Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 11
10 — DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989 Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR - 11 Séra Svavar Alfreð Jónsson í Ólafsfrrði: Messuglatt fólk í Ólafsfirði „Jólin eru í mínum huga stór- kostlegur tími. Þau eru veisla fyrir bæði augu og eyru. Maður heyrir að fólk vorkenni prestum að vera á eilífum þönum um jólin, en það er alveg yndislegt að fá að messa svona oft. Það gefur jólunum að því er mér finnst óskaplega mikið gildi, “ segir Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Ólafsfirði. Að sögn Svavars eru jólin ekki einasta erilsamur tími fyrir hann sem sóknarprest Ólafsfirðinga, aðventan sé ekki síður tími ann- ríkis. „Tíminn fyrir jól fer mikið í bæði viðtöl við fólk vegna fyrir- hugaðra skírna og giftinga um jólin. Þá má ekki gleyma jóla- ræðunum. Að þeim verður að huga í tíma og vanda vel til þeirra. Maður er kannski að skrifa ræðurnar fram á aðfanga- dag og klárar jafnvel þá síðustu að morgni jóladags. Hér í Ólafs- firði er ákaflega messuglatt fólk og sterk hefð fyrir því að hafa guðsþjónustu hvern helgan dag. Það þýðir að ég verð að útbúa ræðu fyrir hverja messu," segir Svavar. Aðfangadaginn tekur sóknar- presturinn í Ólafsfirði snemma og upp úr hádegi fer hann á dvalarheimili aldraðra, Horn- brekku, og er þar með stutta helgistund. Að henni lokinni gefst tími með fjölskyldunni fram að aftansöng í Ólafsfjarðar- kirkju kl. 18. „Ég og konan mín höfum komið okkur upp ágætis kerfi með jólasteikina. Áður en við förum til kirkju á aðfanga- dagskvöld setjum við rauðvíns- legið lambalæri inn í ofninn við lágan hita. Lærið er síðan tilbúið þegar við komum frá kirkju." Undanfarin jól hefur Svavar Alfreð messað í tveim kirkjum á jóladag, Ólafsfjarðarkirkju og Kvíabekkjarkirkju. Nú er ákveðið að breyta til og messa þann dag einungis í Ólafsfjarðarkirkju. Nýársmessan verður hins vegar að þessu sinni kl. 17 í Kvíabekkj- arkirkju. Á annan dag jóla verður messa í Hornbrekku og segir Svavar að hún sé öllum opin. „Ég fer einnig á jólatrésskemmt- un í Tjarnarborg og tala við börnin um jólin. Það er mikið fjör á þessari skemmtun en óneitan- lega gengur heldur illa að fá hljóð í salinn. í fyrra hafði ég gaman af því að strax að lokinni minni tölu komu jólasveinar og þá þögnuðu öll börnin. Ég var alvarlega að hugsa um að mæta í jólasveinabúningi næst," sagði Svavar Alfreð og hló. Frítíma milli jóla og nýárs seg- ir Svavar nýta til heimsókna til vina og ættingja í Ólafsfirði, á Akureyri og í Svarfaðardal. Þá reyni hann að finna sér tíma til að líta í bók og fylgjast með athyglisverðum dagskrárliðum útvarps og sjónvarps. „Utan við hefðbundin störf mín um jólin er mér kærast að sitja í ró og næði með konu og barni þegar tími gefst til, til dæmis að morgni jóladags yfir rjúkandi kakói," segir Svavar Alfreð Jónsson. óþh Séra Jón Helgi Pórarinsson á Dalvík: Desember á við tvo mánuði „Maður reynir að hefja undir- búningsvinnuna í lok nóvem- ber þannig að sem mest sé búið um jól. Það þarf að