Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. desember 1989 — DÁöÚít — lS Hjálmar Jónsson prestur á Eróknum í spjalll: , Jólin ern skeimntilegtir tími” Hvemig líta prestar persónulega á jólin? Er eitthvað sem heillar þá meira en annað? Hvemig er bæjarlífið um jól frá þeirra sjónar- horni? Dagtrr spjallaði við sr. Hjálmar Jóns- son sóknarprest um þeirra. „Jólastemmningin, ef svo má segja á vondri íslensku, kemur strax með aðventunni. Jólafast- an er orðin hátíð líka. Það er margt sem um er að vera á aðventunni, jólafundir hjá öllum félögum og klúbbum, aðventu- kvöld eru haldin. Þar er vandað til dagskrár, mikill söngur og tónlist. Ritningartextar jóla- föstunnar eiga líka fullt erindi til nútímans. En svona í bæjarlífinu þá er þetta skemmtilegur tími. “ - Tekur fólk mikinn þátt í jóla- undirbúningnum út á við? „Mér finnst undirbúningurinn einmitt koma í ljós í þessum samskiptum. Fólk er opnara, það á ábyggilega við allsstaðar. Ein- hver benti á að það væri ekki hægt að segja gleðileg jól og muldra það ofan í bringuna. Menn segja það glaðlega hver við annan en ekki með höstum rómi eða afundnir. “ - Er einhver þróun i þessu? Svipaður undirbún- ingur frá ári til árs „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta nokkuð svipað frá ári til árs, það er svona stígandi í takt- inum, maður fer að heyra jóla- poppið fyrstu vikuna í desember svo magnast hraðinn þangað til á Þorláksmessukvöld, þá kemur helgiblærinn sjálfur og þá útilok- ast annað. Þá sleppa líka auglýs- endurnir hendinni af fólki. Það er mikið auglýst út á komu Krist, en svo kemur hann sjálfur og þá verður allt kyrrt og hljótt. Aðrir þagna því að hann er kominn og talar til hvers og eins. Ég held að flestir finni það að Kristur er aldrei nær en einmitt um jólin. Guð er sjálfur gestur hér, það er heila málið. - Þú minntist á jólapoppið. Finnst þér kannski of snemma farið að leika jólalögin í útvarp- inu? „Nei, mér finnst virðingarvert, að þeir skuli hafa ákveðin tak- mörk og ekki byrja fyrr en um 7. desember. En spurningin er líka að það þarf einhverntímann að leika þessi lög og við þekkjum það að jólapoppið og jólalögin fara að dvína strax um jól. Áður byrjuðu jólin á jóladag og stóðu fram á þrettándann en nú er svo komið, að mest öll aðventan er eiginlega jólahátíð. Jólin hefjast á aðfangadagskvöld og þeim lýkur á þrettándanum. Þau hafa færst fram á aðventuna. Það sést t.d. á því að hátíðleikinn fer að dvína aftur strax á annan dag jóla. jólin og undirbúning Við erum í anda við jötuna í Betlehem - Á sami boðskapurinn erindi við nútímafólk og áður fyrr? „Ég held að það sé óskaplega mikilvægt að fólk láti jólaboð- skapinn tala til sín. Engill Drott- ins kom með jólaboðskapinn á hinni fyrstu jólanótt. Hann byrj- aði svona: „Verið óhræddir." Það eru margir hræddir í dag. Þeir spyrja jafnvel, af hverju ættum við ekki að vera hræddir? Fréttir berast um ógnir og ofbeldi, gamalt fólk þorir ekki að fara ferða sinna um Reykjavík að kvöldlagi. Svo segir engillinn frá því hvers vegna við þurfum ekki að óttast. „Sjá ég boða yður míkinn fögnuð, yður er í dag frelsari fæddur." Hann er fæddur okkur líka og við erum í anda við jötuna í Betlehem. Við erum alveg eins gerð og þessir fátæku og umkomulausu hirðar voru. Við erum í sömu sporum þó að við séum sjálfsagt betur til fara og vitum sjálfsagt meira en þeir, þá höfum við alveg sömu þörfina fyrir Jesú Krist og öryggi í trúnni á hann. “ Umgjörðin á boðskapnum breytist - En er þörf fyrir að breyta boð- skapnum, þá meina ég ekki inni- haldinu heldur yfirbragðinu á honum? „Já, hann tekur alltaf breyt- ingum, ytri búningurinn. Kjarn- inn og andinn er sá sami alltaf, Kristur er alltaf sá sami. En það er umgjörðin sem tekur breyt- ingum. Við verðum að leita alltaf að réttu leiðunum til fólks, því að hlutverk kirkjunnar og sérstak- lega starfsmanna hennar er að koma boðskapnum til skila. Þar er mikil ábyrgð okkur falin og sem betur fer eru ýmsar leiðir færar, eins og ég nefndi áðan þá er mikið sungið. Ég býst við því að hvergi sé eins margt fólk virkt í félagsskap og einmitt í kirkjun- um. Það eru líklega 3-4000 manns sem æfa jólasálmana fyrir messurnar um jólin. Og tugir þúsunda koma í kirkju nokkuð reglulega." - Er erfiðara að koma jólaboð- skapnum til skila fyrir prestinn heldur en þessum venjulega boðskap? Stórkostlegur boðskapur að flytja „Nei, sannarlega ekki. Erindi jól- anna er svo nærri fólki og talar til hjartans. „Annars finnst mér alltaf að ég sé með svo stórkost- legan boðskap að flytja, sem er fagnaðarerindi Krists, að ég geti aldrei verið ánægður með hvern- ig það takist með ytri búninginn. Mér finnst kannski að fyrir og um jól sé ég aldrei búinn að semja ræðuna, og aldrei búinn að koma því til skila svo vel sem maður vildi gera. En þá er á ann- að að líta að presturinn á þennan boðskap með fólkinu. Jólin eru ekki á ábyrgð prestanna. Við eigum þau öll saman, enda öll jöfn fyrir Drottni. “ - Er eitthvað sérstakt við jóla- haldið hérna í bænum? Sr. Hjálmar Jónsson á skrifstofu sinni. Mynd: kj „Það sérstaka við jólin og undirbúning þeirra er að fólk hefur ákveðinn viðbúnað til þess að mæta þeim og þar með frels- ara sínum. Öll þesi ytri tákn um komu jólanna til hvers manns þau eru mikils virði. Mér finnst nú hvað mest virði að hlusta á börnin syngja jólasöngva og sálma, heyra fólk syngja sarnan." — Ertu með einhver skilaboð til safnaða þinna að lokum? „Ég vonast til þess að allir eigi góð og ánægjuleg jól. Jól eru stórt tækifæri bæði til að vera einn með Guði sínum og til að vera með sinni fjölskyldu, það er eiginlega einkenni jólanna að fjölskyldur sameinast, það stöðvast allt í þjóðfélaginu og tíminn er hreinlega tekinn frá til þess að fólk njóti samfélags. Ég vænti þess að fólk komi og fylli kirkjurnar sínar um jólin Og ég óska öllum gleðilegra jóla. Það er mikilvægur liður í því að eiga gleðileg jól. Jólin tala líka svo sterkt til þeirra sem misst hafa ástvini. Minningar koma í hugann, viðkvæmar minningar, en ég vona að reynsla fólks sé sú sem segir í jólasálminum alkunna: „í myrkrum ljómar lífs- ins sól. “ í því felst líka boðskap urjóla." k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.