Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. desember 1989 - DAGUR - 7 Annálsbrot ársins 1989 - nokkur tíðindi á síðum Dags riíjuð upp Annáll Dags verður með öðru sniði að þessu sinni. í stað þess að taka hvern mánuð ítarlega fyrir verður megináhersla lögð á stutt viðtöl við fólk í hinum ýmsu greinum atvinnu- og listalífsins. Við biðjum fólkið að rifja upp minnis- stæðustu atburði ársins í viðkomandi grein en þó leggjum við hinn hefð- bundna annál ekki alveg á hilluna því hér kemur stutt yfirlit yfir markverð tíðindi sem Dagur flutti á árinu 1989. Janúarmánuður ýmsum tölulegum hefst með upplýsingum frá árinu áður. Brunaútköllum fækkaði milli ára á Akureyri, 62 íslendingar létust af slysförum á árinu 1988, uppsveifla var í fæð- ingum á Akureyri o.s.frv. Einnig mátti sjá þau uggvænlegu tíðindi að Hafnfirðingar væru nú orðnir fleiri en Akureyringar en grípum nú niður í nokkur fréttnæm atriði á síðum Dags. Janúar Peningar heimtaðir fyrir víni 6. janúar: „Ég hef oft verið rænd- ur allri lífshamingju.“ Pannig var fyrirsögn viðtals við Ottó Gott- freðsson, 75 ára gamlan mann á Akureyri, sem hafði í áraraðir mátt þola ofsóknir drykkjusjúks fólks. Fólkið tróð sér upp á hann með góðu eða illu og heimtaði af honum peninga fyrir víni. Viðtal- ið vakti mikla athygli sem von er. Febrúar Drykkja unglinga og Virginía Lítum næst á febrúar. Valur Arn- þórsson lætur af starfi kaup- félagsstjóra KEA og bæjarstjórn Akureyrar ræðir um drykkju unglinga. Steingrímur J. vill banna heimaslátrun, ættfræðing- ur á Sauðárkróki ræðir fjálglega um hassneyslu sína en Hótel Varðborg breytist í Hótel Norðurland. Grímsey tútnar út vegna fannfergis. Af fleiri atburðum í febrúar rná nefna að 32 farþegar sluppu með skrekkinn er Fokker vél hlekktist á við lendingu á Akur- eyrarflugvelli. Síðan verður allt vitlaust í kringum sýningu Leik- félags Akureyrar á leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Leikstjórinn tók pokann sinn og vildi ekki kannast við verkið fremur en höfundur tón- listar og leikmyndahönnuður. Húsvíkingum fjölgaði á sjómannadaginn er hjónin Hera Hermannsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson tóku að sér fósturbarn sem hlaut nafnið Snorri. Hann fékk að sofa í bílskúr þeirra hjóna fyrstu nóttina en var síðan fluttur út í garð vegna þess að mikinn fnyk lagði af honum. Krankleiki herjaði á Snorra og von bráðar var hann allur. 10. janúar: Færeyska skipið Tec Venture lenti í miklum hrell- ingum í Eyjafirði. Fyrst strandaði skipið við Gáseyri en þegar það hafði náðst á flot sigldi það á tog- arabryggju Útgerðarfélags Akur- eyringa. 13. janúar: Sex hæða verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði verður byggt í Hafnarstræti. Hér er átt við stórhýsi sem Byggingafélagið Lind hugðist reisa á bak við bókabúðina Huld. 14. janúar: „Ástandið er bágt á Akureyri,“ segir Ingjaldur Arn- þórsson, nýráðinn starfsmaður SÁÁ-N á Akureyri, og á þar við áfengismálin almennt. 18. janúar: Erlendir loðdýra- vinir hyggja á herför gegn íslenskum loðdýrabúskap. „Hvalveiðar eru geðslegri en loð- dýrabúskapur,“ er haft eftir Magnúsi Skarphéðinssyni. 26. janúar: Félagsstofnun stúd- enta sækir um lóð til byggingar stúdentagarða á Akureyri og er .stefnt að því að taka fyrsta áfang- ann í notkun fyrir næsta skólaár. „Við verðum að fá peninga, aniiars getum við ekki framleitt fóður,“ segir Guðmundur Stefáns- son, framkvæmdastjóri ístess, en fjárhagsvandræði fiskeldisfyrir- tækja voru farin að segja til sín. Anna Ýr leysti Hallfreð af hólrni og menn biðu spenntir eftir bjórnum. Gífurlegt fannfergi var á Norðurlandi undir lok febrúar en næst skulum við huga að mars. Mars Reyklausir og kellingalausir Marsmánuður hefst með forsíðu- frétt um kókaínsmygl sem tengist Mývatnssveit, Ákureyri og Reykjavík. Bjórinn er kominn og 1800 kassar að miðinum voru seldir í ÁTVR á Akureyri fyrsta daginn. Tvær konur á Akureyri vilja stofna jóðl-klúbb og á fundi um ávana- og fíkniefni kom fram að neysla á amfetamíni og kókaíni breiðist ört út. Leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar sagði upp störfum og gaf upp persónulegar ástæður. Stefán Gunnlaugsson segir í helgarvið- tali að það sé meiri grundvöllur fyrir því að reka atvinnuknatt- spyrnulið en atvinnuleikhús á Ákureyri. Fyrsta alnæmistilfellið greinist á Akureyri. Á Sauðárkróki var slitinn hausinn af 20 hænuungum, 4 hænur fótbrotnar og einn hani lemstraður, auk þess sem hestur var pirraður. Apríl Þá yfir í apríl. Að sjálfsögðu brá Dagur á leik 1. apríl og m.a. létu margir blekkjast af „frétt“ um nýjan veitingastað um borð í Þorsteini EA. Á Akureyri reyndu margir að hætta að reykja, en reyklausi dagurinn var miðvikudaginn 12. apríl. Engum sögum fer af því hvort Grímseyingar hafi verið reyklausir en að sögn Sæmundar Ólasonar voru þeir alveg „kell- ingalausir" eftir að stór hluti eyjarkvenna fór í menningarreisu til Reykjavíkur. Séra Pálmi Matthíasson var kallaður til starfa í Bústaða- kirkju, en næst lítum viö á maí- mánuð. Maí Kaupfélagið tapar 3. nraí: Nýr kjarasamningur ASÍ og VSÍ er metinn á um 10-12% launahækkun. 4. maí: Dagheimilið Krógaból fær húsnæði í kjallara Glerár- kirkju. 6. maí: í ársskýrslu Kaupfélags Eyfirðinga kom fram að 204 milljóna króna tap var á rekstrin- um árið áður og veltuaukning milli ára var undir verðbólgustigi. 11. maí: Ólafi H. Oddssyni hefur verið falið að ræða við þá 20-30 starfsmenn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri sem skrifuðu undir bréf til landlæknis- embættisins þar sem óskað er rannsóknar á ýmsu í embættis- færslu Gauta Arnþórssonar, yfir- læknis á FSA. 12. maí: Sigurður Hróarsson var ráðinn leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar og hann segist örugglega hafa gengið oftar á Súlur og Kerlingu en flestir bæjarbúar. 19. maí: „Stríðið alls ekki höfn skilaði rúmlega 18 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Júní Tómt malbik hjá fegurðardrottningu Holskefla verðhækkana heilsaði landsmönnum í byrjun júní. Nokkuð fer að bera á uppsögnum og alvarlegum horfum í atvinnu- lífinu. Sjómannadagurinn á Akureyri átti 50 ára afmæli. Kyn- óð eiginkona hverfur, er titill sakamálasögunnar 3. júní. Færeyska flutningaskipið Tec Venture strandaði við Gáseyri þann 7. janúar. Skipið náðist á flot að kvöldi sama dags með aöstoð Sólbaks EA, togara ÚA. En þar með var ekki öll sagan sögð því þegar til Akureyrar kom fór skipið á of mikilli ferð upp að bryggju og skemmdi stálþilið á austurkanti togarabryggjunnar neðan við ÚA. Tjón vegna árekstursins nam hundruðuni þúsunda króna. búið!“ Þetta er fyrirsögn fréttar um yfirlýsingu útskriftarnema Verkmenntaskólans á Akureyri. 20. maí: Hallfreður rekur Önnu Ýr og ryðst fram á ritvöll- inn á nýjan leik og kveðst hvorki vera ær né örvita. í Heilsupóstin- um er fjallað um horgemlinga. 25. maí: Breska fyrirtækið A&P Appledore gerði úttekt á íslenska skipasmíðaiðnaðinum og komst aö þeirri niðurstöðu að of margar stöðvar eltast við verk- efnin. Fyrirtækið ráðleggur stjórnvöldum að taka ekki á sig tap iðnaðarins og ekki að taka upp styrkjakerfi til frambúðar. 31. maí: Jökull hf. á Raufar- Afkoma SÍS var hrikalcg á síð- asta ári. Sambandið tapaði 1156 milljónum og kaupfélögin rúm- um milljarði. Sigurður J. Sigurðsson tók við af Gunnari Ragnars sem forseti bæjarstjörnar Akureyrar og hauskúpur af sauðnautum koma í leitirnar í Eyjafirði. Séra Pétur Þórarinsson lilaut lögmæta kosningu sem sóknar- prestur í Glerárprestakalli, veru- legur hallarekstur reyndist vera hjá Sjálfsbjörg á síðasta ári og bæjarstjórn Akureyrar vill kanna möguleika á stóriðju. Afkoma Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var góð á liðnu ári. Sigurður Thorar- Stór flutningabíll frá Akureyri rann út af veginum skammt norðan við Mýri í Bárðardal 22. febrúar. Á bflnum voru þrír snjóbflar í eigu Hjálparsveitar skáta á Akureyri, sem verið var að flytja inn á Nýjadal á Sprengisandi, en þar stóð til að hafa samæfingu á vegum Landssambands Hjálparsveita skáta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.