Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 6
sögubrot V — ÍTITOAG -- G80r i’ídrnaaob .r,fHrUBbirtaö'J Ö - DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989 fT / Óskum Ólafsfirðingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árí Bæjarstjóm Ólafsfjarðar rm J*WK- . 4 A 1 /| Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur HUÓflfl^ Sími (96) 23626 Glerárgötu 32 • Akureyri / Óskum viðskiptavinum okkar gfeðilegra jóla og farsældar á komandi árí Þökkum viðskiptin. Réttarhvammsvegi 1 Sími 26776 • Akureyri / Óskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs Þökkum viðskiptin á liðnu ári. cfc fí n / Gleðileg jól og farsælt komandi ár KJœbcmershm Sigutðctr Guörtmndssomrhf. j ÍEYRI HAFNARSTRÆTI96 SIMI96-24423 AKUREYRI \ n / Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári ■V: laraldur og Gudlaugur b\ ggi i ígavcrktaka r Móðrusiðu 6. Símar Har 25131. Guði 22351. á/ 7 I íöfundareinkeniii Einars Benediktssonar —þjóðskáldsins sem vildi virkja fallvötnin og láta reisa stóriðju Einar Benediktsson var þjóðskáld, mikilfeng- leg persóna og heimsborgari. Hann var með eindæmum stórhuga og kannast flestir við byltingarkenndar hugmyndir hans um stór- virkjanir og sögtrmar af því þegar hann ætlaði að selja norðxrrljósin. Sögubrot þetta er hins vegar helgað kveðskap Einars. Við ætlum að líta á helstu höfundareinkenni þjóðskáldsins og yrkisefni en íyrst er hér stutt æviágrip. Einar Benediktsson fæddist árið 1864 á Elliðavatni í Gull- bringusýslu. Frá tíu ára aldri ólst hann upp á Héðinshöfða á Tjör- nesi. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1892. Einar var um skeið aðstoðarsýslumað- ur í Þingeyjarsýslu, málflutn- ingsmaður í Reykjavík og rit- stjóri. Fyrst ritstýrði hann Útsýn 1892 ásamt öðrum og síðan Dagskrá 1896-1898, sem var fyrsta dagblað á íslandi. Árið 1902 stóð hann að stofnun Land- varnarflokksins og ári síðar tók hann þátt í útgáfu blaðsins Landvarnar. Um þessar mundir lét hann þjóðmál mjög til sín taka og samdi bæklinginn Ný- valtýskan og landsréttindin. Einar var sýslumaður Rang- æinga 1904-07 með búsetu á Stóra-Hofi. Eftir það bjó hann erlendis, á Bretlandseyjum og í Danmörku, til ársins 1921 og stundaði þar fésýslu. Á þessum árum og síðar ferðaðist hann mikið og dvaldi oft lengi í öðrum löndum, t.d. í Þýskalandi 1922- 23 og Túnis 1930-32. Þá sneri Einar heim og dvaldist eftir 1932 í kyrrþey á eignarjörð sinni, Her- dísarvík í Selvogi, og andaðist þar 1940. Hann var jarðsettur fyrstur manna í heiðursgrafreit á Þingvöllum. Einar samdi mörg listaverk á sviði ljóða og smásagna, einnig eitt leikrit svo og greinar og rit- gerðir. Hann réðist líka í þýðingu á ýmsum heimsbókmenntum og má þar nefna Pétur Gaut eftir Ibsen. En nú er rétt að líta á höfundareinkenni Einars. Náttúran En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmöhn grýtir landið. Þú seilist í naustin. Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra- Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra. - Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. Grunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðirnar nötra. (Útsær) Þarna birtast náttúruöflin í ham, en náttúran er eitt áþreif- anlegasta yrkisefni Einars. Frumkrafturinn hrífur mann samstundis og bergnuminn fylg- ist maður með hverju myndbroti, líkt og á breiðtjaldi. Af þessum sökum er trúlegt að við fyrstu kynni verði náttúran í ljóðum Einars mest áberandi og áhrifa- ríkust. Hrikalegt landslag, ofsi hafsins, fegurð himinsins og allt sem nöfnum tjáir að nefna verð- ur ljóslifandi í meðförum skáldsins. Fyrir utan Útsæ má t.d. nefna Dettifoss, Hafís, Voga, Stórasand, Fáka og fleiri ljóð sem verða mönnum minnisstæð, einmitt vegna náttúrulýsing- anna. Að gíganna storð án gróðurs og brauðs fellur glitrandi eldhraun norðurbrunans. Tvíeggjuð sveifla frerans og funans slær frjóöfhn hafs og moldar til dauðs. (Hafís) Áðurnefnd kvæði vísa til nátt- úru íslands og hafsins í kring. En Einar var maður víðförull, lands- lag og umhverfi á erlendri grund varð honum einnig að yrkisefni. Vissulega höfðu skáld á borð við Jónas Hallgrímsson, Steingrím Thorsteinsson og Grím Thomsen áður dvalist meira eða minna erlendis en þó ortu þessir ágætu menn lítið sem ekkert um útivist sína. Hins vegar sótti Einar sér yrkisefni til þriggja heimsálfa. Meðal ljóða má nefna Spánarvín, Tínarsmiðjur og Kvöld í Róm, þar sem hann lýsir umhverfi sem flestum var framandi. Tíber sígur seint og hægt í ægi, seint og þungt - með tímans göngulagi. Loft er kyrrt. Ei kvikar grein á baðmi- Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi. - Sál mín berst til hafs í fljótsins faðmi. (Kvöld í Róm) Þrátt fyrir öll náttúruljóðin þá höfðu náttúrumyndir Einars sjaldan tilgang í sjálfu sér. Nátt- úran leiðir skáldið til heimspeki- legra rökræðna. Einar sneri baki við raunsæisstefnunni og var með fyrstu skáldum sem geta flokkast undir nýrómantísku stefnuna hér á landi. Sú stefna hlaut í erfðir frá rómantísku stefnunni m.a. þjóðernishyggju og náttúrurómantík. Fyrir áhrif frá Nietzsche komu svo ofur- mennisdýrkun, trú á snilligáfu og hin díonísísku öfl í mannin- um, óbeislað ímyndunarafl. Sumir hölluðu sér að dulhyggju ellegar trúarbrögðum. Hinir sundurleitu þættir nýrómantíkur birtast flestir i kvæðum Einars en snúum frá náttúrunni að öðr- um einkennum kvæða hans. Þjóðfélagsmál Nokkuð ber á hugleiðingum um stöðu lands og þjóðar í ljóðum Einars og hann fjallar oft á draumkenndan hátt um framtíð íslendinga. Hann var ætíð stór- huga eins og áform hans um stóriðjur og virkjunarfram- Einar orti um Dettifoss, ekki aðeins um hrikalega fegurð hans heldur einnig þau not sem hægt væri að hafa af fossinum með virkjunarfram- kvæmdum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.