Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989 Iitið um öxl • Iitið um öxl • Iitið um öxl • Iitið um Haukur Ágústsson, formaður MENOR: Aimáil lista og menningar Þegar skoða skal árið 1989 með listir og menningu í huga er nærtækast að leita til Hauks Ágústssonar, formanns Menn- ingarsamtaka Norölendinga. Haukur fylgist mjög vel með á sviði lista og menningar á Norðurlandi og hann gefur út Fréttabréf MENOR þar sem helstu viðburðir hvers mánað- ar eru raktir. Hvaða listvið- burðir ársins 1989 standa upp úr að mati formannsins? „í leiklistinni fannst mér þrjú atriði bera hæst. Sýning Leik- félags Akureyrar á Virginíu Woolf eftir Albee fannst mér framúrskarandi góð sýning. Hún hafði raunar þann galla að allir leikendur voru fluttir að sunnan, en eftir sem áður var þetta mjög sterk sýning og einhver sú sterk- asta sem ég hef séð lengi á Akur- eyri. Leikfélag Blönduóss setti upp Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Harðar Torfasonar. Það var ntjög eftir- minnileg sýning og vel gerð. Margir leikaranna voru lítt æfðir og fáeinir stóðu sig ekki sem skyldi en heildarsvipurinn var afar sterkur. í>á þótti mér Upp- reisnin á ísafirði eftir Ragnar Arnalds í leikstjórn Eddu Guð- mundsdóttur, sem Leikfélag Skagstrendinga sýndi í byrjun ársins, afskaplega merkilegt fram- tak og stórglæsilegt. Það var margt gott í sýningunni og afrek hjá svo litlu leikfélagi að setja upp svo stóra sýningu. Einnig mætti minnast á ágæta sýningu Leikfélags Akureyringar á Húsi Bernörðu Alba þótt hún jafnað- ist ekki á við Virginíu Woolf. Þetta var nokkuð góð sýning." Haukur rifjaði næst upp eftir- minnilegustu atriði á sviði tónlist- ar og nefndi fyrst Gershwin tón- leika Kammerhljómsveitarinnar á Akureyri í febrúar. Stjórnandi var Eric Tschentscher. „Hljóm- sveitin naut sín ótrúlega vel og frammistaða Kristins Arnar í píanóverkinu var skínandi. Hljómsveitin hefur farið mjög vaxandi og er orðin mjög áheyri- !eg,“ sagði Haukur. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda: „Mál loðdýrabænda hvað erfiðust“ „Hvað veðurfarið varðar þá held ég að árið haii verið vel í meðallagi. Vorið var að vísu seint á ferð fyrir norðan og austan og sem betur fer þurfti ekki að koina til kasta bjarg- ráðanefndar sem sett var á stofn vegna tíðarfarsins. Sunn- anlands og vestan var úrkomu- samt og olli það bændum á þessum svæðum erfiðleikum. Heyfengur er lítill á Snæfells- nesi og sums staðar á Aust- fjörðum þar sem um var að ræða kalskemmdir en að öðru leyti verður að telja árið veðurfarslega þokkalega hag- stætt hefðbundnu greinun- um,“ sagði Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsam- bands bænda um árið 1989. Haukur segir að mjólkurfram- leiðsla hafi dregist meira saman en menn hafi óskað og það aftur valdið því að birgðastaða er nú komin í lágmark. „Bændur verða að passa sig að halda ekki áfram niður á við en því miður stefnir enn niður á við sem er ástæðu- iaust þar sem við getum ekki gengið frekar á birgðir. Bændur verða því aðeins að fara að gefa Ekki horfir til áframhaldandi samdráttar í sölu sauðfjárafurða að mati Hauks. Samdráttur var í kjötsölu á markaðnum á árinu og segir Haukur það stafa af fallandi kaupmætti fólks. „Þetta veldur okkur að sjálfsögðu áhyggjum." í svínakjötsframleiðslu hafa bændur átt í verðerfiðleikum og um kartöfluframleiðsluna segir Haukur að hún hafi á árinu verið undir meðallagi. Loðdýraræktin er stór kafli í landbúnaðarsögu ársins. „Svo maður taki þessar nýju greinar þá hefur ferðaþjónustan skilað auknum tekjum á árinu. Hins vegar höfum við horft upp á enn daprari verð fyrir framleiðslu Haukur Halldórssun. loðdýrabænda og það er mál sem er hvað erfiðast. Allt þetta ár hefur verið um að ræða varn- arstríð þessara bænda og í raun ekki á valdi bænda lengur hvort þeir myndu halda áfram eða ekki. Þeir hafa beðið í óvissu all- an tímann. Ákveðinn fóðurstyrk- ur fékkst á árinu og með nýjum lögum frá Alþingi ætti töluverður hluti loðdýrabænda að geta hald- ið áfram.“ Haukur segir að fyrir þetta líð- andi ár hafi bændur dregist aftur úr hvað varðar launaviðmiðanir en heldur hafi tekist að rétt við í ár. Afkoma bænda í heild hafi því frekar batnað en hitt. Af einstökum minnisstæðum atburðum á þe;ssu sviði á árinu nefnir hann aðalfund norrænu bændasamtakanna í Reykjavík í sumar en þessum samtökum veitti Haukur forstöðu sl. tvö ár. Annað atvik rís hátt og það er hvatning ASÍ og BSRB sl. vor til neytenda um að sniðganga mjólkurvörur í þrjá daga. „Það var erfið og mjög pínleg staða en sem betur fer náðu menn saman um það eftir, þetta að hags- munir bænda og neytenda væru meira sameiginlegir en andstæð- ir.