Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. desémber 1989 — DAGUR — 9’ Pað var setinn Svarfaðardalur í hátíðarmessu í Víðidalstungukirkju sunnudaginn 19. nóvember sl. Tilefnið var eitt lumdrað ára vígsluafmæli kirkjunnar. Aldargömul ber hún aldtrrinn vel, að ytra sem innra borði. Á síðari árum hefirr henni verið haldið vel við og æ fleirum er ljóst sögulegt gildi þessa merka guðshúss. Fram til ársins 1885 var Víði- dalstungukirkja í eigu og umsjón búenda í Víðidalstungu. Á því ári fór sóknarnefnd þess á leit við þáverandi ábúanda að afhenda söfnuðinum kirkjuna til umsjónar og eignar. Þetta varð að samkomulagi og einnig að kirkjan mætti um aldur og ævi standa í Víðidalstungu, svo lengi sem sóknarnefnd vildi. Þáverandi kirkja í Víðidals- tungu var orðin heldur illa farin enda lítt verið hugað að viðhaldi um árabil. Sóknarnefnd kom saman til fundar og tók þá stór- huga ákvörðun að ráðast í bygg- ingu nýrrar kirkju. Til verksins var ráðinn kirkjusmiðurinn Hall- dór Bjarnason frá Örnólfsdal í Mýrarsýslu og samningur þar að lútandi gerður í október árið 1887. Samningurinn kvað á um að stærð kirkjunnar skyldi vera 14 álnir á lengd og 11 álnir á breidd auk 4 álna -langrar og 5 álna breiðrar for- og bakkirkju. Halldór féllst á að hefjast handa við bygginguna snemma á kom- andi vetri ef þess væri kostur. Á móti hét sóknarnefnd því að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja byggingar- efni til kirkjusmíðinnar. Miklð átak safnaðarins Af einhverjum ótilgreindum ástæðum hófst Halldór kirkju- smiður ekki handa við bygging- una snemma vetrar 1888 eins og samningurinn kvað á um. Annar samningur var gerður þann 12. júní árið 1889 og í honum skuld- bindur kirkjusmiðurinn sig til að vanda verkið og flýta því svo að ný kirkja verði messufær fyrir komandi jólaföstu. Þetta gekk eftir og séra Hjörleifur Einars- son, prófastur, vígði nýja og glæsilega kirkju í Víðidalstungu við hátíðlega athöfn fyrir réttum 100 árum, 17. nóvember árið 1889. Á vígsludegi var ekki að fullu lokið við frágang kirkjunnar. Nefna má að ekki var lokið við bikun hennar að utan og máln- ingu að innan. Úr þessu var bætt á næstu árum samhliða lagfær- ingu á kirkjugarði. Bygging kirkjunnar á svo skömmum tíma þótti afrek hið mesta. Sóknarbörn lögðust á eitt við að gera guðshúsið sem best úr garði og í engu var til sparað að svo mætti verða. Kostnaður á vígsludegi var 4.533 krónur sem var mikill peningur í þá daga. Auk Halldórs byggingar- meistara báru sóknarnefndar- mennirnir Jóhannes Guðmunds- son, Auðunarstöðum, Þorsteinn Hjálmarsson, Hvarfi, og Árni Árnason, síðar bóndi á Hörgshóli í Vesturhópi, hitann og þungann af kirkjubyggingunni. Þá er í þessu sambandi vert að hafa í huga að söfnuðurinn var sá fyrsti í prófastdæminu sem tók við umsjón og fjárhaldi kirkju sinnar. Þörf á endurbótum Söfnuður Víðidalstungukirkju lét sér ekki nægja að fjármagna nýja kirkjubyggingu. Konur í söfn- uðinum stóðu fyrir söfnun fjár til kaupa á orgeli í kirkjuna. Séra Hjörleifur prófastur var mikill áhugamaður um kirkjusöng og lýsti hann mikilli ánægju með þetta framtak kvennanna og kvað hljóðfærið það besta í pró- fastdæminu. Hjónin á Lækjamóti, Sigurður Jónsson og Margrét Eiríksdóttir, höfðu ætíð mikinn áhuga á málefnum kirkjunnar og mun frú Margrét hafa verið fyrsti organisti í Viðidalstungukirkju. Fram kemur í skráðum heim- ildum að árið 1899 hafi verið ráð- ist í að setja járn á þak kirkjunn- ar þar sem pappaklæðning þótti ekki gefast vel. Síðar var einnig sett járn á veggi hennar. Næst er getið um viðgerð á kirkjunni árið 1923. Þá var gert við hlaðinn grunn hennar. Á næstu árum var lítið gert til þess að halda Víðidalstungukirkju við. Um miðja þessa öld sáu menn þó að við svo búið mátti ekki standa. Á safnaðarfundi árið 1952 var ákveðið að undir- búa byggingu nýrrar kirkju. Fjár- skortur hamlaði þó framkvæmd- um. Það var síðan árið 1960 sem tekin var um það ákvörðun, ekki síst fyrir dug þáverandi for- manns sóknarnefndar Sigurðar Líndals á Lækjamóti, að ráðast í gagngerar endurbætur á kirkj- unni og var Páli Lárussyni, bygg- ingameistara á Hvammstanga, falið að hafa umsjón með verk- inu. Grjóthleðsla í undirstöðum kirkjunnar var rifin og í hennar stað steyptur nýr grunnur. í ljós kom mikill fúi og það sem verra var að húsið hafði skekkst all