Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. desember 1989 - DAGUR - 9 Iitið um öxl • litið um öxl • Iitið um öxl • Iitið Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands: Dökkt ár fyrir verkafólk „Þetta ár hefur einkennst af þrengingum eins og sjá má á þjóðarbúskapnum í heild en vitanlega kemur ástand hans niður á öllum og það heldur illilega því kaupmáttur hefur hrapað mikið og atvinnuleysi aukist,“ sagði Þóra Hjaltadótt- ir formaður Alþýðusambands Norðurlands. „Arið hefur því verið mjög dökkt varðandi verkalýðshreyfinguna í heild.“ Þóra segir að í síðustu kjara- samningum hafi verið gerð tilraun til að minnka launabilið með því að koma með svokallaðar krónu- töluhækkanir á laun. „í raun var þetta ekki það mikil hækkun að hægt sé að segja að einhverju hafi verið náð. Hagur lægst launaða fólksins hefur versnað frekar en hitt m.a. vegna þess að þeir sem hafa hærri laun eru alltaf í þeirri stöðu að geta olnbogað sig áfram til að bæta sín kjör.“ Aðspurð um hvort breyting hafi orðið á baráttuaðferðum verkalýðshreyfingarinnar sbr. árangursríkar aðgerðir fyrr á árinu þegar almenningur var m.a. hvattur til að kaupa ekki mjólk um tíma sagði Þóra að for- ystan yrði aldrei sterkari en fólk- ið sem stendur á bak við hana. Aldís Bjömsdóttir frá Stokka- hlöðum, elsti núlifandi Islending- urinn, hélt upp á sinn 105. afmælisdag 4. nóvember sl. Aldís dvelur nú á Kristnesspítala. Þóra Iljaltadóttir. „Árið 1983 var kaupgjaldsvísital- an tekin af okkur en þá báfu eng- ar aðgerðir árangur og virtist enginn áhugi meðal launafólks á aðgerðum. Nú fékk forystan meiri hvatningu og varð því sterkari fyrir bragðið því það var mikill þungi í fólki vegna verð- hækkanna í vor. Aðgerðirnar Sem farið var út í dugðu þó ýmsir hafi sett út á þær, sér í lagi að leggja bílunum en minnst þátt- taka varð í því. Þóra sagði að af öðrum atburð- um hefðu fréttirnar frá Austur- Evrópu vakið mikla athygli. Hún sagðist óttast að þróunin þar gerðist allt of hratt, að fólkið sem byggir þessi lönd komi ekki til með að kunna að bregðast við. „Það rná heimfæra þetta á okkur sjálf eftir síðari heimsstyrjöldina þegar við stigum snöggt út úr mikilli kreppu í bullandi pening og vinnu. Nú eiga sér stað enn hraðari umskipti í austantjalds- löndunum og ég tel hættu á enn meira lífsgæðakapphlaupi en við þekkjum til, þar sem umskiptin eru svo snögg.“ Að lokum var Þóra beðið um að nefna persónulega minningu frá síðasta ári. „Ég fékk tækifæri til að sitja á Alþingi í hálfan mánuð. Það var mjög skemmti- leg reynsla sem ég hefði ekki vilj- að missa af, þó ég hafi ekki áhuga á að ílengjast þar. Á Alþingi eru tekin fyrir öll stærstu hagsmuna- mál þjóðfélagsins. Þó svo að helsta umræðan um þau og ákvarðanatakan í reynd fari fram í nefndum þingsins, þá koma þau alltaf til formlegrar afgreiðslu í þinginu sjálfu. En á meðan störf- in og starfshættirnir eru með því móti sem þeir eru í dag hef ég ekki áhuga á starfa á þessum vinnustað,“ sagði hún. Aðspurð um starfshættina sagðist Þóra geta gert orð Sverris Hermannssonar bankastjóra og fyrrum alþingismanns að sínum þegar hann sagði nýlega um mál sem upp kom á þingi, að á ferð- inni væri „pólitískur vængjaþytur manna sem hafi ekkert betra að gera,“ og vildi hún bæta þar við „eða vilja láta á sér bera, en það hljóta að vera tilburðir stjórnar- andstöðu að láta bera á sér svo hún gleymist ekki.“ VG i<(ia£S Þessi sakleysilegi súrhcysturn á bænum Grund í Svínadal varð tilefni skaöabótamáls. Fljótlega eftir að hann var settur upp beyglaði Kári turn- inn með ofurkrafti sínum. Bændur á Grund segja gripinn gallaðan en Glóbus, innflutnings- og sölufyrirtækið, telur að veður á þessum slóðum sé óeðlilega vont. y Bjarni Pór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík: Atak í uppgræðslu og trjárækt „Hvað Húsavík varðar er mér minnisstæð stofnun landnýtingar- og gróðurverndarsamtakanna Húsgull, og sú almenna vakning sem varð viðvíkjandi uppgræðslu lands og trjárækt. Á þessu sviði var gert verulegt átak og vonandi verður þar áframhald á, en ég tel að eftir þessu átaki verði munað lengst af því sem gerðist á þessu ári, þó margir aðrir merkilegir hlutir hafi átt sér stað,“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík. „Á landsvísu er ntér minnis- stæð óáran í