undirbúa aðventukvöldin hér á Dalvík og í Svarfaðardal og skrifa ræður fyrir jólamessurnar," segir séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprest- ur á Dalvík og í Svarfaðardal. Jón Helgi hefur þjónað Dalvík- urkirkju, Vallakirkju, Tjarnarkirkju og Urðakirkju frá árinu 1984. Hann segir að fyrstu jólin hafi verið erfið en með árunum hafi gengið æ betur að skipuleggja vinnu á aðventu og sjálfa jóla- dagana. „Konan kvartaði sáran yfir því fyrstu tvö árin hversu lít- inn tíma ég tæki til jólaundirbún- ings heima. Á desemberdagatal- inu mínu í ár eru fráteknir tveir seinnipartar í laufabrauðsgerð og annan undirbúning jólanna. Það er staðreynd að ef maður gefur sér tíma til jólaundirbún- ings sest maður á eftir afslapp- aður og hvíldur við skriftir og á þá oftast auðveldara með að skrifa ræðurnar. “ Á aðventunni þarf Jón Helgi m.a. að skipuleggja aðventu- kvöld. Að þessu sinni voru þau í Vallakirkju í Svarfaðardal og í Dalvíkurkirkju. Þá talar hann til barnanna á litlu-jólum á Húsa- bakka í Svarfaðardal og í Dalvík- urskóla. Einnig nefnir hann ræðu á kvöldi Lions-manna, aðventu- kvöld á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra og heimsókn á barna- heimilið Krílakot á Dalvík. „Des- ember er alveg geysilegur vinnu- mánuður. Ég gæti trúað að í vinnu sé hann á við tvo venju- lega mánuði. Fyrri hluta des- ember eru flest kvöld upptekin vegna einhvers tengdu jólun- um,“ segir séra Jón Helgi. Sjálfa jóladagana gefast ekki margar frístundir hjá Jóni Helga. Aftansöngur í Dalvíkurkirkju kl. 18 á aðfangadag er fyrsti liður- inn og síðan rekur hver messan aðra. Á jóladag er messað á Urð- um og Tjörn og annan dag jóla í Dalvíkurkirkju og á Dalbæ. Að kvöldi 27. desember er síðasta jólamessan á Völlum. Að þessari messuhrinu lokinni gefst tæki- færi til að vera með fjölskyldunni og slappa af enda segir Jón Helgi lítið tóm gefast til að njóta samveru með konu og börnum hátíðardagana. „Konan mín syngur í kirkju- kórnum hér á Dalvík og því reyn- um við að vera til með matinn að mestu áður en við förum í kirkju á aðfangadagskvöld. Endahnút- urinn er síðan rekinn á matar- gerðina þegar við komum heim. Þetta fyrirkomulag er mér í sjálfu sér ekki ókunnugt því móðir mín og faðir sungu bæði í kirkjukór á sínum tíma. Aðfangadagskvöld reynum við að hafa rólegt og notalegt. Það er fastur liður að fylgjast með messu biskups á aðfanga- dagskvöld í sjónvarpinu og ég hef grun um að almennt geri prestar og landsmenn slíkt hið sama, “ segir séra Jón Helgi Þór- arinsson. óþh Séra Jón Helgi Þórarinsson. Séra Hannes Öm Blandon, Laugalandi í Exjafirði: Fjölskjldan verður útimdan Séra Hannes Örn Blandon. Þrátt fyrir snjóleysi og hlýindi fyrri hluta desember er það samt staðreynd að jól eru í nánd. Kaupmennimir hafa minnt landslýð vel og lengi á þá staðreynd með auglýs- ingum og útstillingum og skammdegið segir okkur að líði að tíðum, Hði að helgum tíðum. Prestum landsins er ljóst að jól eru á næsta leyti. Samkvæmt venju hófu þeir sinn undirbúning um síðustu mánaðamót, enda mun ekki af