir líka að það verði mjög skrýtið að vakna á jóla- dagsmorgun og eiga ekki fyrir höndum að opna gjafirnar. „Við erum vön því að sitja með svala- drykk og opna gjafir þennan morgun þannig að þetta verður allt mjög framandi." - Hvað finnst þér um það sem þú hefur séð? „Mér finnst skreytingarnar mjög fallegar. Öll jólaljósin verða mjög falleg í þessu myrkri og einmitt fegurð þeirra held ég að breyti svolítið tilfinningum fólks til jólanna. Ég held að jólin séu tekin alvarlegar hér en í Ástralíu, kannski einmitt vegna þess að hér er myrkrið og snjórinn. Að minnsta kosti kemur þetta mér þannig fyrir sjónir. Við höfum t.d. ekki nein aðventuljós í Ástralíu og ég held að þar hugsi ekki nema trúaðasta fólkið um aðventuna sem slíka. Jólin í Ástralíu eru tími þegar fjölskyldan hittist. Fólk leggur mikið á sig til að komast heim um jólin og vera hjá sínum nán- ustu. Fyrir mér eru jóhn tími þegar fjölskyldan hittist og skemmtir sér. Síðustu árinu hef- ur það verið svo að jólin eru eini tíminn þegar við hittumst öll saman.“ Að gefa smátt af heilum hug Mörgum þykir gjafastandið í Islendingum um jólin ganga út í öfgar. Pétur segir tilstand í kringum gjafirnar mun minna í Ástralíu en hér. „Fólk þarna gefur fleirum gjaf- ir en smærri. Fólk gefur líka vina- fólki sínu gjafir og þá gjarnan eitthvað smátt. Verðgildið og stærðin skiptir þetta fólk ekki máli heldur fyrst og fremst það sem að baki býr. Auðvitað er þetta eitthvað misjafnt milh fjöl- skyldna en í heildina virðist mér fólk halda sig við þessar smáu gjafir." - Hvænær byrjar jólaundir- búningurinn í Ástrahu, þ.e. skreytingar í verslunum, auglýs- ingar og shkt? „Þetta byrjar fyrr en hér heima. Þetta á þó eingöngu við um borgirnar en maður verður þess ekki var í dreifbýlinu." í heildina virðist jólahald þeirra Ástrala geróhkt því sem við þekkjum. Pétur og Kathy benda þó á í lokin að ekki haldi ahir jóhn með þessum hætti því ekki megi gleyma því að margir innflytjendur í landinu hafi sína sérstöku siði og því haldi sumir þeirra upp á jóhn þann 24. des- ember. „Til dæmis halda Kín- verjarnir upp á jóhn á einhvern aht annan hátt og síðan eru Gyð- ingar sem ekki hafa jól. Þessi jól sem við höfum hér lýst er engh- saxneska aðferðin, ef svo má að orðikomast." JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.