Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 29. desember 1989 - DAGUR - 13 hvað er að gerast Akureyri: Alþýðubankamótið í bridds á morgun Gal-Gopar litu við á kafTistofu Dags í gær og tóku lagið. Frá vinstri „geliðmaðurinn“ Óskar, „Konnarinn“ Stefán, „altmúlíg-maðurinn“ Atli, „frekjan“ Vilberg og bóndinn fyrrverandi, Þorsteinn. Mynd: kl Gal-Gopar skemmta Eyfírð- ingum í Freyvangi í kvöld í kvöld veröur haldin jóla- skemmtun í Freyvangi sem Eyfirð- ingar ættu ekki að láta fara fram hjá sér. Skemmtunin hefst kl. 22.00 en inn á borð ritstjórnar hefur borist fréttatilkynning frá fimm félögum sem kalla sig Gal- Gopa og ætla þeir að skemmta gestum í kvöld af sinni alkunnu snilld. Söngsveitin Gal-Gopar er skip- uð eftirtöldum mönnum, sam- kvæmt „leikskrá." „1. tenór skal telja Óskar Pétursson (alræmdan gleðimann frá Álftagerði). Ann- ar tenór er Stefán Birgisson Konnari (og ekki orð um það meir). Fyrsti bassi Vilberg Jóns- son (sem heimtaði að vera með). Annar bassi Þorsteinn Jósepsson (fyrrum bóndi en nú frístunda- sellóleikari). Þá er ótalinn Atli á Þórustöðum (sem blæs í lúður, útsetur, semur texta og syngur sópran eða annað eftir þörfum). Þá hefur verið samið við Dísu í Klauf og Kammersveit Önguls- staðahrepps um að annast undir- leik. Reyndar hefur einnig verið orðað við Emilíu að fara með gamanmál en hún bannaði að setja það í auglýsinguna. Nú, að loknum söng mun svo kammer- sveit Öngulsstaðahrepps leika til kl. 03.00 en hún er svo skipuð: Séra presturinn lemur húðir. Ólafsflörður: Herrakvöld K-deildar - haldið í kvöld í kvöld, föstudagskvöldið 29. desember, verður haldið herra- kvöld knattspyrnudeildar Leift- urs í Sandhóli, húsi Slysavarna- félagsins í Ólafsfirði. Tilgangur herrakvöldsins er að létta karlmönnum lundina í svartasta skammdeginu, sérstak- lega þeim sem vilja styrkja Leift- ur. Ákveðið er að fá frægan mann til að flytja ræðu kvöldsins en ekki er gefið upp hver hann er. Sjón er sögu ríkari. Þá verða ýmis skemmtiatriði úr léttari deildinni. Eiríkur blómabarn á Rein plokkar bassa. Reynir öðlingur í Hólshúsum leikur á konsertflygil. Vaka syngur. Birgir Karlsson leikur á gítar.“ Vitaskuld hvetja þessir hug- prúðu félagar alla til að láta sjá sig á þessari óborganlegu skemmtun! Hið árlega Alþýðubankamót í bridds verður haldið í Félags- borg á morgun, laugardag. Það eru Bridgefélag Akureyr- ar og Bridgeklúbbur Hlíðar- bæjar sem standa að mótinu ásamt Alþýðubankanum á Akureyri. Alþýðubankamótið er öllum opið og verður spilað um silfur- stig. Um er að ræða tvíntennings- mót með Mitchell-fyrirkomulagi og verða spilaðar tvær lotur. Þau pör sem hreppa þrjú efstu sætin á ÓlafsQörður: Áramótaball í Tjamarborg Ólafsfirðingar ætla að fagna nýju ári með tilheyrandi húllumhæi í Tjarnarborg á gamlárskvöld. Áramótadansleikur hefst þar kl. 24 og stendur að öllum líkindum til kl. 04 á nýársnótt. Fyrir dansi leikur hljómsveitin Miðaldamenn, sem er skipuð val- inkunnum Siglfirðingum og Ólafsfirðingum. Að þessu sinni sér íþróttafélag- ið Leiftur um áramótadansleik- inn og hafa þeir Leiftursmenn gefið út þá yfirlýsingu að ef ekki verði betri aðsókn á áramóta- dansleikinn í ár en undanfarin ár verði þessi sá síðasti sem félagið standi fyrir. óþh Hótel Höfn á Siglufirði: Dúndrandi stuð í kvöld og aftur á nýársnótt Stórdansleikur verður haldinn í kvöld, föstudaginn 29. desember, á Hótel Höfn á Siglufirði. Hljóm- sveitin Miðaldamenn leikur fyrir villtum dansi sem hefst kl. 23 og stendur til 03. Aldurstakmark er 18 ár og stendur Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði fyrir dans- leiknum. Á gamlárskvöld verður aftur blásið til leiks á Hótel Höfn. Þá verður haldinn áramótadansleik- ur sem hefst stundvíslega kl. 12 á miðnætti. Nýja árið verður dans- Fimm áramótadansleðc- ir á Norðurlandi vestra Á Sauðárkróki er áramótadans- leikur frá kl 24.00 til 04.00 sem Knattspyrnudeild Tindastóls