veita. Prestamir hafa í mörgu að snúast um jól og á aðventunni. Þeir messa, tala til bama á litlu-jólum og jólatrésskemmtunum, halda ræður á ftmdum hinna ýmsu félagasamtaka, heim- sækja bamaheimili, sjá um að skipuleggja aðventukvöld o.s.frv. Þessi vinna er gríðarlega mikil og nærri lætur að hún sé á við vinnu tveggja venjulegra mánaða. Til þess að forvitnast um vinnu og jólahald presta hafði Dagur tal af fimm prestum á Norðurlandi, séra Áma Sigurðssyni á Blönduósi, séra Kristjáni Val Ingólfssyni á Grenjaðarstað, séra Jóni Helga Þórarinssyni á Dalvík, séra Svavari Alíreð Jónssyni í Ólafsfirði og séra Hannesi Emi Blandon á Laugalandi í Eyjafirði. óþh Séra Ámi Sigurðsson á Blönduósi: Ennþá bamsleg tiDilökkmi til jólaima Séra Arni Sigurðsson. Það er í mörgu að snúast fyrir séra Hannes Örn Blandon, sókn- arprest í Eyjafirði. Hann þjónar sex kirkjum og gerir sér lítið fyrir og messar í þeim öllum um jól. Aukinheldur annast hann jóla- messu á Kristnesspítala. „í stórum dráttum má segja að þessi vinna byrji snemma í des- ember. Þetta hefst með aðventu- kvöldunum, sem eru að þessu sinni í Kaupvangskirkju og Grundarkirkju. Þá hefur verið mjög sótt eftir því að fá prest til að halda tölu á fundum hinna ýmsu klúbba. Ég hef skorið þetta niður en veit þess dæmi að prestar tali á slíkum samkomum allt að tvisvar-þrisvar í viku á aðventunni. Þetta er mikill höfuðverkur því menn eru jú ekki eilíft frjóir," sagði Hannes Örn. Fyrsta jólamessa Hannesar verður að þessu sinni kl. 22 á aðfangadagskvöld. í kaupstöð- um er algengt að messa kl. 18 á aðfangadagskvöld en slíkt er erf- itt til sveita vegna þess að á þeim tíma verða bændur að sinna búpeningi. Því er messað síðar um kvöldið, að aflokinni messu biskups í sjónvarpinu. Á jóladag verða tvær messur og hugsanlega líka messa á Krist- nesi. Á annan dag jóla verða sömuleiðis tvær messur og einnig á gamlársdag. Auk Grundarkirkju og Kaup- vangskirkju þjónar séra Hannes Öm Munkaþverárkirkju, Möðm- vallakirkju, Hólakirkju og Saur- bæjarkirkju. Milli jóla og nýárs er nóg að gera hjá sóknarprestinum. Þá taka við litlu-jól í Freyvangi, Laugarborg og Sólgarði. Auk þess að tala til barnanna á jólatrésskemmtunum leggur Hannes Örn sitt af mörkum í að skemmta þeim með söng og spil- eríi. Hann er nefnilega trymbill í hljómsveit sem hefur undanfarin ár spilað jólalög á þessum skemmtunum. „Eftir áramótin kemur hlé. Þá er loksins hægt að anda og yfir- leitt hef ég þá reynt að taka mér fri. Það er kannski ekki hægt að segja að maður sé útkeyrður eft- ir jólin, tómur væri nær lagi. En því má ekki gleyma að þó mikið sé að gera þá gefur þessi vinna manni gríðarlega mikið. Samver- an með fólkinu í þessum athöfn- um, sem eru yfirleitt mjög fjöl- mennar, er mikils virði. Mikil og góð stemmning og nálægð við fólkið og guðdóminn er sálinni dýrmætt og því verður maður ekki beint þreyttur, miklu fremur uppljómaður. En eitt er þó slæmt við þetta allt saman. Maður hef- ur allt of lítinn tíma til að vera með fjölskyldunni um jólin. Hún þvælist yfirleitt með mér í kirkj- urnar