atvinnumálum, gjaldþrot fyrirtækja hringinn í kringum landið og slíkir erfið- leikar. Ég minnist ekki neinna stóróhappa eða stórhappa sem hentu þjóðina á árinu. Mér er minnisstætt að þrátt fyrir vonlaus ytri skilyrði þá héldu margir áfram óarðbærum fjárfestingum, jafnvel fyrir erlent lánfé. Þetta finnst mér mjög merkilegt að íslendingar skuli gera. Bjarni Þór Einarsson Ef við tökum heiminn fyrir, þá er mér minnisstæð þíðan í Aust- ur-Evrópu og þær miklu breyt- ingar sem eru að eiga sér stað. Niðurrif Berlínarmúrsins er mjög minnisstætt. En það sem mestu varðar í samskiptum okkar við aðrar þjóðir á næsta ári, er að viðun- andi samningar náist milli EFTA og Efnahagsbandalagsins. Það er erfitt að spá, og sérstak- lega unt framtíðina. Það er því miður þannig að í framtínni eru horfur á frekar slæmu atvinnu- ástandi, sérstaklega á lands- byggðinni. Á komandi ári verður skerðing á veiðiheimildum og auk þess er óáran í loðdýrarækt og fiskeldi. Hér er nauðsynlegt að við náum árangri í atvinnu- uppbyggingu og að því þurfum við að stefna. Ég held þó að þeg- ar til lengri tíma er litið sé fram- tíðin björt, því fólk kernur til með að halda áfram að bjarga sér. Á næsta ári held ég að fólk sem býr úti á landi átti sig betur á því að lausnin felst ekki endilega í því að flytja í þéttbýlið við Faxaflóann, heldur að takast á við verkefnin heimafyrir.“ IM Veður árið 1989: Snjóþungur vetur og prýðttegt sumar Veðrið hefur vakið verðskuld- aða athygli á árinu sem er að líða og er það sjálfsagt vel að því komið því oft hefur veðrið bjargað fólki frá því að þjást af skorti á umræðuefni. Veðrið Fannfergið í febrúar var engu líkt um norðanvcrt landið og sýndu mælingar að snjókoma í þeim mánuði hafði ekki verið meiri á þessum slóðum í 60 ár. Þessi mynd var tekin á Akureyri 2. mars 1989 er nefnilega mjög vinsælt um- ræðuefni manna á meðal en svo vill til að fólk virðist mjög fljótt að gleyma. Þannig er að ýmist þegar veður er mjög gott eða mjög slæmt er algcngt að fólk taki sér orðið „óvenju- legt“ til munns. Orðið „óvenjulegt" var notað um mikil snjóþyngsli á Norður- landi í upphafi árs. Ekki verður reynt að draga úr því hér því mánuðurinn reyndist sá snjó- mesti frá upphafi mælinga. Snjókoman reyndist gríðarlega mikil á Akureyri, en þar varð úrkoman fjórfaít meiri en í með- alári og var meðal dýpt í febrúar hvorki meiri né minni en 76 senti- metrar. Hitastig var sömuleiðls fyrir neðan meðallag í þessum mánuði. Á Akureyri var meðal- hiti mínus 4,2 gráður sem er 2,7 gráðum undir meðallagi. í höfuð- borginni reyndist mánuðurinn sá þriðji kaldasti á öldinni. En öll él birtir upp um síðir, segir máltækið og svo reyndist einnig vera á Norðurlandi. Sumarið heilsaði íbúum mcð birtu og hlýju og í júní voru sól- skinsstundir á Akureyri 47 fleiri en í meðalári. í júlí var farið að tala um „óvenjulegt" sumar og þó vissulega hafi verið hlýtt og bjart í mánuðinum voru sólskins- stundirnar aðeins 31 fleiri en í meðalári og hitastigið 1,8 gráðu hærra. í ágúst snérist þessi þróun við og sólskinsstundirnar voru 39 færri en í meðallagi. Úrkomutöl- ur koma svo nokkuð á óvart því í heild yfir sumarið var úrkoma á Akurevri meiri en í meðalári. Mörgum hcfur þótt haustið og byrjun þessa vetrar „óvenjuleg". Ástæðan? Jú, á Norðurlandi snjóaði ekkert svo heita má fyrr en um miðjan þennan mánuð. Á tímabili í byrjun desember var hitastig um og yfir 10 gráður. Veðurfræðingar sögðu hins vegar að ekkert óvenjulegt væri við þetta og að á sama tíma síðustu tvö ár hafi veðrið verið með líku móti. Fólk hafði vart sleppt orö- inu í umræðunni um góöa vcðriö þegar hrfðarveður skall yfir Norðausturland með tilheyrandi snjókomu. Ófært var í austur og vestur og síðustu vikuna fyrir jól mátti sjá þó nokkuð háa snjó- ruöninga meðfram götum á Akureyri. Hafís var orðinn land- fastur við Horn og spáð að liann nálgaðis a.m.k. Skagafjörö. „Ástandið hefur ekki veriö svona síöan í desember 1917,” sögðu menn „og allir vita um frostavet- urinn mikla 1918,“ héldu þeir áfram og hristu sig. „Óvenju- legt,“ sagði fólk! „Boðar ekki gott,“ sögðu aðrir. Við erum því miður ekki gædd spádómsgæfu á ritstjórn Dags og látum þvf for- lögin um að ráða hvað úr verður. Megi veðrið leika viö okkur á nyja armu VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.