Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Afdráttarlaus afstaða forsætisráðherra Viðtal það sem Dagur átti við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, um stóriðjumál í Degi í gær hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar kveður forsætisráðherra upp úr með það að álver utan suðvesturhorns landsins sé álit- legasti kosturinn í stóriðjumálum íslendinga, þegar um er að ræða sjálfstætt álver með nýj- um eignaraðilum. Forsætisráðherra vill sem sagt gera skýran greinarmun á því hvort ráð- ist verði í stækkun álversins í Straumsvík, þ.e. hreinni viðbót við gamla álverið með eignar- aðild sömu aðila, og hugmyndum um sjálf- stætt álver með nýjum eignaraðilum. Þarna kveður við nýjan tón í þeirri umræðu sem fram hefur farið um byggingu nýs álvers hér á landi undanfarna mánuði. Fram til þessa hef- ur viðræðunefnd íslendinga í þessu máli ein- blínt á Suðurnes sem hinn eina rétta stað undir nýtt stóriðjuver. Það var auðvitað eðli- legt meðan sá möguleiki var til umræðu að stækka álverið í Straumsvík. En eftir að eig- endur þess drógu sig út úr hinum svokallaða Atlantal-hópi, gerbreyttust allar forsendur án þess þó að sjáanleg stefnubreyting yrði hjá viðræðunefndinni. Hún hélt sínu striki með Reykjanesskagann efstan á óskalistanum. í fyrrnefndu viðtali við Dag bendir Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra á að yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra um byggingu tveggja álvera séu óraun- hæfar: „Við eigum nóg með að hugleiða byggingu eins álvers þó við förum ekki að ráðast í byggingu tveggja slíkra stóriðjufyrir- tækja á þessari stundu,“ segir forsætisráð- herra um það atriði. Hann telur að tveir staðir komi til greina fyrir nýtt álver: Eyjafjörður og Reyðarfjörður, enda hafi þessir staðir verið taldir álitlegastir fram að þessu, þegar um er að ræða stóriðju utan höfuðborgarsvæðisins. Ástæða er til að fagna þessari afdráttar- lausu afstöðu forsætisráðherra í þessu stór- máli. Steingrímur Hermannsson hikar ekki við að skipa sér í ört vaxandi hóp þeirra sem vilja að nýtt álver verði reist utan suðvestur- hornsins, og það þótt Steingrímur sé þing- maður Reyknesinga. Skilaboð forsætisráð- herra til annarra þingmanna eru ótvíræð: Ákvörðunin um staðsetningu nýs álvers er hafin yfir hreppapólítík Gg hagsmunagæslu þingmanna fyrir sitt kjördæmi. Ákvörðuniii varðar þjóðarhag. Ef nýtt álver verður reist á suðvesturhorninu mun það hafa mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér gagnvart byggðajafnvægi í landinu. Þess vegna skal það reist utan þess svæðis. BB. Ásgeir Leifsson: Verkefoi um auðlindanýtingu - til að laða að erlenda og innlenda prfestingaraðila Alþjóðleg samskipti fara nú ört vaxandi í heiminum. ísland er staðsett utan við hringiðu þessara mála en það er mjög mikilvægt að einangrast ekki. Rekstur fyrirtækja í iðnaðar- ríkjunum hefur gengið afar vel undanfarin ár og eru þau mörg með fullar hendur fjár eftir góð ár og eru að leita eftir fjárfesting- armöguleikum sem eru á þeirra kjörsviði. Þessi staða er ekkert einsdæmi heldur eru mörg alþjóðleg fyrirtæki í þessari aðstöðu. Ef á að lokka slík fyrirtæki til Þingeyjarsýslna þá verður verk- efnið að vera nokkuð stórt og með útflutning í huga. Það verð- ur væntanlega að nýta auðlindir héraðsins. Það væri mikill akkur í að fá fjársterka aðila til að fjárfesta í sýslunni því fjármagn þar er af skornum skammti. * Ymsar auðlindir Það eru ýmsar auðlindir í Þing- eyjarsýslum s.s. jarðhiti (há- og lághitasvæði), vatnsorka, vikur (t.d. Öskjuvikur), gjall, kísilgúr, leir, perlusteinn, áhugaverð setlög, vannýtt beitarlönd, dug- legt og gott starfsfólk, heitt og kalt vatn, fjölbreytt og fögur náttúra, afurðir, aukaafurðir og úrgangur sláturhúsa, margskonar sjávarfang, afþreyingarmöguleik- ar s.s. fiskveiði í ám og vötnum. Það liggur beint við í atvinnu- uppbyggingu að athuga hvað er nýtilegt í næsta nágrenni. Auk þess liggur fyrir innri upp- bygging í vegakerfi, flugvöllum og höfnum, skóla- og heilsugæslu- kerfi. Flugsamgöngur góðar o.s.frv. Þó er ekki til nein úttekt á þessum möguleikum: Magni, eiginleikum og þróun. Ástæða er til að taka saman á skipulegan hátt fyrirliggjandi gögn um þessi mál og geta til um eyðurnar. - Það þarf að geta um nýting- armöguleika. - Það þarf að vinna upp fýsileg verkefni. - Það þarf að finna takmark- andi þætti við nýtingu þeirra en ljóst er að vinnsla og útflutningur byggingarefna er orðinn þó nokkur atvinnuvegur á Suður- landi og Reykjavík. - Sveitarfélög þurfa að móta