eins og hún hefur þrek og getu til en að öðru leyti sjáumst við bara nokkrar mínútur á dag," sagði Hannes Örn. Á úndanförnum árum segir Hannes Örn að hann hafi að jafn- aði skrifað fimm jólaræður. „Ég byrja á þeim snemma í desem- ber því auðvitað getur það verið mjög erfitt að skrifa fimm mis- munandi ræður, sem þó eru af svipuðum toga. En sem betur fer er ég ekki einn við þessa vinnu. Ef maður er í góðu sambandi er vist að maður fær alltaf hugljóm- un. Ræðurnar skrifa ég á kvöldin, nóttunni, morgnana og eigin- lega hvenær sem vel liggur á mér. “ óþh „Þessi vinna er nokkuð hefð- bundin. í desember eru haldin tvö aðventukvöld, annars vegar hér á Blönduósi og hins vegar á Undirfelh. Það kemur að nokkru leyti í minn hlut að skipuleggja þau. Þá þarf að huga að jóla- ræðunum í tíma. Snemma í des- ember fer ég að hugsa um þær en sest síðan niður og skrifa þær. Yfirleitt nýti ég morgnana til þess, þeir eru minn vinnutími," segir séra Árni Sigurðsson, sóknarprestur á Blönduósi. Fyrsta jólamessa séra Árna er á Héraðshælinu á Blönduósi kl. 16 á aðfangadag. Aftansöngur kl. 18 í Blönduóskirkju er síðan fastur liður. „Ég tók þennan sið upp um leið og ég kom hingað fyrir tæpu 21 ári og hann hefur mælst vel fyrir, “ segir séra Árni. Á jóladag messar hann á Undir- felli kl. 14 og kl. 16.30 á Þingeyr- um. „Messan á Þingeyrum er afskaplega vinsæl m.a. vegna þess að þá erum við bara með kertaljós. Þetta skapar alveg sérstaka stemmningu og dregur fólk langt að. Ég veit þess mörg dæmi að fólk héðan frá Blöndu- ósi komi til messu á Þingeyrum. Þessi athöfn er mér sérstaklega kær,“ segir séra Árni. Á annan dag jóla er barna- og skírnar- messa í Blönduóskirkju. Á síðari árum hefur eilítíð hægst um hjá séra Árna um jólin. Eftir að prestur kom á Bólstað hefur kirkjunum fækkað um tvær. Hann segir að í þá daga er hann þjónaði þeim einnig hafi mikill tími farið í ferðalög og frí- tími hafi því verið mjög af skorn- um skammti um jóhn. Á milli jóla og nýárs er jóla- trésskemmtun í Flúðvangi, á vegum Kvenfélags Sveinsstaða- hrepps, fastur hður hjá séra Árna. „Ég hef farið á þessa skemmtun öll þessi ár og finnst hún ómissandi liður í jólahald- inu, “ segir Árni. „Þegar þess er kostur reynir maður að hvílast sem best og taka þátt í jólahátíðinni með fjöl- skyldunni. Ég reyni að líta í bók ef tækifæri gefst til. Jólahátíðin er og hefur í mín- um huga alltaf verið mikil hátíð. Sem betur fer er enn barnsleg tilhlökkun til jólanna. Maður hittir fjölda fólks og við fáum heimsókn barna okkar og barna- barna, “ segir séra Árni. Hann sagði að svo lengi sem hann myndi eftir hafi hann borð- að rjúpu á aðfangadagskvöld. Hún væri ómissandi og sama gilti um hangikjötið. „Hér áður fyrr fannst mér útvarpið eiga geysilega mikinn þátt i stemmn- ingunni, með jólasöngvum og -kveðjum. Þetta gerir sitt til að skapa rétta stemmningu," sagði séra Árni Sigurðsson. óþh Séra Kristján Yalur Ingólfsson, Grenjaðarstað í S-Þing.: Predikunmn breytt fram á síðustu stundu Séra Kristján Valur Ingólfsson. „Aðdragandi jólanna er alltaf að