Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 17

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR -17 Jólaimdirbúningtir á Sunnubóli Jólaundirbúningur setur mjög svip sinn á dag- vistir bama þegar líða tekur á desember. Bömin föndra fyrir jólin, búa til konfekt eða smákökur og einnig gjafir handa foreldrum sínum. Til að kynnast þessari skemmtilegu stemmningu heimsótti Dagur bömin á Sunnu- bóli sem vom önnum kafin við konfektgerð. Við komum á Sunnuból, sem er eitt af dagheimilum Akureyr- arbæjar, fyrir hádegi og þá voru eldri bömin inni að búa til konfekt en yngri börnin léku sér úti. Eftir hádegi áttu hóparnir síðan að skipta um hlutverk. En í hverju er jólaundirbúningurinn fólginn á heimilinu? Fóstrurnar sögðu að öfugt við það sem margir héldu væru ekki lögð mikil áhersla á að börnin föndruðu fyrir jólin. Á hinn bóg- inn hefðu foreldrar komið saman eitt kvöldið og sinnt jólaföndr- inu. Börnin kynnast aðventunni á ýmsan hátt. Fyrir utan undir- búningin á dagheimilinu, þar sem þau læra jólalög og búa til ýmsa muni, þá fóru þau í heim- sókn í Glerárkirkju og þau fá líka að skreppa í bæinn. Þá munu for- eldrar í foreldrafélaginu velja jólatré í Kjarnaskógi. Presturinn heitir Pétur Börnin á Sunnubóli tóku kon- fektgerðina mjög alvarlega. Þau hnoðuðu saman marsípani og bragðefnum og bjuggu til nokk- urs konar orma sem þau skáru síðan niður í litla bita. Úr bitunum bjuggu þau til konfektkúlur. Þegar kúlurnar eru tilbúnar tek- ur skreytingin við í formi súkk- ulaðihjúps og ýmissa skraut- efna. Það þarf ekki að orðlengja það að öll börnin hlökkuðu til jól- anna. En hvaða jólasveinn kem- ur fyrstur? „Stekkjastaur. Ég ætla að setja skóinn út í glugga þegar hann kernur," sagði Hólmfríður Helga. Hún sagðist vera búin að gera jólatré úr bréfi. Freyja sagði að það hefði verið gaman að skoða Glerárkirkju og hún vissi auðvitað að presturinn heitir Pétur. Auk Hólmfríðar Helgu og Freyju tóku þátt í konfektgerð- inni þau Gunnar Már, Eyþór Helgi, Lena, Sveinn Þorri, Fann- ey, Hafdís, Eva, Kristína og Steina Dröfn, eins og sjá má á myndunum. SS Lena sker og Sveinn Þorri hnoðar. Myndii: kl Marsipanið er hragðbætt, hnoðað í lengjur og skorið í bita. Freyja, Lena og Sveinn Þorri i konfektgerðinni. Gunnar Már, Eyþór Helgi og Hólmfríður Helga önnum kafin. Allir að spila „Svtn“ Um jólin er upplagt að grípa í spil og hér kem- ur spil sem þeir allra yngstu geta spilað líka. Petta spil er að finna í bók sem heitir Spila- bók bamanna og það er alveg kjörið að fá pabba og mömmu til að spila þetta spil með bömunum. Rithöfundurinn kunni, Mark Twain, hefur sagt margar skemmtilegar sögur af sjálfum sér og ýmsar sögur hafa líka spunnist í kring- um hann. Héma koma nokkrar sögur af Mark Twain til að stytta mönnum biðina eftir jólun- um. Spilið heitir „Svín.“ Það er fjör- ugt spil fyrir börn og gott fyrir fullorðna sem spila við ung börn. Allir geta lært spilið á 2-3 mínút- um og ein mínúta að auki gerir þig að sérfræðingi! FJÖLDI SPILARA: 3 til 13. Heppilegast 5 til 6. SPIL: Fjögur samstæð fyrir hvern spilamann. Til dæmis nota 5 spilarar 20 spil: 4 ása, 4 kónga, 4 drottningar, 4 gosa og 4 tíur. Ef 6 spila er níunum bætt við. GJÖFIN: Einhver spilamanna stokkar og gefur hverjum spilara 4 spil. MARKMIÐ: Að safna 4 sam- stæðum spilum á höndina eða vera fljótur að taka eftir þegar einhver annar hefur eignast 4 samstæð spil. SPILAÐ: Sérhver spilara lítur á sín spil og athugar hvort hann hefur fengið 4 samstæð. Ef eng- inn hefur 4 samstæð