verulega. Með öflugum lyftum og þvingum tókst að rétta húsið að mestu. Fúinn viður var fjar- lægður og nýtt timbur sett í stað hans. Þá voru gluggar endurnýj- aðir svo og þakpappi og járn. Ári síðar var kirkjan máluð að utan og innan og punkturinn þar með settur yfir i-ið í endurbyggingu hennar. Stílhreint guðshús Á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru frá því að Víðdalstungu- Fimm prestar á tröppum Viðidalstungukirkju 19. nóvember sl. þegar minnst var 100 ára vígsluaímælis hennar. Frá vinstri: Sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur Melstað, sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur Brún í Víðidal, Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal, sr. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka og sr. Gísli Kolbeins, Stykkishólmi. Mynd: Guðrún Helga Bjarnadóttir. Söngfólk i Víðidal, ásamt orgelleikara sínum, Guðmundi St. Sigurðssyni (fremst fyrir miðju), í Víðidalstungukirkju 19. nóvember sl. Mynd: Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kirkjan er falleg að ytra sem innra borði. Altaristaflan, sem Asgrímur Jónsson málaði, er meðal fallegra gripa í kirkjunni. Mynd: Kristján Björnsson Víðidalstungukirkju hefur verið haldið vel við á undanförnum árum og ber hún aldurinn vel. Mynd: Kristján Björnsson kirkja var að stórum hluta endur- byggð hefur henni verið haldið vel við. Fyrir átta árum var ráðist í verulegar endurbætur á henni. Þá var hún einangruð og klædd að innan. Það verk var unnið af Þorvaldi Brynjólfssyni frá Hrafnabjörgum á Hvalfjarðar- strönd. Viðidalstungukirkja þykir fal- legt og stílhreint guðshús að utan og innan. í kirkjunni eru margir fallegir gripir sem vert er að geta. Fyrst má nefna altaris- töfluna sem meistari Ásgrímur Jónsson málaði árið 1916 og sýn- ir fjallræðuna. Hjónin á Lækja- móti, Sigurður og Margrét, gáfu kirkjunni altaristöfluna sem og númeratöflu. Þá skal getið lýs- ingar inn í kirkjunni sem Jóhanna Björnsdóttir í Víðidalstungu gaf kirkjunni. Guðbjörg Jónsdóttir í Valdarási og maður hennar færðu kirkjunni sömuleiðis að gjöf tvær ljósakrónur. Sex prestar hafa þjónað þeirri kirkju í Viðidalstungu sem nú stendur, sr. Gunnlaugur Hall- dórsson, sr. Hálfdán Guðjóns- son, sr. Lúðvík Knudsen, sr. Stanley Melax, sr. Róbert Jack og nú síðast sr. Kristján Björnsson, sem var vígður til þjónustu í Breiðabólstaðar- prestakalli á liðnu sumri. Höfuðból í Htinaþingi Víðidalstunga er fornt höfuðból í Húnaþingi og þar hafa miklir veraldlegir höfðingjar setið í gegnum tíðina. Fyrstan má fræg- an telja Pál Vídalín, lögmann, sem fæddist í Víðidalstungu árið 1667 og bjó þar til dauðadags árið 1727. Jarðabók Páls og Árna Magnússonar mun halda nafni þessa merka manns á lofti um ókomna framtíð. Þá má ekki gleyma vísnabók Páls og sálm- um hans, sem lifað hafa vel með þjóðinni og til marks um það eru tveir þeirra skráðir i nýjustu útgáfu sálmabókarinnar. Forfaðir Páls Vídalíns hét Jón Hákonarson, fæddur í Víðidals- tungu árið 1350. Jón þessi var um margt merkur maður. Fræg- ast hans afreka er varðveitt í stofnun Árna Magnússonar og nefnist Flateyjarbók. Bókin sú er án efa ein stærsta og merkasta skinnbók hér á landi sem enn er varðveitt. Sagan segir að til rit- unar Flateyjarbókar hafi þurft heil 113 kálfsskinn. Eins og kunnugt er var hún fyrsta hand- ritið sem Danir skiluðu heim til íslands árið 1971. Víðidalstunga var fyrr á öldum sannkallað stórbýli og undir hana heyrðu víðáttumiklar lendur. Allur framanverður Víði- dalur var innan marka Víðdals- tungu svo og afréttur innundir jökul. Hlunnindi voru mikil, lax- og silungsveiði í Víðidalsá og Fitjá auk reka og hvalreka út af Vatnsnesi. Þá átti jörðin slægjur víðar utar í dalnum og fleiri hlunnindi. Jörðin var í tæpar sex aldir í eigu Vídahnsættarinnar en skömmu fyrir síðustu aldamót festi Teitur Teitsson í Kirkju- hvammi kaup á stærstum hluta hennar og síðan hafa þar búið afkomendur hans. Núverandi ábúendur í Víðidalstungu I og II eru Ólafur B. Óskarsson og Teit- ur Eggertsson. óþh Heimildir: Kristján Björnsson: Nokkrir molar um Viðidalstungu að fornu og nýju. Óprentað handrit 1989. Ólafur B. Óskarsson: Erindi flutt við hátiðar- messu í Víðidalstungukirkju 19. nóvember 1989. Þorsteinn Jósepsson o.fl.: Landið þitt ísland.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.