Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989 Annálsbrot... ensen var ráöinn framkvæmda- Langvinnt verkfali Bandalags háskólamanna setti sitt mark á þjóðlífið á vormánuðum, eins og fólki ætti að vera í fersku minni. Að vonum kom verkfallið illa við ýmsa þætti þjóðlífsins. Skólarnir stöðvuðust og starf þeirra riðlaðist verulega af þeim sökum. Með góðum vilja tókst furðuvel að leysa úr þessum rcmbihnút og framhaldsskólarnir út- skrifuðu nemendur á réttum tíma si. vor. í ágúst voru helstu tíðindin þau að tólf „hákarlar“ á Akureyri greiða samtals 27,6 milljónir í álögð gjöld. Dagur og Dagsprent hf. fara fram á greiðslustöðvun. Verslunarmannahelgin var skrautleg að vanda og voru yfir 7000 manns í Húnaveri. Ástirn- ingar voru á minkaveiðum. Veit- ingahús á Akureyri rúma 1600 matargesti samtímis og þriðji hver stórlax sem veiddist í Laxá í Aðaldal var með hroðalega áverka. Þorleifur Þór Jónsson segir að Ferðamálaráð sé gelt og ferða- málasamtökin gagnslaus vegna Þessi hrúga var áður gljáfægður þýskur eðalvagn af gcrðinni BMW. Þessi ófagra hrúga varð til er BMW-inn lenti harkalega á brúnni yfir Stafá í Fljót- fum í júlí. Með ólíkindum má telja að ekki skyldi verða manntjón í þessu slysi. an stað fyrir orkufreka stóriðju. Steingrímur Hermannsson segir tvö álver á sama tíma ekki koma til greina. Töluvert tjón varð er seiði drápust í eldisstöð Silfurstjörn- unnar og þá varð tjón í eldsvoða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Soltnar mýs segjast alsaklausar af tjóninu hjá Silfurstjörnunni en Ýdölum. Skipverja af Björgúlfi frá Dalvík byrlað eitur á bar í Bremerhaven. Arnþór EA-16 fékk á sig slagsíðu og sökk. Hver á Helgamagrastræti 53? Kvöl er karlmannsleysið. - Þannig hljóða nokkrar fyrirsagnir í Degi í októ- ber. Júlíus Sólnes biður Guð að hjálpa útgerðarmönnum ef ekki verður hægt að fá smáviðgerðir á skipum hérlendis og forseti íslands vill sjá Hús Bernörðu Alba. AP talar um algjört metn- aðarleysi íþróttafréttamanna DV í fjölmiðlarýni en síðan kemur skellurinn: Ollu starfsfólki Slipp- stöðvarinnar sagt upp. Nóvembermánuður: Jón ís- berg, sýslumaður Húnvetninga, segist munu greiða ríkissjóði það sem honum ber. Trésmiðjan Vinkill var innsigluð og síðar úrskurðuð gjaldþrota. Frásögn 18 ára stúlku um kynferðislegt ofbeldi vekur mikla athygli. Meðallaun hjá Samherja á árinu 1988 reyndust vera rúmar 4 millj- ónir. Sprenging í Krossanesverk- smiðju. Skipasmíðaiðnaðurinn var í brennidepli á fjölmennum fundi um atvinnumál. Tugir Sigl- firðinga gerast hluthafar í Siglu- Mörg banaslys Mörg hörmuleg slys varpa skugga á áriö 1989. Á tíma- biiinu 5. júní til 14. desem- ber urðu þrettán banaslys á Norðurlandi, auk þess sem tugir manna slösuðust meira eða minna á árinu. 5. júní. drukknaði 7 ára gamall drengur á Akureyri er hann féll í Glerá. 10. júní varð 75 ára gamall maður undir dráttarvél í Mývatnssveit og beið bana. 9. júlí fórust fjórir Akureyr- ingar, ein kona og þrjú börn, í hörmulegu slysi í Bergvatns- kvísl. 4. ágúst beið 17 ára gamall piltur bana í umferðarslysi í Langadal. 15. október beið tvennt bana er bíll fór út af veginum í Ljósavatnsskarði og lenti á hvolfi í vatninu. 29. nóvember lést maður af áverkum er hann hlaut þegar vöruflutningabifreið hans rann út af veginum á Öxnadals- heiði. 8. desember lést starfsmað- ur í verksmiðjunni Sana á Akureyri af áverkum sem hann hlaut í vinnuslysi. 10. desember lést fullorðinn maður eftlr árekstur í Fljótum er tveir bílar rákust saman. 14. desember fórst ungur maður í eldsvoða á Skaga- strönd. Auk þessara hörmulegu banaslysa urðu mörg alvarleg slys á árinu, ekki síst í umferð- inni. 23. júlí varð t.a.m. alvar- legt umferðarslys í Fljótum og þar slösuðust fjórar manneskj- ur mikið. 18. nóvember varð 8 ára gamall drengur fyrir skólabíl á Sauðárkróki og slas- aðist mikið. Þessir atburðir vekja ýmsar spurningar en það er ekki ann- að hægt en að vona að hörm- ungunum linni. SS hf. og Þormóður rammi á ifirði skuldar rúman arð. Um 100 sögur bárust í agnasamkeppni Dags og JOR. Jón Kristinsson fær uppreisn æru. Ólíklegt að dsbanki byggi á Akureyri. Desember Fangelsi eða dýragarður? Loks tökum við desember fyrir í þessari stuttu upprifjun. Skuldir Golfklúbbs Akureyrar eru um 25 milljónir króna. Loðnan lætur ekki sjá sig frekar en fyrri daginn. Miklar leysingar í Köldu- kinn. Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð voru stofnuð á Akur- eyri og þá var hrint af stað átaki til aðstoðar þolendum sifjaspella. „Fangelsi eða dýragarður?" Þannig hljóðar fyrirsögn fréttar þar sem vísað er í einstakt viðtal við Óla G. Jóhannsson þar sem hann lýsir af eigin reynslu slæm- um aðbúnaði fanga á íslandi og brotalömum í réttarkerfinu og fangelsismálum. Kristján Jóhannsson syngur í fjórða skipti á La Scala og Jó- hann Már, bróðir hans, sendir frá sér plötu. Á Akureyri ganga menn berserksgang og skemma bíla. Tap Álafoss á síðastliðnu ári var 724 milljónir. KEA selur Snæfellið til Grindavíkur. Geir- mundur selur plötuna sína grimmt og Alistair heitinn Mac Lean er drjúgur í bóksölunni. Þessi saklausi sími í göngugötunni á Akureyri hefur heldur betur fengið fyrir ferðina á árinu. Hvað eftir ann- að hefur þurft að skipta um símtól og aðrar nauðsynlegar einingar sím- tækisins eftir atferli skemmdar- varga. Ákveðið að sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri taki til starfa 4. janúar. Umræðan um álver við Eyjafjörð verður æ háværari og fálkar hneggja í refa- skálanum í Ytra-Holti! Ekki er nægur snjór í Hlíðarfjalli og ívar tekur fram dansskóna. Sala á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar gengur til baka. Efnt var til söfnunar til styrktar tveimur húsnæðislausum ekkjum á Akur- eyri og Skagaströnd. Þar með sláum við botninn í þetta annálsbrot. SS Agúst Eftirminnilegasta sýning Leikfélags Akureyrar frá síðasta leikári er án efa Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, sem frumsýnt var í mars. Með stærstu hlutverkin fóru þau hjónin Helgi Skúlason og Helga Backman. Sýningarinnar verður ekki síst minnst fyrir sérstæðar deilur milli þeirra hjóna annars vegar og Maríu Kristjánsdóttur, formanns Leikstjórafélagsins, hins vegar um „getuleysi“ Ingu Bjarnason, leikstjóra. 7. júlí: Eins hreyfils vél nauð- lenti norðan við Stóra-Hamar í Eyjafirði. Flugmaður og farþegi sluppu ómeiddir. 8. júlí: Júlíus Kristjánsson leggur Elfu Ágústsdóttur að velli í úrslitum í Einvígi helgarblaðsins. 13. júlí: Baldvin Jóh. Bjarna- son var settur í stöðu skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar. 15. júlí: Fyrsta hringtorgið á Akureyri tekið í notkun. Af öðrum tíðindum mánaðar- ins má nefna að hafís er nálægt landinu, ferðamenn flykkjast í blíðuna á Akureyri. Úndir lok mánaðarins kemur síðan helli- demba sem holræsakerfið ræður ekki við og vatn flæðir inn í kjall- ara húsa. fjárskorts. Þrennir tvíburar koma í heiminn á Akureyri á einni viku og leigusalar á Akureyri eru allt frá sanngjörnu fólki upp í okrara. September * Alver í brennidepli í september greinir Dagur frá fólskulegri árás í miðbæ Akur- eyrar. Myndbandsupptökuvélar og önnur dýr tæki seljast vel þrátt fyrir bágborinn efnahag alþýðu. Gæsaskyttur njósna um gæsina úr lofti, fara síðan niður og freta. Sigló hf. skuldar 350 milljónir umfram eignir. Ný ríkisstjórn Nóvember stjóri Sjallans. Stakfellið er kyrrsett vegna ógreiddra skatta og mýlirfa hvarf í Mývatni og það sama má segja um húsendurnar. Kínverji leitar sér kvonfangs hjá Álafossi og Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fegurðardrottning íslands, mal- bikar götur Akureyrar. JÚIÍ Stórlaxar og tvíburar Veðurfréttir eru áberandi í júlí, enda fádæma blíða á Norður- landi. En grípum niður í aðrar fréttir Dags: tekur við völdum og vill hún lækka matvælaverð! Barnamergðin í Síðuhverfi er að sprengja Síðuskóla. Sex ljóð- skáld skiptu með sér verðlaunum í ljóðasamkeppni menningar- málanefndar Akureyrarbæjar. Eining og Krossanesverksmiðjan deila harkalega um túlkun á upp- sögn samninga. Orri Vigfússon vill að Færeyingar og Grænlend- ingar hætti úthafsveiðum í eitt ár til að vernda smálaxinn í sjónum. Álversumræðan kemst á skrið og Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra telur Eyjafjörð ákjósanleg- líklegast er að kviknað hafi í út ■ frá logandi vindlingi hjá ÚA. Október Misheppnuð veðurspá Mikið hvassviðri gekk yfir Norðurland í októberbyrjun og olli það talsverðu tjóni. Dagur var reyndar búinn að spá útilegu- veðri þessa helgi en sú spá stóðst engan veginn. Islenskir dagar hjá KEA. Híbýli hf. fer fram á gjaldþrota- skipti. Brúðkaup Fígarós að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.