“ JÓH Haukur Ágústsson. „Keppnisferð Blásarasveitar Tónlistarskólans til Hollands í ágúst er mjög minnisstæð og frammistaða hennar glæsileg. Að svona hljómsveit skuli vera til í ekki stærra byggðarlagi er fjöður í hatt Akureyrar og þar á sá ágæti maður Roar Kvam stærstan hlut að máli. Sæluvikukonsertinn sem hald- inn var í Miðgarði í apríl er líka minnisstæður. Skagfirska söng- sveitin kom með tvo kóra, eldri félaga kórinn Drangey og Rökk- urkórinn, sem er orðinn gletti- lega góður. Tónleikarnir voru mikil upplifun fyrir mig. Ég sat dolfallinn yfir framúrskarandi kóratónlist. Skagfirska söngsveit- in var frábærlega góð og Heimir stóð sig líka prýðilega svo og allir kórarnir sem fram komu. Að lokum vil ég nefna flutning íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Ýdölum. Það var skemmtileg og eftirminnileg heimsókn. í myndlistinni er mér minnis- stæðust sýning Kristínar G. Gunnlaugsdóttur á íkonum í kapellu Akureyrarkirkju á kirkjulistavikunni. Hún var afar skemmtileg og sérkennilegt að sjá þessa tegund myndlistar iðk- aða af íslenskri konu og henni ekki eldri að árum en Kristín er. Hún virðist hafa náð ótrúlegu valdi á þessari listgrein. Önnur myndlistarsýning sem mér fannst skera sig úr hvað sérkennileika snertir var sýning Jóns Laxdals á upplímingarmyndum, eða collage, í Gamla Lundi í mars. Þetta var eftirtektarverð sýning og sýndi töluverða hugkvæmni í notkun upplímingar í myndmótun. Ég get ekki neitað því að ég hafði gaman af sýningu Hrings Jó- hannessonar í Myndlistarskólan- um núna í desember og afskap- lega gott framtak hjá félögunum sem að henni stóðu. Þá þótti mér merkileg ferð Kristins G. 21. okt- óber er hann opnaði sýningu í FÍM salnum í Reykjavík. Þetta voru athyglisverðar myndir og spennandi að sjá hvernig Kristinn þróast. Ég hafði líka gaman af grafíksýningu Drafnar Friðfinns- dóttur 18. nóvember. Hún hefur gott vald á grafíkinni. Að lokum þótti mér skemmtileg sýning Óla G. Jóhannssonar nú í desember. Þetta voru skemmtilegar myndir, sem minntu stundum á Hring, og í heildina mjög athyglisverðar og fjölbreyttar. Ef við tökum ritlistina að lok- um þá er mér ekkert sérstaklega minnisstætt úr henni nema smá- sagnasamkeppni Dags og MENOR. Hún tókst alveg ótrú- lega vel, bæði hvað varðar þátt- tökuna, sem fór ferfalt fram úr mínum vonum, og líka hvað gæð- in varðar. Ég hef það eftir dóm- nefndarmönnum að sögurnar hefðu margar verið merkilega góðar. Lokaniðurstaðan sýnir líka að þeir sem þar er um að ræða hafa gott vald á þessu tján- ingarformi og það er greinilegt að margir kunna að fara með penna, en maður sér allt of lítið á prenti," sagði Haukur að lokum. SS Sumarsins 1989 verður m.a. minnst sem sumars hvítra goka úti um allar jarðir. Það er ekki ofinælt að sprenging hafi orðið í notkun rúllubindivéla í sveitum landsins. Úttekt Dags á málinu 23. ágúst leiddi í Ijós að í landinu væru á fjórða hundrað bindi- og pökkunarvélar. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings: Breytt skipulag Alþingis hefur skilað árangri „Um þessi áramót er í mér uggur um framvindu stjórn- mála í Evrópu á árinu, jafnt í Austur- og Vestur-Evrópu. Vissulega ber að fagna þeim frelsisvindum sem nú blása um Austurálfuna. En svo miklar breytingar á svo skömmum tíma hljóta að vekja ugg um að menn kunni að fara offari og hafi ekki stjórn á atburðarás- inni svo af hljótist eitthvað enn verra en það sem var,“ sagði Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, þegar Dagur bað hana að líta yftr stjórn- málaárið 1989. „Þróun mála innan Efnahags- Guðrún Helgadóttir. bandalagsríkjanna hefur einnig verið hröð og framvinda þeirra er vandasamt mál fyrir okkur íslendinga. Persónulega hefur þetta ár ver- ið annasamt, gjörbreyting á skipulagi Alþingis tók mikinn tíma en hefur skilað árangri og þinghald hefur gengið að óskum. Frumsýning á Óvitunum mín- um í Þjóðleikhúsinu var skemmtilegur viðburður, leikendum sendi ég bestu kveðj- ur og þakklæti fyrir allt stritið á árinu. Landsmönnum öllum óska ég innri friðar og sanngirni í dómum um menn og málefni á nýju ári.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.