Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989 myndasögur dags HERSIR Tími til að fara aö hátta Rakel! Ha, ha - krakkar í dag bera enga virðingu fyrir fullorðnum! BJARGVÆTTIRNIR # Beitunefnd Oft hafa nefndir verið settar á laggirnar tii ýmissa starfa. Nöfn þessara nefnda hafa stundum verið ansi skondin. Eitt það skondn- asta og jafnframt það nýjasta er nafn á nefnd sem ákveður verð á beitu, en hún heitir einfaldlega Beitu- nefnd! Ekki er S&S kunnugt um hverjir sitja í þessari nefnd en það er spurning hvernig hún starfar. Kannski sitja menn í nefnd- inni og beita alian daginn og finna þannig út verðið á beitunni. Það er örugglega ekkert til í þvi en hjá því verður samt ekki litið að nafnið á nefndinni er stór- sniðugt og vafalaust eiga eftir að koma í Ijós fleiri nöfn á við jjetta í framtíð- inni. • 1X2 Það hefur tfðkast um árabil meðal fjölmiðia að spá um úrslit leikja sem íslenskar getraunir eru með á sínum getraunaseðlum. Um þetta hefur skapast hin skemmti- legasta keppni sem gaman er að fylgjast með. Flestir þessara fjölmiðla hafa íþróttafréttamenn á sínum snærum sem brúna- þungir liggja yfir getrauna- seðlunum og reyna að tippá á tólf. Það hefur hins vegar stungið dálftið í stúf að sá fjölmiðill sem forystuna hafði í þessum leik, síðast er S&S frétti, hefur engan íþróttafréttamann innan sinna raða. Þetta er nefni- lega Aiþýðublaðið. Einhver spekingur á þeim bænum hefur skotið sérfræðingum enska boltans á stóru fjöl- miðlunum ref fyrir rass með mikilli spádómsgáfu og sjálfsagt heppni líka. Þetta finnst okkur „hobbý“ tipp- urum vera ansi skemmtilegt og mega stóru blöðin skammast sfn pínulítið fyrir þessa vasklegu framgöngu Alþýðublaðsmanna sem ekki gefa út neinn stórpésa á landsvísu. # Eitt hár í átján hluta Svo er hérna áskorun til allra hárskera um að setjast nú niður og reyna að bæta heimsmetið í að kijúfa hár. Það met á Breti sem líklega er látinn núna, en honum tókst að kljúfa hár af manni sautjánfalt, þannig að úr urðu 18 hlutar! Honum hef- ur ekki bara tekist þetta einu sinni heldur átta sinnum. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 29. desember 17.50 Gosi. 18.25 Ad vita meira og meira. Bandarískar barnamyndir af ýmsu tagi þar sem blandað er gamni og alvöru. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (46). 19.20 Bleiki pardusinn. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Anna. 5. þáttur. 21.25 í askana látið. Dagskrá um matarhætti íslendinga að fornu og nýju, 2. þáttur. Fyrsti þáttur var fluttur á þorra 1989. 21.10 Derrick. 23.10 Grái fiðringurinn. (Twice in a Lifetime) Bandarísk kvikmynd frá árinu 1985. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Ann- Margret, Ellen Burstyn, Ann Madigan, Ally Sheedy og Brian Dennehy. Miðaldra eiginmaður og fjölskyldufaðir telur að neistann vandi í hjónabandið og leitar á önnur mið. Það leiðir til glundroða í fjölskyldu hans. 00.50 Útvarpsfróttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 29. desember 15.20 Sambúðarraunir. (The Goodbye Girl.) Paula kemur heim einn daginn og er þá sambýlismaðurinn á bak og burt. Ekki nóg með það, stuttu seinna birtist kunn- ingi hans og bara flytur inn. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Marsha Mason og Quinn Cummings. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Höfrungavík. Fimmti hluti. 18.45 A la carte. 19.19 19.19. 20.30 Geimálfurinn. (Alf.) 20.55 Sokkabönd í stíl. Annáll ársins. 21.25 Akureldar. (Fields of Fire.) Seinni hluti. 22.40 Svikin.# (Intimate Betrayal.) Á yfirborðinu virðist allt leika í lyndi hjá ungu hjónunum, Julianne og Michael, þar til dag nokkurn að það birtist maður sem vill finna Michael vegna myndar af hon- um í blaði nokkru. Michael flýr manninn og ferst í bílslysi, eða svo er álitið. Aðalhlutverk: James Brolin, Melody Anderson, Pamela Bellwood og Morgan Stevens. Stranglega bönnuð börnum. 00.10 Nítján rauðar rósir.# (Nitten Röder Roser.) - Dönsk rómantísk spennumynd sem greinir frá manni sem hyggst hefna unn- ustu sinnar sem fórst í bílslysi en öku- maðurinn, sem ók á hana var ölvaður. Aðalhlutverk: Henning Jensen, Poul Reichardt, Ulf Pilgard, Jens Okking og Birgit Sadlin. Bönnuð börnum. 01.55 Óblíð örlög. Fjórir vinir lentu eins og svo margir aðrir á vígvellinum í seinni heimsstyrjöldinni. Aðalhlutverk: George Hamilton, George Peppard, Jean Pierre Cassel og Horst Bucholz. 03.35 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 29. desember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Ámason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Ævintýri á jóla- nótt" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Guðmundur Ólafsson og Salka Guð- mundsdóttir flytja (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. Umsjón: Jóhann Hauksson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugað - „Það var líka góð saumakona." 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Á sjötta degi. Umsjón: Óli Örn Andreassen. 13.30 Miðdegissagan: „Samastaður í til- verunni" eftir Málfríði Einarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir les (13). 14.00 Fróttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Sjómannslíf. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Hljómplöturabb. 21.00 Vestfirsk vaka. a. Rætt við Sigurveigu Jónsdóttur fyrr- um húsfreyju á Nauteyri við ísafjarðar- djúp. b. Vestfirsk skáld og sagnaritun. Umsjón: Hlynur Þór Magnússon sagn- fræðingur. c. Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður segir frá æskuámm sínum og sumardvöl hjá skyldfólki á Galtarvita. Tryggvi Tryggvason og söngfélagar hans syngja í þættinum. Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Frá ísafirði.) 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. „Árhundredets kjárlekssaga" (Ástarsaga aldarinnar) eftir Márte Tikkanen. Höfund- ur les. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 29. desember 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæhskveðj- ur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Dagur Gunnarsson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00 og stjórnmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Á djasstónleikum Dizzy Gillespie í Háskólabíói og Frakklandi. 21.30 Áfram ísland. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistar- mönnum. 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Blágresid blíða. 7.00 Úr smiðjunni. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 29. desember 8.10-8.30 Svæðisutvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 29. desember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. Föstudagsumferðin. 09.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30 og uppá- haldsmataruppskriftin rétt fyrir hádegi. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Trúlofunardagur á Bylgjunni. Valdis Gunnarsdóttir trúlofar í beinni ut- sendingu. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Kvöldfréttir frá kl. 18-18.15. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Helgin framundan. 22.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Föstudagur 22. desember 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast um helgina á Akureyri. Stjómandi er Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.