Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989 fréttir Nú árið er liðið í aldanna skaut: Bremiur á Norðurlandi Sem fyrr hafa norðlenskir brennuvargar látið hendur standa fram úr ermum og safnað í veg- legar brennur um allt Norðurland. I þessu brennuyfirliti verður getið þeirra brenna sem Dagur fékk upplýsingar um í gær. Það skal tekið fram að á Siglufirði hafði lögreglu ekki bor- ist í gær ósk um leyfi fyrir gamlársbrennu. Það verður því að teljast ólíklegt að gamla árið verði brennt út þar í bæ. Hins vegar er ákveðið að Kiwanis-menn á Siglufirði standi fyrir óþh/IM/kj þrettándabrennu. Akureyri Á Akureyri hefur einungis verið gefið leyfi fyrir tveimur bálköst- um. Annar þeirra er vestan Hlíð- arbrautar, norðan við Gúmmí- vinnsluna, en hinn er sunnan og vestan við Reynilund. Að brennuimi vestan Hlíðar- brautar standa nokkrir einstakl- ingar. Þeirra á meðal er Helgi Þórsson, sendibílstjóri, og sagði hann í samtali við Dag að hann vonaðist til að brennan yrði hin veglegasta. Meðal annars sagði hann að þrír bátar yrðu settir í bálköstinn á morgun, laugardag. Ákveðið er að kveikja i brenn unni kl. 20 á ganrlárskvöld. Ef veður leyfir verður kveikt í brennunni í Lundarhverfi kl. 20 á gamlárskvöld. Nokkrir eldhressir strákar í Lundarskóla hafa veg og vanda af brennunni og njóta þeir aðstoðar foreldra. Þar á meðal er Dröfn Friðfinnsdóttir. Að henn- ar sögn hefur Olíufélagið Skelj- ungur sýnt þann rausnarskap að gefa olíu til að tendra eld í brenn- unni. Dalvík Á Dalvík er búið að hlaða bál- köst og eins og áður er hann austur á Sandi. í>ær upplýsingar fengust að til stæði að kveikja í honum á slaginu kl. 17 á gamlársdag. Grímsey Grímseyingar hafa þann sið að brenna út garnla árið og sá siður verður í heiðri hafður í ár. Bál- kösturinn, sem tendrað verður í að þessu sinni, stendur austan við félagsheimilið í eynni. Áætlað er að kveikja í honum um kl. 20 á gamiárskvöld. Ólafsfjörður Að þessu sinni verður gamlárs- brenna þeirra Ólafsfírðinga vestan við ósinn en hún hefur gjarnan verið staðsett austan óssins. Ef allar áætlanir standast verður kveikt í brennunni kl. 20 á gaml- árskvöld. Hrísey Hríseyingar hafa haft þann ágæta sið að brenna út gamla árið og á því verður engin breyting í ár. Bálkösturinn er fyrir ofan þorpið og stefnt er að því að kveikja í honum um kl. 16 á gamlársdag. Brenna þeirra Hríseyinga er svo snemma á ferðinni til þess að mönnum gefist færi á að bregða sér í hrein áramótafötin og fara í kirkju kl. 18. Egilsstaðir Á Egilsstöðum verður áramóta- brenna við Árhvamm, og er það Björgunarsveitin Gró sem fyrir brennunni stendur. Þórshöfn Ungir menn á Þórshöfn standa fyrir áramótabrennu sem staðsett er innan við þorpið. Kveikt verð- ur í brennunni um kl. 20. Vopnafjörður Nokkrir ungir Vopnfirðingar hafa sótt um leyfi fyrir brennu uppá Háahrauni við þorpið. r arsveitin sér um. Það eru ungl- ingar í bænum í samráði við bæjarstarfsmenn sem sjá um söfnun í brennuna. Blönduós Á Blönduósi verður brennan staðsett á Miðhóli sem er innan við Blöndu. Kveikt verður í henni kl. 20.30 og á eftir verður flugeldasýning sem Hjálparsveit skáta hefur umsjón með. Það eru Kiwanismenn sem sjá um söfnun- ina eins og undanfarin ár. Skagaströnd Á Skagaströnd verður brennan staðsett á Fellsmelum sem eru undir hlíðum Spákonufells. Kveikt verður í henni kl. 20.00. Það eru félagar í Ungmennafélaginu Fram sem umsjón hafa með söfnuninni. Hvammstangi Áramótin: Húsvíkingar nenna ekki að búa til brennu AUar líkur benda til þess að engin áramótabrenna verði á Húsavík að þessu sinni, en tvær brennur hafa yfirleitt ver- ið við bæinn mörg undanfarin gamlárskvöld. Orsökina fyrir brennuleysinu má rekja til áhugaleysis fólks fyrir vinn- unni við að safna efni og hlaða köst, en fjölmenni hefur yfir- leitt komið að áramótabrenn- um Húsvíkinga. í fyrra söfnuðu ungir Húsvík- ingar efni og hlóðu brennur, bæði utan og sunnan við bæinn. Árið áður og mörg ár þar á undan sá Kiwanisklúbburinn Skjálfandi um brennu norðan við bæinn, gegn greiðslu frá Húsavíkurbæ. í fyrra ákvað Bæjarstjórn að hætta