sér um og á nýársdag er dansleikur frá kl. 23.00 til 03.00 í umsjá Kvenfélags Sauðárkróks. Það er Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar sem sér um fjörið báða dagana. Á Hofsósi er áramótadansleik- ur í félagsheimilinu frá miðnætti til 04.00. Það er félagsheimilið sem heldur dansleikinn en Gaut- arnir leika fyrir dansi. Dansað í Víkurröst Dalvíkingar fagna nýju ári á við- eigandi hátt með villtu dansiballi í Víkurröst á nýársnótt. Blásið verður til leiks klukkan tólf á miðnætti í þann mund er nýtt ár, 1990, birtist á sjónvarpsskjá allra landsmanna. Hljómsveitin Gall- erí sér um fjörið. Dansleikurinn stendur til kl. 04 á nýársnótt. Á Hvammstanga er áramóta- dansleikur í félagsheimilinu frá 00.30 til 04.30. Það er Kvenfélag- ið á staðnum sem sér um dans- leikinn en hljómsveitin er frá Sauðárkróki og heitir Nítró. Á Skagaströnd verður áramóta- dansleikur frá 00.30 til 04.30 í Fellsborg. Það er félagsheimilið sem sér um hann. Hljómsveit skipuð heimamönnum mun leika fyrir dansi. Á Blönduósi verður áramóta- dansleikur haldinn milli 00.30 og 04.30 á vegum félagsheimilisins. Það verður hljómsveitin Ottó sem sér um fjörið. að inn undir dillandi tónaflóði frá siglfirsku hljómsveitinni Max. Aldurstakmark 16 ár. mótinu hljóta hvert um sig bikara að launum svo og fjórar veislu- máltíðir á Hótel Stefaníu á Akur- eyri. Það er Alþýðubankinn á Akureyri sem gefur bikara til mótsins, auk farandbikars. í verðlaun fyrir 4.-6. sæti á mótinu eru fjórar veislumáltíðir á Hótel Stefaníu og þá verða veitt bóka- verðlaun fyrir 7.-10. sæti. Auk þess verður efsta pari eftir hvora lotu veitt bókaverðlaun. Sem fyrr segir verður mótið haldið á morgun, laugardag, í Félagsborg á Akureyri og hefst kl. 10.00 árdegis. Æskilegt er að keppendur mæti tímanlega til skráningar. Keppnisgjald er kr. 2.000 á par. Kaffi verður á boð- stólum allan daginn, og er það innifalið í keppnisgjaldinu. AramótaböUí Bleika fflnum og SjaJlanum Tveir áramótadansleikir verða á Akureyri, í Sjallanum og Bleika fílnum. í Sjallanum spilar hin góðkunna akureyrska hljómsveit Stuðkompaníið fyrir dansi á gamlárskvöld. Forsala aðgöngu- miða á dansleikinn verður í dag, föstudaginn 29. desentber kl. 17- 19. í Bleika fílnum verður einnig mikil gleði. Eins og í Sjallanum sjá heimamenn um að skemmta fólki, hljómsveitin Glaumar verður á sviðinu og spilar takt- fasta nýársmúsík. Félagið Ólund: Uppákoma á Uppamim Næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. janúar 1990, kl. 22 mun félagið Ólund standa fyrir uppákomu á Uppanum. Þar munu átta ungir Akureyringar, misungir að vísu, lesa upp úr bókinni Rifbein úr síðum, sem inniheldur ljóð þeirra og sögur. Höfundarnir eru þau Hannes Sigurðarson, Helga Kvam, Ásmundur Ásmundsson, Hlynur Hallsson, Pétur Eyvindsson, Heiðar Ingi Svansson, Hádegi og Stefán Þór. Félagið Ólund gaf bókina út á ársafmæli sfnu 3. desember sl. Bókin er 86 blaðsíður og spannar hún mjög vítt svið skáldskapar hvað varðar efnistök, stíl og úrvinnslu. Rifbein úr síðum er gefin út í 200 tölusettum og árituðum ein- tökum og kostar aðeins 800 krónur. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem gefin er út án þess að beinlínis sé stuðlað að fækkun trjáa því hún er fjölrituð á endur- unninn pappír. Þá er bara að fagna nýju ári og skella sér á Uppann að kvöldi annars dags ársins 1990 og hlýða á ljóð, sögur og óskilgreindan skáldskap. Hrísey: Menn faðmast og kyssast í Samkomuhúsinu á nýársnótt Hríseyingar munu halda sitt árlega nýársdiskótek í Samkomu- húsinu á nýársnótt. Skífuþeytar- inn sest við fóninn fljótlega upp úr miðnætti og sér um að Hrísey- ingar fái nóg af dillandi sömbum iog rokki fram á nótt. Tíðindamaður Dags í Hrísey orðaði það svo að nýársdiskótek- ið væri jafnan fjölsótt og þar föðmuðust heimamenn og kysst- ust og óskuðu hvorir öðrum gleðilegs nýs árs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.