lengjast með tilkomu aðventu- kvöldanna, sem reynst hafa mjög vinsæl. Ég hef þann göfuga ásetning að ljúka undirbúningi, þ.m.t. samningu ræða, nokkru fyrir jól. Hitt er annað mál að það er ekki hægt. Ég er aldrei svo ánægður að ég þurfi ekki að breyta predikunum fram á síð- ustu stundu, “ segir séra Kristján Valur Ingólfsson á Grenjaðar- stað í Suður-Þingeyjarsýslu. Eins og hjá öllum landsins prestum er mikið annríki hjá séra Kristjáni um jólin. Hann þjónar enda þrem kirkjum auk kirkjunnar á Grenjaðarstað, Þverá, Einarsstöðum og Nesi. Söfnuðir allra kirknanna fá sinn skammt af guðsorði á fæðingar- hátið frelsarans og kórar undir stjórn Friðriks Jónssonar og Margrétar Bóasdóttur sjá um sönginn. „Messa á fyrsta sunnudegi í aðventu er ætíð mjög hátíðleg og með henni má segja að þessi vinna hefjist. Síðan koma aðventukvöld í þremur kirkjum. Kórarnir bera þar hitann og þungann en það kemur í hlut prestsins að skipuleggja dagskrá þeirra, fá ræðumann eða flytja ræðuna sjálfur." Litlu-jól á Hafralæk og í barna- skólanum á Laugum eru fastur liður í desember og þar talar séra Kristján til barnanna. Á aðfangadagskvöld verður séra Kristján að þessu sinni með aftansöng í Neskirkju kl. 18 og síðan miðnæturmessu á Grenj- aðarstað kl. 23. Hann segir að lengi vel hafi ekki tíðkast að hafa messu á aðfangadagskvöld en hann hafi ákveðið að taka þenn- an sið upp. „Messurnar á aðfangadagskvöld eru með öðru sniði en venjulega. í þeim er hvorki organisti né kór. Þrátt fyr- ir það eru messurnar ákaflega hátíðlegar, “ segir séra Kristján. Á jóladag eru hátíðarmessur á Grenjaðarstað og Einarsstöðum og annan dag jóla í Nesi og á Þverá. Milli jóla og nýárs sækir séra Kristján jólatrésskemmtanir í Ýdölum og á Breiðumýri. „Það er verst ef ég þarf að messa sama dag og jólatrésskemtun er haldin. í þeim tilfellum fer maður að aflokinni messu á jólatrés- skemmtunina einmitt þegar börnin álíta að jólasveinninn fari að koma. Þegar svo börnin sjá að presturinn gengur í salinn verða þau mjög vonsvikin." „Út af fyrir sig er þetta mikil vinna, en það er með messurnar eins og margt annað, að þær gefa manni mikið. Þetta er með öðrum orðum mjög ánægjulegt starf. Undirbúningur messanna getur verið erfiður en athafnirn- ar eru sjálfar ánægjulegar. Það sem er erfiðast um jól er að ferð- ast milli fjölmargra staða m.a. til að skíra. Þá má ekki gleyma því að hjá prestinum eru jólin ekki mikil fjölskylduhátíð. Það reynir auðvitað verulega á fjölskyldu prestsins á þessum dögum. Hún þarf að hafa mikla þohnmæði og standa með honum í þessu öllu. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir bömin, en þau em fædd undir þessum sólarmerkjum og vaxa inn í þetta," segir séra Kristján. Og hann bætir við: „Því er ekki að neita að maður er úrvinda eft- ir jóhn, ekki síst vegna þess að undangenginn mánuður er einn samfelldur annatimi. Það að sinna svo mörgum kirkjum gerir málið auðvitað nokkm flóknara og til þess að allt gangi upp fer mikill tími í að skipuleggja hlut- ina.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.