að greiða fyrir vinnuna og einnig að hætta að halda áramóta- dansleiki sem bæjarbúum væri boðið til. Bærinn hefur annast, og er tilbúinn að annast, véla- vinnu fyrir þá aðila sem vinna vilja að uppsetningu á brennu og búið er að losa gott efni í brennu norðan við bæinn, en enginn sjálfboðaliði hefur sýnt áhuga á að drífa í málunum. Sömu sögu er að heyra af brennu sunnan við bæ. Maður sem bar ábyrgð á brennunni í fyrra var tilbúinn að aðstoða unga fólkið einnig í ár, en það sýndi að þessu sinni engan áhuga á að safna efni í brennu. IM Kópasker Ungt fólk á Kópaskeri hefur safnað efni í áramótabrennu sem staðsett er rétt norðan við þorpið, að öllum líkindum verð- ur kveikt í brennunni um tíuleyt- ið á gamalárskvöld. Sauðárkrókur Á Sauðárkróki er brennan stað- sett syðst á Nöfunum fyrir ofan bæinn. Kveikt verður í henni kl. 20.30 og um kl. 21.00 verður svo flugeldasýning sem Björgun- Á Hvammstanga er brennan staðsett fram á Höfða og verður kveikt í henni kl. 20.00. Það er Björgunarsveitin á staðnum sem sér um brennuna eins og síðustu ár. Hofsós Á Hofsósi er brennan staðsett hjá íþróttavellinum. í henni verður kveikt kl. 20.00. Á eftir verður svo flugeldasýning. Það eru unglingar í bænum sem safna í brennuna en Björgunarsveitin er þeim innan handar. Nýársfagnaði Sjallans aflýst: „Ekki hægt að hafa þetta ódýrara og varla betra“ - segir Sigurður Thorarensen, framkvæmdastjóri Fyrirhuguöum nýársfagnaöi Sjallans hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku. Sjall- inn haföi auglýst mikinn fagn- að undir yfirskriftinni „Á hál- um ís“ með Spaugstofumenn sem helstu skemmtikrafta og Rósu Ingólfsdóttur sem veislu- stjóra. Verð fyrir mat og skemmtun var 4900 krónur, eða mun lægra en á skemmti- stöðum í Reykjavík, en það dugði ekki til. Sigurður Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Sjallans, sagði að vissulega væri þetta dapurleg niðurstaða en annað hefði ekki verið hægt að gera. Hann sagði Hið árlega jólatré verður haldið í félagssalnum að Bjargi, Bugðusíðu 1, föstudaginn 29. des. kl. 16.00. ÆUir velkomnir. Nefndin. að það væri dýrt að halda skemmtun sem þessa og til þess að hún gæti borið sig hefðu pant- anir þurft að vera mun fleiri. Nýársfagnaður er lokað sam- kvæmi og þéttskipaður salur er helsta forsendan fyrir því að hægt sé að halda skemmtun af þessari stærðargráðu. Aðspurður kvaðst Sigurður ekki vita ástæðuna fyrir þessari dræmu aðsókn í miða á nýárs- fagnaðinn. „Það var ekki hægt að hafa þetta ódýrara og varla betra. Maður hefur auðvitað heyrt skýringar á borð við þær að fólk sé auralaust og að það sé vinnu- dagur daginn eftir og ég hugsa að það síðarnefnda sé líkleg skýring í mörgum tilvikum,“ sagði Sigurður. Með öðrum orðum, fólk óttast timburmennina. Hann sagði að Sjallinn myndi fá Spaugstofumenn norður eitt- hvert laugardagskvöldið í sára- bætur. Á nýárskvöld verður hús- ið lokað en dansleikur á gamlárs- kvöld og þar mun Stuðkompaní- ið koma fram af þessu tilefni eftir árs hlé. SS Ted Amason er látínn Theódór Kristján Árnason (Ted Árnason), fyrrverandi bæjarstjóri í Gimli í Kanada, vinabæ Akureyrar, andaðist á annan dag jóla, 71 árs að aldri. Útför hans verður gerð frá heimabæ hans, Gimli, 4. janúar nk. Ted Árnason lætur eftir sig eiginkonu, Majorie Árnason, og þrjú börn. Hans verður nánar getið síð- ar í Degi. óþh Ted Árnason, fyrrverandi bæjar- stjóri í Gimli, vinabæ Akureyrar. Verslunar- tími iffii áramótín KjörhudirKEA Laugardagur 30. desember HrísalundurS kl. 10-14 KEA Nettó kl. 10-14 KEA Sunnuhlíð kl. 10-20 Byggðavegur 98 kl. 10-20 Sunnudagur 31. desember gamlársdagur Byggðavegur 98 kl. 9-13 Þriðjudagur 2. janúar Byggðavegur 98 kl.16-20 KEA Sunnuhlíð kl. 16-20 Aðrar kjörbúðir verða lokaðar þennan dag vegna vörutalningar Byggingavöru- deildogRat'• lagnadeild Þessar deildir verða lokað- ar vegna vörutalningar þriðjudaginn 2. janúar, miðvikudaginn 3. janúar og fimmtudaginn 4. janúar VöruhúsKEA verður lokað vegna vöru- talningar þriðjudaginn 2. janúar og miðvikudag- inn 3. janúar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.