setur hver spilamaður eitthvert spil, sem hann vill losa sig við á hvolf á borðið og lætur það ganga til spil- ara á vinstri hönd og fær þá um leið spil frá spilara á hægri hönd. Þannig er spilinu haldið áfram þar til einhver spilamanna hefur náð að safna 4 í samstæðu. Sá spilamaður hættir að láta frá sér spil eða taka við þeim þar sem hann er ánægður með sín spil eins og þau eru. í stað þess að halda áfram setur hann fingur- inn á nef sér. Hinir spilamennirnir verða að vera fljótir að taka eftir þessu og allir eiga þeir að hætta spila- mennskunni og setja fingur á nef sér. Sá sem verður síðastur til að setja fingurinn á nefið er Svínið. Góða skemmtun! Áreiðanleg blaðamennska Er Mark Twain fékkst við blaða- mennsku sem ungur maður kall- aði ritstjórinn hann einu sinni inn á skrifstofu til sín og lagði ríkt á við hann að slá aldrei neinu föstu í frásögnum sínum fyrr en hann væri alveg sann- færður um að það væri rétt. Sama kvöld var Mark Twain sendur af blaði sínu í fína veislu í borginni. Hann kom þaðan með eftirfarandi grein: - Kona, sem kallar sig frú Maldred Taylor, hefur víst haldið eins konar veislu fyrir nokkra gesti, sem mér var sagt að hefðu verið konur. Húsfreyjan heldur því fram að hún sé gift borgar- stjóranum hér í borginni og læt- ur sem hún sé ein helsta hefðar- frúin á þessum slóðum. Pað hefur mikið breyst Mark Twain fór sem unglingur um borð í skip og vildi fá atvinnu sem léttadrengur. Skipstjórinn leit á hann með vanþóknun og sagði: - Já, maður þekkir það nú. Þeir sem eru gagnslausir heima eru sendir á sjóinn. - Nei, herra skipstjóri. Það hefur nú breyst mikið síðan á æskuárum yðar, svaraði stráksi. Drullusokkur Þegar Mark Twain var ungur blaðamaður í San Francisco kom bálreiður maður eitt sinn á skrif- stofu blaðsins og heimtaði að fá að segja nokkur vel valin orð við þennan drullusokk sem skrifaði undir nafninu Mark Twain. - Þér verðið að bíða svo sem andartak, sagði ritstjórinn, því að hann var rétt í þessu að aka héðan til læknis með annan lesanda sem líka þurfti að segja nokkur vel valin orð við hann. Rifrildi hjóna Eitt sinn ræddu Mark Twain og kona hans mál nokkurt og voru mjög ósammála. Konan reiddist. - Já, þetta vissi ég! hrópaði hún. Það er eins og venjulega, að þú vilt hafa síðasta orðið. - Já, en elskan mín, sagði skáldið, hvernig í ósköpunum gat mér dottið í hug að þú værir strax orðin þreytt á því að rífast? Ég er fyrirlesarinn Mark Twain lofaði eitt sinn að halda fyrirlestur fyrir félag nokk- urt í borginni Denver. Hann kom þangað að kvöldi til, það var enginn til að taka á móti honum á brautarstöðinni, svo að hann hélt einn af stað til samkomu- hússins. Er hann ætlaði inn í fyrirlestrarsalinn kom dyravörð- ur og heimtaði aðgöngumiða ströngum rómi. - Ég hef engan, svaraði Mark Twain. - Nú, þá verðið þér að kaupa einn. Þarna er miðasalan! Mark Twain hallaði sér bros- andi að dyraverðinum og hvísl- aði: - Ég er fyrirlesarinn. Dyravörðurinn leit á hann með vantrúaraugum, en svo brosti hann og hvíslaði: - Þér eruð víst þriðji fyrirles- arinn á síðustu tíu mínútunum, en þér skuluð bara fara inn. Bamið Það hafði bæst við nýr meðlimur í fjölskylduna og nokkrum dög- um seinna sat Mark Twain og hossaði krakkanum. - Þú verður þó að viðurkenna, sagði kona hans hreykin, að þú ert hrifinn af barninu. - Ég veit það nú ekki, svaraði Mark Twain, en ég skal kannast við það að ég ber virðingu fyrir krakkanum vegna faðernisins. SS tók saman

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.