stefnu um hvað þau myndu bjóða nýjum fyrirtækjum t.d. í lóðum, aðstöðugjöld. - Þá þarf að taka saman yfirlit um staðarkosti og búa til bækling til að senda völdum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Verktakar í einstökum þáttum Væntanlega færi best á því að héraðsnefndir Þingeyjarsýslna veittu verkefninu forstöðu, en Byggðastofnun, Iðnþróunarfélag Þingeyinga og einstök sveitarfé- lög eða þessir aðilar í sameiningu eða hver fyrir sig yrðu þátttak- endur. Þá færi vel á því að Iðnþróun- arfélag Þingeyinga stjórnaði framkvæmd verkefnisins, en Byggðastofnun, Iðntæknistofnun íslands, Orkustofnun og e.t.v. fleiri yrðu verktakar í einstökum verkþáttum. Þar sem ríkið er eigandi flestra auðlindanna er eðlilegt að það myndi kosta athugun þeirra að mestu eða verulegu leyti. Þannig væri hugsanlega hægt að fá styrk frá umhverfismálaráðuneyti, iðn- aðarráðuneyti og Byggðastofnun í slík verkefni. Verkefnið mætti vinna í eftir- farandi þrepum: 1. Forverkefni: - Taka saman fyrirliggjandi gögn og raða saman. - Gera athugun á hvernig ætti að standa að úttekt og hvað hún kostaði. 2. Úttekt: - Gera skipulegt yfirlit um auðlindir svæðisins (magn, gæði, aðgengileika.) - Gera grein fyrir innri upp- byggingu (,,infrastructure“) svæðisins á skipulegan hátt. - Gera grein fyrir þróun t.d. atvinnumála, fólksfjölda, fjölda ferðamanna, samgangna svæðis- ins og einstakra byggðarlaga. - Gera grein fyrir hvað ein- stök sveitarfélög hafa að bjóða' nýjum fyrirtækjum. 3. Vinnsla á fýsilegu verkefni til að bjóða fjárfestingaraðilum. 4. Gera bækling eða bæklinga fyrir sýsluna, eða einstök eða fleiri sveitarfélög þar sem staðar- kostum er lýst og senda völdum fyrirtækjum og aðilum innan þeirra. Ásgeir Leifsson. Höfundur er iðnráðgjafi á Húsavík. i lesendahornið r- Miðbær Akureyrar: Nýtt bflastæði til fyrirmyndar „Ein er sú framkvæmd í miðbæ Akureyrar sem farið hefur hægt og hljótt í haust og sumar en það er gerð bifreiðastæða sunnan við BSO. Ég er einn þeirra sem reglulega þarf að leggja leið mína í miðbæinn og þá jafnframt að finna stæði fyrir bílinn. Eftir að þetta nýja stæði kom er yfirleitt vandalaust að finna bílastæði og það sem meira er; skipulagið á þessu stæði er til fyrirmyndar og gerir að verkum að auðvelt er að aka í gegnum stæðið og jafnframt þarf maður ekki að óttast að lenda á næsta bíl því svigrúmið er nægt. Skipulagsdeild bæjarins á hrós skilið fyrir góða skipulagn- Gestur er góður útvarpsmaður Húsmóðir hringdi „Af gefnu tilefni vil ég taka frarn að þáttur Gests Einars Jónasson- ar, Umhverfis landið á áttatíu, er að mínu mati mjög góður og er ég algjörlega ósammála karl- manni sem kvartaði yfir þætti hans í lesendadálki Dags 28. des- ember sl. Lagaval Gests finnst mér mjög gott og hann er sjálfur áheyrileg- ur útvarpsmaður. Hins vegar finnst mér ástæða til að kvarta undan Stefáni Jóni Hafstein, kollega Gests á Rás 2.“ ingu og umhverfisdeild fyrir skjótan og smekklegan frágang. Sjallinn: Léleg loftræsting Lesandi hringdi og vildi kvarta yfir lélegri loftræstingu í Sjallan- um. Hann kvaðst hafa farið í Sjallann á annan í jólum og var ekki fyrr kominn inn er hita- svækja skall á honum. Að sögn lesandans var húsið yfirfullt, hvar sem fæti var borið niður, og loft- ræstingin var annað hvort engin eða gerði ekkert gagn. Þá var mikill troðningur við fatahengið, en hitinn var verstur og munu gestir hreinlega hafa flúið út vegna loftleysis og svækju. Yfir þessu vill Sjallagesturinn kvarta og er því hér með komið á fram- færi. Fer eitthvað fleira í taugam- ar á honum en Gestur Einar Lesandi hringdi.. og vildi mót- mæla lesendabréfi karlmanns í lesendahorni Dags í gær þar sem icvartað var yfir Gesti Einari Jón- §ssyni í útvarpsþættinum Umhverfis landið á 80. „Það er alveg ljóst að það fer eitthvað fleira í taugarnar á þessum manni en bara Gestur Einar. Ég held að hann sé bara að þjóna lund sinni, nema að hann sé einn af þeim mönnum sem ekki ber við að rökstyðja það sem hann segir. Hann notar þarna orð eins og kjaftaþvæla og kjaftavaðall en þetta er engin rökstudd gagnrýni. Maðurinn hellir úr skálum reiði sinnar og ég mótmæli þessari lélegu röksemdafærslu. Ef hann gerir sig að dómara í ibálum sem hann þykist hafa vit á þá má benda honum á að nota betri rök og skemmtilegra orðaval, þó ekki væri nema í tilefni jólanna. Reyndar hlusta ég lítið á útvarp, því miður, en þá sjaldan sem ég hlusta á Gest þá hugsa ég sem svo að þarna fari einn okkar besti og liprasti maður í þessu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.